Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞÝPUBLAÐIÐ Laugardagur 1. ágúst 1842. Gandhi og Audax Enski Maðámaðurinn Audax skrifaði eftir- farandi grein um Garid- hi fyrir nokkru. Hefir hann verið í Indlandi og átt tal við Gandhi, eins og greinin ber með sér. SAKOJINI NAIDU sagði háðs- lega: „Komið og sjáið hann Mickey Mouse okkar.“ Þetta datt mér í hug, þegar ég sá fræga, tannlausa brosið á Gandhi, þar sem hann situr á svölunum. Eg kom hingað í banni indversku stjómarinn- ar. Þegar ég kem inn, ér mér fenginn bréfsneþill, sem á Stendur: „Gleður mig að sjá yður, en ég get ekki talað. í dag er þögull dagur hjá mér.“ Fornfálega, breiða andlitið glottir framan í mig. Mikill maður? Nei. Hálfvitlaus karl- fauskur, hugsaði ég önugur. Svo segi ég upphátt: (Hann hlýtur að heyra, þótt hann vilji ekki tala): „Eg kem aft- ur á morgun.“ ÞEGAR EG KOM næsta dag, lá hann á risastórri mottu og sparkaði grönnum fótunum, sem helzt minna á eldspýtur, út í loftið. „Eg þekki yðar líka,“ segir Gandhi við mig. Hann heldur áfram: „Eg ráð- legg yður að fara heim. Ind- land er allt ein herbúð og þér verðið að skipa yður í annan hvorn flokkinn.“ „En, ef ég geri það ekki?“ spyr ég. „Þá eigið þér von á, að báðir að- ilar kasti að yður grjóti,“ svaraði hann um hæl. Mikill maður? hugsaði ég. Eg veit það ekki, en skrítinn er hann. ÁRI SEINNA lá hann og hvíldi sig í garði auðugs manns. Grannur, beinaber líkaminn undir teppinu, en aðeins augun virðast standa út undan því. „Þér enn“, seg- ir hann. „Já,“ segi ég, „en hvert stefnum við allir?“ spyr ég. „Eins og venjulega,“ svarar Gandhi, „í valdaleit með byssu um öxl.“ „Það væru Indverjar líka, ef þeir gætu,“ segi ég. „Ef til vill, en ég get aðeins varað þá við því,“ segir maðurinn undir teppinu. „En Indland yðar er ekki fullkomið,11 segi ég. „Eg er á réttri leið,“ segir hann. „Þótt það taki margar kyn- slóðir að koma mínum mál- um fram“ — og svo dregur hann fram úr vasa sínum úr, viðtalstími minn er búinn. Mikill maður? Já, ég held það. GANDHI, átrúnaðargoð millj- ónanna, gengur um í silfur- litum sandinum í Juhu við Bombay. Undir krónum pálmatrjánna ber -- sjötugur öldungurinn aldur sinn vel, og hann iðar af lífi. Hann gaf Lady Willingdon dýrindis vefnað, eftirlætislit hennar. Hann hafði ofið það í fang- elsinu, sem Lord Willingdon maður hennar, hafði sent hann í. Undir stjömum Se- goan talar hann til lærisveina sinna. Ljósker er rétt hjá honum og kastar daufri birtu 1 S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Það er fögur sjón að sjá þessar fljúgandi dansmeyjar svífa í löftinu. Þær eru frá hskólanum í Colorado Springs, USA. N V $ \ s N S \ S s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Afurðaverð bænda. Framh. af 4. síðu. ar, eftir að hefna sín grimmi- lega á bændum og það áður en langt um líður, ef ekki fyrr, þá ekki síðar en í stríðslokin. En um það mun ég ræða í síðustu grein minni. En hefði verðbólgan ekki aukizt jafnmikjð, þótt stríðs- gróðinn hefði verið tekinn af útgerðarmönnum með útflutn- ingsgjaldi og fenginn bændum í hendur með verðjöfnun? Hefðu bændur ekki sett þessa peninga í vörukaup og alls kon- ar brask og spákaupmennsku, stofnað ný fyrirtæki, sett upp heildverzlanir o. s. frv. eins og útgerðarmennirnir hafa gert? Nei; ég