Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagpur 25. júní 1942» Tiu dagar til kosninga. Kosnmöabaráttan harðnar. IDAG eru 10 dagar til kosn- inga. Kosningafundir eru nú haldnir urn land allt á hverj- um degi. Kosningabaráttan er að komast á hástig. Þessa dag- ana verða úrslitin ráðin. Alþýðuflokkurinn heitir á alla liðsmenn sína að duga vel í þessari baráttu. Úrslit þessara kosninga munu valda miklu um úrslit kosninganna í haust, sem telja má víst að fari fram, ef Sjálfstæðisflokkurinn svíkur ekki kjördæmamálið eftir kosn- ingarnar. Nú ríður mest á því að hver einn og einasti liðsmaður al- þýðusamtakanna gæti þess að atkvæði þeirra komi til skila á kjördegi. Allir, sem fara úr bænum, verða að kjósa ÁÐUR en þeir fara. Allir bæjarbúar, sem nú dvelja utan bæjar, verða að kjósa hjá næsta sýslu- manni eða hreppstjóra og senda atkvæði sín. Allir, sem dvelja hér nú, en eiga kosningarrétt úti á landi, verða að kjósa NÚ ÞEGAR og skila atkvæði sínu í kosningaskrifstofu Alþýðu- flokksins, því að nú er hver síðastur að verða á því, að koma atkvæðum til skila, a. m. k. til sumra kjördæma á landinu. átsvaranna? á al~ menningi er margföld á við tekjuhækkun hans árið 1941 ----•-- Dýrtíðarappbótin hækkaði kaupið 1941 um 25ðL en útsvðrin hækka um 100°Lf H] |o? IN GÍFURLEGA HÆKKUN ÚTSVARANNA á öll- um almenningi í Reykjavík — allt að 100% —, sam- tímis því sem stríðsgróðafyrirtækjunum er svo að segja algerlega hlíft við útsvari, hefir að vonum vakið réttláta reiði Reykvíkinga. Það má líka sjá á blöðum Sjálfstæðisflokksins, sem nú í fyrsta skipti hafði hreinari meirihluta í niðurjöfnunarnefnd, að þau eru gripin hinum alvarlegasta ótta við afleiðingamar af slíkri niðurjöfnun, og þá ekki sízt vegna þess, að kosningar fara í hönd. En allir vita, að það eru hrossakaup Ólafs Thors og Sjálfstæðisflokksins við Framsókn í skattamálxmum í vetur, serii Reykvíkingum verður nú að blæða fyrir. Morgunblaðið teflir ‘ f ram bæði Bjarna Benediktssyni borgarstjóra og Gunnari Viðar hagfræðingi, formanni niðúr- jöfnunarnefndar, til þess að reyna að bera í bætifláka fyrir hina ósvífnu útsvarshækkun á almenningi, en hvorugur þeirra hefir neitt fram að færa annað en hinar fáránlegustu blekkirig- Húsakaup bommnnista og húsnæOisvandræðin í Rvik Hlutafélög þeirra hafa keypt tvö hús. Hafa breytt íbúð í öðru þeirra í skrif- stofu, en hitt leigðu þeir Bretum! |_| LUTAFÉLAG er til hér í bænum, sem ber hið sakleysislega heiti: „H. f. Miðdalur“. Steinþór Guð- mundsson, bæjarfulltrúi kommúnista ag einn af fram- bjóðendum þeirra við þessar kosningar, er helzti maður hlutafélagsins, $ enda eru kommúnistar helztu hluthaf- arnir. Þetta hlutafélag keypti nýlega húsið Skólavörðustíg 19, og hefir Kommúnista- flokkurinn nú sett upp skrif- stofu í húsinu. Eins og kunnugt er var það ákvæði sett inn í húsaleigulög- in, að ekki mætti breyta íbúðar- húsnæði í skrifstofur, og var það gert vegna hinna gífurlegu húsnæðisvandræða í hænum, en fyrirtæki og skrifstofur rísa nú upp eins og gorkúlur á haugi. Ýmsir spekúlantar hafa brotið lögin hvað þetta atriði snertir pg hafa verið sektaðir fyrir. En til þess að geta sett upp þessa skrifstofu sína urðu kom- múnistamir að koma fjölskyldu burtu úr