Alþýðublaðið - 12.08.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1942, Blaðsíða 4
 ALÞYÐUBUÐfH Miðvikudagur 12. ágúst 1942. Útffofimdl: AlþýSuflokkwrtnn EUtstjórl: Stofón Pjetnrsson Bitstjórn og afgreiSsla 1 Al- þýðuhúsinu vlð Hverfisgðtu Símar ritstjómar: 4901 og Símar aígreiQslu: 4900 og 4A0fl VerB 1 lausasölu 25 aura. AlþýBnprentsmiSjan h. f. NanðspiB á samræm inyn kannJaidsins í ianðinn. DAGAR gerðardómsins, í hans núverandi mynd, virðast nú, því betur, vera taldir. Þó að Hermann Jónas- son 'kalli það „stærsta pólitíska glæp, sem framinn hefir verið á íslandi“, þá verða kaupkúg- unarákvæði gerðardómslaganna nú væntanlega afnumin. Þing- ið og þjóðin láta ekki blekkja sig af neinum hótunum eða gíf- uryrðum þeirra manna, sem leiddu gerðardóminn að ástæðu- lausu yfir okkur síðastliðinn vetur. Hver einasti maður með hugsun og ábyrgðartilfinningu hefir fyrir löngu séð, að glæp- urinn, sem Hermann Jónasson talar nú um, var í því falinn, að gefa gerðardómslögin nokkru sinni út. Þaðan stafar allt það öngþveiti, sem við verðum nú að horfast í augu við og erum að reyna að sigrast á með því að taka skrefið til baka og fá samtökum verkalýðsins aftur þau réttindi og það hlutverk í hendur, sem með gerræði var af þeim tekið, þegar gerðar- dómslögin voru gefin út, að al- þingi forspurðu og meira að segja þvert ofan í yfirlýstan vilja þess. Það kom greinilega fram við fyrstu umræðu þessa máls á al- þingi x gær og í fyrradag, og var sérstaklega undirstrikað af talsmainnuim Alþýðuflökksins, Haraldi Guðmundiss. og Sigur- jóni Á. Ólaf ss. að eins og nú er komið nægir það ekki, til þess að skapa á ný friðsamileg og lög- formleg viðskipti á vinnumark- aðinum, að afnema kaupkúgun- arákvæði gerðardómslaganna. Þær vinnudeilur, sem undanfar- ið hafa átt sér stað, þrátt fyrir gerðardómslögin, hafa skapað þvílíkt ósamræmi í kaupgreiðsl- um um land allt, að gersamlega óviðunandi er fyrir allar þær stéttir launþega, sem aftur úr hafa dregizt vegna þess að þær höfðu verri aðstöðu en aðrar til þess að knýja fram nauðsyn- legar kjarabætur, meðan gerð- ardómslögin áttu að heita að vera í gildi. Það er því óhjá- kvæmileg nauðsyn, ef afnám gerðardómsins í hans núverandi mynd á að skapa heilbrigt á- stand á vinnumarkaðinum á ný, að verkalýðsfélögunum sé með lögum veitt að minnsta kosti heimild til þess, að segja upp eldri kaupsamningum með mjög stuttum fyrirvara, þannig JÓN BLÖNDAL; Stofnun sjúkrasamlaga. i. MEÐ alþýðutryggingalögun- um 1936 var ákveðið, að stofnuð skyldu sjúkrasamlög í öllum kaupstöðum landsins, og fór stofnun þeirra fram þegar það ár lögum samkvæmt. Utan kaupstaðanna var ekki skylt að stofna sjúkrasamlög, en það var heimilt að undangenginni at- kvæðagreiðslu, eins og síðar skal nánar frá greint. Hafa nú þegar verið stofnuð — eða á- kveðið að stofna — allmörg samlög utan kaupstaðanna, eða á þeim stöðum, sem taldir eru hér á eftir: í kauptúnum: Akranesi, Eyr- arbakka, Sauðárkróki, Stokks- eyri. í hreppum utan kauptúna: Biskupstungnahreppi, Fljóts- hlíðarhreppi, Grímsneshreppi, Holtahreppi, Hraungerðishr., Hvolhreppi, Kjalarneshreppi, Laugardalshr., Lundarreykja- dalshreppi, Mosfellshr., Sand- víkurhreppi, Skeiðahreppi, Vill- ingaholtshr eppi. Rúmur helmingur þessara samlaga er ekki enn farinn að veita sjúkrahjálp, þar sem þau eru nýstofnuð. Virðist því vera allmikil hreyfing í þá átt að stofna sjúkrasamlög sem stend- ur. Auk þessara samlaga hafa verið stofnuð tvö skólasamlög, á Eiðum og Laugarvatni, og í ráði mun að stofna fleiri í vet- ur. Alls hafa þannig verið stofn- uð 27 samlög samkvæmt lögun- um um alþýðutryggingar, og ná þau nú sennilega til um helm- ings allra landsmanna. Það er eftirtektarvert, að öll sveitasamlögin, með einni und- antekningu, hafa verið stofnuð í þremur sýslum, óg virðist það benda til þess, að þau kynni sig vel þar, sem þau hafa verið stofnuð. Um atkvæðagreiðslurnar