Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. júní 1942. ALSÞYÐUBLAÐIÐ fi Mexfkó, nýjasti ófriðaraðilinn IHVERT skipti, sem Þjóð- verjar eða Japanir fremja eitthvert ofbeldisverkið, eign- ast bandamenn nýjan banda- mann. Og það er í raun og veru mjög auðskilið mál. Þannig hef- ir saga stríðsins verið síðast- liðna tvo mánuði og þannig mun hún verða eftirleiðis. Möndulveldin hafa alltaf verið að svipast um eftir nýju fórnar- lambi. Mussolini áleit, að Grikk ir ættu eitthvað, sem. komið gæti að gagni. Hann hafði á réttu að standa, en aðeins ekki það, sem Mussolini átti við eins og hann komst að raun um, þegar hann réðist á þá og útvegaði lýðræðisríkjunum hina hugprúðu bandamenn. Þá fór Hitler að svipast um og kom auga á mikinn mann, sem var að reykja pípu, Stalin að nafni. Það hlýtur að hafa minnt hann á það, sem hann hafði sagt í bók sinni Barátta mín, en rithöfundar hafa gott minni, og hann fór þegar á stúf ana. Þar fengu lýðtæðisríkin nýjan bandamann. Því næst leit svo út, sem Japanir kærðu sig ekki um, að Bandaríkin væru lengur áhorfandi að leikn um. Svo að þeir lögðu út í styrjöld við þau með alla sína austurlenzku vizku, og lýðræð- isríkin fengu þar bandamann, ríki, sem samtals telja hundrað og þrjátíu milljónir manna, þó áð ekki séu talin litlu lýðveld- in í Mið-Ameríku og íbúar eyj- anna í Karabiska hafinu. sÞ Síðasti bandamaðurinn, sem lýðræðisríkjunum bættist, var Mexíkó, og það munar um minna. Mexíkó er mjög þýðing- armikið land. Það er eitt af þremur stærstu ríkjunum, sem mynda meginland Norður- Ameríku. Eitt þeirra er Kan- ada, og hún hefir verið í stríð- inu frá upphafi. Annað eru Bandaríkin, og þau hafa verið í stríðinu í meira en hálft ár, og Mexíkó hefir verið í stríðinu í rúman hálfan mánuð. Það þýð ir, að sérhver Þjóðverji, ítali og Japani í Mexíkó er nú skoð- aður sem óvinur — og í Mexíkó er öflug lögregla. Það þýðir, að sérhver þumlungur strand- lengju Mexíkóríkis, bæði At- lantshafsmegin og Kyrraíiafs- megin ,verður varinn fyrir kaf- bátum og sprengjuflugvélum möndulveldanna, vegna þess, að þeir Þjóðverjar, búsettir í Mexíkó, sem gjarnan hefðu vilj- að láta kafbáta fá olíu, hafa fengið tækifæri til að rannsaka mexíkanskar fornmenjar langt inn í landi undir öruggu eftir- liti. Og Þjóðverjar hafa aldrei ver ið heppnir í viðskiptum sínum við Mexíkóbúa. Austurríkskur erkihertogi, Maximilian að nafni, var keisari í Mexíkó um stutt skeið fyrir um áttatíu ár- um, unz þegnar hans neyddust til að láta hann fá stuðning við bakið upp við vegg, þar sem þeir skutu hann.. Þjóðverjar reyndu að koma Mexíkómönn- um í heimsstyrjöldina sem banc1 amönn.um keisarans, og lof uðu þeim að launum stórri sneið af Bandaríkjunum. En Mexíkó- búar ginu ekki við þeirri flugu. í núverandi styrjöld reyndu þeir aðra aðferð. Þeir virtust álíta, að ef þeir sökktu nægi- lega mörgum mexíkönskum olíuskipum og drekktu nógu mörgum Mexíkóbúum, yrðu Mexíkóbúar svo hræddir, að þeir þyrðu ekki annað en sitja hjá. En ekki varð betri árang- ur af þessari aðferð en hinni fyrri. Það kann vel að vera, að Laval sé hrifinn af því, að land- ar hans séu drepnir, en Avila Camacho forseti Mexíkó og þær milljónir, sem þar búa — eru á öðru máli. Það er ekkert furðulegt, þó að Mexíkó sé komin réttu megin út í þessa styrjöld, Mexíkóbú- ar hafa verið raunsýnir og rétt- sýnir töluvert lengur en marg- ar aðrar þjóðir vestan Atlants- hafs. Vafalaust hefir ekki hver maður í Mexíkó skilið, hvað nazismi var, en allir flóttamenn frá Hitler-Þýzkalandi fengu þar griðastað. Þegar Tékkóslovakia