Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 8
 Sumiudagur 19. júlí 1M2. OM rannsóknarferðir sínar farast Þorvaldi Thorodd- sen svo orð m. a.: „Víðast þar sem ég ferðaðist voru bændur og alþýða ánægð með ferðir mínar og þótti gam- an að fá betri vitneskju um ó- öyþgðvr; sumir undruðust reyndar, að ég skyldi vera að leggja á mig þetta ferðavos, þegar ég þurfti þess ekki, aðrir sögðu um mig: „Sá hefir nú víst ekki lítil daglaunin“; þeim var óskiljanlegt, að slíkt væri gert kauplaust aðeins af áhuga á vís- indum. En það var fyrst á Þor- bergsstöðum í Dölum, að ég var beinlínis skammaður út fyrir ferðalagið. Kristján bóndi þar, sem víst átti mikið undir sér í sveitinni, var kenndur og raus- aði mikið. Hann taldi það stór- hneyksli, að þingið skyldi veita fé til slíks óþarfa, ferðirnar væru til einskis gagns, þær væru bara til gamans og gróða fyrir sjálfan mig. Ég bað hann að hægja dálítið á sér og hall- mæla að minnsta kosti ekki þinginu fyrir þessa sumarferð mína, því að það legði engan eyri til hennar, sænskur barón kostaði hana að öllu leyti, ein- göngu til að auka vísindalega þekkingu um ísland. Bóndi varð alveg hissa, steinþagnaði og labbaði á braut.“ (Minningabók.) ,* rp VEIR drukknir náungar voru að leika sér að kast- Ijósi og bendu því í ýmsar átt- ir. Að lokum stefndi annar þeirra geislanum upp í loftið í salnum, sem þeir sátu í, og sagði: „Ég þori að veðja, að þú getur ekki klifrað upp eftir þessum geisla. Hinn hris’ti höf- uðið og sagði: „Nei, karl minn, þú færð mig ekki til að reyna það. Ég þekki þig. Þegar ég er kominn upp í loft, þá tekur þú geislann burt.” * Þýzkur foringi í Noregi var að skýra það fyrir nokkrum Norðmönnum, hvílík blessun norsku þjóðinni hefði verið, að Þjóðverjar lögðu undir sig Nor- eg. „Og að ófriðnum loknum,“ hélt hann áfram, „hverfa allir Þjóðverjar á burt á Noregi.“ „Enginn efast um það,“ sagði einn við.staddra. „En hvað ætlið þið að gera, ef þið vinnið stríð- ið?“ hann sagði ekkert, var þreyttur eftir ferðalagið og sofnaði fljótt. Áður en fimm mínútur voru liðnar heyrði hún hann anda þungt og reglulega. Þá sleppti hún sér alveg, hún gat ekki sofið, ef hún bauð hon- um ekki góða nótt, og án £>ess að kyssa hann. — Hann er sterkari en ég, sagði hún, — af því að hann elskar mig ekki. Berta grét hljóðlega, hún þoldi ekki að vera reið við bónda sinn. Hún gat ekki hugs- að sér að vaka alla nóttina yfir angri sínu og eiga svo von á ömurlegum degi eins og þess- um. Loks stóðst hún þessa kvöl ekki lengur, hún vakti hann. — Eddi, þú hefir ekki boðið mér góða nótt. — Æi, ég gleymdi því alveg, sagði hann syfjaður. Berta snökti. — Halló, hvað er að? Þú ert þó ekki að gráta af því að ég kyssti þig ekki? Ég var svo þreyttur áðan. Hann hafði þá ekki tekið eftir neinu. Meðan hún var altekin af harmi hafði hann verið jafná- nægður með sjálfan sig og vant var. En reiðin út af því f jaraði fljótt út í huga Bertu. Hún gat ekki leyft sér neina stór- mennsku. — Þú ert ekki reiður við mig? sagði hún. — Ég get ekki "sofnað án þess þú kyssir mig. — Þú ert flón! hvíslaði hann. — Elskarðu mig, gerirðu það ekki? — Jú. Hann kyssti hana, og hún vildi láta kyssa sig, og öll reiði var þar með gleymd og grafin. — Ég get ekki lifað án þess að þú elskir mig. Hún hallaði sér að brjósti hans og andvarp- aði. — Ó, ég vildi, að ég gæti látið þig skilja hve ég elska þig. Nú erum við sátt aftur, er það ekki? — Við höfum aldrei verið ósátt. Berta andvarpaði af feginleik og var alsæl í faðmi hans. And- artaki síðar heyrði hún á andar- drætti Eðvarðs, að hann var sofnaður, og hún þorði ekki að hreyfa sig, af ótta við að vekja hann. * Sumarið færði Bertu nýjan unað og hún naut þess lífs, sem hún hafði þráð. Álmtrén við Court Leys voru allaufguð og dimmleit, hinn blómlegi gróður gerði óðalið tígulegt tilsýndar. Álmtréð er allra trjáa virðulegast, stendur öllum ofar og ber ættgöfgina utan á sér. Skuggi þess er ekki venjulegur skuggi, hann ber vott um festu og sjálfstraust, sem hæfir ættaróðulum. Margs konar umbætur voru á döfinni. Fallin tré voru flutt burtu, ný tré voru sett í stað- inn. Húsin voru máluð að nýju, samræmi komið á í niðurskipun blómjurtanna, illgresinu var út- rýmt, möl ekið á stígana. Ekki hafði Eðvárð