tveimur stofum á ann- arri hæð hússins, og tók hún eld- hússkytruna til íbúðar. Þar hefst fjölskyldan nú við. Kommúnistum lætur betur að fara með stóryrði etn að standa við þau. Á hverjum einasta bæjar- stjórnarfundi, sem haldinn hef- ir verið síðan nýja bæjarstjórn- in tók við, hefir Steinþór Guð- mundsson hamazt á hæl og hnakka út af húsnæðisvand- ræðunum og sérstaklega talað um það húsnæði, sem leigt hefir verið Bretum. Út af fyrir sig er ekki nema ogtt eitt um þann málflutning að segja. En maður skyldi ætla, að maður, sem talaði svona mikið, starfaði sjálfur samkvæmt því. Við höfum nú skýrt frá fram- komu hans og félaga hans á Skólavörðustíg 19, en það er ekki í eina skiptið, sem komm- únistar leika líkan leik. Hluta- félag, sem Steinþór er í, ásamt öðrum kommúnistum, keypti fyrir nokkru húsið Túngötu 6. Maður skyldi ætla, eftir ræðu- höldum og skrifum kommúnista að dæma, að þeir leigðu það að- þrengdum húsnæðislausum fjöl- skyldum. En nei. Það gerðu þeir ekki. Þeir leigðu húsið — Bret- ar og rökvillur um niðurjöfnun- ina. En almenningi, sem á að greiða allt að 100% hærri út- svör en í fyrra verður ekki villt sýn með neinum loddarabrögð- um. Blekkingarnar nm útsvarsstigann. Gunnar Viðar gerir saman- burð á útsvari manna með á- kveðnar útsvarsskyldar tekjur nú og í fyrra. Á pappírnum lít- ur út fyrir, að útsvörin hafi lækkað. Við samanburðinn er það að athuga, að annað árið, í fyrra, var leyft að draga frá skatta og útsvör, en hitt árið, nú, ekki. Slíkur samanburður segir vitanlega ekki neitt og er að eins settur fram til að blekkja. Nákvæmlega sama blekking- in kemur fram í skrifum Morg- unblaðsins sjálfs og Bjarna Benediktssonar, þegar þau tala um að útsvarsstiginn sé „miklu lægri en áður“. í fyrsta lagi á útsvarsstiginn að vera lægri til þess að vega upp á móti verðrýrnun pening- anna frá því fyrir stríð, saman- ber hinn svo kallaða umreikning teknanna til skatts. Meðalvísi- tala ársins 1941 var 60% hærri en 1939. Hefði því útsvarsstig- inn átt að lækka um 60% af þeirri ástæðu, til þess að út- svarsþunginn væri óbreyttur. Þar ofan á bætist svo, að nú er, eins og fyrr segir, óheimilt að draga frá skatta og útsvör, og hefði úasvarsstiginn því þurft að lækka mjög mikið einnig af þeirri ástæðu, á sama hátt og tekjuskattstiginn hefir lækkað um allt að helmingi af þeirri ástæðu. Það er því bersýnilegt, að ef átt hefði að leggja raun- verulega jafnþung útsvör á bæjarbúa og áður, hefði út- um! — Ráku út úr því eina fjölskyldu, sem bjó í því! Er furðulegt, að húsaleigu- nefnd skuli hafa látið slíkt við- gangast. 0' svarsstiginn þurft að lækka gífurlega mikið. Raunveru- léga er útsvarsstiginn, sem nú gildir, því miklu hærri en hingað til. Hvað sýnir raunhæfi- ur samanburður? Til þess að fullvissa sig um þetta, gerði Alþýðublaðið sam- anburð á útsvörum margra gjaldenda nú og í fyrra. Voru teknir sömu gjaldendur bæði árin, en atvinnufyrirtæki ekki talin með, þar sem á tekjum þeirra eru miklar sveiflur. Þessi samanburður sýndi, að útsvörin höfðu hækkað að meðaltali um hér um bil 100%, og getur hver maður, sem er, sagt sér það sjálfur, að tekjur þessara manna hafa ekki hækkað um neitt svip- aðan hundraðshluta á einu einasta ári, enda hækkaði