Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.08.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. ágúst 1942. 6 opnar kl. 7 í kvöld, hvað sem öllu veðri líður. „Rauða myllan“ opnar kl. 8 með eftirfarandi pró- grammi: 1. Sif Þórs. 2. Alfreð Andrésson. 3. Pétur Á. Jónsson, óperusöngvarn 4. Helga Gunnarsdóttir söngkona. Veitingar í veitingatjald- inu ,,Blýhólknum“. allt kvöldið. Spámaurinn og spákonan segja sannleikann fyrir eina krónu. Spilatjaldið „Gæfudísin“ verður opið. Tófoak, sælgæti og log- iheitar pylsur ásamt loft- belgjum selt um allt svæð- ið (loftbelgirnir óætir). Klifurstengur 'handa strákum. Aðgöngumerki á 2 kr. Skemmtunin ihættir kl. 11,30. Qóðan þurrk og góða skemmtun* HANNES Á HORNENU Framh. af 5 s.íðu. okkar. Hún var bæði sorgieg og vel leikin, og vorum við mjög snortnar, sérstaklega í lokin, þeg- ar hetjan var dauð og allt í kalda koli.“ „EN I>Á HRUKKTJM við upp við það, að harkalegt fótatak glumdi við, og sætavísunarstúlka skeiðaði þvert yfir gólfið, og reif opna fremri útidyrahurðina. Ef það er endilega nauðsynlegt, að stúlkurnar ösli svona þvert yfir góifið, áður en myndin er búin, vildum við a. m. k. leggja til, að bíóið sæi þeim fyrir gúmmíbotn- um í sóla.“ „FINNST OKKUR þetta nú vera heldur galli á svo nýju og vönduðu bíói, sem byrjar starf- semi sína á því, að sýna viður- kenndar stórmyndir.“ „ANNAÐ ER ÞAÐ LÍKA, sem okkur langar til að minnast á í sambandi við bíóin, — það er, að þegar myndinni er rétt að ljúka, þá ryðjast allflestir á fætur, eins og þeir búizt við, að húsið muni hrynja á vþí augnabliki, sem myndin endar, og eyðileggja gjör- samlega endirinn fyrir hinum, sem kunna þó dálítið meiri mannasiði." „Á HEIÐI NOKRURRI hafa verið gerðar einkennilegar endur- bætur á símalínunni. Hefir verið sett ein þverslá á staura lands- símans og síminn svo lagður eftir þeim,“ segir X-l2 í bréfi. „EG GERI RÁÐ fyrir, að þetta sé gert í samráði við landssíma- stjóra, og að honum hafi óður en verkið var hafið, verið tilkynnt hvernig þessar þverslár yrðu fest- ar á staurana, svo hann gæti geng- ið úr skugga um, að engar skemd- ir yrðu á staurunum.“ „EN SLÁRNAR eru þannig settar á, að borað er gegnum staur ana og bolti settur þar í, sem síðan heldur þversláinni. Þessi að- ferð hlýtur að veikja stáurana að miklum mun, og flýta fyrir því, að þeir fúni.“ Hannes á horninu. OLÍAN f KAUKASUS (Frh. af 5. síðu.) á jþrjátíu dögum. Þetta er auð- vitað geysilegt skrum. Með allri sinni tækni og skipulagningu myndu íþeir í hæsta lagi geta virkjað olíulindirnar á ný á sex mánuðum. Það er erfitt að eyðileggja olíuna í iðrum jarð- ar, en !