Alþýðublaðið - 29.08.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.08.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. ágúst 1942. ALÞÝÐUBLAÐ8B 7 ^Bærinn í dagA Næturlæknir er Jóhannes Björns son, Sólvallagötu 2, simi 5989. Næturvörður er í Reykjavikur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisátvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Lög leikin á bíó-orgel. 20,00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Vogrek“, eftir Sig- urð Róbertsson (kaflar) Jón Norðfjörð, Svafa Jónsdóttir o. fl. 21.30 Útvarpstríóið: Tríó, Op. 11, B-dúr, eftir Betthoven. 21,50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri Kennaraskólans átti fimmtugsafmæli í gær. Séra Garðar Þorsteinsson messar í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 á morgun. Laugamesssókn. Messa kl. 2 á morgun, eéra Jón M. Guðjónsson frá Holti. Frikirkjan í Reykjavík Messað á morgun kl. 2, sr. Ólaf- ur Magnússon prófastur að Amar- bæli. YFIRLÝSING JÓNASAR. Frh. af 2. síðu. hefðu legið milli þeirra og ríkis- stjórnarinnar. Ólafur spurði þá hvort svo hæri að líta' á, að úr því að Framsóknarflokkurinn hefði séð sig knúinn til að birta þessa yfirlýsingu, hefði hann líka ver ið stuðningsflokkur stjómar- innar! Jónas sagði, að Framsóknar- flokkurinn væri farinn að fá ó- orð af því að vera stuðnings- flokkur stjórnarinnar eftir að hinir flokkarnir Iýstu afstöðu sinni! Ólafur taldi þessa yfirlýsingu þýðingarlausa, það væri þiogs- ins að skera ú því, hvort skipta aetti um stjórn. Það er fijótlegt að matreiða „Freia“ fiskfars, - auk þess er það holíur, ódýr < og göður matur. , Msandir vita að ævilöng gæfa fylgir hringunum frá SXGURÞÓR 'ÍííÍiOÍÍÍllÍBWWlS' AMU JÓHSSOH. flSÍHftfllR » Þýzkur herforingi, fangi Breta. í bardögunum í Libyu tóku Bretar aðstoðarmann Rommels, Ludwig Cruewell til fanga. Kaupgjaldsmálin. Verkalýðsfélðgin unðirbna nppsðgn eldri samninga. —....------ Fulltrúar þeirra í landsfjórðungunum hittast og samræma kröfurnar. v ERKALÝÐSFÉLÖGIN um land allt eru nú að mennt segja upp samningum sín um — með viku fyrirvara, undirbúa uppsögn samninga sinna við atvinnurekendur. Síðan Alþýðusambandið sendi út tilkynningu sína til verkalýðsfélaganna á miðviku- daginn hafa fjölda margir trún- aðarmenn verkalýðsfélaganna á Vestur-, Norður- og Austur- landi snúið sér til framkvæmda- stjóra Aþýðusambandsins og rætt við hann um uppsögn samn inga og stefnu þá, sem bæri að hafa fyrir augum, þegar bornar eru fram kröfur um breytingu á kaupi og kjörum. Aðalatriðin í kröfum verka- lýðsins verða þessi: Átta stunda vinnudagur, hækkun og samræming kaup- gjaldsins um land allt og sumar- leyfi samkvæmt frumvarpi Al- þýðuflokksins um orlof, hvort sem það nær samþykki eða ekki. Framkvæmdastjóri Alþýðu- sambandsins skýrði Alþýðublað inu svo frá í gær, að formenn og, eða, áðrir trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna í hverjum landsfjórðungi fyrir sig, myndu hittast til funda — og útbúa kröfur á hendur atvinnurekend- um, þannig að sama kaupgjald gildi a. m. k. í hverjum lands- fjórðungi — og helzt á öllu land inu, en kaupgjald er ákaflega misjafnt, eða allt frá 1 krónu og upp í 1,55 grunnkaup. Verkalýðsfélögin niunú al- sama dag og afnám gerðardóms- laganna verður staðfest. * NÝTT STRANDFERÐASKIP. (Frh. af 2. síðu.) en trúnaðarmenn ríkisstjórnar- innar eru nú að ganga úr skugga um hæfni þess og gæði. Fer bráðabirgðaskoðun fram á því, þar sem það liggur í höfn í Suð- ur-Ameríku. Ef sú skoðun verð- ur jákvæð fyrir okkur, verður skipinu siglt til New York — og fer aðalskoðun fram á því þar — þar verður til fullnustu skorið úr því hvort við kaup- um skipið. Þó