Alþýðublaðið - 29.08.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1942, Blaðsíða 3
JLaugaidagur 23. ágiist 1342. AUÞÝÐUESLAÐiÐ Ameríkskar hersveitir á Nýju Guineu. It'í' Ameríkumenn hafa sent nokkrar negrahersveitir til Nýju Guineu. (Það er sagt; að hinir inn- fæddu éti þá síður en hvítu mennina). -— Hér sést „gata“ í þorpi einu, þar sem negraher- sveit hefir aðsetur. Loftáráslr ÞJéðverJa á Stalingrad meiri en peir gerðu á Rotterdam. Stórkostlegar orrustur háðar norðvestur af borginni. 8 tékkneskir herforingjar skotuir í Prag London, í gærkvöldi. ÞJÓÐVERJAR hafa tekið 8 háttsetta foringja í tékkn- eska hernum af lífi í Prag og voru þeir ákærðir um landráð og njósnir og sagðir vera for- ingjar í leynifélagsskap sem starfaði gegn nazistum. í Frakklandi hefir komið til uppþota á ýmsum stöðum, með- al annars í París. Gerði lögregl- an þar árás á verksmiðju eina og kom til bardaga. Fyrir nokkru var gerð enn ein tilraun til þess að ráða Déat, | foringja franskra fasista af dög- ! um. Var hann í kvikmyndahúsi j einu í París, þegar sprengja sprakk skammt frá honum, en hann sakaði ekki. 3 menn fór- ust og 40 særðust. Tjlræði þetta var gert réttu ári eftir að tilræð ið var gert við Déat og Laval. GYÐINGAR. Mikil sókn gegn Guðingum hefir nú verið hafin í óher- numda Frakklandi. Hafa 10,000 Gyðingar, sem komu til Frakk- lands eftir 1936 verið handtekn ir. Vðrn Rilssa harðnar. JAFNFRAMT því, sem vörn Rússa hefir harðnað á víg- stöðvunum við Stalingrad, hafa Þjóðverjar aukið loftárásir sínar á borgina, og eru nú mörg hverfi hennar í rústum og miklir eldar geisa hvarvetna. Árásirnar eru sagðar jafn stórkostlegar og árásir Þjóðverja í Rotterdam og er vart hægt að jafna lengra í sögu þessa stríðs. Tilgangur Þjóðverja er að brjóta niður kjark íbúanna, en það mun hér sem fyrr ekki takast. Fréttaritari einn, sem er í Rússlandi, segir, að íbúarnir hafi fyllzt hatri og gangi fylktu liði um brennandi borgina áleiðis til vígvallanna. Orrusturnar geisa af sömu grimmd sem áður norðvest- an og sunnan við Stalingrad. Þjóðverjar hafa gert hvert á- hlaupið á fætur öðru. Nokkrum sinnum hefir þeim tekizt að brjótast í gegn, en ávallt hafa Rússar gert gagnáhlaup og hrakið þá til baka. Norðvestan við borgina er landið flatt og lítið um skjól, svo að þýzku hersveitirnar, sem sækja fram yfir sléttuna hafa orðið fyrir ógurlegu manntjóni og hergagna. Pearl Harbor, í gærkvöldi. — Ameríska herliðið, sem gerði víkingaárásins á Gilbertseyjarn ar, er nú komið hingað aftur. Allir Japanir, sem voru á eynni nema þrír, voru drepnir, en þeir voru 400. Annar yfirforingi her- liðsins var James Roosevelt, sonur forsetans. SÓKN RÚSSA. Harðir götubardagar eru enn háðir í úthverfum Rhzev, og hefir stórskotalið Rússa veitt fót gönguliði þeirra mikla aðstoð með skothríð á norðanverða borgina. Þjóðverjar við- urkenna, að þeir hafi orð- ið að „stytta víglínu sína“ vegna mikilla áhlaupa Rússa. Rússar segjast hafa náð á «itt vald 8 „byggðum stöðum“. Fregnir frá Moskva gefa í skyn, að járnbrautin milli Rhzev og Vyazma hafi verið rofin. LENINGRAD. Þjóðverjar hafa enn birt fregnir um áhlaup Rússa sunn- an við Leningrad. Segja þeir frá áköfum áhlaupum þeirra, en Loftárásir á Gdyna og Kassel / Arás fljágandi virb|a gera árás á flngvélaverk- smidjn. BREZKI FLUGHERINN fór víða í fyrrinótt. Ávjásir voru gerðar á iðnaðarborgina og járnbrautamiðstöðina Kássel sem er skammt austan við Ruhrhéraðið, á marga staði í Norður-Frakklandi og loks á hafnarborgina Gdyna í Pól- landi. í Kassel eru miklar verk- smiðjur þar, sem framleiddar eru eimreiðar, flugvélamótorar og orrustuflugvélar, Þar er einnig mikil járnbrautamiðstöð. Sprengjur komu niður í íborg- inn og komu upp eldar á þrem stöðum, sem voru um það bil ekra að stærð hvert um sig. Lancaster-sprengjufglugvél- ar fóru 2500 km. flug til hafnar- borgarinnar Gdyna, sem er við Eystrasalt, skammt frá Danzig. Borg þessi er nú flotastöð Þjóð- verja og hafa hin stærri herskip þýzka flotans verið þar lang- dvölum. Bretar