Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.06.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. júní 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ ÍBærinn í dagJ Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—-13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20,00 Fréttir. 20,30 Upplestur: „í verum“; kafli úr endurminningum (The- ódór Friðriksson rithöf.). 21,00 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. 21.25 Hljómplötur: Gamlir polk- ar og valsar. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Kvenfélag Hallgrímskirkju biður börn og unglinga, er selja vilja merki, að koma og vitja þeirra í tjöldin í Hljómskálagarð- inum kl. 5—7 síðdegis í dag. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ung- frú Guðrún Guðgeirsdóttir, Hofs- vallagötu 20, og Eyjólfur Jónsson; skrifstofumaður, Spítalastíg 5. Heimili ungu hjónanna verður Meðalholt 12. Hjónaband. í fyrrad. voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ung- frú Kolbrún Jónasdóttir (Þor- bergssonar útvarpsstjóra) og Björn Ólafsson fiðluleikari (sonur Ólafs heitins Björnssonar ritstjóra). Að brúðkaupinu loknu fóru brúð- hjónin í ferðalag norður í Þingeyj- arsýslu til ættfólks brúðurinnar. íþróttamót Borgfirðinga verður haldið við Hvítá á morg- un og hefst kl. 1. Til skemmtunar verður: Margs konar íþrótta- keppni, ræða: Þórir Steinþórsson, söngur: tvöfaldur kvartett úr Reykjavík, lúðrasveitin Svanur leikur, dans. Dngmennasamband Borgaríjafðar gengst fyrir mótinu. Messa® verður í Laugarnesskóla á morg- un klukkan 2, cand. theol. Ingólf- ur Ástmarsson prédikar. Hallgrímsprestakall: Útiguðsþjónusta klukkan 2 á morgun í Hljómskálagarðinum, síra Jakob Jónsson. Frjálslyndi söfnuðurinn. Messa í fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 2, síra J. Auðuns. Hersteinn Pálsson blaðamaður við Vísi hefir verið ráðinn meðritstjóri Vísis ásamt Kristjáni Guðlaugssyni. Finnbogi Jónsson, Hellisgötu 3 í Hafnarfirði, er fimmtugur á mánudaginn kemur. Þessi afmælisfregn birtist röng hér í blaðinu í gær. Stolið peniugakassa f ítisamkoma Kven- FÁHEYRT NÍÐINGSVERK (Frh. af 2. síðu.) Réttarhöld út af þessum at- burði fóru fram í dag, og að þeim loknum var brezku her- stjórninni sent afrit af þeim. Uppi á ódæðismanninum hefir ekki hafzt ennþá, og þykir þetta hið versta níðingsverk, eins og von er til. Hfr. á Hétel Vfk. t bassannm voru um 1300 kr. í peningum og ávisunum. SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudags- kvöld var stolið peninga- kassa af borði í skrifstofu veit- ingahússins Vík hér í bænum. í kassanum voru 800 krónur í peningum og um 500 krónur í ávísunum. Hafði skrifstofan verið ólæst á tímabilinu klukkan 6 Vá-—7. Um þetta leyti sá vegfarandi ameríkskan hermann koma með peningakassa, sem hann fór laumulega með, undir hendinni út úr Vallarstræti, ganga suður Aðalstræti og hverfa inn í Tjarnargötu. Ef einhverjir fleiri skyldu hafa orðið þessa manns varir, er lögreglunni þökk á því, að þeir gefi sig fram. Meistaramöt 1. S. í. hefst í kvöld. Verða ný met sett i boðhlaupum ? IKVÖLD kl. 8 fara boð- hlaup meistaramótsins fram á íþróttavellinum. Undanfarin ár hafa boðhlaup þessi, sem að þessu sinni eru 4X100 m. og 4x400 m., farið fram í sambandi við mótið sjálft. íþróttaráð Reykjavíkur, sem raðar niður mótum í frjáls- um íþróttum, samþykkti hins vegar að láta boðhlaupin fara fram sér og fyrr en venjulega. Þessi nýbreytni Í.R.R. hefir mælzt misjafnlega vel fyrir meðal íþróttamanna, en hún mun eiga að vera hvatning til spretthlaupara almennt að byrja fyrr að æfa á vorin. Vafa- laust má vænta skemmtilegrar keppni í 4X400 m. hlaupi. Bæði er það, að þetta boðhlaup er eitt hið skemmtilegasta, sem getur að líta, og að hinu leytinu eru sveitir Ármanns og K.R. svo jafnar, að engu verður spáð um það hvor sigri, en víst má telja, að sú sveitin, sem vinnur, se.tji nýtt met. Þeir, sem hafa smekk fyrir góðar íþróttir, koma á völlinn í kvöld og fylgjast með meistaramótinu frá byrjun. Hverjir verða boðhlaups- meistarar ársins? x. y. z. ÞJÓÐÓLFSLISTINN tek- ur fylgi frá íhaldinu og kommúnistum. —- Látið ekki eitt einasta alþýðuatkvæði falla á þann lista. Hjartans þakklæti færi ég börnum mínum og tengdabörnum, vinnufélögum og öllum, skyldum og vandalausum, sem sendu mér blóm, skeyti og ýmsar ( gjafir á 70 ára afmæli mínu og gerðu mér daginn ó- ) gleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. S s Jón Jónsson, Smyrilsyegi 29. ^ ÚXV. ' ... , . s félags Hallgrfms- sókoar i Hljóm- skálagarðioam. Útiguðsplénnsta, ræð