að hér sé um lítið skip að ræða munu landsmenn almennt fagna því, ef það reynist svo gott að það verði keypt. Vand- ræði með siglingar hér með ströndum fram fara vaxandi með hverjum degi og valda æ meiri erfiðleikum fyrir fólk. Ný lega hafa þessir erfiðleikar margfaldazt vegna þess að nú er bannað að flytja eldfim efni, þar á meðal bensín á þilförum | farþegaskipa. SAMÞYKKTIR SJÓMANNA. Frh. af 2. síðu. og áhættuþóknun á togurum og leggja síðán fyrir útgerðar- menn. Félagsstjórnin ásamt sömu mönnum er veitt fullt um Herbergi eitt eða fleiri óskast nú þegar. Leigu-upphæð eftir samkomulagi, en tryggt er, að viðkomandi er fullkomlega samkeppnisfær. S Afgr. Alþýðublaðsins vísar á. | \ Að gefnu tilefni tilkyxmist, að hinn heims- frægi drykkur er nú búinn til hér á staðnum og verður bráðlega til sölu. Pöntunum verður aðeins veitt móttaka frá verzlunum og veitingastöðum og verður eng- in sala eða afgreiðsla til einstakra manna, heimila eða stofnana. Engin afgreiðsla fer fram nema gegn stað- greiðslu á vörunni og umbúðunum en um- húðirnar verða endurgreiddar fullu verði irm leið og þeim er skilað. Verksmiðjan mun leitast við að sinna pönt- unum frá ofangreindum aðilum eftir því sem hægt er, en vegna ýmsra örðugleika verður afgreiðslan mjög tákmörkuð fyrst um sinn. Verksmiðjan Vífilfell h. f. Sími 4401. Drengjameistaramót í. S. í. í dag og ð morgnn. UM allmörg undanfarin ár hefir verið haldið eitt op- inbert mót fyrir drengi, hið svonefnda Drengjamót Ár- manns. í. R. R. skildi það réttilega að þörf væri á öðru drengam. og nýlega var það samþykkt að ár- lega skyldi halda „Drengja- meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum“. Samkvæmt reglugerð móts- ins skal keppni fara fram í eftir- töldum íþróttagreinum: 100 m. hlaup, hástökki, 1500 m. hlaupi, kringlukasti, langstökki, 110 m. grindahlaupi, 4X100 m. boð- hlaupi, stangarstökki, kúlu- boð til að semja og undirrita samninga. Það gerðist auk þessa á fundi Sjómannafélagsins í gærkveldi, að Ólafur Árnason, sem verið hefir um margra ára skeið vara- gjaldkeri félagsins, baðst lausn- ar, þar sem hann er fluttur úr bænum suður á Álftanes og get- ur því ekki sinnt stjórnarstörf- um. Fundarmenn risu úr sætum sínum og þökkuðu Ólafi fyrir vel unnin störf í þágu félags- ins. í hans stað sem varagjaldkeri var kosinn Garðar Jónsson fyrir þann tíma sem eftii* er af ár- inu. varpi, 3000 m. hlaupi, spjót- kasti, þrístökki og 400 m. hlaupi. Mót þetta skal fara fram á tveim dögum. Að þessu sinni er það K. R. sem stendur fyrir mótinu, og þarf því ekki að efa, að þetta verður gott mót. Þessi íþróttafélög hafa til- kynnt þátttöku sína: Ármann, F. H., Huginn, í. R., K. R„ U. M. F. Fljótsdæla, U. M. F. Reykdæla og U. M. F. Hvöt. Keppendur eru 55 og er þátttaka því meiri í þessu móti, en öðrum íþróttamótum sem fram hafa farið í sumar. Óhætt er að búast við góðum árangri í ýmsum greinum móts- ins, því keppendur eru prýðis- góðir. í 100 m. hlaupi verður vafa- laust hörð keppni á milli Gunn- ars (K.R.) og Guttorms Þormar (frá U. M. F. Fljótsdæla) þar eru margir aðrir sem gera þeim væntanlega sigurinn erfiðan. f spjótkasti fær nú Jóel (Í.K.) harðan keppenda á móti Tóm- asi Árnasyni (Huginn). í há- stökki eru margir góðir kepp- endur þó vafalaust megi telja að Skúli Guðmundsson (K.R.) sé nokkurnveginn viss með sig- urinn. Verði veður gott, má fullyrða,' að þetta mót verði ekki lakara en Meistaramót fullorðinna. Það eru því tilmæli mín til allra íþróttavina að koma á völl inn og sjá hina ungu íþrótta- menn þreyta kapp í drengileg- um íþróttum. Mótið hefst kl. 4 báða dagana. x. ý. z.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.