Alþýðublaðið - 30.08.1942, Page 5
Suiinudagur 30. ágúst 1342.
ALI»YBUBLAeiO
MÓÐIR mín dó iþegar ég var
átta ára gamall og faðir
minn þegar ég var tíu ára, svo
að ég hafði lítið af foreldrum
mínum að segja. DEf til vill hefir
sama eirðarleysið búið í föður
mínum og síðar kom fram í syni
hans, en hitt er víst; að hann
fluttist til Parísar og gerðist
starfsmaður hjá ensku sendi-
sveitinni. Hann bjó við götu,
sem þá var kölluð Avenue d’-
Antin, breiða götu með trjám.
Hann ferðaðist mikið um þetta
leyti. Hann hafði komið til
Tyrklands, Grikklands, Litlu
Asíu og alla leið til Fez í Ma-
rokko, en þangað komu þá fáir
ferðamenn. Hann átti mikið af
ferðabókum og íbúðin við
Avenue d’Antin var full af ýms-
um gripum, sem hann hafði
komið með heim úr ferðalögum
sínum, svo sem b’kneskjum frá
Tanagra og tyrkneskum rýting-
mm í útflúruðum silfurskeiðum.
Hann var fertugur þegar
hann kvæníist móður minni,
sem var meira en tuttugu árum
jyngri. SHún var falleg kona,,
en faðir minn mjög ljótur mað-
ur. Mér hfeír verið sagt, að í
París Hafi þau verið kölluð
„gyðjan“ og „ljóti karlinn11.
Hún átti marga aðdáendur. Ein
vinkona hennar sagði mér, að
hún hefði einu sinni sagt við
Ihana: „QÞú ert svo falleg og öll-
um þykir vænt um. þig, en
hvernig stendur þá á því, að þú
ert trú þessum litla og ljóta
manni, sem þú ert gift?“ Og
móðir mín svaraði: „Af því að
hann hefir aldrei misboðið
mér.“ Hún eignaðist sex sonu
og dó af barnsförum.
Ég held að faðir minn hafi
verið dálítið draumlyndur. Hann
tók sér fyrir hendur að reisa
sér og fjölskyidunni sumardval-
arhús. Hann keypti landskika á
hæð einni í Suresnes. Þaðan var
ágætt útsýni yfir siéttuna og
París sást í fjarlægð. Þegar
þakið var komið á fór hann að
draga að húsgögn og keypti þá
strax tVær gamlar arineldstór.
Húsið var hvítt og gluggaum-
gerðir rauðar. Garður var um-
hverfis. Þegar herbergin voru
fullbúin andaðist faðir minn.
Ég fór snemma úr skólanum.
Mér hafði liðið illa í undirbún-
ingsskólanum, sem ég hafði
verið sendur í eftir dauða föður
míns, Skólinn var x Canterbury,
aðeins sex mílur frá Whitstable,
þar var frændi minn prestur.
Undir krónum pálmatrjánna.
Mersa Matruh er nú á valdi Rommels. Mynd þessi var tekin skammt frá borginni, þegar bar-
dagar geisuðu þar. Brezkir fótgönguliðar liggja á jörðunni með riffla sína. (Myndin var send
þráðlaust frá Kairo til New York).
Lækiirim, sem varð heimsírægt sháid,
SOMERSET MATJGHAM,
höfundur skáldsagnanna
,Litaða blæjarí* og „Þrír biðl
ar og ein ekkja“, sem áður
hafa birzt í Alþýðublaðinu,
suo og framhaldssögunnar,
sem nú er að birtast í því,
,Hjónaband Bertu Ley“, lýs-
ir því i eftirfarandi grein,
hvernig hann varð skáld og
rithöfundur.
Þetta var mjög gömul og virðu-
leg stofnun og ég fór þangað
þegar ég var þrettán ára gamall.
