Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. júli 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ FYRIR fjörutíu og tveim- ur árum síðan reið Jan Christian Smuts í fylkingar- brjósti í flokki 250 ungra Búa yfir Orangeána og inn í Höfða- nýlenduna. Þar með ruddi hann sér Hka braut inn á forsíðu heimsblaðanna. í framkomu Smuts var dirf- ska, hraði og hugkvæmni, sem dró að sér athygli almennings. Fyrir atbeina hans færðist styrjöldin inn í land óvinanna á elleftu stundu, einmitt ,þegar gifta Búanna virtist vera á förum. ÍÞetta virtist hæpin von, — og reyndist það líka, en þó var þessi ráðstöfun ekki þýðijn^arSLaus. Þetta var ekki -eingöngu fífldjart tiltæki. Smuts vissi þá, eins og jafnan endranær, hvað hann var að fara. Hann vissi, að nú var að draga Júr mótspymu Búa. Höfuðborgir lýðveldisins Blame fontein og Pretoria, voru falln- ar í hendur Roberts, hins sig- ursæla. Stjómir þeirra vom á flótta. Páll gamli Kruger var flúinn til Evrópu til að deyja þar í útlegð. Margt liðsmanna bans hafði lagt niður vopn og horfið aftur til búa sinna. Aðrir voru þúsimdum saman stríðsfangar á Ceylon og Elín- arey. Herstjómin á vígstöðv- unum var dreifð og á undan- haldi, en þó var enn barizt. Kirtchener, sem Roberts hafði falið að ljúka verkinu, gekk ákveðið og markvíst að starfi sínu, og þihngdi æ meir að Búum. Endalokin virtust vera á næsta leiti. Þá var hafin sókn, og sá sem það gerði var bóndasonurinn Smuts, maður, sem horfið, hafði af glæsilegri námsbraut í Kantaraborg til herþjónustu í Búastríðinu. Síðan leiddi „gamli Pállj“ hami tþl hárra anetorða í hemum aðeins 28 ára gamlan. Hann eygði eina von enn til að koma í veg fyrir ófarirnar, aðeins eina von. En hún var sú að fá Búana í Höfða nýlendunni, þótt þeir væru brezkir þegnar ,til þess að rísa upp og berjast við hlið frænda sinna og bræðra. Hinn ungi liðsforingi var sjálfur borinn og barnfæddur í Höfðanýlendunni, og hann tókst nú það hlutverk á hend- ur að skera upp herör meðal landa sinna. Hann smaug gegn- mm víglínu Breta og leyndist eftir ýmsum krókaleiðum. Og áður en Bretar áttuðu sig á hlut unum beindi hann vopnum sínum rakleitt að hjarta Höfða- nýlendunnar. Nú hófst eltingaleikurinn. Smuts var lipur í snúningum og viðbragðsfljótur að smjúga úr klóm Breta, sem eltu hann Jmeð 10 000 manna helr. Oft munaði varla hársbreidd að þeim tækist að klófesta hina fámennu Búa. Uppreisnin, sem Smuts hafði búizt við, brást. En samt tókst honum að forðast ófarimar í sjö langa baráttu- mánuði. Liðsmönnum hans hafði fjölgað úr 250 í 3000 og hann var enn að berjast, þegar honum bárust boð um að koma norður á bóginn til að ræða friðarskilmála. Þegar hann fór i stríðið var Risaflugbátur. Ameríksku risaflugvélarnar, „Clipperamir“, eru frægar fyrir langflug sín. Hér sést ein þeirra, sem flogið hefir yfir þvert Kyrrahafið. Smutsleiðtogi Suður^Afríku hann lítt þekktur maður, en nú var hann orðinn þjóðarleið- togi. Hann var líka orðinn ann- ar maður, harðnaður og fastur fyrir, eftir þriggja ára herþjón- ustu og mannraunir. Hinn hóg- láti, föli og sléttrakaði lögfræð- ingur var horfinn. í hans stað var kominn vasklegur og skeggjaður athafnamaður. Þegar komet á var lokið hershöfðingjastarfi Smuts Hann sneri sér þá að uppbygg- ingastarfinu. Mestan hluta stríðsins hafði hann dvalizt fjarvistum frá konu sinni, sem hann hafði trúlofazt á stúdents- árum sínum í Stellenbosch. Nú varð að sjá fyrir