Alþýðublaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.08.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. ágúst 1942. | Bærinn í dag.j Næturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðimni. ÚTVARPIÐ: 20.30 Hlj-ómplötur: Samsöngvar. 20.45 Upplestur (Ævar R. Kvar- an). 21,10 Útvarpstríóið: Einleikar og tríó. 21.30 Hljómplötur: „Egypzki ball- ettinn“ eftir Luigini. Hjónabanð. í dag verða gefin saman í hjóna- band af síra Friðrik Hallgrímssyni ungfrú Guðrún Tulinius og Þor- steinn Arnalds endurskoðandi. Hallgrimsprestakall. Messað í Austurbæjarskólanum á morgun kl. 2 e. h. Síra Jakob Jónsson. Frá rannsóknarlögreglunni. Hinn 31. júlí s.l. kl. 18,30 féll brezkur hermaður af bifhjóli á Hafnarfjarðarvegi rétt við gatna- mót Fossvogsvegar og stórslasaðist. íslenzkir menn komu þar að og fluttu hann til ameríkskra her- stöðva, sem eru þarna rétt hjá. Láðist Ameríkumönnunum að skrifa nöfn íslendinganna, og eru þeir því vinsamlega beðnir að gefa sig fram við rannsóknarlögregldna. Enn fremur var íslenzkur bíll um þetta leyti að beygja af Fossvogs- veginum suður Hafnarfjarðarveg. Hafi þeir, sem í bílnum voru, orð- ið varir við slysið, eru þeir einnig beðnir að gefa sig fram. Frjálslyndi söfnuðurinn messar á morgun kl. 5, síra J. Au. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Messa á morgun kl. 5,' síra J. Au. Ævar Kvaran les upp í útvarpið í kvöld klukk- an 20,45. Happdrættið. í dag er síðasti söludagur í 6. flokki happdrættis háskólans. Innbrot I haizka- gerðina Bex. INNBRÍjT var framið í fyrri nótt í hanzkagerðina Rex, sem hefir aðsétur sitt í húsi við Skúlagötu. Ekki er kunnugt um það ná- kvæmlega á hvaða tíma. innbrot ið var framið, en innbrotsþjóf- urinn hafði brotið rúðu í hurð og komizt þannig inn í verk- stæðið. Þegar Alþýðublaðið hafði tal af rannsóknarlögreglunni í gær var enn ekki búið að rannsaka til fulls hverju eða hvað miklu hafði verið stolið. En vitað er að allmiklu af vörum hafi verið stolið. Hins vegar mun innbrots þjófurinn ekkj hafa náð í neina peninga. — Félagslíf. — Meistarar- og 1. flokks menn, sem ætla að verða með í ferða laginu á morgun, mæti kl. 4 í dag við Austurbæjarbarna- skólann eða hringi í síma 5226 ,kl. 2—4. ALÞÝÐUBLAÐtD_________________________________7 Úthlutun bilreiðanna. 1 (Frh. af 2. afSu.) án milligöngu. einkasölunnar. Þannig hefir ein skóverzlun hér í bænum nú viðað að sér 3 bif- reiðum. Fékk kaupmaðurinn nýja bifreið í fýrradag og átti hann þó nýja fyrir, og verzlun- arstjórinn fékk aðra. Ýmsir skrifstofumenn og forstjórar, sem ekkert hafa við bifreiðar að gera, annað en aka frá heim- ili sínu og til vinnustaðar, t. d. Slippsins, Arriarhvols eða Edin- borgar og svo heim aftur, máske þegar bezt lætur með viðkomu. hjá rakara. Þá er bifreiðum út- hlutað til manna, sem alls ekki hafa réttindi til að aka bifreið. Þannig var ein bifreið send til Akraness, eftir boði ráðherra, til manns, sem ekki er farinn að bera við að læra. Sárast af öllu má þó telja það, þegar sum- ir menn hér í Reykjavík fá tvo bíla hvorn eftir annan og þau . dæmi munu vera mýmörg að sömu menn fái bíl ár eftir ár, En það, sem mestum