Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagur 19. júlí 1942. AL.ÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Rússar vildu iá loforð Breta umjandvinninga. Vildu fá að halda Eystrasaltslöndunum og sneið af Rúmeníu og Finnlandi, Pierre Laval. laval bvetir verka- menn tll Þýzka- landsíarar. Ný bylflia af skemmd- arverkum. LAVAL hefir nú hafið sókn til þess að fá franska verkamenn til þess að fara til Þýzkalands og gerir hann allt sem hann getur til þess að hvetja þá til farar. Hann lofar þéim gulli og gimsteinum, en ’það dugir frekar illa, því að síðustu tölur, sem gefnar hafa veri ðút, sýna, að aðeins 400 hafa farið. Hins vegar hafa Frakkar veitt honum verðugt svar með því að hef ja enn eina sókn gegn honum og vinum hans nazist- unum. í Normandi hefir sprengju verið kastað á her- mannahóp og margir særðir. Við Le Havre hafa járnbrautar teinar verið eyðilagðir. Við Lille hefir sprenging orðið í Stálverksmiðju. Þar hafa einnig verið rofnar járnbrautarsam- göngur. Enn hafa fréttir borizt, sem sýna það glögglega, hvernig Hrakkar virtu bön/n Vichy- stjórnarinnar vettugi og hóp- uðust saman til þess að fagna Bastilludeginum, lýsa samúð sinni! m,eð Bandamönnum og andstyggð sinni á nazistum. Á einum stað safnaðist saman hóp ur manna, sem skifti þúsund- um og hrópaði allur skarinn: Lengi lifi de Gaulle! Lengi lifi lýðveldið! Niður með Laval! Flotaforingi hinna stríðandi Frakka hefir sent boðskap til óhafna skipanna, sem eru í Alexandríu, Hann segir þar; að annaðhvort verði þeir að hlýða skipumun Vichystjórnarinnar eða þeir hlýði skipunum frönsku þjóðarinnar og berjist áfram. * London — Brezkar Lancac- hire sprenj uflugvéiar gerðu í gœrdag árásir á Ruhrhéraðið. Eis Eaiidaríkln söffðu pvert nei TLANTSHAFSSÁTT- MÁLINN hefir staðizt fyrstu prófraun sína. Sovét- stjórnih tók aftur kröfur sínar um að Bretar ábyrgð- ust að Rússar fengju að halda öllum þeim löndum, sem þeir höfðu, er Þjóðveriar réðust á þá, — ef Bandamenn vinna stríðið — og fengju' þar að auki nokkur héruð frá Finnum og Rúmenum. Fréttaritarar hafa nú skýrt nákvæmlega frá málalokum þesum, en þau hafa vakið mikla athygli um allan heim og þyk- ir það góðs viti, að þau skuli hafa orið eins og raun varð á. Arthur Krock skrifaði fyrir nokkru allnákvæma grein um þetta í New York Times og segir hann þar: Þessi prófraun Atlantshafs- sáttmálans hófst þegar rúss- neska stjórnin bar fram kröf- ur um, að Bretar ábyrgðust, ■að Rússar fengju — ef Banda-^ menn vinna stríðið — að halda öllþþi löndum sínum, þar á meðal Eystrasaltslöndunum, sem þeir áttu,;þegar Þjóðverj- ar réðust á þá; og fengju þar að auki héruð af Finnlandi og Rúmeniu. Ef þetta hefði náð fram að ganga, hefði það verið hið hörmulegasta brot á sáttmálan- um, sem þeir Roosevelt og Churchill gerðu, en þar er smá- þjóðunum lofað öllum löndum þeirra aftur. iÞegar ameríkska stjórnin komst að þessu fyrir nokkrum mánuðum, var svo komið, að W Bretar voru f þann veginn að fallast á að gefa loforðið. — Stríðið var á næstu grösum við Breta og þeir töldu sér meira virði að Rússland héldi stríð- inu áfram, heldur en að halda sjálfir Atlantshafssamninginn, ef um það tvennt var að velja. Brezka stjórnin mun þá hafa ályktað; að um þetta tvennt væri að velja og hún yrði að skrifa undir loforðin við Rússa. Hún tilkynnti ameríksku stjórn inni þetta, og Eden utanríkis- ráðhérra var þegar farinn að búa sig undir varnir gegn þeirri gagnrýni, sem koma mundi upp, er um loforðin yrði kunnugt. Miklar umræður hófust nú um þetta milli London og Washington og Winant sendi- herra Bandaríkjanna í London fór sérstaka ferð til Washing- ton til þess að ræða um málið. Þeir Cordell Hull og Roosevelt voru á annarri skoðun en brezka stjórnin, og þeir sendu Rússum orðsendingu um að að samvinnan í stríðinu yrði að byggjast á Atlantshafssáttmál- anum og tryggja yrði öryggi smáþjóðanna eftir stríðið. Frh. á 7. aíðu. Ástandið við Rostov alvarlegra fyrir Rrassa en nokkrn sinni fyr Járnbrautin milli Rostov og Stalingrad rofin? Ástralíumenn. Þ|éð¥erjap segjast hafa teklö