Það kom í ljós, að ég var veill í
lungum, og ég sannfærði
frænda minn um það, að það
mundi gera mér gott að dvelj-
ast á Rivierunni næsta vetur
en fara síðan til iÞýzkalands og
JSf tf
smásöluverð á vindliDgum
r\
(Jtsöluverð á amerískum, vindlingum má eigi vera
hærra en hér segir:
Lucky Strike .. 20 stk. pk. kr. 2.00 pakkinn
• Raleigh ..... 20 — — — 2.00 —
Old Gold ..... 20 -----— 2.00 —-
Cool ......... 20 -----— 2.00 —
Viceroy .... 20 — — — 2.0Ó —
Camel ........ 20 — — — 2.00 —
Pall Mall .... 20 -----— 2.30 —
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsölu-
verðið vera 3% hærra en að frarnan greinir, vegna
flutningskostnaðar.
TóhakselDkasala ríkisms.
læra þýzku, og halda þar áfram
að búa mig undir dvölina í
Cambridge. Hann var heldur lin
gerður maður og rök mín voru
álitleg. Honum féll ekki vel við
mig, og get ég ekki láð honum
það, ég var víst ekkert sérstak-
lega efnilegur drengur. Og þar
sem það voru mínir peningar,
sem varið var til uppeldis míns,
féllst hann á ráðagérðir mínar.
Konu hans leizt prýðilega á fyr-
irætlun mína, enda var hún
Þjóðverji, og hún kom mér fyr-
ir hjá fjölskyldu nokkurri í
Heidelberg.
Þegar ég kom aftur frá Þýzka
landi var ég orðinn átján ára og
var ákveðinn í því, sem gera
skyldi. Mér leið nú betur en
nokkru sirmi fyrr. Ég hafði nú
kynnzt frelsinu og gat ekki
hugsað mér að ganga inn í ó-
frelsið í Cambridge. Ég var á-
kafur í að hefjast handa, og
loks var það ákveðið, að ég
skyldi verða læknir. Ég fór í St.
Tómasar sjúkrahúsið haustið
1892.
Ég var enginn fyrirmyndar-
stúdent. En ég naut þess frelsis,
sem ég hafði þráð, og mér þótti
gaman að hafa íbúð út af fyrir
mig og gerði mér far um að
prýða herbergi mín. Ég las í öll-
um tómstundum mínum og
skrifaði stundum, og urðu þessi
störf stundum á kostnað læknis-
fræðinnar. Ég las reiðinnar ó-
sköp og fyllti margar bækur af
minnisgreinum, hugmyndum í
sögur og leikrit, samtöl og hug-
leiðingar. Sumt af þessu var
bara gott. Ég kom lítið við sögu
í sjúkrahúsinu og eignaðist þar
fátt vina. Ég hafði um nóg ann-
að að hugsa. En eftir tvö ár
varð ég aðstoðarmaður í frí-
lækningadeild sjúkrahússins og
þá jókst áhugi minn. Ég hafði
líka. læknisvitjanir á hendi og
varð svo áhugasamur, að einu
sinni fékk ég illkynjaða kverka-
bólgu við líkskoðun á líki, sem
var mjög rotnað. Svo varð ég að
fara í rúmið, en gat ekki beðið
þess að verða fullfrískur og fór
á fætur til starfa minna.
Ég varð að takast ýms störf
á hendur, fara t. d. í læknisvitj-
anir í verstu borgarhverfin í
Lambeth, og oft í bágborin
/húsakynni, sem lögreglan hik-
aði jafnvel við að fara inn í. En.
svarta taskan greiddi alls stað-
ar fyrir mér, og mér féll starfið
vel. Um tíma varð ég að gegna
slysavitjunum nótt og dag og
gera fyrstu aðgerðir í skyndileg
um sjúkdómstilfellum. Ég var
oft dauðþreyttur, en hafði yndi
af starfinu.
*
Þetta varð mér notadrjúg
reynsla allt saman. Ekkert get-
xn: verið rithöfundi betri undir-
búningur en læknisstörf. Bæði
var það, að ég lærði margt um
mannlegt eðli og eins hitt, að
ég nam undirstöðuatriði vísind-
anna og vísindalegra aðferða.
