Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.07.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAOIÐ Pöstudagur 31. júlí 1942» Annar loftbardagi yfir Norð-Austurlaiidi. ......■ -.... Nú urðu Norðmennirnir að láta und- an siga fyrir Þjóðverjum. IANNAÐ SINN á fáum dögum hefir komið til loftorrustu yfir Austurlandi. í bæði skiptin áttust við norsk flug- vél og þýzk Focker Wulf-flugvél. Nú síðast varð norska flugvélin að láta undan síga vegna öflugrar skothríðar þýzku flugvélarinnar. Um þetta barst Alþýðublaðinu í gær eftirfarandi til- kynning frá herstjóm Bandaríkjanna hér á íslandi: „Flugvél með norskri áhöfn kom auga á þýzka Focker Wulf-flugvél kl. 10.08 hinn 29. júlí norðaustur af íslandi. Norska flugvélin gerði árás á hina þýzku kl. 10.20, en þýzka flugvélin hóf ákafa skothríð á móti. Norska flugvélin komst í 100 stigna skotfæri og hæfði hina þýzku víða, en varð svo að leita undan til að forðast hina áköfu skothríð þýzku flug- vélarinnar, en hún flaug inn í skýjaþykkni og Iauk viður- eign þessari kl. 10.32. Norska flugvélin varð ekki fyrir skot- Um og kom heim heilu og höldnu til stöðvar sinnar“. I»að vekur athyglí okkar að þýzkar flugvélar virðast vera alltítt yfir Austur- og Norðurlandi, en hinsvegar verð- tu: enginn var við þær hér yfir Suðurlandi. Skýrslusöfnun um húsnæðislausa: 351 fjölskjrlda er liók- stafleoa ájötunni. Lokið við að vinna úr skýrslum þeim, sem teknar voru við skráninguna. Verkafólk vfðsvegar um fanift Prentarar og bókbindarar biða nú eftir svör um við kröfum sinum frá atvinnurekendum- fegavinnakaDp víða orðið Mærra en taxti verkalýHsfé&a^aana. —-.. ■»......— ALLT BENDIR TÍL ÞESS, að kaupgjald hækki að veru- leguxn mun, bæði hér í Reykjavík og^ víða um land um eða rétt eftir mánaðamótin. Það er verkafólkið í hinum ýmsu iðngreinum hér í Reykjavík, sem ekki hefir nú þegar fengið kjarabætur, og á hinum ýmsu stöðum um landið, sem fer fram á þessar breytingar á launakjörunum. En samtök þess geta ekki, vegna gerðardómslaganna, staðið fyrir kröfunum, nema óbeint. ^lþýðuhlaðið hefir fengið tilkynningar frá ýmsum stöðum á landinu um að verkafólk hafi snúið sér til atvinnurekenda um kröfur sínar og eru þær, eða munu verða, nokkuð mismunandi, annað hvort fyrst og fremst miðaðar við styttingu vinnudagsins niður í 8 stimdir með óbreyttu dagkaupi, en verulega hækkun á eftirvinnukaupi, eða 25% hækkim á allt grunnkaup. Starfsfólk í prentsmiðjum ♦ - GÆR VAR LOKIÐ að vinna úr skýrslum þeim, sem teknar voru þeg- ar skráning húsnæðislausra fór fram fyrir nokkrú. Barst Alþýðuhlaðinu í gær- kveldi skýxslan, éins og hún liggur nú fyrir og fer hún hér á eftir: „Alls mættu til skráningar Ifftl/ hi Imilisfcfíur) og mæður svo og 188 einhleypingar, en þeir hafa á framfæri sínu eða vegum 2592 einstaklinga, þar af 854 börn. Af þessum 691 fjölskyldu virðast þó, þegar skýrslan er tekin( nær helmingur hafa í- búðarhúsnæði til umráða, eða 340 'fjölskildur. Þær telja sig húsvillta vegna uppsagna, er þeim hefir borizt á húsnæðum þeirra, sem virðast, því miður, eftir því, sem fyrir liggur, oft eiga rétt.