Alþýðublaðið - 30.08.1942, Page 3
ALÞYÖUBLAÐiÐ
Sunnudagur 30. ágiist 1042.
E1 Alamein í Egyptalandi.
Mynd þessi er af járnbrautarstöðinni á E1 Alamein, sem mest hefir verið barizt um í Egypta-
landi.
Fyrstu stórárás ÞJáðverja á
Stalingrad var hrundið.
Rússar gera gagnáhlaup norð-
vestan við borgina.
. '♦ ......■-
Vðrn Rússa harðnandi í
flðllnnum við Svartahaf.
RÚSSAR HAFA HRUNDIÐ fyrstu stórárás Þjóðverja á
Stalingrad og stöðvað sókn þeirra austur á bóginn.
Ef til vill hafa Þjóðverjar nú hafið aðra stórárás á borgina,
en Rússar virðast ákveðnari en nokkru sinni að verja borg-
ina, hvað sem það kostar.
Norðvestan við Stalingrad gera Rússar hvert gagná-
hlaupið á fætur öðru og segjast hafa hrakið Þjóðverja aftur
allt að því 1600 m. á nokkrum stöðum. Þýzka herstjórnin
hefir lofað fyrstu þýzku hermönnunum, sem fara inn í Stal-
ingrad, sérstöku leyfi, en enginn hefir unið til þess enn.
Suðvestan við borgina standa stórorrustur og reyna
Rússar að vinna aftur land, sem þeir misstu, er Þjóðverjar
brutust inn í víglínur þeirra fyrir nokkru.
lertogiBD af Heut
jarosettur í gær.
Fjórir konung
ar viðstaddir.
London í gærkvöldi.
ERTOGINN af Kent var
arðaður án sérstakrar við-
hafnar í St. George kapellunni í
Windsorskastala, en þar liggja
margir af konungum Englands.
Jarðarförin fór ekki með
þeirri viðhöfn, sem venja er í
Englandi með meðlimi konungs
fjölskyldunnar, að viðstaddir
voru auk brezku konungsfjöl-
skyldunnar konungur eða aðrir
leiðtogar allra Bandamanna.
Liðþjálfar úr flughernum
báru kistuna inn í kapelluna,
en flugmarskálkar stóðu heið-
ursvörð. Á eftir kistunni gekk
hertogafrúin af Kent og við
hlið hennar Englandsdrotning.
Rétt á eftir þeim gekk móðir
hetogans, ekkjudrotning Eng-
lands, en iþarfá eftir Georg VI.
bróðir hans ihertoginn af Glouc-
hester og fulltrúi hertogans af
Windsor. ,
Þá voru viðstaddir 3 konung-
ar, þeir Hákon Noregskonungur,
Pétur Júgóslaviukonungur,
Georg Grikkjakonungur og svo
Wilhelmina, Hallandsdrotning.
Þá voru þar forsetar Póllands
og Tékkoslóvakíu.
Þegar George Bretakonung-
ur hafi kastað rekunum,
blesu lúðraþeytarar flughersins
síðasta .kveðjumerki.
London — Þýzkar flugvélar
háfa verið yfir Alexandríu-
Kaíró svæðinu. Tvær flugvélar
hafa verið skotnar niður yfir
Málfá.
Þegar Þjóðverjar sáu, að þeir j
gátu ekki komizt beint til Stal-
ingrad, gerðu þeir miklar til-
raunir til þess að brjótast fram
til Volgu báðum megin við borg
ina, en það tókst heldur ekki.
Þótt svo sé nú komið, að sókn
Þjóðverja sé stöðvuð, eru Rúss-
ar varkárir í tali um bardagana
og halda fréttaritarar þeim
möguleika mjög fram, að Þjóð-
verjar séu aðeins þreyttir eftir
hina miklu sókn undan farið,
en muni innan skamms endur-
nýja sóknina og ráðast á borg-
ina.
RHZEV.
Miklir götubardagar eru enn
háðir í úfhverfum Rhzev og
verða Rússar að ná hverju húsi
og hverju virki úr höndum
Þjóðverja. Rússneskir fótgöngu
liðar, sem vopnaðir eru Tommy-
byssum brjótast inn í borgina,
en stórskotaliðið, sem hefir að-
setur í hæðum útan við borgina
heldur uppi mikilli skothríð á
stöðvar .Þjóðverjanna.
Miðnæturtilkynning Rússa
segir frá því, að þeir hafi í gær
tekið sex þorp á þessum slóðum
og sæki hersveitir Zhukovs
fram, þótt það sé nokkru hægar
en áður var, þar eð nú er inn í
eina bezt vörðu borg Þjóðverja
að fara.
SVARTAHAFSSTRÖNDIN.
í fjöllunum, sem eru á strönd
um Svartahafsins, sunnan við
Krasnodar, eru varnarskilyrði
mjög góð og hafa Rússar þar
stöðvað sókn Þjóðverja að
mestu leyti. Þegar yfir þessi
fjöll er komið, tekur við strönd
hafsins og einu hafnirnar, sem
Svartahafsfloti Rússa á eftir og
er því eðlilegt, að mikil áherzla
sé lögð á varnir þeirra.
Þjóðverjar hafa lítið nálgazt
Groznyolíusvæðin undanfarinn
sólarhring. Þýzkar hersveitir
hafa sótt alllangt suður í dali
S
5 Norðmenn dæmdir til dauða.
Steypiflngvélar USA
sðkhva tnndorspilli
við Salomonseyjar.
Washington, 30. ágúst.
MERÍKUMENN hafa nú
sökkt stórum japönskum
tundurspilli, ef til vill öSrum
til og laskaS lítinn tundurspilli
skammt frá Salomonseyjum.
