Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 4
4 AUÞYÐUBLAÐIÐ Þríðjudagur 18. ágúst 1842. fUþijftublaðtó Útceíaatli: Alþýðuflokkurinn Bítstjóri: Stefán FJetorsson Hitstjóm og afgreiðsla í Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4900 Verð í lausasölu 23 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Orð oo atbafntr Framsóknar. IBRÉFI FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS ta Ihinna jþingflokkanna, (þar sem íboðið er upp á nýja (þjjóðjstjórn, í þetta sinn fjögurra flokka þjóð- Btjórn', jmeð (þvtí skilyrjði, að þingmeiriMutinn svíki kjósend- ur og láti kjördæmamálið nið- ur falla, er það fyrst og fremst fært fram svo fáheyrðu og sið- lausuf tilboði til réttlætingar, að fullnaðarsamþykkt kjör- dæmahreytingarinnar hafi í för með sér nýjar kosningar, sem myndu eyða löngum og dýr- mætum tíma frá nauðsynlegum ráðstöfunum til þess að stöðva verðbólguna. „Verði þessi málsmeðferð höfð", segir í hréfi Framsókn- arflokksins, „er alveg augljóst mál, að öllu þessu sumri og haustinu — og jafnvel lengri tíma — verður varið til þess að koma fram kjördæmabreyt- ingunni og til kosningabarátt- unnar — en þetta er einmitt sá tími, sem nota þarf til að- gerða, er enga bið þola, af hálfu alþingis og rákisstjórnarinnar“. „Allan þennan kosningabar- áttutíma“, segir ennfremur í bréfi Fr\amsóknairflokksms, „verður þess enginn kostur, að fá framkvæmdar þær ráðstafan ir, sem gera þarf —■ og allan þann tíma mun upplausnin í landinu aukast hröðum skref- um, og margt af því er á þeim tíma mim gerast til tjóns, er þannig vaxið, að úr því verður aldrei !bætt.“ Svo mörg eru þau orð Fram- sóknarflokksins, og skyldi mað- ur í öllu falli mega álykta af þeim, að sá flokkur vildi sízt til þess verða, að magna það, sem hann kallar „upplausnina í landinu“, með því að lengja kosningabaráttuna úr hófi fram. En hvað kemur í Ijós? Hér ium bil hálfum mánuði er Fram sóknarflokkurinn nú búinri að eyða fyrir þjóðinni, síðan þing- kom saman, með kröfu sinni um nýja nefndaskipun í kjör- dæmamálið og hréfaskriftum sínum til hinna flokkanna um það. Framsóknarflokkurinn veit þó vel, að með úrslitum kosning anna hefir þingið fengið beih og ótvíræð fyrirmæli um það, að kjördæmabreytingin skuli samþykkt til fullnustu á þessu þingi, og að láta það undir höfuð leggjast, væri að fremja ósvífnustu svik við þjóðina, þingræðið og lýðræðið, sem þekkzt hefðu (hér á landi, og eru það firn mikil, að nokkur jflokkur, sem gerfr kröfu; til þess að vera talinn lýðræðis- flokkur, eins og Framsóknar- flokkurinn skuli leyfa sér að fara fram á annað eins. Þeir flokkar, sem að kjördæma- íbreytingunni standa, hafa nú líka allir svarað Framsóknar- flokknum á einn veg: að ekki komi til mála, að þeir geri sig seka mn slák svik við hinn mikla kjósendameiriHuta, sem greiddi kjördæmábreytingunni atkvæði við kosningarnar. Maður skyldi því ætla, að ekki þyrfti að þrefa lengur um þetta mál, og að það yrði allra sízt gert af þeim, sem eru stöð- ugt með þau orð á vörunum, að ekki megi eyða í það dýr- mætum tíma vegna þeirrar hættu, sem þjóðinni stafi af vaxandi upplausn svo lengi, sem ekki sé hægt að snúa sér að nauðsynlegum ráðstöfUnum til að stöðva verðbólguna. En hvað kemur í ljós? Enn hefir Framsóknarflokknum þóknazt að tefja fulLnáðarisamþykkt kjördæmamálsins með því að heimta tveggja daga útvarpsum ræður um það í neðri deild al- þingis, enda þótt málið hefði, samkvæmt okkar venjum um meðferð slíks máls, raunveru- lega átt að