Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 8
 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. ágúst 1942. rJARNARBlðl Lady Hamiltoo ASalhlutverk: Vivien Leigh Laurence Oliver kl. 9. kl. 5 og 7. FLÓTTI EIGINMANNSINS Aðallhlutiverk: Ingrid Bergman og Leslie Howard. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 f. h. Ekki hægt að panta í-síma. EIN RÍMAN í Göngu-Hrólfs rímum varð til á eftirfar- andi hátt, eftir því sem Bólu- Hjálmars saga hermir: „Frá því er sagt, að eitt sinn kom Hjálmar heim úr veizlu og var við öl. En honum tókst jafnan hezt upp að yrkja, þá er hann var hreifur af víni. Og í þetta sinn orti hann heila rímu viðstöðulaust. En þá var hann pappírslaus. Tók hann það ráð að kríta vísurnar í hað- stofuna að innan, þangað til hún var útkrítuð. Hótaði hann bömunum að drepa þau, ef þau þurrkuðu af. Honum var jafnan hætt við að vera svo stórorður. Þá er hann fékk pappír, hreinskrifaði hann rímuna.“ UM aldamótin 1800 gerðist séra Páll skáldi ráðsmað- ur og skrifari hjá Finni sýslu- manni Jónssyni í Snæfellsnes- sýslu. ,Á annan dag jóla 1801 sté hann í stóilinn í Ingjalds- hólskirkju. Áhrifum þeim, sem ræðan hafði, lýsti hann svo í vísu: Af stríðri hrellihg streymdi út helling tára, hvikuðu úr stelling hvarmagler í hverri kerling nærri mér. JÖRÐIN er í öllum málum kvenkyns, og álíta vís- indamenn að það stafi af því, hve óvíst er um aldur hennar. • _ • og ofan. Hún steig fram úr, en þegar fætur hennar snertu gólfið, varð hún að styðjast við stól óg hana svimaði, hún var svo máttvana. En smám saman styrktist hún og gat klætt sig, en með erfiðismunum þó. Hún varð að setjast, og hárið á henni var erfitt viðureignar. En hugs- unin um Eðvarð hressti hana upp, hún bjóst við, að það mundi gleðja hann svo að sjá hana koma niður. Loks var hún tilbúin og studdi sig til dyra. En hve það var yndislegt að vera komin á fætur, vera meðal lifandi fólks aftur! Hún gekk ofan stigann og studdi sig þunglega á handriðið, gekk tröppu af tröppu eins og lítil börn gera. Loks kom hún að dagstofudyrunum og heyrði Eðvarð blístra þar inni. Hún læddist áfram, gerði sér far um að ekkert heyrðist til hennar og ýtti opnum dyrunum og hróp- aði: — Eddi! Hann snerist við henni og rak upp óp: — Hvað ert þú að gera hér? Hann kom á móti henni, en var ekki eins feginn og hún bjóst við. — Mig langaði til að koma þér á óvænt. Ertu ekki glaður að sjá mig? — Auðvitað er ég það. En þú áttir ekki að fara á fætur án leyfis læknisins. Og ég átti ekki von á þér ofan í kvöld. Hann leiddi hana að legu- bekknum og hún lagðist út af. — Ég hélt þú yrðir svo feg- inn. — Það er ég auðvitað! Hann hagræddi henni á svæflum og breiddi ofan á hana. — Þú veizt ekki hvað ég var óstyrk, sagði hún. — Eg hélt ég mundi aldrei komast í föt- in og ég var næstum dottin í stiganum. En þú hlýtur að vera einmana og ég vil ekki, að þú þurfir að sitja í svefn- herberginu. — Þú hefðir ekki átt að gera þetta. Þér getur slegið nið ur, sagði hann hógvær. Hann leit á klukkuna sína. Þú mátt vera hérna í hálftíma og svo skal ég bera þig upp aftur. Berta hló og ætlaði alls ekki að láta fara þannig með sig. Það var svo þægilegt að liggja á hægindinu og hafa Eðvarð við hlið sér. Hún hélt í hendur hans. — Eg gat alls ekki legið lengur uppi. Það er svo drauga legt þar og regnið bylur við- stöðulaust á rúðunum. Þetta var einn hinna þung- búnu regndaga, þegar aldrei virðist ætla að stytta upp, og náttúran virðist hafa hnignun- ina í meðvitundinni. — Ég ætlaði að líta upp til þín undir eins og ég væri bú-. in að reykja úr pípunni minni. Berta svaraði ekki, en þrýsti hönd hans í þakkarskyni fyrir þessa fyrirætlun hans. En nú leit hann á klukkuna aftur. — Hálftíminn er bráðum liðinn. Eftir fimm mínútur ber ég þig upp í herbergið þitt. — Æ, nei, gerðu það ekki, sagði hún og reyndi að slá þessu upp