Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.07.1942, Blaðsíða 6
c Babe Ruth. Hann er ekki mjög þekktur á íslandi, en vestan hafs er hann jafnþekktur og stjórnmálaleiðtogarnir eru hér. Hann heitir Babe Ruth og er einn frægasti baseball leikari Ame- ríkumanna. Stúlkan er Teresa Wright leikkona og er hún að ganga úr skugga um að hann sé ekki veikur enn, því að hann er nýkominn úr sjúkrahúsi. Hann er í Hollywood og leikur þar í nýrri kvikmynd. Leikmótln i snmar. Sunnudagur 19. júlí 1942. ..........'m ■ —, ■■ ■■ Allstaerjarmót I. S. í. TÍMARITIÐ JÖRÐ, júní- heftið, birtir mjög langa grein með þessu nafni eftir Ólaf Sveinsson, vélsetjara. Er hún á margan hátt at- hyglisverð og fróðleg, en samt ekki gallalaus, eins og alltaf getur komið fyrir. íþróttalega séð er greinin í bezta lagi og full af allskonar leiðbeiningum og fróðlegum athugunum fyrir ísl. íþrótta- menn. Frá „statistisku" sjónar- miði séð er henn hinsvegar dá- lítið ábótavant og þar sem mér virðist það atriði eiga að vera aðaluppistaða greinarinnar, tel ég skylt að birta það er sannara reynist, svo þessi heimild geti komið íþróttamönnum að sem beztum notum. Ætla ég þá að leiðrétta eða lagfæra þau atrii, sem af ein- hverjum ástæðum er ekki rétt með farið. Mun ég taka þau í réttri röð, eftir því sem þau koma fyrir í greininni svo að lesendum reynist auðveldara að finna þeim stað. Á 17. júnímótinu var keppt í 1000 metra boðhlaupi og skipt- ust sprettir þess þannig niður, að byrjað var á þeim stytzta 100 m. og endað á þeim lengsta, 400 m., en ekki öfugt, eins og sagt er í greininni. í sambandi við Akureyrar- móktið segir greinarhöf, að að- stæður muni hafa gefið kepp- enduin nokkuð umfram verð- skuldum, því að brautinni hafi hallað dálítið undan. Eins og kunnugt er má braut aðeins halla um 10 cm. á 100 metr. — um samkv. leikreglum — og skal ég að vísu ekki fullyrða, að þessi braut hafi algerlega fullnægt því skilyrði. En ein- hverntíma hefir hún samt verið hækkuð upp að norðanverðu, auðsjáanlega til að gera hana lárétta ,en vellinum hallar yfir- leitt örlítið til norðurs. — Þyk- ir mér því ólíklegt, að sú hækk- un sé svo lítið, að brautin sé ekki nokkurveginn lárétt núna. Á hinn bóginn er brautin alls ekki nógu slétt t. d. er smálægð í miðjunni, sem er ekki til bóta. Persónulega álít ég aðalástæð una til hins góða tíma vera þá, að keppendurnir voru svo jafn- góðir að keppni hefir sjaldan eða aldrei verið svona hörð um fyrsta sætið. Því til sönnunar má geta þess, að í undanrásunum fengu sigurvegararnir 3 allir sama tíma — 11,5 sek. — en voru þó sínum riðli hver. Var það sem sagt sami tími og 2 þeirra höfðu náð á 17. júní mótinu hér í Reykjavík 4 dögum áður. Þegar þessum 3 jöfnu mönnum lenti saman í úrslitunum var að sjálfsögðu barizt upp á líf og dauða og því ekki nema eðlilegt að þeir bættu tíma sinn nokkuð. Hlupu þeir þá á 11,2 sek. og er sá tími út af fyrir sig ekkert ótrúlega góður, því tveir þess- ara manna hafa áður hlaupið á betri tíma, en sá þriðji á 11,3 sek. Þegar öllu er á botninn . hvolft virðist mér hæpið að I telja tímann 11,2 sek. hafa skap I ALÞTPUBLAÐIÐ l t. ast emungis vegna of góðra • brautarskilyrða. Til gamans S mætti þá t. d. geta þess, að árið S áður var hlaupir)., öfug leið — ^ frá norðri til suðurs — og náði ^ þá fyrsti maður 11,2 sek. Nú S varð hann hinsvegar 4. á 11,4 ^ sek. svo ekki hefir hann mikið ^ hagnast á þessum ímyndaða S halla. Annars, ef