stýrt búi nema hálfan mánuð, þegar hann lét útiloka sauðféð frá grasflötun- um. Nú var búið að mæla fyrir tennisvelli, Eðvarð sagði að þá yrði miklu heimilislegra. Járn- hliðin voru gerð upp og máluð og hæfðu nú heimreiðinni að óðalsbýli. Allt bar nú vott um, að hér bjó maður, sem vissi hvað við átti og undi hlutskipti sínu vel. Þótt Bertu stæði stuggur af nýjungum, hafði hún þó fúslega samþykkt umbætur Eðvarðs. Þær voru efni í svo mörg sam- töl og áhugi hans gladdi hana. — Hamingjan góða, sagði hann og neri hendurnar, — en hve frænka þín verður hissa á breytingunum, heldurðu það ekki? — Það verður hún áreiðan- lega, sagði Berta og brosti, en þó fór hrollur um hana, þegar hún hugsaði til þess, hve hæðn- isleg ungfrú Pála myndi verða. það verður hart á því, að hún þekki staðinn, húsið orðið eins og nýtt og umhverfið kom- ið í rækt. Ef ég fæ fimm ár í viðbót,, þá þekkir þú varla gamla heimilið þitt aftur. Ungfrú Pála tók loks heim- boðinu, sem Eðvarð vildi endi- lega gera henni. Hún skrifaði og sagðist myndu koma til viku- dvalar. Eðvarð þótti þetta auð- vitað ágætt, hann sagðist vilja koma sér vel við alla, og það væri óeðlilegt að ættingjar Bertu sneiddu hjá þeim. — Það var eins og henni SS NVJA Btð H ffitalelíisoðttiB (One night in the Tropics) Bráðskemmtileg mynd með fallegum söngvum. Aðalhlutverkin leika: Allan Jones Nancy Nelly Robert Cummings og skopleikararnir frægu ABKOT og COSTELLO Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. h. geðjaðist ekki að hjónabandi okkar, og það veldur umtali meðal fólks. Hann tók á móti frænkunni á járnbrautarstöðinni, og henni gazt ekki meira en svo að því, þegar hann heilsaði henni 'með fögnuði. — Þarna- ertu loksins komin! hrópaði hann glaðlega. — Við héldum, að þú ætlaðir aldrei að koma. Halló, brautarþjónn! CANILA BIÓ mS Eg heimta skilnað. (I Want a Divorce) Joan Blondell Dick Pókvell. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11. Hann æpti svo heyrðist um allan pallinn. Hann greip um báðar hendur ungfrúarinnar, og snöggvast flaug henni sú skelfi- lega hugsun í hug, að hann ætl- aði að kyssa hana beint fyrir framan allt fólkið á stöðinni. Sex manns. — Hann er farinn að hegða sér eins og hann væri héraðs- höfðingi, hugsaði hún. — Ég vildi að hann gerði það ekki. D¥ER®STÓLLINN. hann. „Og gefa kanínukvikind- inu stærsta blómkálshöfuðið? Og biðja þessa heimsku brodd- gelti fyrirgefningar? Ég ætti nú ekki annað eftir! Og það skal ég láta þig vita, Bíumbamba kerl- ing, að ég kæri mig kollóttan um heimskuvaðal þinn, ég ætla mér ekki að biðja neinn fyrir- gefningar! Og ef þú hefir þig ekki hæga, skal ég sýna þér í tvo heimana.. ,1 . Láki og Jonna litu á frú Bí- umbömbu til að sjá, hvernig henni yrði við. Hún lét þau aldrei komast upp með að gera sér dælt við hana, og einu sinni, þegar hún var fóstra þeirra, hafði hún veitt Láka eftirminni- lega ráðningu fyrir það, að hann kom ókurteislega fram við gar ðy rk j umanninn. „Ekki er nú að spyrja að inn- rætinu,“ sagði Bíumbamba gamla og bretti upp ermunum. „Það, sem þér hæfir bezt, eru dugleg högg á skrokkskömmina, dvergúrþvættið þitt!“ Bíumbamba tók stóran gulan tréskó upp af gólfinu og þreif um leið til dvergsins. Hann var svo sem nógu hræddur fyrir, en nú kastaði alveg tólfunum fyrir honum. Dynk! dynk! dynk! Höggin dundu á honum hvert af öðru, og hann æpti án afláts og engdist sundur og saman — og þá var nú öllum heldur betur skemmt! „Hafðu þetta!“ sagði Bíum- bamba að lokum og bretti aftur niður ermunum. „Þetta eru makleg málagjöld handa þér — nákvæmlega sama ráðningin, sem hún langamma mín gaf þér, eftir því sem ég hefi heyrt. Jæja, sérðu nú ekki eftir þess- um tiltektum þínum?“ Guli dvergurinn sýndi nú iðr- un og yfirbót. Hann bað álfinn afsökunar, gaf kanínunni stærsta blómkálshausinn í garð- inum og bað broddgeltina tvo auðmjúklega fyrirgefningar á athæfi sínu. Þeir urðu við bón hans og brostu góðlátlega. „Jæja, nú verðum við að HTlllSftlA Þegar Vilbur reynir að ná byssunni af Tóní, hleypur skot af. Skotið bergmálar í klettunum í kring. Tóni: Ég get ekki verið hér. Tóní: Vilbur, ertu meiddur?!! Dumartin kemur sennilega þeg- Ég ætlaði ekki ... ar hann heyrir skotið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.