Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1942, Blaðsíða 3
¥igvikudagu^ 2*: mí ALÞYÐUBLAÐIÐ Japanskir fangar. Þessi mynd var tekin á Bataanskaga af fréttaritara Associatei Press, Clark Lee. Sýnir hún japanska fanga, sem veriS er aS leiða til aðalstöðva ameríkska hersins þar. Þéir eru íheð bundið fyrir augun, til þess að þeir rati ekki til baka, ef þeim tækist að strjúka. Þjóðverjar í Libyu búa sig undir innrás i Egyptaland. Churcbill oo Roose- velt ræða sklpa * Bretum berst stððugt liðs- aufel til landamæranna. Washington í gær. VIÐRÆÐUM þeirra Churc- hills og Roosevelts heldur ;áfram í Bandaríkjunum, og er ekki búizt við að þeir muni gefa nánari skýringu á viðræðuirum en þá, sem kom fram í yfirlýs- ingunni í fyrradag. í gær áttu þeir viðræður við sérfræðinga á sviði skipabygg- inga og siglinga, og var gefið í skyn; að þessar viðræður væru hinar mikilvægustu, enda er siglingamálið eitt alvarlegasta viðfangsefni bandamanna um þessar mundir. Skömmu eftir að yfirlýsingin var gefin út, sendi Roosevelt forseti orðsendingu til Stalins. Harry Hopkins, ráðgjafi Roose- velts, skýrði frá þessari orð- sendingu. Lofaði Roosevelt í orðsendingunni aukinni aðstoð til Rússa. Hopkins var að halda ræðu í Madison Square Garden í New York. Hann sagði meðal annars: „Við berjumst til þess að eyðileggja hervald nazista og hugsjónir þær, sem þeir vilja kenna heiminum. Iðnmáttur okkar og herafli hafa byrjað þátttöku í stríðinu, og ekkert getur stöðvað fullkominn sigur okkar.“ BREZKAR sprengjuflugvél- ar gerðu í fyrrinótt mikla árás á herskipahöfnina Emden. Skýrsla Auchinlecks hershofðingja. LONDON í gær. KÖNNUNARFLU GVÉLAR BRETA sáú í gær sterkar þýzk- ar hersveitir halda austur á hóginn frá Fobruk, og stefndu þær- til landamæranna. Er það álit manna í Kairo, að búast megi við áhlaupi Rommels þegar þessi herdeild hefir komið sér fyrir við landamærin. Hersveitin fer hratt yfir, og sást hún, þegar síðast fréttist til, skammt frá Gambut. Orðið hefir vart við nokkurn liðssafnað Þjóðverja vestur af Capuzzovirki, en það er um það bil í miðri víglínu Breta. Brezki flugherinn er stöðugt á ferðinni, og hefir hann gert hverja árásina á fætur annarri á stöðvar Þjóðverja. Ameríksku Liberator-sprengjuflugvélarnar, sem eru í Egyptalandi, hafa tek- ið þátt í árásunum á Benghazi Bæða Attlees i þiifiiB. Attlee, varaforsætisráðherra Breta, hélt í gær ræðu í brezka þinginu um hernaðinn í Libyu. Las 'hann skýrslu, sem yfirhers- höfðingi Breta, Auchinlech, hafði sent stjórninni um bardagana. í skýrslunni segir, að Bretar hafi átt von á árás af hendi ó- vinanna í lok maímánaðar, og hafi því verið gerðar margs konar ráðstafanir, en flugherinn hafi gert miklar árásir til þess að vinna Þjóðverjum tjón. Eftir fyrstu daga baráttunnar var ástandið fyrir Breta all- gott, og höfðu Þjóðverjar lítið komizt áfram, og þeir áttu í erfið- leikum með birgðar sínar. Eftir harða bardaga við Knightbridge og allt að E1 Adem, voru Þjóðverjar þreyttir og veikir fyrir, en Bretar gátu ekki notað sér það, því að her | þeirra var einnig þreyttur, svo að hann megnaði ekki að gera gagnáhlaup. Hinn 3. júní gerðu Þjóðverj- ar aftur atlögu að Bretum á Knightbridge-svæðinu og unnu 150. hersveitinni mikið tjón. Ritchie reyndi að vinna þetta J tjón aftur með gagnáhlaupi, én það tókst ekki. Tókst Þjóðverj- um ekki aðeins áð hrinda því, heldur og að hefja áhlaup sjálfum og hrekja brezku her- sveitirnar aftur. Frjálsir Frakkar vörðu Bier Hakeim af miklum krafti og bundu þar mikinn þýzkán og ít- alskan her. Öxulherirnir hertu mjög sóknina að þessum bæ, og voru margar tilraunir gerðar til þess að létta sókninni af Frökk- um. En það tókst ekki og Rit- chie áleit það ekki ráðlegt að hætta setuliðinu þar og gaf því skipun um að yfirgefa staðinn. Við þetta færðust orrusturn- ar norður á bóginn og aðallega til Knightbridge-svæðisins. Á þriðja degi neyddust brezku hersveitirnar til þess að yfir- gefa nokkrar stöðvar, sem gerðu Þjóðverjum mögulegt að brjótast í gegn til strandar og reyna að króa heri Breta, Suð- ur-Afríkumanna og Indverja í Gazala af. Ritchie sá fyrir þessa tilraun Þjóðverja og gaf skipun um að yfirgefa Gazala. Hersveitirnar, sem þar voru ,komust til To- bruk og sameinuðust aðalher Ritchies. Eftir þetta hófst sókn Romm- els til Tobruk. Eftir fjögurra daga orrustur hörfaði Ritchie með aðalher sinn til landamær- anna, en skildi eftir setulið í Tobruk. 