Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ Stúlkan frá Suðurhafseyjum í einni af nýjustu kvikmyndum sinum leikur Hedy Lamarr suðurhafseyjastúlku. Myndin er um þrælaverzlun og sést Hedy hér í gervi því, sem hún notar í henni. » Samverkamenn Roosevelts. Laugardagur 12. sept. 1942. Breyting hvíta eúss- INS úr friðsælu heimili ameríksks borgara, sem jafn- framt var leiðtogi þjóðar sinnar, í þysmikinn og erilsaman dval- arstað hemaðarleiðtoga er tákn. ræn fyrir þá breytingu, sem hefir orðið á ameríksku þjóð- lífi frá því á friðartímum og þar til nú á tímum heimsstyrjaldar- innar. Nærri því allt, sem fram fer um þessar mundir í Hvíta húsinu, er ríkisleyndarmál. Samvæmt lögum um verndun lífs forsetans hefir leynilög- reglan gert afarvíðtækar var- úðarráðstafanir, og við þær hefir Roosevelt sjálfur bætt ýmsum ráðstöfunum. Svo að nefnt sé lítið dæmi, þá er aldrei birt neitt opinberlega um það, hvar forsetinn er staddur á hverjum tíma, vegna þess að yfirvöldin kæra sig ekkert um það, að ó- vinirnir komist á snoðir um, hvar í byggingunni megi vænta forsetans á tilteknum tíma. Og það er ekki einu sinni víst, á hvaða tíma yf-irleitt forsetinn er í Hvíta húsinu. Öllu viðvíkj- andi ferðalögum hans er haldið stranglega leyndu. Enn fremur er það að öllum jafnaði gert op- inbert, hverjir koma til viðtals við hann. Marga daga koma að eins þrír eða fjórir menn til viðtals, í Hvíta húsið, sem fá nöfn sín birt, en hins vegar geta margir siglt inn í skjóli þeirra.- Gestirnir koma til hans á kvöldin, dvelja stundum í húsum þeim, sem forsetinn er í um helgar, þar sem engir blaðamenn ná til þeirra og sæta færi að ná tali af forsetanum. Frá því styrjöldin hófst hefir sá hópar manna, sem safnast um- hverfis hann, stækkað mjög, og nýir menn hafa bætzt í þjón- ustu forsetans. Flestir hinir nýju eru embættismenn flotans og landhersins, en færri stjórn- málaléiðtogar en áður. Eoosevelt hefir jafnan átt einn trúnaðarvin, sem hann hef- ir trúað fyrir öllum málum. sem embætti hans skipta. Einu siinni var það einkaritari hans, Louis MoHenry Howe, en nú er það Harry L. Hopkins, sem áður var embættismaður í þágu fé- lagsmála, en hefir nú rekið ýms stjórnmálaleg erindi fyrir for- setann. Hopkins kærir sig ekki lengur um að láta bera mikið á störfum sínum eða gera neitt uppskátt um þau. Hann er harð- ur og ákveðinn maður, sem vinnur á bak við tjöldin og hefir meiri áhrif á forsetann en nokk- ur annar Ámeríkumaður. Hami meira að segja sefur í næsta herbergi við svefnherbergi Roosevelts, og þó að forsetimi leiti ráða hjá öðrum mönnurn tekur hann aldrei ákvarðanir nema í samráði við Hopkins. SÍÐAN STYRJÖLDIN hófst hefir forsetinn kallað í þjónustu sína mann að nafni Samuel I. Rosenman, dómara í hæstarétti New York 'borgar, en hann var áður náinn sam- starfsmaður forsetans. Felix Frankfurter, málaflutnings- maður við hæstaréttinn, er og tíður gestur í Hvíta húsinu. Um þessar mundir kemur oft þang- að maður að nafni Robert Sher- wood og auk hans Archibald MacLeish, Sherwood er leik- ritahöfundur, hár og grannur maður og rækir skyldur sínar með alvörugefni. James Byrnes hæstaréttardómari gefur póli- tíksk ráð, og Wallace varaforseti kemur oft. Þessi hópur