þörfum vax- andi fjölskyldu. Smuts varð því ekki síður að snúa sé að uppbyggingu heimilisins. En hann gat ekki slitið sig frá stjórnmálunum, þótt hann hefði óskað þess. Hinir nauð- stöddu Búar áttu fullt í fangi með erfið viðfangsefni eftir Smuts, marskálkur. stríðið, og þeir skoruðu á hann til forystu. Þeir settu traust sitt æ meir á Botha og Smuts, hina þrautreyndu foringja sína frá vígvöllunum. Þá hófst hinn minnisverði félagsskapur þess- ara tveggja manna, í stríði og stjórnmálum. Það samstarf hef- ir átt drjúgan þátt í því að ákveða sögu Suður-Afríku allt fram á þennan dag. Tvímælalaust má telja það mesta stórvirki þeirra, að þeir komu áleiðis sambandi Suður- Afríkunýlendnanna fjögurra, hinna tveggja gömlu lýðvelda, Transvaal og fríríkisins Orange og brezku nýlendnanna Natal og Höfðanýlendnanna. Þessi ríki mynduðu nýtt sambandsríki í brezka heimsveldinu. Smuts átti miklu meiri þátt í því en Botha að koma þessu á. Með þessu var hann að koma fram hugsjón, sem hann hafði lengi borið fyrir brjóstinu. Hið unga sambandsríki Suð- ur-Afríku, sem helgustu vonir Smuts voru bundnar við, gekk í gegnum mikla eldraun þegar það var aðeins fjöguþra ára gamalt. Heimsstyrjöldin 1914 skipti Suður-Afríkumönnum í tvo flokka. Nokkur hluti Búa leit svo á, að afstaða Breta í styrj- íöldinmi væri þeim með öllu óviðkomandi. En Smuts og Botha létu ekki biífast. Þeir héldu fast við ákvæði friðar- jsaimn., sem gerðír) voru, tólf árum áður. Og þegar nokkrir landar þar efndu til uppreisnar, var hún umsvitfalaust bæld niður. Það voru þung spor, en foringjarnir hikuðu ekki. Einn atburður í þessari heitu og afdrífaríku baráttu varpar öðrum fremur ljósi yfir persónu Smuts og aðferðir hans. Mjög mikilsverð orrusta var í aðsígi og stríðsfréttaritari nokkur fór inn í tjald Smuts hershöfðingja til að fá fréttir. Hann bjóst við að hitta hers- höfðingjann og foringjaráð hans önnum kafið og eins og á nálum. En þar var enginn asi eða gauragangur á ferðum. Hershöfðinginn sat einn í tjaldi sínu og las í bók í mestu mak- indum. „Halló,“ sagði hann við gest- in. „Gangið í bæinn. Hafið þér lesið þetta? Þetta er ljómandi góð bók. Þér ættuð að fá yður hana.“ „En orrustan?“ stamaði blaða maðurinn? „Ó, já, það er líka satt! Ég hefi gert áætlanir mínar um orrustuna og meira get ég ekki gert að sinni. En svo að ég víki aftur að þessari bók —“ Austur-Afrikuheilferðm leiddi Smuts fram á sjónarsvið- ið sem meðlim í brezku stríðs- stjórninni og fulltrúa í Þjóða- bandalaginu og við friðarsamn- ingana. Það var á árinu 1917 sem hann var kvaddur til Eng- lands til þátttöku í stríðsstjórn heimsveldisins. Þá stóð dekksta tímabil styr|alda'rinnar yfir, en þarna kom Smuts glæsilegur sigurvegari í tveimur stríðum og persóna hans og fordæmi hvatti menn til dáða. Þegar þessi stríðsstjóm alls heimsveldisins leystist upp neit- aði Lloyd George því, að Smuts færi. Forsætisráðherrann krafð ist þess, að hann sæti áfram, enda^ þótt slíks vadri ekkert fordæmi. Þetta var gert með vilja og samþykki þjóðarinnar. Þetta braut í bága við stjórnar- skrána, því að Smuts hershöfð- ingi átti í hvorugri þingdeild- inni sæti, og var ekki ábyrgur gagnvart neinum öðrum en þjóð sinni í Suður-Afríku. En Lloyd George leysti það vanda- mál með því að borga honum engin laun! Smuts tókst þarna á hendur heimssögulegt hlutverk. En eitt af því, sem fyrst og fremst ber að minnast um hann og þakka honum í dag, er þáttur