á sér, og verða því þess ar fjölskyldur, færri eða fleiri húsviltar hinn 1. okt. n. k. Eru í þessari tölu taldir með allir þeir, sem eitthvert hús- næði hafa á leigu, hvað lélegt sem það í raun og veru kann að vera. Hinar, 351 að tölu, eru aftur á móti bókstaflega á göt- unni, og fá fyrir náð vanda- manna og annars góðs fólks að hýrast undir þaki, og þá oft sína nóttina í hverjum staðn- um. Þá eru óg taldir með í fyrri tölunni allir þeir, sem sumar- fbúðir svokallaðar hafa á leigu, en þær íbúðir eru aðeins leigð- ar út á meðan notendur þeirra búa utan bæjar. ’ Verður þetta fóik því að sjálfsögðu á göt- unni 1. okt. n. k. Er það að yfir- lögðu ráði gjört, að draga lín- urnar svo skýrar til þess að sýna vandræðin, eins og þau eru í dag, en ekki hver þau verða í haust. Telur fólk þetta sig húsvilt af hinum ólíkustu ástæðum, og skulu þær helzstu nefndar: 118 fjölskyldur telja sig húsvilltar vegna uppsagna, serp þeim hafa borizt, og miðaðar eru við 1. okt. n. k.; án þess vitað sé, hvort þær hafi við rök að styðj- ast eða ekki. Þá segjast 96 fjöl skyldur hafa orðið húsviltar 14. maí s. 1. vegna uppsagna og 37 telja sig á.götunni allt frá 1. okt. eða jafnvel 14. maí f. á. Ný-gift hjón, sem ekki hefir tekizt að krækja sér í íbúð virðast vera 68, og ný-trúlofað, sem eins stendur á fyrir telj- st vera 32. Ai .því að íbúðir þsér, sem þeir hafa á leigu séu algjörlega ófærar til dvalar, og séu engir mannabústaðir, telja 54 leigutakar sig húsvilta, og ný-fluttir í bæinn, án þess að hafa tekist að útvega sér hús- riæði, eru 39 o. s, frv. 161 fjölskylda hefir inhan sinna vébanda aðeins :2 fullorða einstaklinga, en 30 hafá 3 full- orðna. Einstæðingsmæður,: 26 að tölu, hafa 1 Barri á framfæri síriu, en 21 háfa 2 höm. Af íjöl- Frh. á 7. síðu. hér í Reykjavík skrifaði ný l|j(ga prentsmiðj ue igendum og fór fram á jafna kauphækkun fyrir alla um 25%. Nær þetta einnig til alls starfsfólks í bók- bandsiðnaðinum. Að i minnsta kosti sumt af starfsfólkinu í þessum iðngreinum hefir farið fram á það við atvinnurekend- ur, að þeir gæfu ákveðin svör við þessum málaleitunum fyr- ir næstkomandi mánaðamót, eða fyrir laugardag. Þegar Aiþýðublaðið vissi síð- ast í gærkveldi höfðu atvinnu- rekendur krcfur starfsfólksins enn til athugunar og höfðu því ekki gefið ákveðin svör. — Eins og kunnugt er hafa allir jám- iðnaðarmenn og einnig verka- menn, sem vinna í járniðnaðin- um eða í sambandi við hann fengið 25% launahækkun. Virð ist því enginn vafi geta leikið á því að starfsfólk prentsmiðj- anína fái einnig kröfur sínar uppfylltar. Verkamenn á Akranesi hafa allir tilkynnt atvinnurekendum kröfur sínar um breytt kjör og ríkir alger eining um þær kröfur. Fyrir nokkru fengust nokkrar lagf^eringar á kjörun- um, en þær voru svo litlar; að í engu samræmi var við þær kröfur, sem nú eru gerðar og atvinnurekendur annars staðar samþykkja. Búist var við svari frá atvinnurekendum á Akra- nesi seint í gærkveldi, en helst var útlit fyrir, að ef atvinnu- rekendur svöruðu ekki í gær- kveldi, þá myndu verkamenn ekki, koma ,til vinnu sinna í morgun. Verkafólk 4 Stykkishólmi hefir og skrifað atvinnurekend- um í þorpinu og gert kröfur um veralegar kjarabætur. Krefst verkfólkið þess að vinriu tíminn sé styttur úr 10 stund- um niður í 8, eða um 2 stundir, að sama dagkaup verði 'greitt, þó að vinnutíminn styttist og að eftirvinna byrji tveimur (Frh, á 7. sfðu.) Syknrpoliannm var ekki