Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1942, Blaðsíða 3
Fíirmitwlaprur 25. iiint 1942. ALDVBUBLADIÐ Kafbátur af stokkunum. Þetta er kafbáturinn Peto, þegar honum var hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum fyrir nokkru. Hann lá hálfpartinn á hliðinni, og hafði hann legið þannig við smíði hans, til hægð- arauka og til þess, að fljótara væri að ljúka honum. Sókn Rommels til Egypta- lands er enn ekki hafin. Djóðverjar hafa misst 100000 maons síðan sókniii til Sevastpoi var hafin. LONDON í gær. ÞAÐ ER NÚ ÁLITIÐ, að Þjóðverjar hafi misst allt «ð 100 000 manns á Krímskaga, síðan þeir hófu árásirnar miklu á Sevastopol. Er þetta manntjón gífurlegt, þegar á það er litið, hversu takmarkaðar og litlar vígstöðvarnar eru. Enn fremur gefur talan góða hugmynd um Jað, hversu geysilegir bardag- arnir hafa verið. Þjóðverjar tefla stöðugt fram nýju liði og óþreyttu og sækja af sama ákafa fram á öllum víg- stöðvum við borgina. Bardag- arnir eru látlaust að heita má, •dag og nótt, og halda Þjóðverj- ar uppi stórskotahríð á borgina. Herfræðingar í London hafa arætt mikið um Sevastopol und- anfarna daga. Kemur þeim sam- an um, að borgin hafi hina anestu þýðingu fyrir Rússa, en jafnvel enn þá meiri þýðingu fyrir Þjóðverja, ef þeir næðu lienni. Borgin er fyrir þeim. Áður en þeir hafa náð henni á sitt vald geta þeir varla hafið sóknina til Kaukasus. Hin ákafa vörn Rússa sýnir það einnig glögglega, að þeim er ljóst mik- ilvægi borgarinnar, og svo virð- ist, sem þeir hafi fullan hug á að verja hana, götu fyrir götu. Bardagar hafa undanfarna daga blossað upp á Kharkow- Fer hann suður fyrir varnar- línur Breta í eyðimörkinni? r---- Nahas Pasha réar Egypta. LONDON í gær. ROMMEL hefir enn ekki hafið hina miklu sókn sína gegn Egyptalandi. Hersveitir hans eru að taka sér i stöðu framan við varnarlínur Breta, og smáorrustur hafa átt sér stað á ýmsum stöðum. Fréttaritarar í Egyptalandi hafa skýrt frá því, að her- flutningalestir hafi sézt á leiðinni til suðurs frá Gambut, og af þessu hafa þeir getið sér til, að ætlun Rommels sé að sækja suður fyrir aðalvarnarlínur Breta og halda síðan í austurátt alllangt frá ströndinni. Er hér um svipað her- bragð að ræða og það, er Þjóðverjar fóru suður fyrir línur Breta hjá Bier el Hakeim, fyrr í orrustunni um Libyu. Þjóðverjar hafa nú flutt all- mikið og öflugt stórskotalið til vígstöðvanna á landamærunum og herma sumar fregnir, að þeir hafi þegar gert skothríð á her- stöðvar Breta. NAHAS PASHA RÓAR EGYPTA Nahas Pasha, forsætisráð- herra Egypta, hefir gefið yfir- lýsingu í egypzka þinginu þess efnis, að Bretar mundu leggja fram allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að verja Egypta- land. Nahas sagði, að aðstaða Breta væri nú betri en hún var fyrir vígstöðvunum, og hafa Þjóð- verjar sótt á með miklu liði. Þeir hafa mikinn fjölda skrið- dreka, sem opna leiðina fyrir fótgönguliðið. Rússar hafa viðurkennt, að þeir hafi orðið að hörfa lítillega. rúmu ári síðan, er herir öxul- ríkjanna voru á sömu slóðum og þeir eru nú. Þá kvaðst hann nýlega hafa átt viðræður við yfirmenn Breta í landinu og þá fengið tækifæri til þess að kynna sér áætlanir þeirra. Eftir þetta kvaðst hann öruggur um framtíðina. HVAÐ GERÐI FLUGHERINN ? jVfikil gagnrýni hefir komið fram í Englandi um bardagana í Libyu. Eitt af þeim atriðum, sem menn hafa heimtað skýr- ingu á, er: Hvað gerði flugher- inn? Sú skoðisn hefir komið fram, að gefnar hafi verið út rangar skýrslur um starfsemi hans, því að því var alltaf hald- ið fram, að Bretar hefðu full yfirráð í lofti, en mönnum þyk- ir heldur fá merk þess, er litið er á orrusturnar í heild. Brezki flugmálaráðherrann sagði, að þetta yrði tekið fyrir í fireia uin islaod i jrfir lðð afflejMjun blðöBin. 