Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.08.1942, Blaðsíða 7
'Laogardagur 1. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAPSD $ S I 5 Bærinn í dagd Næturlæknir er Sveinn Péturs- son, Garðarstræti 34, sími 5511. Naeturvörður er í Reykjavíkur- Apóteki. 19.25 20.30 20.45 21.10 21.30 21.50 22.00 24.00 Hljómplötur: Samsöngur. Hljómplötur: Gieseking leikirr á píanó. Upplestur: „Heimkoman,“ smásaga, þýdd (Haraldur Björnsson leikari). Útvarpstríóið: Einleikur og tríó. Hljómplötur: Valsar. Fréttir. Danslög. Dagskrárlok. Fálkinn, sem kom út í gær flytur m. a. þetta efni: Fjölskylda Hákonar Noregskonungs, forsíðumynd, Há- kon Noregskonungur sjötugur, — Þjóðsagnir og þjóðtrú hins gamla Englands. eftir Norman Hillson, Verndun móðurmálsins o. m. fl. Hjónaband. í gær voru gefin saman af síra Bjama Jónssyni ungfrú Sigríður Kjaran og Sigurjón Sigi^rðsson lögfræðingur. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna band af síra Bjama Jónssyni ung- frú Ingibjörg Gísladóttir og Dag- bjartur Sigurðsson. Heimili þeirra verður á Hofsvallagötu 21. Draugahúsið heitir skemmtimynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkið liekur skopleikarinn Joe Brown. Nýlátinn er í Danmörku Gunnlaugur Þor steinsson, blaðamaður, í Árósum, 56 ára að aldri. Séra Jakob Jónsson biður þess getið, að hann verði fjarverandi til þriðjudags. Hallgrímsprestakall. Messa í Austurbæjarskólanum kl. 2 e. h. séra Sigurbjörn Einars- son. Gerðardómurinn. Frh. af 2. síðu. þjóðarinnar veltur öll á.í þessu efni er allt sameiginlegt með Ólafi Thors og forkólfum Framsóknarflokksins. Það er nú sannað, að setn- ing bráðabirgðalaganna um gerðardóminn í vetur var til st&rtjóns jyrir þjóðina og gegn öllu réttlæti milli stéttanna. Alþýðuflolckurinn hefir unnið sleitulaust að því, að fá þessi lög afnumin sem fyrst.Og hann unir vel þeim ummælum for- sætisráðherrans, að Alþýðu- flokkwrinn, sem af mestu þraut seigju hefir ráðizt á lögin, hafi unnið mest að falli þeirra. Quezon, forseti Filippseyja er nú í Bandaríkjunum. Hér sést hann ásamt vini sínum, MacArthur. Vikingasveitirnar. Framh. af 4. síðu. og mynd af konunginum og drottningunni. Báðir voru mun- irnir áletraðir frá gefendunum. Á tímabilinu milli heims- styrjaldanna gátu yfirmenn hins ■konunglega flota fengið tíma til að skemmta sér. Louis lávarður innti samvizkusamlega af hendi skyldustörf sín, en jafnframt gaf hann sér tíma til skemmt- ana. En hirð Georgs V. var ekki alltaf sem ánægðust með leik- félaga hans. Einn þeirra var Ját- varður prins af Wales; annar var Douglas Fairbanks. í>að var ekki fyrr en Játvarður kom til ríkis, sem Mountbattenshjónin voru boðin og velkomin til hirð- arinnar. Árið 1937 varð Louis ráðunautur Játvarðar konungs um flotamál. Fram að þeim tíma höfðu hin glaðlyndu Mountbattenshjón verið talin meðal þeirra, sem María drotning óttaðist stöðugt að yllu einhverju hneyksli. Árið 1920 voru Mountbatt- enshjónin í heimsókn í Banda- ríkjunum. Þar dansaði hin fagra frú Louis opinberlega Charle- ston við Fred Astaire. Skömmu seinna fengu Lundúnabúar að vita, að María drottning væri ekki sérlega hrifin af því, að thirðkonur sínar dönsufðu við kvikmy ndaleikara. Á síðasta ári var Louis lá- varður sendur til Ameríku, til þess að taka við yfirstjóm flug- vélamóðurskipsins Illustrious, sem hafði orðið fyrir sprengju- regni. Þegar vestur kom, urðu hinir gömlu vinir og kunningj- ar í Bandaríkjunum þess fljótt áskynja, að Mountbattenshjón- in höfðu breytzt. Frú Louis var alltaf í einkennisbújningi Rauða krossins. Eftir að Louis lávarður hafði