það er hægt með því að hella saltvatni í dælurnar. En aðvitað r ekki hægt að eyði- leggja þær lindir, sem ekki er enn jþá farið að virkja. En jafnvel þótt gert sé ráð fyrir því, að nazistarnir flytji með sér borvélar og sérfræð- inga, þá er þeim alls ekki nóg að ná olíunni upp á yfirborðið. Hreinsunarstöðvar er ekki hægt að byggja á einum degi og ekki einu sinni á þrjátíu dögum. Stóra hreinsunarstöð er tveggja ára verk að byggja. Hægt væri reyndar að flytja olíuna eftir Doná til Þýzkalands og hreinsa hana þar, en til þess þarf stór- an skipaflota. Og meðan verið væri að byggja hreinsunar- stöðina, yrði látið dynja á þeim látlaust sprengjuregn. Auðvitað verður bæði sovét- iðnaðurinn og sovétherinn fyrir miklu tjóni, ef nazistarnir ná Kaukasus á sitt vald. Með til- liti til þess verður að breyta vörn í sókn. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framh. af 4. síðu. arhöfðingjana í vetur í þeirri fávísu von, að geta kúgað verka lýðinn með slíkum þvingunar- lögum. * f Tíminn gerði kaupgjaldsmál- in og verðbólguna að umtals- efni í forystugrein sinni á laug- ardaginn meðal annars á eftir- farandi hátt: „Hvorki launiþegar eða framleið- endur almennt græða á því að lækka gengi og kaupgetu krónunn- ar til þess að fá fleiri peninga handa á milli að nafninu til. • • • • Þetta sáu allir og viðurkenndu í orði og verki á fyrsta ári ófrið- arins. Menn voru sammála um að greiða dýrtíðarbætur á grunnkaup sakir óhjákvæmilegrar verðhækk- unar, en láta grunnkaupið haldast sem mest óbreytt. Einn af bezt viti bornum mönnum Alþýðuflokksins sagði, að hækkun á grunnkaupi og verðbólgu myndi aðeins „gera þá fótæku fátækari og þá ríku rík- ari“. Þessi staðhæfing er enn þá 1 fullu gildi. En þrátt fyrir þetta er stað- reyndin nú orðin sú, að allar lokur hafa verið dregnar frá flóðgáttum þeim, sem áttu að hafa hemit á dýrtíðinni, verðbólgunni og kaup- gildi krónunnar." Það er rétt. En hver var það bara, sem dró lokurnar frá flóð- gáttum dýrtíðarinnar? Það var ekki byrjað á þvi að hækka kaupgjaldið! Svo mikið ætti Tíminn að muna. Það var inn- lenda afurðaverðið, sem flokk- ur Tímans fékk með brögðum tekið út úr gengislögunum og hækkaði síðan langt á undan kaupgjaldinu og langt umfram það, sem kaupgjaldið hefir nokkru sinni hækkað! Þannig voru lokurnar dregnár frá flóð- gáttum dýrtíðarinnar. Það voru Framsóknarhöfðingjarnir sjálf- ir, sem gerðu það. nanna a Eimskjpafélagsskipanam. Yfirlýsing frá forsætisráðherra Eftirfarandi yfirlýsing barst Alþýðublaðinu í gær frá skrifstofu forsætisráðherra: BLAÐIÐ TÍMINN, er út kom síðastliðinn laugardag skýrir frá því, að stjórn Eim- skipafélags íslands hafi orðið við kröfum yfirmanna á skipum félagsins um að greiða þeim 100 kr. áhættuþóknun á dag í utanlandssiglingum, en 15 kr. á dag í strandferðum. Telur blað- ið þetta mjög misráðið, en stað- hæfir að það „hafi ráðið miklu um afstöðu meiri hluta stjórn- arinnar, að forsætisráðherra réði til að gengið yrði að samn- ingum við yfirmennina“, eins og blaðið orðar það, og síðan báet- ir blaðið við: „Mælti forsætis- ráðherra eindregið með kröfum yfirmannanna.