Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.09.1942, Blaðsíða 6
c ALÞY£>UBLAi)IÐ Laugardagur 12. scpí. 1342. Framreiðslu- stúlka dugleg og reglusöm getur komist að nú þegar í Mat sölunni Thorvaldsenstræti 6 Nú höfum við fengið sem allir hafa beðið eftir. Verzl. Grótta Laugavegi 19. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Framh. af 4. síðu. hefðu verið þær, sem lögðu gerðardóminn að velli. * Þjóðviljinn minntist í gær á Alþýðusambandið og hinn mikla vöxt þess. Segir blaðið meðal annars í því sambandi: „Stefria feósíalistaflokksins, Sem hann hefir barizt fyrir frá upphafi: að gera Alþýðusamband ið að sambandi jafnrétthárra verkamanna o gsameina í því all- an verkalýð íslands, — hún er að sigra. Og hún sigrar sökum þess, að hún er í samræmi við hags- muni og velferð verkalýðssamtak- anna, sem þurfa einingu á grund- velli stéttalrþaráttunnar umfram allt.“ Jú, það má nú segja, að það háfi verið stefna Kommúnista- flokksins, eða Sósíalistaflokks- ins, eins og hann kallar sig nú, að sameina í Alþýðusamband- inu allan verkalýð íslands! Ár- ið 1930 klufu Kommúnistar Alþýðusambandið eins og allir vita. Árin 1931—1933 reyndu þeir að efla Verkalýðssam- band Norðurlands því til höf- uðs og fengu fleiri félög til þess að kljúfa sig út úr Al- þýðusambandinu með því að neita að borga gjöld til þess. Næstu tilraunina gerðu þeir 1938. Þá stofnuðu þeir hið svo kallaða Landssamband stéttar- félaganna. Það átti að ríða Al- þýðusambandinu að fullu. En það fór á sömu leið. Lands- sambandið er fyrir löngu dautt eins og Verkalýðssamband Norðurlands sællar minningar -— og seinustu félögin, sem í því voru eru nú aftur að leita upp- töku í Alþýðusambandið. Og svo kemur Þjóðviljinn og segir okkur, að „Sósíalistaflokkur- inn“ hafi barizt fyrir því „frá upphafi,“ að sameina allan verkalýð íslands í Alþýðusam- bandinu! Sannleiksástin er allt af söm og jöfn í því blaði. Vísir lætur í gær í ljós tölu- verðar áhyggjur út af hinum óheyrilegu nýju verðhækkun- nm á innlendum afurðum. — Hann segir:1 „Þessi mál öll þurfa rannsókn- ar við, þar sem öðrum. starfsað- ferðum verður breytt frá því sem tíðkazt hefir til þessa. Þótt kosn- ingar standi fyrir dyrum er það þjóðhagslegur voði, ef stjórnmála flokkarnir hafa það eitt fyrir aug- um, að vinna sér atkvæði með því að hækka verðlag I landinu, og vel geta slík atkvæði verið of dýru verði keypt." ¥ið dauða BJarna Jens- sonar í Ásgarðl. V IÐ þau tímamót í þróunar- sögu mannssálarinnar, sem dauði eru kölluð, er venja að þeir, sem eftir standa, líti yfir leið hins látna, vegi og meti, á vogarskálar manngildis og at- hafna, hið jarðbimdna líf hans, og mæli með skammsýnum aug um áhorfandans, hvort hinn látni hafi verið köllun sinni trúr, hvort honum hefir tekizt að þoka sínum eigin litla heimi fram á veg til fullkonmunar. Atorku- og mannkostamenn þarf ekki við það tækifæri að fjölyrða um. Eigin verk dæma öruggar en meira og minna mis- vitur samtíð. Oft eru þó þeir eiginleikar fyrir hendi, sem prýtt hafa þessa menn og sem almenningi er ókunnugt um, en þeir, sem þekkt hafa, telja skyldu sína að draga fram í dagsljósið, öðrum til eftir- breytni og hinum farna til verðugrar virðingar. Fáir hafa þeir menn verið hér á landi, þótt dæmi séu slíkra að sjálfsögðu, sem sýndu á- þreifanlegar.yfirburði sína yfir samferðamennina en Bjarni í Ásgarði. Má segja, að hann gegndi lengst af, allt frá alda- mótum, flestum þeim trúnaðar- stöðum hjá sveitungum sínum og samsýslumönnum, sem nokk- ur vegsauki af var talinn. Auk hinna miklu og erilsömu opin- beru starfa, bjó hann betra búi en títt er um bændur, sem byrja með tvær hendur tómar. Bera túnin í Ásgarði og hús þar öll, þótt gömul séu nú orðin, ljósastan vott dugnaðar og framsýni þess merka manns. Ég hefi fyrir ekki alls löngu ritað nokkuð um athafnir og æviferil Bjarna í Ásgarði, og tel því ekki ástæðu til endurtekn- inga nú, enda alþjóð kunnur sá þáttur úr lífi hans, sem að ytri aðstæðum laut. Frá þyí