Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1942, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. ágúst 1942. ALÞTÐUBLAÐIÐ Fræglr taernjósnarar. Hið tvíræða andlit. Eins og Sphinxinn íhorfir harin á jþennan vitfirrta hekn. Hreinlætisvikan — og af tilefni hennar um fisksöluna og fleira. — X—12 skrifar um nokkra skemmtistaði. nú um stundir. Fjölskyldur, sem SAGA NJÓSNANNA er jafn gömul og saga styrjald- anna. Oft hefir friðsöm og frið- arunnandi iþjóð orðið þess vís- ari, að ofibeldisþjóð hefði árás í hyggju, með því að handsama njósnara, sem óvinurinn hefir sent í því skyni að afla hern- aðarlegra upplýsinga. Sumir njósnarar vinna störf sín af ætt- jarðarást, aðrir vegna áhrifa frá öðrum, en hinir þriðju, og það er fyrirlitlegasta tegundin, vinna þessa sviksamlegu þjón- ustu fyrir peninga. Slíkur njósnari var S?tndra Katieff, sem var fús á að njósna fyrir þvern sem var, aðeins ef nægir peningar voru á -boði. Hún var að lokum tekin föst í Buda- pest, og lögreglan fann í fórum hennar ljósmyndavél og marg- ar myndir af hernaðarlega þýð- ingarmiklum stöðum. Hún reyndi að bjarga sjálfri sér með því að koma upp um þrjá af að- stoðarmönnum sínum,1 en Ihún var óheppin, því að þessir þrír 'höfðu komizt á snoðir um, að eitflhvað væri á seyði og komizt undan. iSandra Katieff var dæmd til dauða, og heöni var sagt frá því, að böðullinn, risinn Hans Kuibias, væri vanur að kyrkja hina dauðadæmdu í greip 3inni. Sandra fylltist skelf- ingu, þegar hún frétti ijpetta, og titraði á beinunum. Einn morg- uninn fór hún að syngja hástöf- iim í klefa sínum. Varðkonan sagði benni að hætta og kvað .stranglega bannað að syngja í fangelsi. En Sandra skildi sýni- lega ekki, hvað við hana var sagt, horfði upp i löftið og hélt ófiram að syngja. ÍLoks var fang- •elsislæknirinn sóttur, og ihann kvað upp þann úrskurð, að hún væri gengin af vitinu. Sandra slapp því við líflátsihegningu, ■en var hins vegar sett í geð- veikrahæli. # ÖGBEGIiAN! Upp með hendurnar! Senorita Con- óhita Mendez og tveir aðstoðar- menn hennar voru stödd :í gisti- húsherbergi og voru að senda skeyti með vasa-sendistöð. — Þetta skeði í borgarastyrjiöldinni á Spáni. iLögreglan rannsakaði heribergið, en fann ekki neitt. Þau höfðu engar skriflegar fyr- irskipanir, heldur lögðu allt á minnið. Lögreglan spurði: —• Hvaða upplýsingar voruð þið að senda? — Það getum við ekki sagt. — Hver borgar ykkur? — Það getum við ekki sagt. — Hver bjó til sendistöðina? — Það er þýðingarlaust að spyrja. Við getum ekkert sagt. ' Senorita Conchita var sett í kvennafangelsi, en karlmenn- irnir í Carcel Modelo. Yfirvöld- in buðust til að gefa Conchita Mendez l!íf og frelsi, ef hún vildi vinna fyrir þau. — Nei, svaraði hún; — ég ætla ekki að þiggja laun af ykkur. — Yður verður vel borgað. — Ég er ekki til sölu. •Hinn 8. marzmánaðar 1938 var Conchita Mendez og aðstoð- armenn hennar dæmd til dauða af þjóðréttinum, og fáeinum dögum seinna stóðu mennirnir tveir fyrir framan byssukjaft- ana. Þeir mættu dauðanum með herópi Francos: „Arriiba Es- pagna!