“ Jafnframt birtir blaðið út- drátt úr einni fundargerð stjórnar Eimskipafélag íslands um þetta mál því til sönnunar að umboðsmaður ríkisstjórnar- innar í stjórn Eimskipafélags ís- lands hafi verið með öllu and- vígur þessari .kauphækkun. Út af þessu telur forsætisráð- herra rétt að birta eftirfarandi útdrætti úr fundargerðum stjórnar Eimskipafélags ís- lands: I. Árið 1942, laugardaginn 8. ágúst kl. 10,30 árd. hélt stjórn- in fund á skrifstofu félagsins. Mættir voru auk útgerðarstjóra varaformaður Hallgrímur Bene diktsson, Jón Ásbjörnsson, Hall- dór Kr. Þorsteinsson, Jón Árna- son og Guðmundur Ásbjörns- son. Þetta gerðist: 1. Varaformaður skýrði frá því að í gær, föstudaginn 7. ágúst, kl. 2 síðd. hefði sáttasemjari, herra Björn Þórðarson lög- maður mætt á skrifstofu fé- lagsins og voru þar mættir að hans tilhlutun umboðsmenn yfirmanna á skipum félags- ins. Enn fremur voru mættir varaformaður Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur Ás björnsson, Jón Árnason og framkvæmdastjóri Guðmund ur Vilhjálmsson. — Umleit- anir sáttasemjara báru engan árangur og afréðu stjórnar- nefndarmenn, félagsins að skrifa ríkisstjórninni um málið og er bréfið innfært hér, á eftir fundargerðinni. 2. Með skírskotun til þess að sáttasemjari hefir lýst því yf- ir, að 'hann treystist ekki til þess að leysa deiluna milli stjórnar Eimskipafélags ís- lands og yfirmanna á skipum þess, samþykkir stjórnin að ganga að kröfu yfirmanna á Fjallfoss og Lagarfoss, um að greiða þeim kr. 15,00 á dag í áhættuþóknun í fyrirhugaðri strandferð hvors skips, vest- ur og norður um land. 3. Rætt var um kröfur yfir- manna um aukna áhættu- þóknun, þeim til handa, í Ameríkuferðum, og mögu- léika á því að Goðafoss og Selfoss gætu komizt af stað sem fyrst. Jón Árnason fram- kvæmdastjóri lagði fram svo- hljóðandi' tillögu: Félagsstjórnin samþykkir að greiða yfirmönnum á Goðafoss og Selfoss kr. 100,00 á dag sem áhættuþóknun í fyrirhugaðri ferð hvors skips til U.S.A. Jafnframt óskar stjórn Eimskipafélags íslands eftir því, að stjórnir stéttar- félaganna taki upp heildar- samninga um kaup og kjör skipshafna á skipum félags- ins. Tillagan var samþykkt í einu hljóði. 4. Formaður tilkynnti sátta- semjara framanskráða fund- arsamþykkt og lofaði sátta- semjari að koma henni á framfæri við hlutaðeigendur. II. Árið 1942 sunnudaginn 9. ágúst kl. 10 árdegis hélt stjórn- in fund á skrifstofu félagsins. Á fundinum mættu, auk útgerðar- stjóra, varaformaður Hallgrím- ur Benediktsson, Jón Ásbjörns- son, Halldór Kr. Þorsteinsson, Guðmundur Ásbjörnsson og Jón Árnason. Eggert Claessen og Richard Thors voru fjarverandi. Þetta gerðist: 1. Rætt var á ný ýtarlega um kröfur yfirmanna á skipum félagsins. Á meðan á fundin- um stóð átti varaformaður samtál við forsætisráðherra, sem er staddur á Þingvöllum, og réði hann til að gengið yrði að samningum við yfirmenn á skipunum í samræmi við kröfur þeirra, eins og málum væri nú komið. Svohljóðandi tillaga kom fram á fundinum, frá varaformanni: Félagsstjórnin ályktar að ganga að kröfum yfirmanna skipanna um hækkun áhættu- þóknunar, samkvæmt kröf- um, sem fyrir liggja frá þeim. Tillagan var samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Jón Árna- son og Jón Ásbjörnsson. Hér greinir svo fyrirvara Jóns Árnasonar framkvæmda- stjóra, er birtur var í Tímanum, svo og