að ég fyrst í barn- æsku heyrði talað um Bjarna í Ásgarði, hefir hann staðið mér fyrir hugskotssjónum sem í- mynd alls þess bezta og drengi- legasta, sem auðkennt hefir ís- lenzka bændur frá öndverðu: Karlmannlegur, ósveigj anlegur og óviðjafnanlega gestrisinn hlaut hann að vera, enda reyndist svo, þegar ég kynntist manninum sjálfum nokkru nán- ar. Hitt mun almennt ekki eins kunnugt, hvílík hjálparhella hann reyndist í raun, þeim er til hans leituðu um góð ráð og hjálp margvíslega. En það bar öllum þeim, er ég átti tal við um Bjarna, saman um, að ekki Já, það mætti maður manni segja, að það gæti verið spurn ing, hvort þau verði ekki of dýru verði keypt bændaat- kvæðin, sem Sjálfstæðisflokk- urinn ætlar sér að kaupa með því að láta hinn nýja formann kjötverðlagsnefndar, sjálfstæð- ismanninn Ingólf Jónsson, hækka kjötið um 100% frá því í fyrra. Eða hvað skýldi Sjálf- stæðisflokkurinn tapa mörgum atkvæðum í Reykjavík og kaupstöðunum í staðinn? Bjarni í Ásgarði. hefði bargvættur betri búið þar um slóðir en hann, enda var að- stoðar hans óspart leitað, því vitað var, að hann gat engan synandi látið frá sér fara. Ekki ætlaðist hann til endurgjalds fyrir slíka liðveizlu og snérist jafnvel hinn versti við, ef haft var í hámæli. — Sagt hefir mér og sannorður maður, að kjara- bætur þær, er á sínum tíma fengust fyrir verkalýðinn í Döl- um, hafi hann sem formaður kaupfélagsstjórnar knúið í gegn að öðrum óviljugum. Sýndi um- hyggja hans fyrir þeim mörgu gamalmennum, er í Ásgarði fundu g-riðastað í hárri elli, þeg- ar aðrir töldu afköstin ekki hrökkva fyrir nauðþurftum þeirra, ljóslega að hjá honum „var drenglundin fölskvalaus, handtakið hlýtt — og hjartað var gull fram í dauðann.“ Í>að í fari Bjarna, í Ásgarði, sem ókunnugir ráku einna fyrst augun í, voru kaldyrði hans og kaldranalega viðmót, svona fyrst, meðan ókunnugir áttu í ’hlut. Ég fór ekki varhluta af slíkum viðtökum hans, fyrst þegar fundum okkar bar saman, en þegar klakinn var þíddur, var fljótt auðfúndið, hvað hit- inn var meiri inni fyrir en mað- ur á að venjast. Stundum hefir þeirri spurningu skotið upp í huga mér, hver tilgangur hans hafi verið með hátterni þessu. Bjarni í Ásgarði var hreinn og beinn, kunni ekki aftan að hlut unum að fara, og réðst helzt á garðinn þar, sem hann var hæstur. Mörgum er það mesta raun, að þurfa að hlusta á sann- leikann um sig sjálfan eða hugðarefni sín, þó ekki sé nema stutta stund, og þess heldur, ef hann ekki er sagður með sem vægustum orðum. Það getur því verið, að sálfræðilega séð, þá sé það hin mesta prófraun á mann- gildið, að heyTa málstað, sem maðurinn sjálfur heldur að sé góður, hallmælt harðlega, án þess að missa tangarhald á tungu sinni og hugsun. Hver veit, nema slíkt próf hafi vakað fyrir Bjarna. Svo mikið er víst, að margir voru þeir, sem ekki stóðust það. — Hitt er og stað- reynd, að ekki er langt öfganna á milli. Eftir því sem ég kynnt- ist Bjarna betur, ( fannst mér manngæzka hans áukast í aug- um mér. Ég er sannfærður um, að hann mátti ekkert aumt sjá og átti til að vera viðkvæmur sem barn. Eflaust hefir strangur uppvöxtur, svo og hörð lífsbar- átta fært honum heim sanninn um, að ekki þýddi að sýna heiminum þá hlið sína, og hefir hann þá ef til vill breytt sjálfur í hitt horfið, og hann þá ýkt það í meðförum. Það eitt er víst, að með kaldhrana sínum særði hann engan, svo til vissi gamall maður og gegn, er ég átti tal við í Dölum vestur um þetta efni, Og ekki lét hann napuryði sín dynja á mönnum á bak, eins og siður er lítilla sálna. Þrátt fyrir allt andstreymi lífsins taldi Bjarni sig vera gæfumann. Átti hann og því láni að fagna að njóta í ellinni um- hyggju og ástríkis jafn indællar konu og eftirlifandi kona hans, Guðrún Jóhannesdóttir, er í hví vetna, svo og annarra ættingja og vina, sem virtust allir kapp- kosta að gera honum ævikvöld- ið sem bjartast. — Það, sem honum sveið, svona ef nær honum var farið, var, að ekki skyldi honum hafa gefizt meiri -i;ími til bókalesturs og fræðslu en raun varð á, þótt hvort- tveggja hefði hann stundað meira. en almennt er um ó- | skólagengna menn; og af rit- - hönd hans, allt fram á síðasta dag, mætti margur skólageng- inn öfunda hann. Tíminn var lítill, sagði hann, og munnarnir margir, alls 17 að tölu, sem þurfti að fæða. 