dýrtíðaruppbótin ekki nema um 25% á árínu 1941. Alþýðublaðinu er kunnugt tun nokkra gjaldendur, sem hafa haft algerlega óbreytt- ar grunntekjur síðan í fyrra og þó fengið nákvæmlega 100% hærra útsvar nú en þá. Eins og menn sjá af þessu, sýnir raunhæfur samanburður á útsvörum almennings nú og í fyrra allt annað en það, sem þeir Bjarni Benediktsson og Gunnar Viðar eru að reyna að telja mönnum trú um með blekkinga- vaðli sínum. Er og furðulegt, að menn í slíkum trúnaðarstöð- um skuli leyfa sér að bera ann- an eins þvætting á borð fyrir almenning, sem þeir þó mega vita að ekki lætur blekkjast um Bannsvæðið úti fyrlr Vestfjörðnm minbað. Aðalfisbimiðin framveois utan Dess. U TANRIKISMALA- RÁÐUNEYTINU hefir nú verið tilkynnt, að bann- svæðið úti fyrir Vestfjörð- um hafi verið minnkað þann- ig, að aðalfiskimiðin, Halinn , og Djúpállinn, eru framvegis utan þess. Hafa suðurtakmörk bann- svæðisins verið færð til þannig,. að þau eru nú í 317 gráðu stefnu réttvísandi úr Rit. Það er tekið fram, að enda þótt aðalfiskimiðin, Halinn og, Djúpállinn, hafi þannig losnað,. séu fiskveiðar þar ekki með öllu hættulausar vegna fyrri hernaðaraðgerða. N Nýtt tímarit. *ESTU daga mun nýtt tímarit hefja göngu sína. hér í bæ. Heitir það Úrval og birtir í samanþjöppuðu formi úrvdl erlendra tímaritsgreina,. Ritstjóri tímaritsins er Gísli Ól~ afsson, blaðamaður við Vikuna. Mun ritið fyrst um sinn koma út fjórum sinnum á ári, en það er 128 síður í litlu broti. Erlendis eru mörg tímarit, sem eingöngu birta úrvalsgrein- ar úr öðrum blöðum, venjulega styttar. Hugmyndin um slíkt blað mun vera upprunnin í Am- eríku og þar hefir hún átt mestu fylgi að fagna, en nú hefir hún breiðzt um allan heim. Frægast allra þessara tímarita er Readers Digest, gef- ið út í Ameríku. Frágangur Úrvals er mjög góður og er ritið hið læsileg- asta. Eru í ritinu 21 grein, allar eftir fræga rithöfunda og blaða- menn. þá útsvarsbyrði, sem hann vérð- ur að bera á sínu eigin baki. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa því fulla ástæðu til óttans við afleiðingarnar. Reykvíkingar munu kvitta fyrir útsvörin á viðeigandi hátt á kjördegi. 70 fulltrúar víðsvegar af land- inu sitja stðrstúkupingið. — ......... ..... . , Styrjöldin og hernámið hefur haft mikil áhrif á starf Goodtemplarareglunnar* C TORSTUKUÞINGIÐ var sett hér í bænum í fyrradag. Þingið sitja 78 full- trúar. Strax eftir þingsetningu var lögð fram skýrsla framkvæmda nefndar og hefir starfið gengið erfiðlega síðastliðið ár. Um það sagði stórtemplar í skýrslu sinni: „Þegar ég tók við starfi mínu fyrir einu ári, var mér ljóst, að óvenjulegir erfiðleikar lágu í landi um alla félagsstarfsemi. Höfðu þeir á áþreifanlegan hátt gert vart við sig á fyrra ári, en allt benti til þess, að nú yrði enn örðugra um alla fram- vindu á sviði félagslegra mála. Reynslan hefir staðfest þetta. Ástæðurnar ber auðvitað að rekja til heimsstyrjaldar þeirr- ar, er nú geisar, og hinna ger- breyttu viðhorfa, sem skapazt hafa á ýmsum sviðum við her- nám landsins. Á einstaka stað má þó segja, að starfið hafi gengið vel, t. d. í Hafnarfirði og á Akureyri. Víðar hefir þó stúkustarfsemin átt í vök að verjast og sums Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.