hans í uppbyggingu flughersins svo og skipulagningu hans á lojftvörnum Lundúnabarlgar. Lloyd George minntist hans öðrum fremur í ævimnningum sínum sem þess mannsins, sem fyrst og fremst gerði ráðstaf- anir til þess að bjarga London frá loftárásum á síðasta stríðs- árinu. Böm með bolta á bamaleikvelli. —- Einkennilegar hom- hagldir. — Útsvörin á sjómannaekkjunum. — Baktök lögregluþjónanna og vitleysumar í dóminum í máli Lárusar Jóhannessonar. VESTURBÆINGUR“ skrifar mér á þessa leið: Við Vest- nrvallagötu er barnaleikvöllur. Börnin sækja hatuu allmikið til leika — og virðast hafa þar nóg fyrir stafni. Stundum eru þau þar með handknetti og stundum með spyrnuknetti, og er þá mikill hama- gangur“. „ÞAÐ HEFIR komið nokkrum siimurn fyrir, að lögregluþjónar hafa komið þama vestur eftir og tekið knettina af börnunum. Hafa þeir aðspurðir skýrt svo frá, að einhverjir hafi hringt á lögreglu- varðstofuna að börnunum yrði bannaður þessi boltaleikur. „NÚ VIU ég spyrja: Mega börn ekki leika sér að knöttum á bama leikvöllum bæjarins? Er hægt að banna þeim það? Getur hver sem er kallað á lögregluna, þegar um þessa knattleiki er að ræða? Hafa 1‘ögregluþj ^naírnir nokkum rétt til að taka botlana?“ ÉG VEIT EKKI BETUR en böm- hafi fullan rétt til að leika sér að boltum á barnaleikvöllunum. En það er hættulegt, ef þau gera það úti á götu. Lögregluþjónarnir hafa enga heimild til að taka boltana þegar börnin eru að leika sér á barnaleikvöllum. Ég skil ekki hvaða bannsettar hornhagldir það eru, sem kalla á lögregluna til að trufla saklausan leik barnanna — og það er einkennilegt, ef það er satt, að lögreglan hlýði slíkum köllum. H. H. SKRIFAR. „Geturðu sagt mér, ivort það sé forsvaranlegt, að láta ekkjur þeirra sjómanna, sem farist hafa af ófriðarástæðum borga skatta? En það er gert hér í bæ, og finnst mér, að það vera tóðamönnum bæjarins til skamm- ar. Eða kannske að þetta eigi að vera þökkin fyrir störf þessara föllnu manna, sem þeir unnu fyr- ir land sitt og þjóð? Eg vona, að viðkomandi menn svari þessu“. ÉG TEL það ekki ná nokkurrí átt. En ef til vill heimta lögin það, en lögiin eru oftast andvíg þeim, sem eru minnimáttar eins og kunn ugt er. Ég skil ekki að ekkjumar séu aflögufærar til opinberra þarfa — en á allt er lagt, jafnvel síðasta brauðbita gamalmennisins, öryrkj ans og ekkjunnar. LÖGREGLUÞJÓNN skrifar: „Ég get ekki orða bundist um vitleys- una, sem þið birtuð í Alþýðublað- inu um daginn. Þar sem þið segið frá dómnum í máli Lárusar Jóhann essonar. Þar segir á þá leið að lög- regluþjónarnir hafi verið aðvar- aðir um notkun á svokölluðum „baktaki“. Þvílík fyrra! „ÞETTA TAK hefir lögreglu- þjónum veríð kennt á hverju nám skeiði minnsta kosti í seinni tíð, sem handtökutak, án allra athuga semda. Og það meira að segja tal- ið mjög einfalt og heppilegt. Þess vegna hlýt ég að halda eitt af þremur um ykkur. Að þið hafið lesið skakkt, tekið skakkt eftir eða bara svona slæm prentvilla. Því engum dettur í hug sem þekkir til slíkar botnleysur sem 'þetta fái stoð í dómum. Ég segi þetta vegna þess, ég tel órétt að lögregluþjón- arnir taki á sig aðrar byrðar en þeim ber að standa undir. Nóg mun almenningi samt þykja athugavert við lögreglu þessa bæjar“. TIGÁTUM bréfritarans er ekki til að dreifa í þessu máli. Eg hef kynnt mér það. Alþýðublaðið las ekki dóminn skakkt. Það tók ekki Fisaaah. á 8. SÍÚU.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.