'Líkamarnir litlu þurftu líka föt að fara í, því hann er napur íslenzki veturinn í afdala-sveit. Og þótt þeir væru aldrei svona margir í einu, þá tók líka tímann sinn að kveðja þá, sem hurfu héðan. Því þótt heiminum virtist hann harðna við hverja raun, þá er vetrar- nóttin upp til dala löng, þögul og myrk og hún segir ekkr hverj um, sem hafa vill, leyndarmál þau, sem sorgmæddur sonur trúir henni fyrir, þegar þau tvö taka tal um torskildar gátur lífsins — og dauðans. Bjarni í Ásgarði kvaddi svo, að hann var sáttur við allt og alla. Hann sagði einhvern tíma við mig, að ekki borgaði sig að vera ósáttur við nokkurn mann, því sjálfum liði 'sér að minnsta kosti svo illa, ef þannig væri ástatt, að hann væri búinn að fyrirgefa og taka í sátt á samri stund. Síðast liðið sumar fylgdi Bjarni mér ókunnugum að heiman frá sér, þar sem ég hafði gist. Þegar við komum á hæðina handan dalsins, gegnt Ásgarði, fórum við af baki. Bjarni horfði heim að bænum, á túnið, ávöxt hans eigin vinnu, húsin og skepnurnar í kring. Mér varð litið á hann. Mér sýnd ust tvö skær tár blika í bláum, tindjrand'i augujm hans þegar hann sagði: „Sárt væri að fara frá því öllu saman.“ Ég spurði, hljóðlega hversvegna honum dytti slíkt í hug. „Þegar engmn fæst til að yrkja jörðina, hættir hún að veita okkur líf og mögu- leika til framþróunar,“ svaraði hann. Ég þóttist skilja hann, og nú þakka ég þeim alvalda, að til slíks þurfti ekki að koma, ‘meðan hans naut við. Og nú liggur líkami þessa ágæta manns, moldu hulinn, í sveitinni, sem hann unni hug- Fallegt úrval. Grettisgötu 57. ástum og sem sjálf ber bezt vitnið um starf hans og þrek. Arfurinn, sem hann skildi æskunni eftir, er mikill og á- byrgð þung hvílir henni á herð- um, að hún taki upp fánann, þar sem hann var eftir skilinn — hefji hann og beri fram til sigurs yfir öllu því, sem slíta ,vfll lífsvaðinn milli mannsins og móður jarðar, sem Bjarni í Ásgarði varði kröftum sínum við að styrkja. Fallega ,stóra tréð við pró- fastsbústaðinn að Hvammi breið ir lim sitt yfir hvílu hins veg- móða. Blærinn ofan úr hlíð- inni tignarlegu leikur í laufi þess og ég veit að hann hvíslar út í blámann: „Sofðu, sofðu, þú þreytti sónur foldarinnar. Þú varst trúr þínu göfuga hlut- skipti, enda munt þú, að laun- um, hljóta eilíft líf í landi al- sælu, umvafinn kærleika æðri máttar.“ , Ég tek undir með Jóni vini mínum frá Ljárskógum þegar hann í minningarkvæðinu frá- bæra eftir Bjarna í Ásgarði, segir: ,,.... það var eins og Ðalirnir breyttu um blæ, þegar Bjarni var sigraður — dáinn“ 7. sept. 1942. Gunnar Stefánsson. SAMVERKAMENN ROOSEVELTS. (Frh. af 5. síðu.) tucky, tryggur fylgismaður við- reisnarstefnu Roosevelts, Sam Rayburn, hinn sköllótti þing- forseti, John McCormack frá Massachushett, forystumaður eildarmeirihluta, T. Connally, formaður utanríkismálanefndar senatsins; hann kemur oft í Hvíta húsið. Forsetanum fellur líka vel við Charlie McNary frá Oregon, leiðtoga minnihlutans. Ekki er hægt að telja ráð- gjafa forsetans án þess að nefna frú Eleanor Roosevelt, konu hans. Menn deila um það, hversu mikil áhrif hún hafi á forsetann með ráðleggingum sín um, en talið er, að hún hafi markað stefnu hans í ýmsum málum. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) tekur með hangandi hendi á því gerræði, sem launþegarnir eru beittir nú. MIG FURÐAR STÓRLEGA á sofandahætti og sinnuleysi neyt- enda og launþega í þessum mál- um. Stjómmálalegur vanþroski þeirra virðist ekki ríða við ein- teyming, ef þeir halda áfram á sömu braut og verið hefir. Geta þeir til langframa verið leiksopp- ar, eins og við síðustu kosningar? Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.