er það að segja, að þátttakan í þeim hefir víðast hvar verið frekar lítil, en langflestir þeirra, sem tekið hafa þátt í þeim, hafa verið með stofnun- inni, en aðeins örfáir á móti, m. ö. o. mótstaðan gegn stofnun samlaganna virðist ekki vera teljandi, en áhuginn á hinn bóg- inn ekki heldur mikill, þótt hann virðist fara greinilega vaxandi. II. Hvernig er svo reynslan af starfsemi samlaganna utan kaupstaðanna? Hún er vitan- lega ekki mikil enn þá, þar sem svo mörg samlaganna eru ný- stofnuð og sum ekki enn tekin til starfa. Fyrir þá, sem vildu kynna sér rekstur sjúkrasam- laganna í einstökum atriðum, EFTIRFARANDI grein birtist í fyrsta hefti af öðrum árgangi tímaritsins SveitarstjórnarmáL sem gefið er út af Jónasi Guðmundssyni, eftirlitsmanni sveitarstjórnar- málefna. Hefir blaðxð fengið leyfi bæði greinarhöfundarins og útgefandans til þess að birta greinina einnig í dálkum sínum. ( vil ég benda á árbók Trygging- arstofnunar ríkisins 1936— 1939, sem út kom á þessu ári. Árbókin fyrir árið 1940 er nú í prentun. Ég býst við, að það, sem menn fýsi mest að fræðast um, sé, hversu há iðgjöldin þurfi að vera. Verður að játa það, að reynsla sú, sem enn er fengin, er ekki svo mikil, að hægt sé að draga öruggar ályktanir um þetta efni. Aðeins eitt af kauptúnasam- lögunum hefir starfað heilt ár eða meira, en það er sjúkrasam- lag Akraness. Iðgjöld þess sam- lags voru árin 1939 og 1940 kr. 2,50 á mánuði, og virðast hafa verið vel rífleg með því verð- lagi, sem var fyrir stríð, því að árið 1939 var tekjuafgangur um 7300 kr., en árið 1940 um 1000 kr. Af sveitasamlögunum hafa eftirtalin starfað ár eða lengur: Sjúkrasamlag Fljótshlíðar- hrepps, Hvolhreþps, Hraun- gerðishrepps og Villingaholts- hrepps. Iðgjöld tveggja hinna fyrst nefndu voru 8 kr. á ári, en hinna síðarnefndu 10 kr. Það liggur í hlutarins eðli, að nokk- uð, miklar sveiflur hljóta að verða á rekstri svo lítilla sam- laga, sem hér um ræðir, en ef daga mó ályktanir af reynslu þessara samlaga, lítur út fyrir, að iðgjöld þeirra hafi verið í það lægsta, miðað við verðlag fyrir stríð, enda hafa sum þeirra aflað sér viðbótartekna með hlutaveltum eða skemmt- unum. Á móti iðgjöldunum koma svo framlög Tryggingarstofnun- ar ríkisins og sveitarsjóða, 25% af greiddum iðgjöldum frá hvorum aðila. Samlag, sem hefir 8 kr. ársiðgjald, hefir þannig, auk vaxtatekna o. þ. h., 12 kr. tekjur á hvern samlags- mann, og samlag með 10 kr. ið- gjald 15 kr. ártsekjur o. s. frv. Síðan stríðið hófst, hafa út- gjöld sjúkrasamlaganna aukizt nokkuð, en þó ekki að sama skapi og verðlag almennt hefir hækkað, a. m. k. ekki í sveitun- um. Stafar það m. a. af því> að taxti héraðslækna hefir enn eigi verið hækkaður og daggjöld á Landsspátalanum 'hafa ekki ver- ið hækkuð nema lítið eitt fyrr en nú um áramótin síðustu. En að þeir, sem harðast hafa orðið úti, geti fengið hlut sinn rétt- an, og samræmi komist á um kaupgreiðslur bæði milli hinna einstöku stétta launþega á hverj um stað, svo og milli hinna ein- stöku landshluta. Þessa nauðsyn hafa afleið- ingar gerðardómslaganna lagt okkur á herðar. Og því aðeins er hægt að vænta þess, að það öngþveiti, sem gerðardómslögin hafa skapað, verði yfirstigið með afnámi þeirra, að samtímis verði með shkri heimild til þess að segja upp eldri kaupsamn- ingum og samræma kaupgjaldið í landinu, einnig bætt úr því hróplega misrétti, sem þau hafa skapað. óvíst er, hversu lengi þessi að- staða helzt. Breytist hún, verð- ur hins vegar að gera ráð fyrir, að iðgjöldin þurfi að hækka nokkurn veginn í réttu hlutfalli við dýrtíðina, en framlög ríkis- sjóðs og sveitarfélaga hækka að sama skapi og iðgjöldin. III. Reglurnar um stofnun sjúkra samlaga utan kaupstaðanna eru þessar: Ef hreppsnefnd ákveður eða fimmti hluti kjósenda æskir þess, skal fara fram atkvæða- greiðsla um það, hvort stofna skuli sjúkrasamlag í hreppnum. Hreppsnefndin annast