hneyksl- um mun þó valda í augum alls almennings, ,er það, hvað ein- staka menn geta leyft sér og komizt langt hjá einkasölunni á meðan hún getur á engan hátt staðið við loforð sín gagnvart *t r öðrum. Þannig upplýstist það a fundinum, að menn jafnvel skipta um bíla eftir nokkurn tíma, þegar þeim bíður svo við að horfa. Það er ekki lengra síðan en í fyrradag, að bifreiðin Z 5, eign Gísla Sveinssonar al- þingism., illa meðfarin eftir stuttan akstur og skemmd eftir árekstur, var lögð inn til einka- sölunnar og viðkomandi sýslu- mannssonur ók bara á annarri splunkunýrri út í staðinn. Núm- erið bara skipti um bíl, það skeði ekki annað. Það var að vonum spurt um það á fundin- um, hvort leyfð yrðu ný skipti eftir næsta árekstur, en það fékkst ekki upplýst. Slík dæmi þessu lík munu vera fleiri. Það er ekki illa séð af at- vinnubifreiðarstj órum, þó emb- ættismenh og læknar fái bif- reiðar. En það vekur undrun og hneyksli, að þeim skuli, sumum hverjum, líðast að fá bifreiðar aftur og aftur og þá selja þá eldri fyrir okurverð, oft til þeirra, er hafa bifreiðaakstur- inn að atvinnu og ekki hafa getað fengið bifreið hjá einka- sölunni. Þannig var það upplýst á fundinum, af bifreiðarstjóra, sem þar talaði, að honum hefði verið neitað um bifreið hjá einkasölunni. Var hann þó bú- inn að vera atvinnubifreiðarstj. síðan 1926, en átti nú enga bif- reið, því bifreið hans hafði ver- ið tekin upp í skatt meðan haxrn lá sjúlcur og óvinnufær. Hins vegar tókst honum að fá keypta gamla bifreið af Sveinbirni Högnasyni, sem var að fá nýja. Þannig varð þessi bifreiðar- stjóri að sæta því, að kaupa bif- reið, sem Sveinbjörn Högnason gat ekki notað, en var þó ekki verri en það, að hún gat kostað 9 þúsund krónur. Svo hann vekur nú orðið á sér eft- irtekt víðar en í Mjólkursamsöl- unni — og „víða koma Hall- gerði bitlingar“. Ýmislegt fleira koma fram á . fundinum, sem ekki er rúm til að taka upp að þessu sinni, en allt þetta bifreiðaúthlutunar- fargan er nú orðið svo mikið hneýksli, að við svo búið má ekki lengur standa. Einnig þeir, sem að úthlutuninni standa, virðast vera komnir í vand- ræði og þess albúnir, að hlaupa frá öllu saman í fullkomnu úr- ræðaleysi. Fer ekki hjá þyí, að það opinbera verði að láta mal- ið til sín taka, föstum tökum. • Sveinn Ingvarsson, forstjóri bifreiðaeinkasölunnar, var mættur á fundinum. Hins vegar var Jakob Möller ekki mættur, en þeim hafði báðum verið boð- ið. Eftir að málið hafði verið reifað og nokkrir bifreiðarstjór- ar talað, bað forstjórinn um orð- ið. Skýrði forstjórinn fyrst nokk- uð frá fyrirkomulaginu við út- hlutunina fyrr og nú. Höfðu hann og Einvarður Hallvarðss. haft tillögurétt um hana eftir að hún var falin einkasölunni, en tekin frá Gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd. En með þjóð- stjórninni var þessu breytt í nefnd frá flokkum þeim, er að stjórninni stóðu, þó þannig, að úrskurðarvald var hjá ráðherra þeim, er einkasalan heyrði und- ir. „Ég var fjarverandi eins og þið vitið,“ sagði forstjórinn. „Áður en ég fór, varaði ég við því, að veitt yrðu leyfi til ein- stakra manna, um kaup á göml- um bifreiðum, utan