Fram að þessu hafði ég aðeins
kynnzt list og bókmenntum.
Þessi vísindalega þekking var
að vísu ekki víðtæk, en vísaði
mér þó leið inn á svið, sem ég
hafði ekki kynnzt áður. Sá vís-
indaheimur, sem ég fékk þannig
nokkra innsýn í, var mjög kald-
ur og raunverulegur, og ég var
bölsýnn. En samt hafði ég mikla
ánægju af lífinu, því að ég var
fjörmikill.
Ég vildi óður og uppvægur
afla mér rithöfundarorðstírs.
Ég aflaði mér eins mikillar
reynslu og mögulegt var og las
allt, sem ég gat höndum undir
komizt
❖
Ég fór að skrifa leikrit, senni-
lega af því að flestir ungir
menn halda, að auðveldara sé
(Ffth. á 8. síðu.)
1 p H j. ffi ®'® u ** «3 aq oo fi.oÐoo v V- €»ÍMi
wmrí /i
3aa B -S B 8 a 8 8 S g B18 i
Nokkur dæmi um húsaleiguokur.
gestur segir sögu úr efri deild.
Stephan G.
|qgr ÚSNÆÐISLAUS“
- „Gramur þing-
Kolbeinn og
skrifar
■ mér á þessa leið: „Finnst
þér það leyfilegt að leigja lítið
herbergi með einum legubekk,
einu lélegu eldhússborði og einum
stól fyrir 200 krónur á mánuið?“
„FINNST ÞÉR ná nokkurri átt
að leigja íbúð, sem til 1. október í
fyrra var leigð fyrir 120 krónur
á mánuði, fyrir 260 krónur á mán-
uði — og krefjast þess að hinn
nýi leigjandi máli og veggfóðri í-
búðina á sinn kostnað?“
„FINNST ÞF.R það forsvaran-
legt, að leigja eitt lítið herbergi
fyrir 80 krónur, án ljóss og hita,
og taka síðan við einu þúsundi
króna fyrir að hafa ,,útvegáð“ her-
bergið? — Er yfirleitt ekkert eft-
irlit með leigu á einstökum her-
bergjum?“
NEI, MÉR FINNST ekkert af
þessu leyfilegt, ekki ná nokkurri
átt og ekki forsvaranlegt. Það er
heldur ekki leyfilegt lögum sam-
kvæmt að braska þannig með hús-.
næði, en sama lögmálið gildir um
húsnæði og annað, sem skortur er
á. Menn nota sér neyð annarra —
og menn bjóða jafnvel sjálfir stór-
fé fyrir að fá húsnæðið.
„GRAMUR ÞINGGESTUR“
skrifar: „Þú verður að líta eftir
efri deild alþingis hið bráðasta.
Þar er siöfágun mjög ábótavant.
Hvaða ráðstafanir getur þú gert?
Hinn 27. 8. er fundur í deildinni.
Rætt er um nýja stjórnarskrá.
Þingmaður einn flytur lokaræð-
una. Rifjar hann upp ýmsar stað-
reyndir sögulegar. Hann drepur á
múgförina að heimili Tryggva
Þórhallssonar forsætisráðherra.
Forseti hringir. Svívirðingar í-
haldsmanna þolir hann ekki að
heyra, hvorki gamlar né nýjar“.
„EN ÞESSUM SAMA FORSETA
datt ekki í hug að hringja á skrif-
ara deildarinnar, sem sat honura
til vinstri handar og gerði sér og
deildinni opinbera minnkun. Með-
an á ræðunni stóð, dró skrifarinn
út skúffu úr borði því, er hann
sat við, — minnti að hann væri
heima hjá sér. — Tók hann þar
upp glerkollu eina, hélt henni uppi
og skyggndi hana hvað eftir ann-
að. Kolla þessi var hálf af fínu
mustli dökkleitu. Skrúfaði nú
þingmaðurinn makindalega lokið
af glerkollu sinni og lét úr henni
í silfurdósir. Skyggndi hann svo
litla koppinn enn einu sinni og lét
Frh. á 6. aíðu.