fyrirvara hrm. Jóns Ás- björnssonar. Til frekari skýringar skal þess getið, að þegar umboðs- maður ríkisstjórnarinnar í stjórn Eimskipafélags íslands, Jón Árnason framkvæmda- stjóri, bar fram á fundi stjórn- ar félagsins framangreinda til- lögu um að greiða yfirmönnum þá 100 króna áhættuþóknun, er þeir höfðu krafizt, hafði hvorki hann né neinn annar úr stjórn Eimsikpafélag íslands ráðfært sig við ríkisstjórnina. Þegar óskað var umsagnar forsætisráðherra stóðu málefni því þannig, að búið var að bjóða fram að ganga að kröfum yfir- manna um áhættuþóknunina að því er snerti eina ferð tveggja skipa, en því tilboði var hafnað af yfirmönnunum, en þeir buðu hins vegar að gera um þetta samninga, er giítu fyrir öll 6 skip Eimskipafélags íslands, er væru uppsegjanlegir með viku fyrirvara. Þegar þannig stóðu sakir, taldi forsætisráðherra hyggi- legast fyrir Eimskipafélag íá- lands, að ganga að tilboði yfir- mannanna út frá þeim forsend- um, að úr því búið væri að bjóða 100 kr. áhættuþóknun fyrir tvö skip, myndi aldrei nást frjálsir samningar á lægri grundvelli. Að gera fyrst slíkt tilboð, en láta síðan skipin verða af skipalest þeirri, er þá var á förum, væri að tapa á báðum vígstöðvum, og því myndi skynsamlegast úr því sem komið var að gera um þetta samning með viku upp- sagnarfresti, þar éð slíkur samningur myndi ekki binda vilja þingsins til að ákveða lægri áhættuþóknun, ef. slíkur vilji væri fyrir hendi umfram fyrra tilboð stjórnar Eimskipa- félags íslánds ef að því hefði verið gengið. Reykjavík, 17. ágúst 1942. U mf erðatálmanir á landi oi í islenzkri landhelfi. (Tilkynning frá atvinnumála- ráðuneytinu.) * ATHYGLl almennings og sjófarenda skal vakin á því að í 44. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 14. ágúst 1942 birt- ir ríkisstjórnin í heild þær til- kynningar, sem i gildi 'eru, og áður hafa verið birtar, um um- ferðatálmanir á landi og í ís- lenzkri landhelgi, en reglur þessar hafa hernaðaryfirvöldin sett á undanförnum árum. Efni þessara reglna er eftir- farandi: I. Umferðatakmarkanir fyrir þá, sem nálgast sjávarströndina eftir að farið er að skyggja. II. Takmörkun siglinga eftir að skyggja tekur. III. Bannaðar veiðar og akk- erislegur skipa á nánar til- greindum svæðum á Seyðisfirði og á Hrútafirði. IV. Umferðatálmanir og bannsvæði í Hvalfirði. V. Bönnuð lægi í Faxaflóa. VI. Bannsvæðið við Gróttu- tanga (Seltjarnarnes og Hval- eyri, vestur af Hafnarfirði). VII. Umferðarbann í Skerja- firði. VIII. Bannsvæði við flugvöll- inn í Reykjavík. IX. Bannsvæði við flugvöll- inn á Kaldaðarnesi. X. Bannsvæði við herbúðir. XI. Umferðatakmarkanir á Reykjanesi. Áríðandi er að almenningur og sjófarendur kynni sér ná- kvæmlega þessar reglur og fari eftir þeim í hvívetna, til þess að komizt verði hjá slysum og ó- þægindum. Þetta tölublað Lögbirtinga- blaðsins fæst ókeypis á af- greiðslu blaðsins Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík svo og hjá lög- reglustjórum úti um land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.