misstu í árásum þess- um 30 sprengjuflugvélar og 20 orrustuflugvélar. Auk árás- anna, sem nefndar hafa verið, ferðu orrustuflugvélar Breta miklar árásir á marga staði í Frakklandi, og Hurricaane- sprengjuflugvélar gerðu árás á’ skipalest og löskuðu alvarlega tvö skip Þjóðverja. FLJÚGANDI VIRKI í gærdag gerðu fljúgandi virki ameríkska flughersins í Bretlandi árás á flugvélaverk- smiðju í Norður-Frakklandi. Orrustuflugvélar fylgdu virkj- unum og gerðu þau árásina án þess að nokkurt þeirra væri skotið niður. Um leið og árás þessi var gerð, . voru orrustuflugvélar á ýmsum stöðum í nágenninu og gerðu þær vélbyssuárásir á margar stöðvar Þjóðverja. segjast þó hafa hrundið þeim öllum. Rússar hafa enn ekkert sagt frá áhlaupum þessum. KAUKASUS. í fjöllunum suðvestan við Krasnodar veita Rússar harða mótspyrnu, enda leggja þeir hina mestu áherzlu á að halda Svartahafshöfnunum. Hafa þeir hrundið áhlaupum Þjóðverja og fellt mikinn fjölda hermanna fyrir þeim. Þjóðverjum hefir lítið miðað í sókninni til Grozny undanfar- inn sólarhring. Rússar tilkynna, að þeir hafi gereytt fallhlífarhersveit, sem lenti að baki víglínu þeirra á þessum slóðum. Miklir sigrar Kfoverja í Ghekiang. HERSVEITIR Ameríku- manna hafa nú lagt til orrustu við hinn nýja innrásar- her Japana á Nýju Guineu. Er barizt einu ógurlegasta frum- skógalandi heimsins, en foringj ar Bandamanna eru vongóðir, því að hersveitir þeirra eru vel þjálfaðar og þaulvanar landinu. Kínverjar hafa unnið mikla sigra í Chekiang fylki, sem kallað er „Tokio-árása hérað- ið“, af því að þaðan er hægt að gera loftárásir á Tokio. Kínverskar hersveitir hafa tekið borgina Chusien og götu bardagar eru nú háðir í Lishuen. Við báðar þessar borgir eru mikilvægir flug- vellir, sem nú eru aftur á valdi herja Chang Kai-Sjeks. Japanir hafa eyðilagt allt, þar sem þeir hafa hörfað. T VIÐRÆÐUNUM í Moskva fyrir nokkru, þegar Stalin og Churchill hittust, er talið, að Rússar hafi skýrt að fullu fyrir Churchill og öðrum fulltrúum Breta og Bandaríkjamanna hina raunverulega aðstöðu Rússa nú. Það mun vera almennt álitið meðal rússneskra stjórnmála- manna, að Bretar og Banda- ríkjamanna geri sér ekki fylli- lega grein fyrir því, hversu hætt Rússar éru í raun og veru komnir. Rússneska stjórnin mun í vvð- ræðunum hafa skýrt banda- mönnum sínum frá mörgu um hagi Rússlands, sem áður hefir verið haldið leyndu. Hér fara á eftir nokkur atriði, sem varpa nokkuð öðru Ijósi á stríðið í Rússlandi en menn eru vanir að skoða það í: * SÍÐAN Þjóðverjar hófu styrj öldina við Rússa hafa þeir . lagt undir sig landssvæði, sem er 600,000 enskar fermílur, eða jafn stórt og Stóra-Bret- land, Frakkland og gamla Þýzkaland til saman. 1 landi þessu búa 50,000,000 manna. * SÍÐAN styrjöldin hófst hafa Rússar misst 5,000,000 manna særða, fallna eða fanga Þjóðverja. Rússland Stalin- stjórnarinnar hefir því að- eins 150,000,000 íbúa eftir, en undir stjórn Þjóðverja eru 300,000,000 manna. Þar af geta þeir án efa kallað 150,000,000 til her eða vinnu- þjónustu. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um „hið ó- takmarkaða mannafl Rússa“, sem svo mikið er talað um. * Þjóðverjar hafa nú alla Ukrainu á sínu valdi og hveiti löndin miklu í Norður-Kaúk- asus eru einnig í þeirra hönd- um. * Það er talið, að Þjóðverjar hafi á sínu valdi helminginn af járnnámum Rússa, og að stálframleiða Rússa sé nú að- eins 10,000,000 smálestir á ári, en hún var 20,000,000 smál. 1941. Framleiðsla Þjóð- verja er 40,000,000 smál. Enn alvarlegra er það fyrir Rússa, að þeir hafa misst 3/4 af alu- miniumframleiðslu sinni. Sjóorrusta á Kattegat? Cinncinnati, USA. Fréttir frá Stokkhólmi herma, að miklar sprenging- ar hafi heyrst úti fyrir vest- urströnd Svíþjóðar og er tai- ið, að hér kunni ag vera um sjóorrustu að ræða. Brezkar jflugvélar hafa sést á flugi í nágrenninu. SKIPATJÓN. Á Svartahafi hafa Rússar sökkt þýzkum kafbát og á Eystrasalti hafa þeir sökkt flutn ingaskipi fyrir þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.