“ Sama kvöldið var Con- chita sagt frá þessu og um leið var henni tilkynnt, að hún yrði höfð í eins manns klefa í nótt, því að það yrði síðasta nóttin hennar. — Ágætt, sagði hún virðu- lega. — Gerið svo vel og sendið mér prest. Það var sent eftir presti, sem dvaldi ihjá henni fáeina klukku- tíma. Rétt fyrir dögun kom til hennar embættismaður úr upp- lýsingastarfseminni og sagði: — Ungfrú, þér þurfið ekki að lóta skjóta yður. Gangið að boði , okkar! — Það þýðir ekkert að tala við mig. Það átti að skjóta hana klukk- an thálf sex að morgni. En klukkan fimm var hún náðuð. Þegar henni var skýrt frá því, að dóminum hefði verið Ibreytt í þrjátíu ára fangelsi, leið yfir hana. * HiIN LJÓSHÆRÐA Jane Georgel, sem einnig gekk undir nafninu Vera Danich- ewska, var njósnari í Barce- lona og tók þar þátt í vopna- flutningum. Hún lék sér að leynilögreglunni eins og köttur að mús, en lögreglan hafði hana grunaða. Lögreglan leitaði hvað eftir annað í herbergi hennar, þegar hún var fjarverandi, rannsakaði nákvæmlega fatnað íhennar, en allt kom fyrir ekki. En loks náði lögreglan henni. Þegar hún var flutt í kvenna- fangelsið árið 1937 náði fransk- ur iblaðamaður viðtali við hana. Honum sagði hún sögu sína: „Til þess að ná mér, sendu þeir laglegan mann í veg fyrir mig. Hann sagði mér, að hann kæmi frá Argentínu og héti Paco, Ég varð ástfangin af hon- um, og meðan á byltingunni stóð átti ég með honum tvær yndislegar vikur. Hann kom mér til að trúa því, að hann væri ástfanginn af mér líka. Hann eyddi í mig miklu fé og f ór með mér úr einum gildaskál- anum í annan. En reyndar var hann ekkert annað en gagn- njósnari. Eina nóttina sagði ihann, a ðhann væri í þjónustu foyltingarmanna, og í botnlausri heimsku minni og ást trúði ég honum fyrir því, að eins væri farið um mig. Næst þegar við áttum að hitt- ast, kom elskhugi minn ekki, en sendi tvo lögreglumenn í sinn stað. Annar þeirra sagði kulda- lega: — Vinur yðar hefir beðið okkur að biðja yður afsökunar fyrir sína foönd. Hann getur ekki komið í dag. En 'hann óskar yður allra heilla við réttanhöld- in, sem eru fyrir dyrum. Þeir sendu mig til hinnar frægu Villa d’Escorzta, sem líka er kallað „Hús dauðans“, vegna þess, að fáir koma þaðan lif- andi. En ég kom þaðan lifandi. Paco hafði óskað eftir því, að ég yrði leidd fyrir þjóðréttinn, og sem laun fyrir starf hans var sú ósk uppfyllt. Hinn opin- 'beri ákærandi krafðist dauða- refsingar og færði fyrir því sex ástæður, en ég slapp með tutt- ugu ára fangelsi.“ Blaðamaðurinn bætir því við, að stúlkan hafi verið skelli- hlæjandi, þegar hann fór. * Af nútíma njósnurum hafa Japanir verið langslægastir. 'Háttsettir embættismenn hafa ferðast um sem óbrotnir fiski- menn og aðalsfrúr unnið störf í veitingahúsum eða verið þernur á heimilum, þar sem kom sér vel fyrir/Japani að hafa heyr- anda í foolti. Margir þessara njósnara hafa verið teknir fast- ir, en mörgum þeirra iheppnað- ist að eyðileggja ljósmyndavél- ar sínar og senditæki. áður en lögreglan kom á vettvang, og losnuðu þannig við verðskuld- aða refsingu. * #”\G SVO kemur hér sagan um kínversku stúlkuna, sem svalt í æsku sinni, en varð loks auðug og folaut heims- frægð. Hún var nefnd Butterfly Wu, vegna þess, að ibörn Búddatrúar manna eru nefnd eftir fyrsta dýrinu, sem vekur athyli þeirra. En Butterfly þýðir fiðrildi. Faðir hennar var af kínverskri verkamannastétt og foreldrar hennar voru ekkert ihrifnir af að eignast dóttur. Enginn skipti sér neitt af henni og hún kom stundum ekki heim dög- um saman. Fyrir giftingaraldur sem er tólf ára austur þar var hún orð in mjög fögur, og sagt var, að foún væri mjög vel gefin. Loks fór svo, að foróðir hennar