Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.07.1942, Blaðsíða 7
Stuumdagur 12. jólí Ittó. ALÞYDUBLAÐIÐ Bærinn í dag. \ Helgidagalæknir er Sveinn Pétursson, Garðastræti 14, sími: 8511. Næturlæknir er Halldór Stefáns- flon, Ránargötu 12, sími: 2234. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Jakob Jónsson). — Sálmar: 12, 317, 348, 312, 638. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plötur): Ýms lög. 19.25 Hljómplötur: Lög eftir Gretry og Holst. 20.00 Fréttir. 20.20 Hljómplötur: íslenzk lög. 20.30 Erindi: Litið um öxl (séra Friðrik Hallgrímsson dóm- prófastur). 21.00 Hljómplötur: Kirkjutónlist (Palestrina). ai.15 Yfirlit um alþingiskosning- arnar (Jón Þórarinsson). 21.30 Hljómplötur: „Föstuhátíð dýranna", tónverk eftir Saint-Saens. 21.50 Fréttir. 22.00 Dánslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR: Mesað í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson. Hallgrímsprestakall. Messað í 2 í Austurbæj arksólanum. Séra Jakob Jónsson. Laugamesprestakall. Messað í Laugarnesskóla kl. e. h. Séra Garð ar Svavarsson. Messað verður í Hafnarfjarðar- kirkju kl. 2 Séra Garðar Þorsteins- son. Viðeyjarkirkja. Messað verður sunnudag 12. júlí, kl. 17. Séra Hálfdán Helgason. Séra Sigurbjörn Einarsson biður þess getið, að hann verður fjar- verandi úr bænum til næstu mán- aðamóta. MÁNUDAGUR. Næturlæknir er Jónas Kristjáns- son, Grettisgötu 81, sími: 5204. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15 30—16.00 Hljómplötur: Lög úr óperettxnn og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur (séra Jón Thorar ensen). 20.50 Hljómplötur: Sænsk alþýðu- lög, leikin á hljóðfæri. 21.05 Sumarþættir (séra Jakob Jónsson). 21.25 Einsöngur (Jón Hjörtur frá ísafirði): a) Bjami Þorst.: Bumirótin. b) Eyþór Stef ánss.: Lindin. c) Björgvin Guðm.: Sofðu unga ástin mín. d) Jónas Tómass.: I. Minning. 2. Fallin er frá. e) Sigv. Kaldalóns: Þótt þú Iang förull legðir. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Kvenfélag Alþýðuflokksina fer í skemmtiferð n. k. þriðjudag. Þátttakendur gefi sig fram í dag í síma 2840. Þar verða gefnar nánari upplýsingar. Arthur Cook heldur samkomu I Kaupþings- salnum í dag kl. 8.30 e. h. Allir velkommir. (Lyftan í gangi). Ið nyja alðingi. (Frh. af 2. síðu.) atkvæðunum er jafnað niður á þingmennina eftir að uppbótair- sætunum hefir verið úthlutað, kemur í ljós, að hverjir 793 'Framsóknarkjósendur fá einní Dingmann, en bak við hverh þingmann hinna flokkanna [ standa 1345 hjá Sjálfstæðis- flokknum, 1477 hjá Alþýðu- flokknum og 1561 hjá Komm- únistaflokknum. Það er þetta ,réttlæti“, sem Framsókn?ir- flokkurinn vill viðhalda, —*ogn| nú væntanlega sést í síðasta sinn í skipun þingsins hjá okk- ur. Eftir því, sem næst verður komizt, verða uppbótarþing- mennirnir eða hinir landkjörnu eftirfarandi: Alþýðuflokkurinn: Sigurjón Á. Ólafsson. Kommúnistaflokkurinn: Sig- fús Sigurhjartarson, ísleifur Högnason, Áki Jakobsson og Steingrímur Aðalsteinsson. S j álf stæðisf lokkurinn: Sig- urður Kristjánsson, Ingólfur Jónsson, Garðar Þorsteinsson, Gísli Sveinsson, Eiríkur Einars- son og Pétur Hannesson. -"•4C5 Nýjn pmgmennirnii* ag peir, sem hverfa. Af nýkosnu þingmönnunum áttu eftirfarandi þrettán