held að þeirri spurn- ingu sé fljótsvarað. Bændur hafa ekki og myndu ekki hafa skapað verðbólgu með braski og spákaupmennsku. Þeir myndu hafa notað peningana eins og þeir hafa gert — til þess að greiða skuldir sínar eða lagt þá 'á sparisjóð, ef afgangur hefði orðið og vandamál verð- bólgunnar hefði orðið allt ann- að og viðráðanlegra en raun hef- ir á orðið. Og það er áreiðanlegt, að á hann. Hann talar látlaust, eins og menn hugsa sér að ■ Kristur hafi gert. — „Dan- zig“, segir hann. „Þeir eru að berjast um Danzig.“ Stúlka kemur og veifar blævæng rétt hjá honum. „Heitt hérna,“ segir hann og brösir til hennar. Mikill maður? Já. bændur hafa engar óskir um það, að verðbólgan aukist, að peningar landsins verði eyði- lagðir, að hér standi tryllt kapp- hlaup um stríðsgróðann, að hér skapist heil stétt milljónamær- inga í fátækasta landi heimsins, að hér skapist hreint upplausn- arástand í verðlags- og kaup- gjaldsmálum og í þjóðmálunum yfirleitt, því hin pólitíska óáran er án efa að miklu leyti að kenna hinni vitlausu og rang- látu stefnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðar- málunum. * En hvers vegna vildu þessir flokkar ekki fara leið Alþýðu- flokksins í afurðasölumálum bænda? Já, hvers vegna hefir Ólafur Thors aldrei viljað leggja útflutningsgjald á hinar gífur- lega háu togarasölur, fyrr en loks nú, eftir að útgerðarfélög- in hafa setið að stríðsgróðanum nærri þrjú ár, að hann loksins hefir beygt sig fyrir almenn- ingsálitinu? Þessi spurning þarf einskis svars. En hvers vegna kaus Fram- sókn heldur að þröngva kosti launastéttanna eða skapa tryllta verðbólgu í landinu, heldur en að taka útflutningsgjald af i stríðsgróðanum til verðjöfnun- ar? Af því að Framsóknarflokk- urinn er enginn vinstri flokkur lengur, af því að hann kaus fremur áframhaldandi sam- vinnu og samkomulag við Ólaf Thors ög aðra fulltrúa stríðs- gróðamannanna. Þess vegna sveik hann þá stefnu sína, að gaéta jafnt hagsmuna bænda og verkamanna. En þegar Fram- sóknarflokkurinn er kominn á þá braut, að leysa hagsmunamál bænda á þann hátt, að níðast á launastéttum landsins, en hlífa stríðsgróðamönnunum, þá á hann ekki lengur neina samleið með Alþýðuflokknum. Og ég efast um, að hann hafi gert bændastétt landsins neinn raun- verulegan greiða með þessari stefnu eða hafi hegðað sér svo samkvæmt hennar umboði. Eimréiðin er nýkomin út. Efni: Eg kem til þín, Móðir og sonur, Ný ætt- jaröarljóð, kvæði eftir Sigurjón Friðjónsson. Við Þjóðveginn, rit- gerðir, sögur og kvæði eftir Al- exander Cannon, Eirík Hrein, Finn boga Jónsson, Hans klaufa, Helga Valtýsson, Hjört Björnsson, Otto Luihn, Svein Sigurðsson, T. J. Hartmann, William V. Pratt, Þóri Bergsson o. fl. Verndun þjóðernis ins heitir grein eftir Ólaf Lárus- son prófesor. Margt fleira er í ritinu. Elsa Sigfúss söngkona hefir sungið í sænska útvarpið fyrir ekki alllöngu síðan. Var lokið miklp lofsorði á söng hennar. í hinni stórmerku bók SAGA OG DULSPEKI, sem allir tala nú um, sjáið þér hvernig spádómar biblí- unnar og kenningar Ruther- fords hafa rætzt, það sem af er stríðinu, og einnig hvemig áframhald og endir þess verðuí. —r Kaupið SAGA OG DULSPEKI í dag, þá skiljið þer hetur fréttimar á morgun. Grettisgötu 57.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.