2tfjúní hófu Þjóðverjar árás- ina á Tobruk. Tókst þeim að brjótast gegnum varnarlínurn- ar að suðaustan og komust margar her- og skriðdreka- sveitir þeirra þar í gegnum. Hér endar Auchinlech skýrslu sína um bardagana. Það, sem eftir er sögunnar um fall To- bruk er mönnum vel kunnugt. Auchinlech sagði enn jrem ur, að áttundi herinn stæði enn ósigraður, þótt hann hafi beðið mikið mann- og her- gagnatjón við Tobruk. Hem- um hefir borizt liðsauki og nýjar hersveitir eru á leið- inni til landamæranna. Flug- sveitir hafa einnig komið þangað síðustu daga. Attlee sagði að lestri skýrsl- unnar loknum, að Bretar hefðu í Libyu beðið mikinn og óvænt- an ósigur. Hann tilkynnti einn- ig, að innan skamms mundu fara fram umræður í þinginu um orrusturnar í Norður-Af- ríku. Bezta merkið um það, hversu miklum vonbrigðum þessi ósig- ur hefir valdið Bretum, er hin mikla gagnrýni, sem komið hef- ir fram í þinginu, blöðum og jafnvel útvarpi. Sem dæmi má nefna nokkur atriði úr ræðu, sem blaðamaðurinn Robert Fraser flutti í brezka útvarpið í gærkveldi. Hann sagði, að ræða Attlees hefði aðeins verið skýrsla um bardagana, en hún hefði ekki gefið neina skýringu á óförun- um. Hann sagði, að útbúnaður Þjóðverja hefði reynzt betri en Breta. Skriðdrekar Þjóðverja, Mark—4, væru betri en Gener al Grant, ameríksku skriðdrek- arnir, sem Bretar hafa bezta Hinar 88 mm. byssur Þjóðverja væru betri en byssur Breta. Loks sagði Fraser, að það væri tmwolX oínlivoriQr clrvritlffflr Þýzk stórskota faríð á Sevasto- pol. LONDON, í gærkveídi. EKKERT lát er á orrustun- um við Sevastopol og er hitt frekar, að þær hafi harðnað síðustu daga. Rússar segjast enn hrinda öllum áhlaupum og vinna Þjóðverjum mikið mann- tjón. Þó viðurkenna þeir, að á- standið sé alvarlegt. Þjóðverjar hafa gertz nokkru hógværari í tilkynningum sín- um og tala nú allmikið um erf- iðar aðstæður. Þeir höfðu áður tilkynnt, að þeir hefðu strand- virkin norðan hafnarinnar á sínu valdi, og hafa þeir háldið uppi skothríð á skip á höfninni þaðan. Brezkur fréttaritari í Kubis- jev hefir sagt frá því, að Þjóð- verjar hafi komið fyrir stórum fallbyssum við Sevastopol, og geti þær lcastað miklu sprengju- magni yfir borgina, þar eð færið sé stutt. Þá segir fréttaritarinn, að stórkostlegar loftárásir séu gerðar á borgina og fari þýzk- ar flugvélar allt að 2000 árás- arferðir til hennar á degi hverj- um. Rússar tilkynna, að þeir hafi komið liðsauka til Sevastopol. Var-hann að sjálfsögðu fluttur sjóleiðis, en Svartahafsflotinn hélt uppi ógurlegri skothríð á fallbyssustæði Þjóðverja, með- anliðið var sett á land. Flugvöllurinn í borginni er í skotfæri þýzka stórskotaliðsins og má heita að þar rigni sprengjum. Þrátt fyrir það segj- ast Rússar nota völlinn og flug- vélar þaðan fara til bardaga við þýzkar árásarflugvélar. Frændi Hitlers dáinn i Texas. Lítið hrifian af einræðis- herranum. Maður nokkur að nafni Alois Kozelsky er nýlátinn í bænum East Barnard í Texas í Banda- ríkjunum. Alois þessi var ná- frændi Hitlers, en hefir búið í Bandaríkjunum í mörg ár. Hafði hann verið bóndi í 30 ár, en hann var 83, er hann lézt. Alois kvaðst muna eftir frænda sínum Adolf Hitler, þegar hann var í skóla í Kora- via. Var Hitler þá „óþekkur skólastrákur“, eins og frændi hans orðaði það. „Hann var kærulaus,“ sagði Alois gamli, „og maður eins og hann getur aðeins haft eitt á- hugaefni og það er að ná í völd. Honum er sama á hvem hátt hann fær þau.“ i ROMMEL HÆKKAR f TIGN Hitler tilkynnti í gær, að hann hefði hækkað Rommel í tign. Er hann nú Field-Marshal, en það er sama tignargráða og þeir Göring og von Keitel hafa. kæmu fram í umræðunum um I Libyumálin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.