ekki sæti á þingi síðasta kjörtímabil og eru því nýir: Stefán Jóh. Stefánsson (A), Bjarni Benediktsson (S), Sigfús Sigurhjartarson (K), Gísli Jóns- son (S), Sigurður Bjarnason (S), Sigurður Þórðarson (F), Pétur Hannesson (S), Áki Jakobsson (K), Steingrímur Aðalsteinsson (K), Páll Þorsteinsson (F), Björn Fr. Björnsson (F), Ingólfur Jóns- son (S) og Páll Hallgrímsson (F). En af þeim, sem áttu sæti á síðasta þingi, hverfa nú þaðan aðrir þrettán, annaðhvort vegna þess, að þeir voru ekki í kjöri eða féllu í 'kosningunum: Héðinn Valdimarsson (ekki í kjöri), Jóhann G. Möller, Bjarni Snæbjörnsson (ekki í kjöri), Thor Thors (ekki í kjöri), Þor- steinn Briem (ekki í kjöri), Bergur Jónsson (ekki í kjöri), Steingrímur Steinþórsson, Vil- mundur Jónsson (ekki í kjöri), Erlendur Þorsteinsson, Stefán Stefánsson, Árni Jónsson frá Múla, Magnús Gíslason (ekki í kjöri), Jón ívarsson (ekki í kjöri). i j, VIÐRÆÐUR VID VERKA- LÝÐSFÉLÖGIN. (Frh. af 2. síðu.) falið að tilkynna bæjarvinnu- mönnum þetta. Líklegt verður að teljast, eft- ir upplýsingum Jakobs Möllers, að ríkisstjórnin láti ekki sitja við viðræðurnar við Dagsbrún- arstjórnna eina, heldur snúi sér nú einnig til Sjómannafélags- stjómarinnar, og verður því með degi hverjum óskiljanlegra, að hún skuli ekki ganga hreint til verks og afnema gerðardóminn, eða að minnsta kosti þau á- kvæði hans, sem snerta verka- lýðsfélögin og kaup verka- manna, sjómanna og annarra launþega. Sumarkjólar Silkisokkar Dragtir findsor Magasín Vesturgötu 2. Itta wesn meiðast í bifreiðarsiysi við QrafarbolL Ijyrramorgun kl. um 8 var vörubifreið ekið út af veg inum fyrir neðan Grafarholt. Tólf menn voru í bifreiðinni og meiddust átta, en engin alvar- lega. Bifreiðin var að flytja verka- menn fyxir Gunnar Bjamason. Fór hún á hliðina og farþega- skýli, sem var á pallinum lið- aðist, en brotnaði ekki. Skýlið var opið á vinstri hlið, og hrutu farþegarnir þar út.. Eins og áður er sagt voru 12 verkamenn í bifreiðinni og meiddust átta þeirra. Voru þeir fluttir á Landsspítalann til at hugunar og aðgerða. Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða og voru þeir allir flutt ir heim að lokinni aðgerð og at- hugun. Einn þeirra var með brákað rifbein, annar með heilhristing, og hinir skrámaðir og marðir. Bílstjórinn hvarf burtu af staðnum, en þeir, sem þama voru viðstaddir báru það, að hann hefði verið undir áhrif- um víns. í gær náði lögreglan tali af bílstjóranum og viðurkenndi hann, að hann hefði neytt víns, og auk þess ekki sofið nóttina áður. I 6 Landbirðnr af síld. Frh. af 2. síðu. 700, Leifur Eiríksson 400, Ár- sæll 500, Sjöfn 500, Guðný 570, Beta 600, Sæunn 450, Árni Árnason 600, Arthur og Fann- ey 600, Björn Austræni 580, Er- lingur II. 550, Sæbjörn 600, Val- ur 300, Stathav 450, Þorgeir goði 550, Vébjörn 650, Auðbjörn 500, Garðar 1050, Már 800 og Hannes 250. Jarðaríör konu minnar, SIGRÍÐAR RUNÓLFSD ÓTTUR, fer fram þriðjudaginn 14. júlí kl. 3V& síðdegis frá heimili henn- ar, Bragagötu 34 A. Sigurjón Gunnarsson. SIGL) NGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að nndanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist CuUiford & ClaÉiE Lfd. BRADLEYS CHAMBEI LONÐON STREET, FLEETWOOD. Ármanu vann boðhlaup