við- einka- söluna. Því erfitt mundi reynast að stöðva slík leyfi, ef byrjað yrði. Þó voru, meðan ég var burtu, veitt mörg slík leyfi til prívatmanna, það ^r rétt, en það fór eins og ég spáði; það var erfitt að stóppa. Leyfin urðu 140. — Svo koma þessar nýju bifreiðar. Marga vantaði bif- reið, og ekki gátu allir fengið bifreið, sem um sóttu. Mönnum fannst ekki óeðlilegt, að leita í ráðuneytið eftir úrlausn og það gerðu margir. Þetta félag stíl- aði líka umsókn sína til ráðu- neytisins en ekki til mín. Tel ég það ekkert óeðlilegt. Þegar ég svo kom heim, vissi ég ekki hvar ráðherra stóð og hann ekkr- hvar ég stóð, þó hvor um sig viti nú hvar hinn stendur. Ég er ekki að og vil ekki velta sökinni yfir á aðra,“ sagði for- stjórinn, „það væri ekki sæm- andi. Umsóknirnar 1400, bif- reiðarnar 200. Úr vöndu var að ráða og ekki hægt að finna þá Salómonslínu, sem allir gætu sætt sig við. Það, að atvinnubifreiðarstjór- ar hafa orðið að bíða, er mín sök, það skal ég viðurkenna. Ég hefi lagt til að þeir fengju þær 30 bifreiðar, sem nú eru aðeins ókomnar upp. Það er ekki af ill- vilja til ykkar, heldur vegna þess, að ég álít að þær bifreið- ar henti ykkur betur. Þær eru á 6 striga gúmmíum og á fjöðr- um, er hafa sérstakan styrk- leika. Enn fremur legg ég til að þið fáið af þeirri sendingu, sem nú er í Canada, bifreiðar, sem ætlaðar voru til notkunar í Suð- ur-Afríku og Egyptalandi. Von- andi kemur þessi sending í síð- s ari hluta septembermánaðar. 1 Um einstakar bifreiðaúthlut- j anir vildi forstjórinn sem Frænka mín Ekkjufrú SOLVEIG GUOLAUGSDÓTTIR verður jarðsungin frá dómkirkjunni mánudaginn 10. ágúst og hefst athöfnin með húskveðju að heimili okkar Laufásveg 5 kl. 1.30 e. h. Emilía Borg. minnst tala. Þó kom fram ein- staka viðurkenning, er upplýs- ingar þær, er áð ofan getur byggjast á, ýmist vegna beinna fyrirspurna og þess, hverju hann lét ósvarað. „Þið eigið að hafa þetta öðru- vísi,“ hélt nú forstjórinn á- fram. „Þið eigið að fara fram á að fá ákveðinn kvóta..“ Það er full sanngirni og full nauðsyn að atvinnubifreiðarstjórar og bifreiðastöðvar fái að endur- nýja bifreiðar sínar og fái á- kveðinn kvóta af hverri send- ingu. Forstjórinn þakkaði fyrir að fá að hafa haft tækifæri til að tala við bifreiðarstjórana og er ekki vafi á því, að vegur hans óx við komuna á fundinn, þó það gæti ekki leiðrétt misrétti það, sem þegar er orðið í þess- um málum, en sem verður að útiloka að eigi sér stað í fram- tíðinni. Minni óánægja mundi ríkja hjá bifreiðarstjórum, ef þeim væri ekki lofað öðru en því, sem hægt væri að standa við og ef unnt væri, með minni fyrir- höfn en nú, að ná tali af þeim mönnum, sem með úthlutuninni hafa einræðisvald yfir atvinnu þeirra og máske lífsafkomu. Er vonandi að árangur þessa fundar verði sá, að friðsamleg lausn þessara mála fáist, árang- ursrík fyrir bifreiðarstjórana og þá er tilgangi hans náð. Krðfir atvlanBbfl- stjóranna. (Frh. af 2. síðu.) en engin þeirra lent í eigu at- vinnubílstjóra, nema þá fyrir okurverð, þ. e. tvöfalt eða jafn vel þrefalt verð. Þrátt fyrir mikla vöntun á leigubifreiðum !til mannflutn- inga í bænum hefir engum at- vinnubílstjóra tekizt