fengið hin þrjú stig sín, stakk einhver upp á því, að hann stjórnaði samvinnu hersins, flot- ans og flugflotans. En hann gengur í hinum bláa einkennis- búningi flotans. Til þessa dags hefir hann látið gera óteljandi árásir á strendur Frakklands, Noregs, Niðurlanda og jafnvel Ítalíu og Afríku. Stundum er. árangurinn ekki meiri en fáeinir fangaðir nazistar og skemmdir á útvarpsstöðvum, fyrir utan skelfingu þá, sem grípur nazist- ana, 'þegar allt í einu er ráðist á þá að óvörum utan úr myrkr- inu. í slendin gadagurinn kaldiDD hát ðlegor i Seattle og að 6imli Thor Thors tafiar' í Séattle. H.NN árlegi íslendingadag- ur verður haldinn hátíð- legur í Kanada og Bandaríkj- unum á sunnudag og mánudLag n.k. Munu aðalhátíðahöldin verða að Gimli, eins og venju- lega, en einnig munu íslend- ingar koma saman í borginni Seattle á vesturströnd Banda- ríkjanna. Sendiherra íslands í Banda- ríkjunum mun takast ferð á hendur til Seattle og tala þar á fundunum. — Ræðumenn að Gimli á mánudag verða þessir-: Joseph Thorson, ráðherra, sem er fyrsti íslendingur, . sem kemst í ráðherrastöðu vestra, Gunnar Björnsson, fyrrverandi ritstjóri, form. skattanefndar Minnesotaríkis, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, skáld, Einar Páll Jónsson, ritstj. Lögbergs og loks R. E. McWilliams, landsstjóri í Manitoba. Forseti mótsins verður Dr. F. J. Brandsson. — Karlakór mun syngja ísl. lög. Reykjavikarmótið í knattspyrBH byrjar oæstk. fimmtndag. REYKJAVíÍKURMÓTIÐ Í knattspyrnu hefst næst komandi fimmtudag, 6. ágúst. Enn hefir ekki verið ákveðið í hvaða iröð félögin keppa, en það mun verða ákveðið núna rnn helgina. Félögin munu öll hafa æft af miklum krafti undanfarið. Á ííslandsmótinu bar margt ein- kennilegt við og kom mönnum hvað eftir annað á óvart. Vel má vera að svona verði það einnig á Reykjavíkurmótinu, enda hyggjast félögin, sem töp- uðu á íslandsmótinu að rétta hlut sinn og Valur að halda sinni stöðu. Fram hefir mesta möguleika til að vinna eftir ís- landsmótinu að dæma, því að þá mátti vala á milli sjá Vals og Frams. í hinni stórmerku bók SAGA OG DULSPEKI, sem allir tala nú um, sjáið þér hvernig spádómar biblí- unnar og kenningar Ruther- fords hafa rætzt, það sem af er stríðinu, og einnig hvernig áframhald og endir þess verður. — Kaupið SAGA OG DULSPEKI í dag, þá skiljið þér betur fréttimar á morgun. •..........1 mi. ..ý. Útbreidið Iiuailegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför konunnar minnar STEINUNNAR JÓNSÐÓTTUB. •4 " Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Lúther Hróbjartsson. Hringið í sima 4900 og gerist áskrifendur að Alþýðnblaðlnn. Mgreiðslnstðrf. Ungur maður, vanur búðarafgreiðslu, óskast strax. Upplýsingar í síma 3605. s s < s s s s s •fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: ^ Hverfisgötu 69, ^ Rangá, Hverfisgötu 71, ^ Hringbraut 61, s Veitingastofan Svalan, s Laugavegi, • Laugaveg 63, --- 61, --- 45, ' Áskriftarsimar Laugaveg 34, Týsgötu 8, Bergstaðastræti 40, ---- 10, Miðstræti 12, Vesturgötu 16, Fjóla, Vesturgötu, West End, Vesturgötu 45, Alþýðublaðsins Frá Stýrimannaskölannm. Námskeið í siglingafræði verða að forfallalausu haldin á Akureyri og í Vestmannaeyjum á komandi vetri. Umsóknir um þátttöku sendist fyrir lok ágúst- mánaðar, fyrir Akureyramámskeið til Símonar Helgasonar, skipstjóra, ísafirði, og fyrir Vestmanna- eyjanámskeið til Þorláks Guðmundssonar, skipstjóra, Eskifirði. Skólastjóri Stýrimannaskólans. * S * \ s S s s s s s * s s s s s s s s s s s I eru 4900 og 4906]

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.