1012 ára afmæli alþingisstofnunarinnar WASHINGTON, 24. júní. \T’Ht 100 BLÖÐ í Bandaríkjunum birtu í dag grein um ísland í tilefni af 1012 ára afmæli alþingis í landinu, og var það kallað „gimsteinn lýðræðisins“. Greinin var skrifuð af þekktum blaðamanni, Fredrik Haskin, við Washington Evening Star. Samkvæmt óskum öldungaráðsþingmannsins Henrik Ship- sted var greinin skráð í skýrslum öldungadeildarinnar. í grein- inni segir meðal annars á þessa leið: „Nú, þegar sjálfum máttarstoðum lýðræðisins er ógnað með falli, er það hressandi að hugsa til þess, að ein þjóð, íslendingar, halda í ár hátíðlegt 1012 ára afmæli alþingis í landi sínu. Sagan hefir sýnt, að lýðræðið á íslandi hefir ekki aðeins stað- izt í yfir 1000 ár, heldur er það sterkara í dag en nokkru sinni.“ Þá er í greininni farið nokkr- um orðum um stofnun alþingis á Þingvöllum 930, og segir, að fyrstu þingmennirnir hafi verið „Norðmenn, fullir ævintýra- þrár og óhræddir við hamfarir náttúrunnar eða fjandskap mannanna“. „Þessir gömlu íslendingar,“ heldur greinin áfram, „komu upp þingi, þar sem allt viðkom- andi landi þeirra var rætt á frjálsum grundvelli.“ Því næst ræðir greinin um frelsisbaráttu íslendinga, en segir svo: „Gegnum alla sögu íslands hefir frelsisþráin gengið eins og rauður þráður, og hún hefir byggzt á hugsjónum þessara gömlu víkinga, sem lögðu grundvöllinn að stjórn þjóðar- innar. íslendingar geta kennt öðrum lýðræði, því að valdagræðgi þeirra, sem vilja ráða fjöldan- um, hefir aldrei fengið neinn byr þar. En hið aldagamla lýðræði ís- lands hefir nýja þýðingu fyrir Vesturheim. Bretar óttuðust, að landið félli í hendur Þjóðverja og yrði þeim flota- og flugstöð, og settu þar á land her til þess að vernda það 1940. Hinn 7. júlí 1941 tilkynnti Roosevelt forseti ,að ameríksk- ar hersveitir yrðu sendar til þess að taka við af brezka hern- um og styðja hann. Samkomu- lagið um þetta innihélt einnig lóforð um það, að herinn yrði fluttur á brott að stríðinu loknu.“ Að lokum segir Haskin í grein sinni: „ísland stendur sem gim- steinn lýðræðisríkjanná í aug- um þeirra, sem ógnað hefir verið með missi þess. Það er ■ * umræðunum um Libyumálin, sem fara fram í þinginu innan skamms. LOFTÁRÁSIR Brezkar tundurskeytaflugvél ar, sem hafa bækastöðvar sínar á Malta, hafa gert árásir á ít- alska skipalest, sem var á sigl- ingu suður af ,,tánni“ á Ítalíu. í skipalestinni voru nokkur flutn- ingaskip ásamt fjórum tvmdur- spillum. Tvö skipanna voru hitt með tundurskeytum og að lík- indum einn tundurspillanna. auðugt á sviði bókmennta og menningar, þar er talað elzta núlifandi tungumál Evrópu og þar er hver maður læs. Landið er að miklu leyti sjálfu sér nóg ög þar er svo lítið um afbrot, sem mest má verða.“ Oliver LyttletOB om strlðsframleiðsli Bandribjanna. LYTTLETON, framleiðslu- málaráðherra Breta, er kominn aftur til Englands úr Ameríkuför sinni. Hann hefir sagt, að framleiðsla Breta nálg- aðist nú hámarkið og væri mannaflinn það, sem aðállega setti henni takmörk. En á hinn bóginn sagði hann, að ekkert gæti stöðvað framleiðslu Amer- íkumanna, nema ef það væri hráefnaskortur. Hann sagði þetta á blaða- mannafundi og var hann þá spurður, hvort hætta væri á" hráefnaskorti í Ameríku. „Ekki beinlínis,“ svaraði hann, en framleiðslan er komin á það stig, að fara verður var- lega með hráefnin og nota þau til hins ýtrasta. Á því má sjá, hversu gífurleg framleiðslan er orðin.“ Lyttleton sagði, að áætlanir hefðu verið gerðar um að sam- ræma framleiðslu Ameríku og Bretlands. Þannig mundu að mestu leyti verða framleiddar sprengjuflugvélar í Ameríku, en á hinn bóginn að mestu leyti orrustuflugvélar í Englandi. Ráðherrann sagði, að flug- vélaframleiðsla Breta og Amer- íkumanna væri nú orðin svo mikil, að hún væri meiri en öll framleiðsla möndulveldanna að Japan meðtöldu. Wmrchill á fundi Innan skamms verður hald- inn sérstakur fundur í Kyrra- hafsráðinu hér, eftir því sem Steven Early tilkynnti í dag. Fundinn munu þeir Churchill og MacKenzie King sitja, auk þeirra, sem eiga sæti í ráðinu. Venjulega eru þeir Halifax lá- varður og sendiherra Kanada fulltrúar hvor síns ríkis í ráð- inp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.