ur og ýmsar skemmtánir. KVENFÉLAG Hallgríms- kirkju efnir til útisam- komu í Hljómskálagarðinum á sunnudaginn kemur. Samkom- an hefst með stuttri útiguðs- þjónustu; söngflokkur Hall- grímskirkju aðstoðar að sjálf- sögðu, og sálmarnir, sem sungn- ir verða, eru eftir síra Hallgrím. Ræðumaður samkomunnar verður próf. Guðbrandur Jóns- son, en um kvöldið kl. 9 mun Friðfinnur Guðjónsson leikari lesa upp. Hátalarar verða not- aðir, svo að unnt sé að heyra sem víðast um garðinn. Ekki þarf að taka það fram, að allan daginn verður loftið þrungið af hljómlist. Kvenfélagið mun hafa alls konar veitingar á boðstólum, í stórum tjöldum, og um götur Reykjavíkur fara ungar stúlk- ur og konur í bílum og selja merki. Allur ágóði dagsins fer til kirkjunnar. Það er óþarfi að lýsa öllu því umstangi og fyrirhöfn, sem kvenfélagskonur hafa haft und- anfarna daga við undirbúning samkomunnar. Þær telja ekkert slíkt eftir sér. Margir aðrir hafa með lipurð og greiðasemi hlaup- ið undir bagga með þeim, og yrði of langt mál að telja það upp. En þökk eiga þeir allir skilið. Ekki tel ég neinn vafa á því, að Reykvíkingar, og þá ekki sízt fólk í Hallgrímsprestakalli, meti áhuga og dugnað kvenfé- lagsins að verðleikum og sýni það með því að fjölmenna í garðinn og kaupa merki á göt- unum. Allir eru sammála um það, að Hallgrímskirkju beri að styðja. Með þeirri kirkju er verið að minnast sálmaskálds- ins og prestsins, sem réynzt hefir andlegur læknir sjúkra sálna og leiðtogi hinna heil- brigðu í daglegu lífi. Og um leið er verið að fullnægja einni af allra-brýnustu þörfum nútím- ans, því að kirkjuleg starfsemi er nauðsyn, sem mikið veltur á nú. Frá kirkjunni fékk Hallgrím- ur þann boðskap, sem svalaði sál hans betur en læknislyf mannanna, og um hendur kirkj- unnar veitti hann þjóð sinni ó- metanlega gjöf. Þessa skyldu menn minnast á sunnudaginn. Síra Sigurbjörn Einarsson mun í tilefni þessara hátíða- halda flytja ávarp í hádegisút- varpinu á sunnudag. Þess væri óskandi, að dagurinn yrði sem ánægjulegastur fyrir alla, sem leggja leið sína út í Hljómskála- garðinn. Jak. J. HVAÐA GAGN hafa kom- múnistar tmnið launastétt- unum á þingi? Svarið því siálf við kosninearnar! Professor Worm-Miiller ' ** ' ' holder foredrag om Krigens utvikling og hvad den krever af oss, i den engelske bio i Baronsstíg nedenfor Hverfisgata, söndag 28. juni 1942 kl. 21. Norske militære og sjömenn er innbudt, adgangs- kort kan hentes i flyveleiren eller paa marinekontoret. Andre kan kjöpe billetter á kr. 3,00 ved inngangen. Nordmannslaget i Reykjavik. Framboðsfundur I Hafnarfirði verður haldinn í leikfimishúsi Barnaskólans laugardaginn 27. þ. m. kl. 8 eftir hádegi. Framhjóðendur. Nokkra verkamenn vantar fyrir utan bæinn. Góð aðbúð, fæði og húsnæði. — Upplýsingar í sima 5592. Leigugarðar bæjarins. Sú breyting hefir nú verið gerð, að eftirleiðis mun herra búnaðarráðunautur Jóhann Jónasson gefa allar upplýsingar og leiðbeiningar viðvíkjandi leigu- görðum bæjarins og matjurtarækt í bænum. Skrifstofa hans verður fyrst um sinn í Lækjar- götu 14 B. Viðtalstími virka daga, nema laugardaga, kl. 1—3 e. h. Sími 2151. Borgarstjóri Sjðmennirnir á rikis- skipnnnm. Frh. af 2. síðu. um. Þeir voru lægst launaðir allra fiskimanna og farmanna og undirmenn að minnsta kosti höfðu lélegri laun en verka- menn í landi. Sáu þeir sér ekki fært að búa við þetta og sögðu atvinnu sinni upp. Hins vegar munu þeir fús- ir til að halda störfum áfram svo fremi að gengið verði að kröfum þeirra. — Áður hafði staðið langt þóf við forstjóra Ríkisskips, en án þess að það bæri nokkurn árangur. Er nú eftir að sjá hvort þetta þóf verður til þess að stöðva siglingar strandferðaskipanna og varðskipanná. Kristlegt nót á Ákranesi. SÍÐASTLIÐINN laugardag hófst á Akranesi 5. kristi- lega mótið, sem haldið hefir verið hér sunnanlands, með því að séra Sigurður Pálsson frá Hraungerði söng messu. Um kveldið var svo hugleið- ing um upphafsorð faðirvorsins er síðar var hugleitt lið fyrir lið á sunnudag og mánudag. Mótinu lauk á mánudags- kveldið með altarisgöngu,' er um 300 manns tóku þátt í. Mót þessi hafa venjulega verið hald- inn að Hraungerði í Flóa, en að þessu sinni reyndist ekki unnt að fá nægan farkost þangað. Mótið tókst prýðilega og má fullyrða að það hafi náð tilgangi sínum. MUNIÐ 15% SKATTINN, sem íhald og Framsókn ætl- uðu að setja á laun verka- manna í setuliðsvinnunni. — Alþýðuflokkurinn stöðvaði þá fyrirætlun í bili. — Kjós- ið A-listann! ÚtbreiðiO Alpýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.