vera útkljáð með kosningunum í sumar, þannig, að það hefði getað farið við- stöðulaust í gegnum það þing, sem nú situr. Þessi vinnubrögð sýna einkar vel heilindi Framsóknarflokks- ins við þjóð og þing. Þessi flokkur talar að Fariseahætti um þann voða, sem þjóðinni sé húinn af vaxandi upplausn, ef löngum tíma sé eytt í fullnaðar afgreiðslu kjördæmamáisins og nýjar kosningar. En sjálfur neytir hann allra bragða til iþess að lengja þann tíma sem mest, með öðrum orðum, til þess að magna þá upplausn, sem hann er að tala um! Öllu lengra verður víst varla komizt í ábyrgðarleysi og skeytingar- leysi um þjóðarheill, svo að ekki sé minnzt frekar á virð- ingarleysið fyri lögum og lýð- ræði, sem fram kemur í hinu fáheyrða bréfi Framsóknar- flokksins. EMIL JÓNSSON: Kosningin til efri deildar. KOSNINGIN til efri deildar hefir að þessu sinni vakið nokkra athygli og umtal, fyrst og fremst vegna þess hve Fram- sóknarmenn hafa borið sig illa með úrslitin. Hafa þeir haldið því fram að flokkur þeirra hafi verið rangindum beittur, til efri deildar hafi borið að kjósa 7 Framsóknarmenn, en eins og kunnugt er fengu þeir aðeins 6 kjörna. Hefir nálega í hverju „Tíma“-blaði, síðan kosningar þessar fóru fram, birzt hugleið- ing um þetta efni, og flestar á einn veg, eins og þar tíðkast, þ. e. með mjög einhliða mál- flutningi. í einum af þessum pistlum er getið um það álit, er ég lét í ljós á málinu og minnar „reiknings- listar“ í því sambandi án þess þó að minnast einu orði á þau rök, sem ég færði fyrir málinu. Ég finn því ástæðu til að skýra þetta nokkuð, til þess að þeir, sem vilja líta á málið með sann- girni, geti kynnt sér það og myndað sér svo um það sína skoðun — og jafnframt skoðun á málflutningi Tímans. Til efri deildar ber að kjósa 16 menn. í þingsköpum er mælt svo fyrir, að hverjum þing- flokki sé skylt að tilnefna þá tölu þingmanna sinna, sem hon- um ber í hlutfalli við atkvæða- magn sitt í sameinuðu þingi. Nú hefir Framsóknarflokkur- inn 20 þm. samtals og bar hon- um því að tilnefna 16/49X20= 6 26/49 þm. Sjálfstæðisflokkur- inn hefir 17 þm. samtals og bar honum því að tilnefna 16/49X 17=5 27/49. Alþýðuflokknum og kommúnistaflokknum bar hvorum um sig að tilnefna tvo þm. — um það var enginn á- greiningur. Baráttan stóð því um 6. mann Sjálfstæisflokks- ins og 7. mann Framsóknar- flokksins. Nú er mín sök, eða „undir- lægjuháttur Alþýðuflokksins við íhaldið“, eins og Tíminn orðar það, í því fólginn að ég benti á, samkvæmt tölum þeim, sem hér eru birtar að framan, að Sjálfstæðisflokkurinn stæði öllu nær því að eiga að leggja til 6 mepn til e. d. en Framsókn- arflokkurinn 7. (Sjálfstæðisfl. vantar 22/49 til þess að eiga rétta 6, en Framsókn vantaði 23/49 til þess að eiga rétta 7, eða 1/49 meira.) Þessum rökum hefir hvorki Framsóknarmönn- um né neinum öðrum dottið í hug að andmæla. Rök Framsóknarmanna hafa hins vegar verið þaú, að ef hlut- fallskosning hefði verið við höfð, og allir verið viðstaddir, hefði 7. maður Framsóknar fengið hærri hlutfallstölu en 6. maður Sjálfstæðisflokksins, og það er útaf fyrir sig rétt. Þegar niðurstaðan verður mismunandi eftir því, hvor að- ferðin er viðhöfð, virðist ein- sýnt að fara beri eftir fyrri að- ferðinni, iþví að hún kemst óum deilanlega næst því, sem er meiningin með þingskapaá- kvæði 6. gr., að hlutfallið milli flokkanna í efri deild sé sem næst það sama og í sameinuðu þingi. — Enda er ekkert, sem sem tryggir það, að flokkarnir kjósi ekki á víxl, nema það vald, sem