að fá bif- reið að tilstuðlun þess opinbera á sama tíma, sem mikill fjöldi manna, sem ekki hafa akstur að atvinnu, hafa fengið bifreiðar, og margir þeirra fleiri en eina. Um leið og fundurinn vítir það hróplega ranglæti, er ríkt hefir í þessu efni og bitnað hef ir fyrst og fremst á atvinnubif- reiðastjórum svo og öllum al- menningi, er bifreiðar nota skor ar fundurinn því eindregið á þá, er úthlutuninni ráða, að út- hluta nú þegar næstu daga ti atvinnubifreiðastjóra í Reykja- vík 40—45 af þeim bifreiðum, sem nú þegar eru komnar ti landsins og eru á vegum Bif- reiðaeinkasölunnar, og svo hlut fallslega meiru af þeim bifreið um, sem búið er að kaupa og koma nú á næstu mánuðum. Þá mælist og fundiu-inn til þess* að úfhlutað' verði eftir þeim lista, er Hreyfill hefir lát- ið Bifreiðaeinkasöluimi í té. ÓSPEKTIR Á LAUGAVEG- INUM. Frh. af 2. síðu. hnífskurð hægra megin á háls- inn. Þessi íslendingur heitir Jón Erlendsson og á heima á Hverfis götu 74. Særðist hann mest allra þeirra, sem lentu í þessu upphlaupi, enda særðust aðrir tiltölulega lítið. Ameríksk og íslenzk lögregla kom fljótt á vettvang og voru ameríksku hermennirnir teknir fastir. íslendingarnir voru og yfirheyrðir. Samkvæmt fregn- um, sem Alþýðulblaðið hefir haft af þessu voru hermennim ir undir áhrifum áfengis en ís- lendingarnir ekki. Rannsóknarlögreglan segir, að enn sé óupplýst hverjir áttu upptök að þessu upphlaupi. eða út af hverju það spratt. ÚTFLUTNINGSGJALDEÐ. (Frh. af 2. síðu.) verði ekki hærra en var á síð- astliðnu ári. En ástandi land- búnaðarins þykir nú svo komið, að ekki sé útlit fyrir að bændur fái risið undir hækkuðu síldar- mjölsverði. Gert er ráð fyriT, að útgjalda- liður sá, sem þessi þingsályktun bakar ríkissjóði, ef samþykkt verður, nemi h. u. b. 1,4 millj. króna. Skal afla þess fjár með útflutningsgjaldi af fiski. Finnur Jónsson sagði, að það væri eflaust réttmæt ráðstöfun að ríkisstjórnin leitaðist, svo sem hægt væri, við að gera bændum kleift að standast auk- inn framleiðslúkostnað. En líka þyrfti að taka tillit til þessa, þegar ákveðið yrði verð á land- búhaðarafurðum. Útflutningsgjaldið gerði Finn ur sérstaklega að umtalsefni, og kvað Alþýðufl. hafa fyrir löngu hvatt til þess, að slíku gjaldi yrði komið á. En ræðumaður benti á, að aðstæður hefðu breytzt nokkuð við það, að gróði fiskkaupaskipa væri nú ekki eins mikill og áður, og væri óánægja ríkjandi meðal þeirra, sem selja og fiska í fisk- flutningaskipin, yfir þessari nýju reglugerð. Hana þyrfti því að athuga nánar, enda hefði sér heyrzt á forsætisráðherra, að það myndi gert, og bæri því að fagna. . Þá kvaðst Finnur hafa það að athuga við reglu'gerðina, að ekki væri hægt að verja tekj- um þeim, sem öfluðust með út- flutningsgjaldinu, til annars en síldarmjölsuppbótanna og þess að bæta sveita- og bæjafélögum upp tekjumissi þann, er þau yrði fyrir vegna þessara ráð- stafana. Þessu þyrfti að breytá þannig, að ef sýnilegt yrði tap hjá smábátaútveginum, þá mætti veita þeim atvinnuvegi uppbætur af því fé, sem af gengi, ef eitthvað yrði. Að lokum var henni vísað til síðari umræðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.