atkvæða- greiðsluna, og er gert ráð fyrir, að hún fari fram á sama hátt og sveitarstjórnarkosningar, sömu menn hafi atkvæðisrétt o. s. frv. Ef meirihluti atkvæðisbærra manna greiðir atkvæði með því, skal sjúkrasamlag stofnað. Ef einfaldur meirihluti atkvæða er með stofnun samlags, en ekki meirihluti atkvæðisbærra manna, skal fara fram ný at- kvæðagreiðsla innan fjögurra vikna, og ræður þá einfaldur meirihluti greiddra atkvæða úr- slitum. Sé fellt að stofna sjúkra- samlag, getur atkvæðagreiðsla ekki farið fram á ný fyrr en að ári liðnu. Eins og ég gat um hér að framan, hefir þátttakan í at- kvæðagreiðslum um stofnun sjúkrasamlaga verið frekar dauf, enda er það að sumu leyti eðlilegt, að fólki finnist það ekki slíkur stórviðburður, að það nenni að ómaka sig langar leiðir til þess að taka þátt í at- kvæðagreiðslu, sem það e. t. v. býst við, að muni fara á einn veg, hvort sem það tekur þátt í henni eða ekki. Ég vildi því benda sveitar- stjórnum, sem kunna að hafa áhuga á stofnun sjúkrasamlaga, en finnst það of mikið ómak að boða til eins eða tveggja al- mennra kosningafunda einungis af því tilefni, á, að tilvalið er að hafa atkvæðagreiðslumar um Framh. á 6. síðu. TÍMIN'N birti í gær langa grein eftir Jón Ámason framkvæmdastjóra um „öng- þveiti atvinnulifis og fjármála.“ Er þar farið hörðum orðum og í ýmsu tilliti iþó ekki nema rétt- látum um þau vettlingatök, sem dýrtíðarmálin hafa hingað til verið tekin hjá okkur. Skulu hér tilfærð tvö dæmi þeissarar gagnrýni af hálfu greinarhöf- undarins. * Um striíðsgróðaskattinn farast honum órð á eftirfarandi hátt: „Hann kemur að mjög litlum notum, þar sem hann tekur ekki úr umferð nema efsta kúfinn af stórtekjum fyrirtækja og einstakl- inga, og vinnur því lítið á móti verðbólgunni, þar sem stríðsgróða- skatturinn lætur óhreyfðar allar tekjur undir 50 þúsundum króna.“ Hér kveður við töluvert ann- an tón, en í ræðum og skrif- um Eysteins Jónssonar og Her- manns Jónassonar, sem sí og æ hafa verið að hreykja sér af því frammi fyrir þjóðinni að bafa/ „tekið stijíðsgróðann úr umferð.“ „tékið 90% stríðs- gróðans“ með sköttum, eða hivernig þeir hafa nú orðað það við hin ýrnsu tækifæri. Nú kemur flokksbróðir þeirra, Jón Ámason, og segir, að stríðs- igjróðaskattuirinn taki ekki úr umferð „nema efsta kúfinn af stórtekjum fyrirtækja og ein- staklinga“! Um löglbindingu kaupgjalds- ins og afurðaverðsins, eða gerð- ardóminn í kaupgjalds- og verð í lagsmálum ,skrifar Jón Árna- son. „Eg hefi aldrei haft verulega trú á þessum leiðum einum sam- an. Eg benti á það strax, þegar fyrst var minnst á að fastbinda kaupgjald og verð landbúnaðar- vara með lögum, að slík1 ráðstöf- un mundi aðeins verða á pappírn- um, en ekki válda neinum veru- legum bótum á \þeim erfiðleikum, sem verið var að glíma við. Það væri bersýnilegt, að tilgangslaust væri að lögfesta kaupgjald, með- an eftirspurn eftir vinnu væri meiri en hægt væri að fullnægja. Kaupið mundi hækka í einhverri mynd. Hins vegar mundi lögbind- ing á verðlagi, þeirra landbúnað- arvara, sem mestu máli skipta, mjólkur og kjöts, rígbinda verð- lagið, meðan framboð þessara vara væri meira en eftirspurnin.11 Þetta segir Jón Árnason um gerðardóminn, eem Hermann Jónasson, fonsætisráðherra Framsóknarflokksins, iboðaði og barði í gegn í vetur undir jþ'ví yff\rskxni,í að hann væri allra dýrtíðarmeina ,bót. Og enn í fyrradag barði Hermann sér á brjóst á alþingi og sagði að afnám gerðardómsins væri „stærsti pólitíski glæpur, sem framinn hefir verið hér á landi“! ,JÉg ihefi aldrei haft verulega trú á þessum leiðum ....“, segir aftur á móti Jón Ámason. „Ég benti á það strax, Iþegar fyrst var minnzt á að fustbinda kaupgjald og verð landbúnaðarvara með lögum, að slák ráðstöftux myndi aðeins verða á pappímum, en ekki valda neinum verulegum bót- um á þeim erfiðleikum, sem verið var að glíma við.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.