forseta er gefið í sömu gr. til að úrskurða þá til e. d. sam- kvæmt fyrri aðferðinni. Enn má geta þess, að ef eingöngu væri farið eftir síðari aðferðinni, eins r \ og Framsoknarmenn vilja vera láta, er vel hugsanlegt að 22 manna þingflokkur geti fengið 8 menn kosna til efri deildar, og þar með stöðvunarvald, og það er kannske það, sem Framsókn- armennina hefir dreymt um fyrir kosningarnar. Hins vegar er það, samkvæmt anda þing- skapanna, augljóst mál, að 22 manna þingflokki ber ekki að koma fleirum en 7 til efri deild- ar, á 49 manna þingi. Emil Jónsson. TKT AUPDEILURNAR eru nú, sem vænta má, mikið ræddar í blöðunum, og kemur hvarvetna fram, að mönnum eru farnar að verða þær hið al- varlegasta áhyggjuefni. í sam- bandi við þessi mál hefir Vísir í gær talið sig þurfa að vera með riokkrar slettur í garð Al- þýðublaðsins samtímis því, sem hann er að reyna að slá sjálfan sig til riddara fyrir einhverja aðra og meiri ábyrgðartilfinn- ingu og framsýni en önnur blöð. Kemst hann meðal annars þannig að orði: „Vakið var nýlega máls á því hér í blaðinu, að nauðsyn bæri til að vinnuveitendur og verkamenn semdu endanlega um kaup og kjör almennt, þannig að vinnufrið- ur yrði tryggður í landinu og þar Ný bök: K A T R IIN heitir hún og er fædd í Moregi. Foreldrar hennar ern búsettir £ Danmðrkn. En Katrín litla prá- ir Noreg, fjallaloftið, snjóinn, skiðin og hrekknrnar. Hiín er tólf ára fiegar sagan hefst. En vegna atvinnn föðnr hennar hef- ir hún ferðazt mikið og séð margt. Hiln er greind og bráðþroska stálka. KATBÍN er eftirlætisbók?allra norskra og daaskra stálkna. Hvað segja íslenzku stúlknrnar nm hana? Bókin er f fallegn bandi og kostar 12 krónnr. Bókaverzlnn Isafoldar. með viðreisnarstarf hafið, ef miði- að er við ríkjandi öngþveiti í þess- um málum. Nú er það svo að verkalýðsfélögin hafa ekki sem slík forustuna, heldur einstakir vinnuflokkar, sem hafa lagt niður vinnu, er þeim hefir sýnzt, og knúið fram kauphækkanir með þeim hætti. Því hefir verið haldið fram hér í blaðinu, að við þetta ófremdar- ástand yrði ekki unað, og að það væri sameiginlegt hagsmunamál verkalýðsfélaganna, vinnuveit- enda og þjóðfélagsins-, að frá slík- um ,,smáskæruhernaði“ yrði horf- ið. í Alþýðublaðinu og Þjóðviljan- um kvað þá mjög við annan tón, em svo virðist sem einhver skiln- ingsglæta sé nú að renna upp hjá þessum málgögnum, einkum Al- þýðublaðinu. Lýsir blaðið yfir því í gær, að „slík baráttuaðferð sé ekki æskileg, hvorki fyrir verka- mennina mé atvinnurekendurna“. Þetta er í áttina og hver veit nema eitthvað verði minnzt á hagsmuni þjóðfélagsins næst er blaðið skrif- ar um þessi mál.“ Þessum ummælum vill Al- þýðublaðið aðeins svara því, að því er það alger ráðgáta, með hvaða siðferðislegum rétti Vísir telur sig geta tekið hin tilfærðu orð þess til inntekta fyrir sig. Alþýðublaðið hefir aldrei verið þeirrar skoðunar, að „smáskæru hernaðurinn“ á vinnumarkaðin- um væri „æskileg bardagaað- ferð“, hvort heldur fyrir verka- menn eða vinnuveitendur, og því ekki heldur þurft að breyta um, né getað breytt um skoðun í því efni. Það hefir aðeins bent á þann sannleika, að smáskæru- hernaðurinn er ekkert annað en eðlileg afleiðing gerðardómsins, sem svifti verkalýðsfélögin samningsréttinum og gerði bar- áttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum ólöglega. En fyrir það ábyrgðarleysi getur Vísir þakk- að sínum eigin flokki, sem tók höndum saman við Framsókn- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.