seldi •hana kaupmanni fyrir tuttugu silfurpeninga. Giftingardagur- inn kom, en Butterfly kom ekki. Framh. á t. síðu. REINLÆTISVIKAN hefst í dag. Ég skoða þessa sókn á hendur hirðuleysinu og sóðaskapn- um dálítinn sigur fyrir mig. — Ég vil nú skora á fólk að láta hendur standa fram úr ermum og hreinsa vel og vandlega kringum hús sín. í TILEFNI AF hreinlætisvik- unni skrifar „Lesandi" mér: „Er ekki tími til kominn fyrir fisksal- ana að vefja fiskinn inn í pappír eins og aðrir kaupmenn vöru sína. Hvað myndi vera sagt ef Tómas kjötkaupmaður stingi vírspotta í kjötlærið og rétti ,það yfir búðar- borðið, og er þó kjötið ólíkt þrifa- legra en fiskurinn. Árum saman hafa útlendingar furðað sig á ó- þrifnaðinum í Reykjavíkurbæ og hlegið að fólkinu, sem bar fiskinn á vírspotta heim til sín, drógu hann um göturennuna og utan í föt sín og annarra. Ytra eru fisk- búðir hreinlegar ekki síður en kjötbúðir, því fiskurinn er þveginn og vafinn innan í þykkan pappír, áður en hann er látinn af hendi.“ „NEI, „Mín ástkæra þjóð, þú ert enn í peysu, þú ert enn að byrja þá löngu reisu úr amlóðans baðstofu gegnum göng ... . “ Er fiskurinn ekki svo dýr, að krefjast mætti umbúða utan um hann, eins og aðra vöru, er maður kaupir?“ „KAUPMANNASTÉTTIN álítur sig í uppsiglingu, og ekki veitir nú af, nokkrar aldir hugsa ég að það taki búðarfólk hér að jafnast á við siðmenntað verzlun- arfólk stóru landanna. Hvar hald- ið þið að það myndi tíðkast nema á íslandi, að búðarfólkið segði: Þér verðið að eiga hjá mér einn eyri (eða 10 aura) o. s. frv. af því að það vantar skiptimynt? Hvers vegna á kaupandinn að bera hall- ann? Slík svör tíðkast hér mjög ekki hafa til hnífs og skeiðar, munar um eins-eyring og 10-eyr- ingana.“ „í GÆRKVELDI tók ég mér fyrir hendur að athuga skemmt- analíf unga fólksins nokkuð,“ seg- ir X—12 í bréfi. „Eins og þú sjálf- ur veizt, er ekki hægt að komast yfir alla staðina á einu kvöldi, jafnvel þó skemmtistaðirnir séu ekki fleiri en þeir eru hér í bæn- um.“ „ÉG BYRJAÐI Á V.R., þangað kom ég klukkan um hálf tíu, öll borð voru þar upptekin að vanda, svo ég fór þaðan með það sama. V.R. virðist vera að verða eða vera orðinn einn vinsælasti samkomu- staður unga fólksins, og fleiri en unga fólkið sækja staðinn. Templ- araklíkan, sem venjulega sat á Hótel ísland, er kominn þangað og er þar öll kvöld — með Sigurð Jónasson í forsæti." „FRÁ V.R. fór ég inn í Odd- fellow, þar er nú opið á kvöldin og dynjandi swingmusik. Þar var öllu verra en á fyrri staðnum. Þar varð ekki komizt inn úr dyrunum vegna fólksfjölda, sem ekki gat fengið nein sæti í salnum. Með því að láta mesta strauminn líða hjá tókst mér að komast inn í salinn, sem var þéttsetinn af ungu og glaðlegu fólki, sem virtist skemmta sér hið bezta.“ „FRÁ ODDFELDLOW hélt ég á Borgina, þar var ömurlegt um að litast, ekki vegna þess að þar væri ekki setinn bekkurinn eins og á hinum stöðunum, heldur vegna hins, að þar voru mest allt erlend- ir karlmenn og kvenfólkið var mjög fjölmennt. Það tók mig dá- lítinn tíma að koma auga á íslenzk- an karlmánn, en aftur á móti var þar yfirfullt af „civil“-klæddum (Frh. á 6. síðu.) i LINOAR xnilli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöru- sendingar sendist Cnlliford’s Associated Lines, Lti | BRADLEYS CHAMBERS, S LONDON STREET, FLEETWOOD. $ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.