fara ætti ná- S kvæmlega út í þessa sálma, þá • væri nú fátt af þessu Akureyr- S armóti og reyndar Reykjavíkur S mótunum líka alveg löglegt út b í ystu æsar. Má þar t. d. nefna innstu brún hringbrautar 5 cm. yfir brautarfletinum, tímatöku yfirleitt og margt fleira — Á meistaramótinu stökk Þorsteinn Magnússon 3,31 m. í stangar- stökki, en ekki 3,30 m. Greinarhöf. virðist í fyrstu aðeins ætla að nefna árangur meistarans, en bregður þó út af þeim vana stöku sinnum, — þegar honum finnst litlu muna á næsta manni. Þessar undan- tekningar eru þó ekki í meira samræmi en það, að á 2 stöð- um sleppir hann öðrum manni, þótt munurinn sé aðeins 1/10 sek. en telur hann á öðrum stað þótt þar muni 2/10 sek. o. s. frv. Þar sem greinarhöf. minnist á meðalafrek mótanna, segir hann, að á Akureyrarmótinu hafi meðalafrekið verið 647 st. út úr tólf greinum. Hvernig sem á því stendur, fékk ég útkomuna 675 stig, en ég reikn aði líka með 13 greinum, eða þeim greinum, sem gefin eru stig fyrir. í sambandi við afrek er- lendra íþróttamanna á íslenzk- um vettvangi skal þess getið, að Albert Larsen hljóp 800 m. á 2 mín. 4.4 sek., en ekki á 2 mín. 4.2 sek. Það var Ólafur Guðmundsson, sem náði síðar- nefnda tímanum á meistaramót- inu 1937 og sló þar með út tíma Larsens hér um 2/10 sek. Þá man ég ekki betur en að Svíinn Hjalmar Green hafi varpað kúlunni lengst 13.94 m. en ekki 13.92 m. á Svíamótinu 1937. Green varpaði þá einnig með vinstri hendi og náði 10,- 72 m. eða 24.66 m. samanlagt með báðum höndum. Loks segir greinarhöf., er hann minnist á Sigurgeir Ár- sælsson, að hann eigi bezta 800 m. tíma, sem náðst hafi af ís- lendingi hér á landi — 2 mín. 2.2 sek. „líka með G. Gígju.“ Þetta er ekki rétt. Sigurgeir á þennan tíma einn. Geir Gígja hljóp 800 m. ekki á skemmri tíma en 2 mín. 3.2 sek. hér á landi. Var það á Afreksmerkja- mótinu 1927. Hins vegar hljóp hann tvisvar undir þeim tíma í Kaupmannahöfn sama sumar á KFUM íþróttamóti. Fyrst á 2 mín. 2,7 sek. í undanrás, en síðan á 2 mín 2,4 sek. í úrslitum og stóð sá tími sem met í 12 ár — eða þar til Sigurgeir ruddi því 1939 um 2/10 sek. — með áðurnefndum 2 mín. 2,2 sek. Eg hefi nú lokið þessum leið- réttingum mínum og vona, að greinarhöf. viðurkenni rétt- mæti þeirra. Rýra þær á engan hátt gildi greinar hans, nema sem heimildargreinar viðvíkj- andi þessum fáu tölum. Það ætti að vera metnaðar- mál okkar íþróttamanna og á- hugamanna í íþróttum, að hlúa Allsherjarmót í. s. í. í frjálsum íþróttum hófst í gær. Áhorfendur voru mjög fáir og veður frekar þungbúið. Mótið átti að hefjast kl. 4 e. h. en hófst ekki fyrr en 4.40. Marg ir af starfsmönnum voru fjar- verandi auk þess vantaði all- marga keppendur. Mótið gekk seint og er vonandi að betur gangi næst, en það er í dag kl. 3 e. h. Mótið er stigamót og standa stigin sem hér greinir: K.R. 41 stig. Ármann 29 stig. F.H. 25 stig. Selfoss 1 stig. Önnur úrslit mótsins urðu sem hér segir: 100 m. hlaup: 1. Ol. Steinn, F.H. 11.6 sek. 2. J. Bernh. K.R. 11.8 sek. 3. Sv. Emilss., KR. 12.1 sek. 4. Br. Ingólfss., KR. 12,1 sek. 800 m. hlaup: 1. Sigurg. Árs. Á. 2.4.2 mín. 2.H. Hafl. Á. 2.6.3 mín. 3. Á. Kjart., Á. 2.7.6 mín. 4. Br. Inglófss., KR. 2.8.3 mín. Stangarstökk: 1. Kj. Markúss., F.H. 3.00 m. 2. A. Björnss., KR. 2.85 m. 3. M. Guðm., F.H. 2.85 m. 4. Borgþ. Jónss., Á. 2.75 m. Kringlukast: 1. G. Huseby, KR. 42.50 m. 2. Sig. Norðd., Á. 31.54 m. 3. R. Gunnl., KR. 30.15 m. 4. J. Hjartar, KR. 