Ka- mensk austur af Voroshilovgrad. Ástralíumenn hafa nú komið fram í víglínurnar í Norður- Afríku aftur. Þeir hafa jafn- an staðið sig mjög vel í bar- dögum í eyðimörkinni og mun svo vera enn. Hér birtist mynd af áströlskum hermönnum með sprengj u- kastara. ÞJÓÐVERJAR sækja stöðugt í áttina til Rostov og er ástand ið þar nú alvarlegra fyrir Rússa en nokkru sinnl. Þjóð- verjar segjast hafa tekið borgirnar Voroshilovgrad og Kamensk og er sú síðarnefnda við járnbrautina norður af Rostov. Svo virðist, sem'Þjóðverjar hafi farið yfir og þar með rofið járnbraut- ina, sem liggur milli Rostov og Stalingrad og er þá her Rússa við Rostov einangraður frá norðri og austri, þar sem iðnhéruðin miklu eru. Bandamenn tarinda enn ðllnm áhlanpi Bommels. Brereton flugforingi amerikskusprengju flugvélanna í Egiptalandi. Fréttir frá Berlín skýra frá því, að Vorisilovgrad hafi ver- ið tekið með áhlaupi og standi í björtu báli. Sama saga mun vera um fleiri þorp og borgir á þessum slóðum. Hafa flug- vélar Þjóðverja gert hverja á- rásina á fætur annarri að baki rússn. víglínunni og undirbúa flugvélarnar komu hersveit- anna. Lofíorustur hafa orðið miklar og gera Rússar einnig árásir á stöðvar Þjóðverja. — Ameríkskar Boston sprengju- flugvélar hafa tekið þátt í ár- ásunum og er þeim flogið af rússneskum flugmönnum. Þjóð verjar hafa á þessum slóðum notað fallhlífarhersveitir und- anfarna daga. VORONEZH Rússar hafa nú, að því er virðist, stöðvað sókn Þjóðverja við Voronezh og hafa þeir gert allmikil gagnáhlaup. Á einum stað gerðu rússneskar sveitir gagnáhlaup á stöðvar þýzkrar herdeildar og hröktu hana að bökkum Don, þar sem hún var næstum gereyðilögð. Því næst brutust Rússarnir yfir fljótið og háðu þar geysiharðar návíg- isorustur við Þjóðverja. Þjóðverjar hafa nú tekið af Rússum landsvæði, sem eru þrisvar sinnum stærri en Belg- ía, ef aðeins það er talið, sem Rússar hafa misst síðastliðna tvo mánuði. HJÁLP BRETA HERSVEITIR Auchinlecks hafa enn hrundið allmiklum áhlaupum Rommels og halda þær öllum aðalstöðvum sínum, þótt nokkrar framvarðarstöðvar hafi verið á valdi beggja aðila til skiptis. Þjóðverjar gerðu hart áhlaup á mið- ’ hluta vígstöðvanna og tók þátt í því allihikið af fótgöngu- liði, sem var flutt á bifreiðum. Indverjar og Bretar voru til varnar og tókst þeim að hrekja árásarmennina burt eftir harða bardaga. Leit svo út um tíma, að Þjóðverjar ætluðu að gera annað áhlaup þegar í stað en þeir hættu við það. Búizt er við, að innan stund- ar blossi skriðdrekaorustur upp að nýju, ef þær eru þá ekki þegar byrjaðar. Hefir fót- gönguliðið og stórskotaliðið með skriðdrekabyssurnar tekið meiri þátt í þeim. FLUGFORINGJAR Bæði Englendingar og Ame- ríkumenn hafa nú skipað nýja flugforingja á Egyptalandi. — Ameríkumenn hafa skipað Brereton, þann, sem var í Ind- landi til þess að taka við yfir- stjórn sprengjuflugvélasveit- anna, sem eru í Egyptalandi. Hann var flugforingi MacArt- hurs á Filippseyjum, fór síðan til Indlandseyja, Ceylon og Ind lands. Hann er talinn góður flugforingi og tekur oft sjálfur þátt í árásunum. Hann lærir jafnan að bölva á máli íbúa þess lands, þar, sem hann er. En hann hefir orðið að skipta svo oft um, að hann er alltaf einu máli á eftir og bölvar nú vafalaust á Hinduamálum, — þegar bann er kominn til Eg- yptalands. Bretar hafa skipað flugfor- Framleiðslumálaráðherra Breta, Lyttleton, hefir í ræðu rætt nokkum um hjálp þá, sem Bretar hafa veitt Rússum. — Bretar senda vopn og aðrar birgðir með skipum til Mur- mansk, en Ameríkumenn hafa sent mestallar birgðar sínar um Persíu. Bretar hafa staðið við öll loforð sín um hjálp og vel það. Fyrir hverjar 100 flugvélar, sem Rússum voru lofaðar, hafa þeir fengið 111. Þar að auki senda Bretar um 50 skriðdreka á viku hverri. ingjann Park í staðinn fyrir Lloyd. Lyttleton lagði hina mestu á- herzlu á það, að ástandið sé nú alvarlegra fyrir Bandamenn en nokkru sinni síðan á dögum or ustunnar um Bretland. Hann sagði, að næstu tveir til þrír mánuðir mundu verða mjög erfiðir. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.