iö krlngum Reykjavfik. ♦---- Keppt var um Alpýðublaðshornið. Telpan, sem stal i Oddfellsw, dæmd til tveggja ðra dvalar á sveitaheimili. STÚLKAN, sem stal pen- ingunum í Oddfellow hefir nú verið dæmd, og féll dómur á þá leið, að henni skyldi ráð- stafað í sveit um tveggja ára skeið. Ekki hefir verið hægt að upp lýsa við rannsóknina, hve mikl um peningum hún hefir stolið í Oddfellow, en álitið er, að það hafi verið um 4500 krónur. Auk þess hafði hún verið í á- standinu. Að lokinni rannsókn var mál- ið sent dómsmálaráðuneytinu til rannsóknar, og ákvað það, að saksókn skyldi niður falla, en telpunni ráðstafað á sveita- heimili í tvö ár. BOÐHLAUPH) kringum ♦ Reykjavík fór fram í gær- kveldi, og tóku þátt í því tvær sveitir, frá Ármanni og K. R. Ármenningar unnu hlaupið og var tími þeirra 18:48,8 mín, en sveit K.-R-inga hljóp á 19:12,4 min. Ármenningar höfðu foryst- una allt hlaupið. Sem kunn- ugt er, eru fyrstu vegalengdirn- ar 1600 og 800 metrar, og unnu Ármenningar þar á, eins og í fyrri hlaupum, því að þeir eru þar sterkari en K.-R.-ingar. Þá komu styttri vegalengdirnar, 200 metrar 9 sinmun 150 m., 200 og loks 400 metrar. Á þeim eru K.-R.-ingar yfirleitt sterkari og sóttu dálítið á. Þá komu að lokum aftur lengri vegalengdir, 800 m. og 1500 m., en þar unnu Ármenningar aftur á. Þegar að marki kom, var Ármenningur- inn rúmum 100 m. á undan K.- R.-ingnum. Sveit Ámenninga var skip- uð þessum mönnum: 1600 m. Haraldur Þórðarson, 800 — Árni Kjartansson, 200 — Sigurður Ólafsson, 150 — Hermann Hermannss., 150 — Hörður Kristófersson, 150 — Jóhann Eyjólfsson, 150 — Sigurður Nordahl, 150 — Bjarni Guðbjörnsson, 150 — Stefán Jónsson, 150 — Janus Eiríksson, 150'— Sigurjón Hallbjörnss., 200 — Baldur Möller, 400 — Halldór Sgurðsson, 800 — Hörður Hafliðason, 1500 — Sigurgeir Ársælsson. Keppt var um Alþýðublaðs- homið, og þarf að vinna það þrsvar í röð eða fimm sinnum alls til eignar. Hlaupið hefir far- ið fram þrisvar sinnum áður og úrslit orðið: 1939: Ármann, 18:23,6. 1940: K. R. 18:54,4. 1941: Ármann, 18:09,0. UrslítakeppoíB fram og Vais i kvöld. URSLITKEPPNI fer fram í kvöld kl. 8.30 milli Vals og Fram í íslandsmótinu. Er það í þriðja sinn, sem þessi félög fara út á völlinn til að' keppa til úrslita í þessu móti. Síðast þegar keppt var, stóð bardaginn í tvo klukkutíma án þess til úrslita kæmi, og lauk leiknum með, 0:0. Keppnin mun verða afar hörð og er vandséð, hvort félagið vinnur. Hefir það aldrei komið fyrir áður í rúm 30 ár, sem fs- landsmót hefir verið haldið, að félög hafi orðið að keppa svona oft til úrslita. Vafalaust verður f jöldi manns á vellinum í kvöld, því að vit- að er, að félögin munu tefla fram sínum beztu mönnum. Sildarleit Ar flug- vél í soraar. Bjera Eiriksson verðar flngmaður. . i'> INS og undanfarin sumur ■ verður haldið uppi sildar- leit úr flugvél í sumar. „Haf- öminn“, sjóflugvél Flugfélags íslands, hefir verið leigð til þess ara starfa, og verður Björn Ei- ríksson flugmaður. Búizt er við að síldarleitin hefjist í miðjum þessum mán- uði. Þessir aðilar leigja flugvél- ina í sameiningu: Síldarverk- smiðjur ríkisins, fiskimála- nefnd, síldarútvegsnefnd og ef til vill fleiri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.