í gaman. — Eg ætla að vera fram að mat. — Nei, það máttu alls ekki. Gerðu það fyrir mig að vera þæg. — Jæja, við skulum fara meðalveginn og ég skal fara fara eftir teið. — Nei, strax. — Hvers vegna, það mætti halda, að þú vildir losna við mig. — Eg þarf að fara út, sagði Eðvarð. — Hvaða vitleysa, þú segir þetta bara til að koma mér upp. — Vertu nú góð og leyfðu mér að bera þig upp. — Eg vil það ekki, vil það ekki, vil það ekki. — Eg verð að fara frá þér, éerta, ég bjóst ekki við því, að þú kæmir á fætur í dag, og lof- aði að fara dálítið. — Ætlarðu að fara frá mér í fyrsta sinn sem ég er á fót- um. Geturðu ekki sent afboð? — Því miður ekki, svaraði hann. — Ég hitti Hancocksyst- urnar eftir messu í dag, þær sögðust þurfa að ganga til Ter- canbury í dag og ég bauðst til að aka þeim þangað. Þær ætla að fara klukkan þrjú. NÝJA Bt6 B „Hit Parade“ Fjörug og skemmtileg músikmynd. Aðalhlutverkin leika: Kenny Baker Hugh Herbert Mary Boland og munnhörpuhljómsveitin fræga undir stjórn Borrah Minevitch Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11 f. hád. ■ GAMLA BtOI Drengjaborgín (BOYS TOWN) Amerísk stórmynd. SPENCEK TRACY MICKEY ROONEY Börn innan 12 lára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngmn. seldir frá kl. 11 f. h. Framhaldssýning á morgun KVENNAGULLIÐ í S ÚTVARPINU (Radio Lover) s — Þú ert að gera að gamni þínu, sagði Berta. Hún var orðin hörkuleg á svip og dró andann ótt. Eðvarð leit á hana vandræðalega. — Eg vissi ekki, að þú ætl- aðir á fætur, annars hefði ég ekki lofað þessu. — O, það gerir ekkert til, — sagði Berta hryssingslega. Þú getur sent miða og sagt, að þú getir ekki komið. — Eg er hræddur um ekki, sagði hann alvarlegur. Eg get ekki svikið loforð mitt. — Það er skammarlegt. —- Reiði hennar blossaði upp. — Að þþ skulir vera svo vondur við mig að fara frá mér núna. Þegar ég er búin að liggja sár- þjáð, í rúminu hleypur þú frá mér tii að aka Hancocks-stelp- unum til Tercanbury, sama dag inn og ég kem á fætur. HJALTI HJALPFÚSI j hús, sem þið skuluð búa í með mér, þangað til búið er að reisa húsið ykkar aftur. Þið getið alls ekki verið hér í litla hreysinu hans Hjalta. Hann er búinn að gera vel, að lofa ykkur að vera í nótt.“ „Við komum eins fljótt og við getum,“ sagði Býflugna- Gunna, „en ég verða að hjálpa Hjalta til að koma öllu í röð og reglu í húsinu aftur. Þú sérð, hvað við höfum ólagað mikið fyrir honum! Og svo verð ég að líta eftir býflugunum, ef ég á að fara að fara í annað þorp. Ég get varla orðið tilbúin fyrr en einhvern tíma upp úr há- deginu, systir mín góð.“ „En litlu stúlkurnar eru al- veg fatalausar,“ sagði systir- in. „Ekki geta þær gengið í gömlu fötunum hans Hjalta.“ „Saumið þið okkur föt úr gluggatjöldunum hans Hjalta,“ sagði ein litla stúlkan og benti um leið á bláu, fallegu tjöldin, sem héngu fyrir glugganum. „Það yrðu svo fjarskalega fal- leg föt úr þeim.“ „Hvaða vitleysa!“ sagði Bý- flugna-Gunna. „Ógurleg frekja getur verið í þér, barn. Nei;l. stúlkur mínar, þið verðið að> vera í gömlu fötunum, semu Hjalti gaf ykkur. Eg held þa& sak'i ekki, þó að fólk hlæi að. ykkur í einn eða tvo daga.“ Litla stúlkan fór að gráta,. og Hjalta tók afar sárt að sjá það. „Mér má alveg standa á sama um nýju, fallegu glugga- tjöldin mín, úr því sem komið er,“ hugsaði hann með sér. — „Konungurinn kemur aldrei til mín hvort sem er. Jú, ég tek niður gluggatjöldin. Og meðan Býflugna-Gunna er að hjálpa mér til þess að taka til hérna, getur systir hennar saumað kjóla úr tjöldunum á allar- stúlkurnar." Og hann var ekkert. að tv£- Ora SL& HYNDAS&6& Vilbur tekst loksins að Örn: Þú ert dásamleg, en hrinda af stað bjarginu uppi í fífldjörf. hlíðinni. Tóní: Talaðu minna stökktu .... — og Örn: Allir komnir um borð. Aktu eins hratt og þú getur. Lillí Skriðan er að koma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.