er það, sem for- setinn inngengst mest inn á við og ræðir við um málefnin, fyr- irætlanir, ræður og aðferðir. Þessir merm eru helztu ráð- gjafar forsetans og eiga mikinn þátt í að ákveða stefnu hans. McLeish er yfirmaður stofnim- arinnar Office of Facts and Figúres, og veitir upplýsinga- og áróðursstarfseminni forystu. Rosenman dómari hefir unnið að fnamleiðsli|skipulagningu stjórnarinnar, og Hopkins hefir verið eftirlitsmaður láns- og .. ♦ leigu-laganna og farið stór- pólitískar sendifarir. Þá er enn að nefna menn, sem forsetanum er kært að umgang- ast og hann ræðir við daglega um menn og málefni. Það eru Stephen Early, aðstoðarmaður hans, einbeittur maður og fylg- inn sér, Edwin M. Watson, sem hefir hemil á öllum þeim, sem vilja tala við forsetann, og Ross T. Mclntire, hinn rólegi og sef- andi læknir hans. Roasevelt talar stundum við þessa menn meðan hann snæðir morgunverð og stundiun oft á dag. Þessir menn. eru á margan hátt’ injög nátengdir honum, ; þótt ekki sé ef til vill i mestú leyndarmálum stjórnmálanna. Sumir ráðherrarnir eru líka í nánasta hópi forsetans, en aðr- ir, eins og t. d, þeir Ickes og Perkins, sinna 'aðeins störfum sínum. Um hernaðarmálefni ræðir forsetinn við þá Stimson og Knox. Hann metur hina víð- tæku stjórnmálaþekkinu Hulls mjög mikils. Sumner Welles, aðstoðarutanríkismálaráðherra, verður honum æ mikilsverðari. Honum falla vel í geð hinar skjótu ákvarðanir Welles og hagkvæma þekking hans í al- þ j óðast j órnmálum. Ernest King, hinn hái og hug- kvæmi yfirmaður Bandaríkja- flotans, ræðir líka mjög oft við forsetann nú orðið. Líka undir- flotamálaráðherrann, James Forrestal, vegna þess að hann er þaulkunnugur flotamálum og auk þess djarfur maðiu? og skjót ráður. Um flugmái talar Roosevelt við H. H. Arnold, sem endur- skipulagði flugflota Bandaríkj- anna í nútímastíl. George C. Marshall, l^ershöfðingi, sem virðist vera yngri en hann er, 61 árs, er í náð hjá forsetanum og ráðgast við hann um hernað- armálefni. Hann ræðir líka oft við aðstoðarhermálaráðherrann, E. P. Patterson. Sagt er líka, að Stanley Embick undir-hers- höfðingi, sem nú fæst við her- varnamál, er snerta Kanada og Mexikó, hafi nokkrum sinnum verið kvaddur á fund forsetans vegna hermála. Roosevelt hittir líka oft Willi am Donovan, sem er aðstoðar- MENN HAFA undanfarið ár oft reiðzt yfir hinum ó- svífnu og' skefjalau.su verðhækk- unum á innlendum afurðum. Það munu menn eiimig hafa gert í gærmorgun,' er þeir fengu frétt- irnar af verðhæþkimumim á kjöti, mjólk og mjólkurafurðnm, sJátri og kartcflum. En þó hygg ég að undrunin hafi jafnvel verið meiri en reiðin. Menn urðu alveg steini Jostnir. Allir spurðu: Eru menn- irnir orðnir snarvitlausir? LAUNÞEGARNIR eru enn ekki búnir að fá dýrtíðaruppbót fyrir síðustu mjólkurhækkun og' kjöt- haekkun. Nýjar verðhækkanir sltella á bökum þeirra áður. Opin- berar stofnanir og ýms einkafyr- irtæki eru e kki farin að borga launauppbæturnar, þegar þessi uppbót er tekin af þeim með sví- virðilegum verðhækkununm á nauðsynjum þeirra. VERKAMENN, sjómenn, opin- berir starfsmenn og yfirleitt allir laimþegar verða að semja við at- vinnurekendur sína um kaup sitt og kjör. Hvorugur aðili fær allt, j en báðir nokkuð. En hvernig er I það með innlendu afurðirnar?