29.94 m. Langstökk: 1. Ol. Steinn, F.H. 6.60 m. 2. Sv. Emilss., KR. 6.00 m. 3. Skúli Guðm., KR. 5.91 m. 4. O. Helgason, Self., 5.81 m. 1000 m. boðhlaup: 1. KR. 2.9.9 mín. 2. Á. 2.10.0 mín. 3. Á. 2.14.0 mín. Sæesknr Haipari setnr glæsilegt heltns met i 1500 m. hlanpi ÆNSKI HLAUPARINN Grunder Hágg hefir nú sett þriðja heimsmet sitt á ör- stuttum tíma .Hefir hann hlaup ið 1500 m. á 3 mín. 45,8 sek. og er það mjög glæsilegur ár- angur. Hin tvö metin, sem Hágg hefir sett éru' í einnar mílu hlaupi og teggja milna hlaupi. Sænski hlauparinn Gunder Hágg er ungur hlaupari og hef- ir í ár unnið sér sess meðal mestu hlaupara heimsins á millivegalengdum. vel að íþróttamálum okkar, sér staklega meðan þau eru enn á hálfgerðu byrjunarstigi — og gera það bæði á leikvelli, í ræðu og í riti. Áhugamaður. 4. F.II. 2.15.5 mín. í dag verður keppt í kúlu- varpi, 200 m. hlaupi, hástökki, 1500 m. hlaupi, 110 m. grinda- hlaupi, 10.000 m. göngu. x. ý. z. Karl Marx heima hjá sér. Framh. af 5 s.íðu. kölluðu hann ekki ,pabba,‘ held ur „Surt“, það var gælunafn, vegna þess, hve dökkur hann var yfirlitum og kolsvartur á hár og skegg. Hann lék tímunum saman við börn sín. Þau minntust alltaf þeirra daga, þegar hann bjó til heilan flota pappírsbáta og und- irbjó sjóorrustur. Svo kveikti hanrt í öllitm flotanum, sem flaut á vatnsfati, og olli það miklum fögnuði. Dæturnar leyfðu honum ekki að vinna á sunnudögum, þær heimtuðu, að hann væri með þeim allan daginn. Þegar veður var gott fór öll fjölskyldan á göngu út um víðavang og borðaði undir beru lofti, einfalda máltíð.brauð og ost og bjór. Og meðan telp- urnar voru litlar stytti hann þeim stundir á gönguferð. með því að segja þeim sögur og æfin- týri, sem hann samdi um leið og treindi, til þess að litlu á- heyrendurnir þreyttust síður. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. um borgaðar kjarabætur? Þetta vekur óánægju og sundrung og eyðileggur samtök verkamanna. Þeir, sem vinna hjá dugandi verk- stjórum, fá kjarábætur, aðrir ekki.“ „KULVÍS“ skrifar mér eftirfar- andi: „Það er von að þú sért undr- andi, Hannes minn, að ég skuli vera að skrifa þér um þetta, það sýndist líka vera að hægt væri að koma því í lag án þinnar aðstoðar.“ „EN SVO ER MÁL með vexti, að í bæjarskrifstofunum í Austur- stræti (í húsi Reykjavíkur Apó- teks) vinnur um 60—70 manns allan ársins hring ár eftir ár. Að- alhliðar hússins snúa í vestur og norður, þar nýtur aldrei sólar, oft er svo kalt, að fólkið situr við vinnu sína í utanyfirhafnarfötum á sumrin, ef ekki er því heitara í veðri er svo kalt víðast í húsinu, að fólki líður illa. Nú hefir verið mikið kvartað við eiganda hússins undan þessu og beðið um meiri kynningu, því vissulega er bæjar- sjóði eða formiönnum skrifstof- anna engin þægð í því að spara eldsneyti svo að fólk líði við það, enda mun bæjarsjóður greiða jafnt hvort heldur er illa kynt eða vel.“ „í SUMAR hefir sjaldan verið heitt í veðri, og því full þörf á að ylja upp, enda er það víst gert í flestum byggingum þar sem fólk vinnur við skriftir, en bara ekki á bæjairskrifstofunum, og veit ég þó að þess hefir oftlega verið beiðst. — Ég skrifa jþér þessar línur vegna þess, að ég hefi tekið eftir því að mörgu, sem þú hefir minnzt á að aflaga færi, hefir verið kippt í lag svo að segja samstundis.“ Hannes á hominu. RAFSUÐUPLATA óskast. —■ Gassuðuáhald til sölu. Sími 1463.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.