Um aðalflotadeild Japana, sem
hélt undan frá eyjunum eftir
stutta viSureign við Ameríku-
menn, hefir ekkert frétzt.
Flotamálaráðuneytið segir frá
því, að eftirlitsflugvélar, sem
hafa bækistöð á Guadalkanal,
eynni, sem Ameríkumenn náðu
úr höndum Japana, hafi séð til
ferða tundurspillanna og þegar
gert var aðvart. Voru tundur-
spillarnir fjórir og er talið, að
þeir hafi verið á leið með birgð-
ir til japanskra herskipa, sem
búizt er við, að séu í nágreinni
við Santa Christobal eyju.
Douglas steypiflugvélar lögðu
þegar í stað frá Guadalkanal og
gerðu árás á tundurspillana með
þeim árangri, sem þegar hefir
verið um getið, að einum tund-
urspilli var sökkt, sennilega öðr
um til og hinn þriðji mikið lask
aður.
NÝJA GUINEA.
*
Miklar orrustur eru stöðugt
háðar á austurströnd Nýju-
Guineu, þar sem Japanir gerðu
síðustu landgöngu sína. Nánari
fregnir hafa ekki borizt af bar-
dögunum, en Bandamenn eru
vongóðir um úrslit, því að her-
sveitir þeirra voru viðbúnar og
vel vanar landslaginu.
„Ef ffitler hefði
séð . . .“
Washington, 29. ágúst.
ORMAN ARMOUR sendi-
herra Bandaríkjanna í Ar-
gentíu, sagði í dag, þegar hann
hafði ferðast til hergagnaverk-
smiðjanna í Ameríku að ef Hitl-
er hefði ferðast til sömu staða,
myndi hann komast að raun um
að málsstaður hans er vonlaus.
Armour, sem er í stuttu leyfi
í Bandaríkjunum, sagði:
„Allt sem ég hef séð þessa síð
ustu fáu daga hefir styrkt og
fullvissað mig um að stríðið
muni ljúka með sigri Banda-
manna. Ég sný aftur til Argen-
tínu vissari en nokkurn tíma
áður um sigur“.
Armour sagði að samkeppnin
í stríðsframleiðslunni milli
verkamanna í stórum verksmiðj
um hafi haft mikil áhrif á sig.
Kaukasusfjalla og hafa Rússar
háð þar orrustur við þá og hrak
ið þá oft og tíðum aftur niður á
sléttuna.
FINNAR.
Finnska herstjórnin tilkynn-
ir, að Rússar hafi í fyrrinótt
gert miklar árásir á Helsing-
fors. Voru rússnesku flugvél-
árnar yfir borginni í fjórar
klukkustundir og köstuðu þær
spfengjum á ýmsa staði.
*Hvar er Asbjöm
Sunde, sem gerði
sprengjuárásina ?
London í gærkvöldi.
IMM NORÐMENN hafa
verið dæmdir til dauBa af
þýzkum herrétti. Eru það verka
mennirnir Reider Kristofferson,
Karl Johan Jakobsen og Bjame
Hansen, liðsforinginn Thorleif
Andersen og Karl Schei. Hafa
þá alls verir teknir af lífi 103
Norðmenn, síðan nazistar náðu
völdum í Noregi.
Þrír aðrir menn hafa verið
dæmdir í allt að 20 ára fangelsi
fyrir að eiga í fórum sínum
vopn. Allir voru þeir ákærðir
fyrir að vera í „óeirðaflokkum“.
Nokkrir þeirra ^voru ákærðir
um að vera í sambandi við
Asbjörn nokkurn Sunde, sem
gerði sprengjuárásina á lög-
reglustöðina í Qslo fyrir nokkru.
Hefir 75 000 krónum verið heit
ið hverjum þeim, sem getur
gefið upplýsingar um Asbjörn.
Þegar árás þessi var gerð,
fórst einn lögregluþjónn og
tveir særðust. Sprengingin var
mjög mikil og eyðilögðust meðal
annars leynilega prentuð norsk
blöð, sem quislingar höfðu
komið hönd á.
V *
Frá Stokkhólmi berast þær
fréttir, að fyrir nokkru hafi
fjórir norskir sjómenn stokkið
fyrir borð á þýzku skipi, sem
sigldi úti fyrir strönd Svíþjóð-
ar. Tveim var bjargað af sjó-
mönnum, en hinir tveir fundust
dauðir á ströndinni nokkru
seinna. Norskum sjómönnum,
sem tekst að strjúka til Sví-
þjóðar fer stöðugt fjölgandi.
Loítárásir á
Niirnberg m
SaaMcken
London, í gærkvöldi.
REZKI flugherinn gerði t
fyrrinótt. árásir. á. tvær
mikilvægar . . járnbrautarmið-
stöðvar og iðnaðarborgir í
Þýzkalandi. Voru margar flug-
vélar yfir Núrnberg og Saar-
brucken og köstuðu sprengjum
á ýmsa mikilvæga staði í borg-
unum.
Núrnberg er eins konar höf-
uðstaður najzismans, og eru þar
háð ársþing hans. Þar er einnig
mikill iðnaður, meðal annars
flugvélaiðnaður, auk þess, sem
borgin er mikilvæg samgöngu-
miðstöð. Saarbrucken er mikil
námu og verksmiðjuborg og enn
fremur mikilvægur staður fyrir
samgöngur milli Þýzkalands og
Frakklands, því að borgin er
skammt frá gömlu landamær-
um landanna.
Bretar misstu í árásum þess-
um 30 flugvélar.
DAGÁRÁSIR.
Það var tilkynnt frá aðal-
stöðvum ameríska hersins í
London í kvöld, að fljúgandi
virki hefðu gert árás á flugvöll
Frh. á 7. síðu.