* Nefndir, sem að meirihluta eru skipaðar af öðrum aðilanum, ráða algerlega verðlaginu. Þar er um valdboð að ræða gagnvart neyt- endunum — ekkert annað en vald- boð. OG ÞAÐ SEM VERRA ER: Tveir stærstu flokkarnir hafa haf- s maður hans í upplýsingamáíum í enskumælandi löndum Ame- ríku. Donald Nelson, sem er at- kvæðamikill maður í skipulagn- ingu framleiðslunnar, er við- staddur á ráðherrafundum og stendur í nánu sambandi við forsetann. En enda þótt hann sé mjög hátt settur maður og sitji í stöðu, sem gengur ef til vill næst forsetastöðunni, er hann ekki í hinum „innsta hring“ kringum forsetann. Sama er að segja um ýmsa aðra hátt setta viðskipta-valdamenn, eins og Edvard R. Stettinius, láns- og leigu-laga forstjóra, og William S. Knudsen, sem er afar áhrifa- mikill í framleiðsluáætlun flot- ans. í framleiðslumálum tekur for- setinn mikið tillit til Bernards Baruch, sem er þó ekki ráð- herra, en var yfirmaður hern- aðariðnaðarins í síðasta stríði. Baruch hefir aldrei sparað að segja Roosevelt til syndanna, en forsetinn metur hann þó mik- ils. Sidney Hillman, sem nú er verkamálasérfræðingur hermála framleislunnar, hefir verið ráðunautur forsetans í verka- lýðsmálum frá stríðsbyrjun. Verkalýðsleiðtogarnir Philip Murray og William Green eru líka tíðir gestir 1 Hvíta húsinu. Þingmenn þeir, sem forsetinn ræðir við persónulega a. m. k. einu sinni í viku, eru, auk vara- forsetans: forystumaður þing- meirihlutans, Barkley frá Ken- Framh. á 6. síðu. ið samkeppni um smjaður fyrir bændastéttinni. Annar — Sjálf- stæðisflokkurinn — hefir meiri- hluta í kjötverðlagsnéfnd, hinn — Framsóknarflokkurinn — á meiri- hluta í mjólkurverðlagsnefnd, enda rökstuddi meirihluti mjólk- urverðlagsnefndar — Framsóknar- mennirnir — hina óheyrilegu verðhækkun mjólkurinnar með því að meirihluti kjötverðlags- nefndar hefði hækkað kjötið svo mikið nýlega — og á sama tíma hækkaði kjötverðlagsnefnd kjöt- vei’ðið enn einu sinni. Á morgun getum við jafnvel búizt viö nýrri verðhækkun á mjólkiimi. ÞETTA ER HREINT BRJÁL- ÆÐI. Launþegunum er sýnd svo mikil ósvífni, að slíks eru engia dæmi. Það er alger misskilningur ef þeir menn, sem þessu ráða, halda að þeir geti réttlætt, þessa framkomu sína á nokkurn hátt. Hér er um algert gerræði að ræða gagnvart launastéttunum í heild, sem getur ekki haft nema eina af- leiðingu, nýja launabaráttu, nýjan skæruhernað, óróa og ólgu. BRYNJÓLFUR BJARNASON sagði nýlega á þingi, að það kaup, sem verkamenn fengju nú, ætti að gilda út stríðið. Hann þykist svo sem geta gefið loforð fyrir hönd verkalýðsins, þessi hérra- maður með nýju „ábyrgðartilfinn- inguna“! Það er ef til vill sam- kvæmt sömu ltnu, sem blað hans Frli. á 6. síðu. milli Bretlands og íslands halda áfram, eins og að • undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynningar um vöm- sendingar sendist CnllifonTs Assoclated Lines, Ltd. 26 LONDON STREET, ^LEETWOOD s »s s s s s s s s s s s s s s s i s s s Dæmafá ósvífnií — Þegar launastéttirnar semja um kaup sitt og kjör er þeim boðið hvað þær skuli borga fyrir nauðsynjar sínar. — Hve lengi ætlið þið að vera leiksoppar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.