var sett undir gervistjórn Hacha, neitaði Mexíkó að við- urkenna þá stjórn, en var hins- vegar fús á að viðurkenna hina útlægu stjórn Benes, vegna þess að Mexíkóbúar kunna góð skil á réttu og röngu í alþjóða- málum. Þetta er sennilega í fyrsta ; skipti í sögunni, sem Mexíkó gengur í bandalag við Bret- land í styrjöld. Hinsvegar er það ekki í fyrsta skipti, sem samskipti hafa farið fram milli Breta og Mexíkómanna. Einu sinni átti Wellington að fara með her umhverfis hálfan hnött inn og ráðast á Meixíkó frá Kyrrahafi, en sem betur fór lagði þessi leiðangur aldrei af stað. En hversu margir minn- ast þess, þegar áhrifamenn í Mexíkó báðu Viktoríu drottn- ingu að hafa áhrif á málefni Mexíkóbúa? Það var einum mannssaldri eftir að Mexíkó- búar höfðu losað sig undan valdi Spánverja af því þeir álitu eins og þeir álita enn — að Mexlíkóbtúafr viti sjálfir! bezt, hvað þeim er fyrir beztu. Og brezki utanríkismálaráðherr- ann, sem þá var, var þeim sam- Hringið í síma og gerist áskrifendur að Alþýðnblaðlnn. þykkur. Bretar geta því litið til Mexíkóbúa með góðri sam- vizku. Svo hygnir voru Frakk- ar ekki. Þeir fundu atvinnulaus an, austurríkskan erkihertoga, sendu hann með franskan her til Mexíkó og gerðu hann að keisara þar. Maximilian átti þar ekki sjö dagana sæla og lét líf sitt þar að lokum. Upp frá því hafa Mexíkóbúar fengið að ráða sér sjálfir, og á síðustu tímum hafa orðið þar geysi- miklar framfarir. Þeir hafa komist langt á þeirri braut að gera Mexikó að því, sem þá hefir langað til, en það hafa þeir ekki alltaf haft tækifæri til að gera. Fyrir fjög- ur hundruð árum, áður en Spán verjarnir komu, áttu þeir sér sitt eigið þjóðfélag. Engan 1 víðri veröld hafði dreymt um, að þetta þjóðfélag væri til. En svo komu Spánverjarnir, sex hundruð menn með sextán hesta, og menn, sem aldrei höfðu' séð byssu eða hest biðu ósigur fyrir sex hundruð mönn- um Cortes. Það voru hraustir menn, en þeir voru fáir og þorðu því ekki annað en beita grimmd og hörku. Grimmd þeirra varð þess valdandi, að Mexíkóbúar ákváðu að losa sig undan yfirráðum þeirra. Spán- verjarnir eyðilögðu öll hin heiðnu skurðgoð, sem þeir gátu fest hendur á. En sem betur fór, var ekki hægt að eyðileggja sum þeirra og önnur fundu þeir ekki. Þess vegna eru þar enn þá typpingar, sem minna á forna frægð og menningu, líkt og meðal Forn-Egypta. Afkom- endur hinna fornu Mexíkóbúa aka þar enn í vögnum með fornu sniði. En Mexíkóbúar hafa aldrei unað því að vera tengiliður milli hins gamla og nýja heims. Og það er ekki heldur nein á- stæða til að þeir þurfi að vera það. Sumsstaðar er landslagið líkt og á Spáni, en víðasthvar er það svo sérkennilegt, að það á hvergi sinn líka. Hvergi sjást önnur eins eldfjöll og þar. Þetta er einstaklega aðlaðandi land, og það var engin furða þó að hinir fornu íbúar reyndu að ná því aftur á sitt váld, þegar færi gafst. Fyrst losuðu þeir sig und an valdi Spánverja fyrir meira en öld, og því næst stofnuðu þeir lýðveldi með mexikönsku sniði. Ef menn vilja kynna sér, hvernig það lítur út, ættu þeir að fara til menntamálaráðuneyt isins í Mexíkó og nota þar augu sín og eyru. Umhverfis bygg- inguna er stór garður og vegg- ina hefir mexíkanskur listmál- ari skreytt myndum úr gamalli og nýrri sögu Mexíkóríkis og hvernig hann hugsar sér fram- tíðina. Ekki er víst, að allir Mexíkóbúar séu sammála lista- manninum því að þegar lista- menn gerast stjómmálamenn, er það jafnan dálítið öfgakennt, og Diego de Rivera er mikill listamaður. En að allri pólitík slepptri, eru veggmyndir hans af lífi fólks, sem