stoiið. F RÁ ÞVÍ VAR SAGT hér í blauinu í gær, að sykur- poka, sem lá við vegarbrún á Vatnsleysuströndinni, hefði verið stolið og væri talið, að hermenn væru valdir að stuld- inum. )t Lögreglustjórinn í Keflavík' hringdi til blaðsins í gær og skýrði frá því, að hermennirn- ir hefðu ekki stolið pokanum. Þeir sáu hann liggjandi við veginn óg héldu að hann hefði dottið aftan af bifreið. Tóku þeir því pokann í bifreið sína, og fóru með hann til Keflavík- ur og skiluðu honum þar. Vaxandi hætta fyrir stfiikaraar i ástand inn. Ein pesrra var bar- in til ébóta í fyrra- kvofid. AÐ VIRÐIST SVO sem nokkur hætta fari að verða á því fyrir íslenzkar stúlkur að láta sjá sig í fylgd með erlend- um hennönnum hér á götum Reykjavík. Laust fyrir kl. 12 í fyrra- kvöld var ung íslenzk stúlka í fylgd með brezkum her- manni á gatnamótum Hverfis- götu og Klapparstígs. Þau mættu hóp af ameríkskum her mönnum —• og allt í einu tók einn hermaðurinn sig út úr hópnum, vatt sér að brezka hermanninum og stúlkunni og sló stúlkuna í höfuðið, svo að hún féll í götuna. Fékk stúlkan áverka á andlitið og annan á annari stað á höfuðið, en þann áverka, mun hún hafja fengið, er hún. skall í götuna. íslenzka lögreglan fékk til- kynningu um þetta á varðstof- Sumarhelti i Helgafells, 100 síður, kemur út eftir helgina. SUMARHEFTI tímaritsins „Helgafell“ kemur út upp úr mánaðamótunum, en útkoma þessa heftis hefir dregizt nokk- uð, Vegna sumarleyfis starfs- fólksins í prentsm. ritsins. Þetta fjórða hefti „Helgafells“ er það langstærsta, eða imi 100 síður og að sama skapi hið fjöl- breyttasta þeirra. í því em mörg merk kvæði, margar athyglisverðar ritgerð- ir, sögur og greinar. Af kvæð- unum má nefna síðasta kvæði Arnar Arnarsonar: „Þegar ég var ungur,“ og orti skáldið það til móður sinnar. Þá er hið fræga kvæði Nordals Griegs: „Martin Lynge,“ í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Annað, þýtt kvæði er og í heftinu: „Karl og kona“ (hið kunna kvæði Gustav Fröding um Ad- am og Evu), og loks „Þula“ eftir frú Theódóru Thoroddsen Af ritgerðunum má nefná: „Sigurinn eftir stríðið,“ eftir hið landflótta þýzka skáld -— Thomas Mann. „Þjóðrækni og þjóðareining,“ eftir Gylfa Þ. Gíslason hagfræðing. „Ávani og ofregla,“ eftir dr. Símon J. Ágústsson. „Heilsufræði og hindurvitni,“ eftir Jóhann S^e- mundsson lækni. „Tveir lista- menn“ (Finnur Jónsson og Þor valdur Skúlason) með nokkr- um myndum af málverkum þeirra. „Tvær myndir“ (Kristj án fjallaskáld og Leo Tolstoy), eftir Sigurð Nordal próf. Tvær verðlaunasögur eru í þessu hefti: „Lifendur og dauðir,“ eftir Guðm. Daníels- son og „Draumur til kaups,“ eftir Halldór Stefánsson. Loks eru í þessu myndarlega hefti: Bréf frá lesendum, Létt- ara hjal og mikill bókmerinta- þáttur. Útbreiðsla Helgafells fer stöðugt vaxandi. una og fór hún á vettvang. — Samtímis komu þangað brezkir og ameríkskir lögregluþjónar. Var Bretinn þá í slagsmálum við ameríkanann og vildi hefna stúlkunnar. Var Bretinn tekinn fastur, svo og amerík- aninn, en stúlkan var tekin í lögregluvarðstofuna — og þar skýrði hún frá atburðinum. Virðist ekki úr vegi að áð- vard íslenzkar stúlkur enn einu sinni gegri því, að vera í fylgd með erlendum mönn- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.