er allsérstætt í hugsunarhætti og lifnaðarhátt Framh. á 6. síðu. Kópur í eldi hjá hermönnum. Phpto by U.S. Army Signal Corps. ÞAÐ bar við fyrir nokkru, að ameríkskir hermenn fundu lifandi kóp í fjöru, þar sem þeir voru á verði hér við land. Þeim tókst að ná kópnum lifandi og fara með hann til herbúðanna. Þar bjuggu þeir til stóra tjörn fyrir hann, fylltu hana af sjó, byggðu fyrir hann skýlið, sem sést á myndinni og gáfu honum nýjan fisk oft á dag. Þeir skiptu um sjó í tjörninni og gerðu yfir- leitt allt hugsanlegt til þess að gera selnum lífið létt. En það dugði ekki til, hann dó eftir rúma viku. Var þá al- menn sorg í herdeildinni, því að hún hafði keppzt um að hlúa að kópnum, rétt eins og hann væri lítið barn. Bréf um kosningamál. Predikanir og áskoranir. Bréf frá „Hafnfirskri konu“ og annað frá „Verkamanni". P G FÆ NÚ ALLMIKIÐ af bréfum, sem snerta kosning- arnar. Það er ekkert á móti því, að fá þau, en flest eru þau löng og skrifuð í predikunartón með á- áskorunum um að kjósa þennan og þennan frambjóðandann, eða þau ræða um einstök mál, sem nú eru efst á baugi. EG TEK IIER TVÖ BREF, sem ég fékk nýlega. Ef til vill get ég annarra slíkra bréfa bráðlega. — Fyrra bréfið er frá „Hafnfirzkri konu“ og segir í því m. a.: „ÞAÐ KEMUR MJÖG einkenni- lega fyrir sjónir margra hafn- firzkra kvenna, er frú Sigríður Sæland, ljósmóðir, skuli vera einn af frambjóðendum hér í bæ til þingsetu. Er orðið svona lítið hér fyrir hana að gera á hennar starfs- lega sviði fyrir bæjarfélagið, eða er pólitíkin í hennar augum allt í einu orðin svo mikið þjóðþrifa- mál, að hún geti ekki komizt hjá því að- leggja hönd á plóginn?“ „SÍZT HAFÐI OKKUR dreymt um það fyrir fáum árum, er hún var formaður< fyrir Slysavarnafé- laginu hér, og varð að segja af sér formennsku þess, vegna auk- inna starfa í bæjarfélaginu, — að hún myndi innan skamms bæta á sig nýju starfi, — en slysavarna- mál og góðtemplararegluna hefir hún í fyllsta mæli álitið þjóðþrifa- og almenningsmál, og oft ekki get- að bætt á sig störfum í þessum fé- lögum fyrir annríki við sín ljós- móðurstörf og heimilis hennar. Og hefir víst enginn láð henni það.“ „ÞAÐ VAR ILLA tekið upp fyr- ir Bjarna Snæbjörnssyni lækni þegar hann gaf kost á sér til þing- setu hér í bæ og er ég ekki í nein- um vafa um, að hann hefir alltaf haft miklu meiri hæfileika til lækningastarfanna. Álitið var, að hann myndi forsóma sjúklinga sína vegna þingsetunnar. Bjarni læknir var þó frjáls ferða sinna, þar sem hann var (praktiserandi) læknir án launa frá bænum, og þar að auki einn og stundum tveir læknar hér til starfa auk hans.“ „EN NÚ ER blessuð frúin bara eina ljósmóðirin hér í bænum og virðist hafa haft nægjanlegt að starfa, enda ekki sjáanlegt, að annað málefni hafi verið henni kærara heldur en ljósmóðurstarf- ið. Og munu víst fæstar konur vilja vera án frú Sigríðar í þeim kringumstæðum, sem hún einu sinni hefir verið hjá. Hafnfirzkar konur héldu henni samsæti er hún í vor átti 30 ára starfsafmæli, og hafði hún við það tækifæri fengið sent lítið stef í skeyti, sem hljóð- aði á þá leið, að öll hennar störf væru bundin við drottinn. Það er víst engum vafa bundið, að frú Sigríður er trúuð og góð kona, og hefir sett sitt traust á hann í sínu mikla starfi.“ „EN ÞAÐ ER vafamál, hvort drottni er nokkur þægð í að hún fari að brölta á þingmálafundum og halda ræður þar, því lengra kemst hún aldrei, ef hún þá ekki verður sótt tii að „sitja yfir“ í miðri ræðu, því hér í bæ er ekki um aðra ljóðmóður að ræða.“ Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.