Alþýðublaðið - 15.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.09.1942, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagtir 15. september 1942«. jp.!j)t§kéldHÍ> Útgefandi: Alþýðuflobkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Kitetjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900' og 4906. . Verð í Iausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. TillSgar ÁlfePn- UðkksiBS. ; , - 'f —. r r ÞAÐ eru alls engar ýkjur, að tillögur Alþýðuflokks- ins um lausn vandamálanna, sem birtar voru í Alþýðublað- inu á sunnudaginn, séu einu já- kvæðu tiliögurnar, sem fyrir iiggja, um ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna og af- stýra yíixvofandi hruni af henn- ar völdum. Verðbólguflokkarnir, Fram- sóknarilokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurirm, eru í dag jafn úr- ræðalausir og þeir hafa alltaf verið. Þrátt fyrir upplausn gerð ardómsins og allt það öngþveiti, sem hann hafði í för með sér, virðist Framsóknarflokkurinn ekkert haía til dýrtíðarmálanna að leggja, enn sem komið er, annað en endumýjun Ixans í ein- hver.-i rnynd. Sjálfstæðisflokk- urým hefir-aftur á móti að visu neyðst til þe.ss að viðurkenna gagnsleysi gerðardómsins í bar- áttunni gegn úýrtiðinni og géf- ið hann upp á bátinn. En hann hefir hingað til engar tillögur haft fram að bera um það, hvað koma skuli í staðinn til þess að stöðva verðbólguna. Um Kommúnistaflokkinn er hinsvegar það að segja, að hann hefir aldrei borið fram frá eig- in brjósti neinar raunhæfar til- lögur m ráðstafanir gegn verð bólgunni. Því að þær tillögur, sem hann flýtti sér að birta í Þjóðviljanum á sunnudaginn, eftir að búið var að boða tillög- ur Alþýðuflokksins og sama daginn og þær birtust í Alþýðu- blaðinu, eru í aðalatriðum ekk- ert annað en gamlar og nýjar tillögur Alþýðuflokksins. Er það að vísu dálítið broslegt, að Kommúnistaflokkurinn, sem með svo miklum þótta talaði um „kák“ Alþýðuflokksins við síðustu kosningar, skuli þegar til kemur t kki hafa neitt annað fram að bera en hánn. En hins vegar er að sjálfsögðu ekkert nema gott um það að segja, ef Kommúnistaflokkurinn hefir nú ákveðið að taka undir til- lögur Alþýðuflokksins í dýrtíð- armálunum, eitir að hann virð- ist vera kominn að þeirri niður- stöðu, að um aðrar raunhæfar tillögur af hálfu verkalýðshreyf ingarinnar og launastéttanna geti ekki verið að ræða í þeim málum. * En nú munu vafalaust ein- hverjir koma og segja: Það er að vísu gott og blessað að leggja fram skynsamlegar tillögur um iausn vandamálanna. En hvaða Gylffi Þ. Gíslason: Félagsmál á íslandi. Félagsmál á íslandi. Gefið út af félagsmálaráðuneyt- inu. Beykjavík 1942. — Ríkisprentsmiðjan Gutan- berg. NÝLEGA er komið út all- mikið rit um félagmál á íslandi, og er það gefið út af félagsmá'laráðuneytinu, en Jón Blöndal cand. polit. hefiir ann- azt ritstjórn þess. Ritið er sam- ið að tilhlutun fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, Stefáns Jóh. Stefánssonar, og ritar hann for- mála fyrir því. Um síðastliðin áramót ákvað fjármálaráðherra hins vegár að fresta útgáfu rits- ins, og kom það því ekki út fyrr en nú nýlega. Einn helzti mælikvarðinn á þjóðfélagsþoska og efnalega menningu þjóða er það, hvernig þær skipa félagsmálum sínum, en félagsmál eru þau mál, er snerta kjör hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins og sambúð þeirra, og þó einkum og sér í lagi kjör hinna fátækari stétta og sam- búð þeirra við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Allar ráðstafanir, sem miða að því að bæta kjör hinna efnaminni stétta og sam- búð þeirra við aðrar stéttir, eru því félagsmálaráðstafanir, og varla mun um það deilt nú á tímum, að telja beri þjóðfélags- þroska og efnalega menningu þjóða þéim mun meiri, sem meira er um slíkar ráðstafanir. Félagsmál hverrar þjóðar eru svo þýðingarmikill þáttur þjóð- félagsmála hennar yfirleitt, að mjög er gagnlegt, að til séu greinargóð yfirlitsrit um það, hvernig þessum málum er skip- að. í nágrannalöndunum hafa slík rit verið gefin út á síðari árum: Hér á landi hefir van- hagað um slíkt rit, en úr því hefir nú verið bætt. Kaflar ritsins eru tólf og fjalla um alla helztu þætti fé- lagsmálanna nema heilbrigðis- málin. Upphaflega mun hafa verið ráð fyrir því gert, að einn kaflinn fjallaði um þau. Rit- aði Vilmundur Jónsson land- læknir þann kafla, og skyldi hami jafnframt sérprentaður og verða fylgirit heilbrigðisskýrsln anna. En þar eð útgáfu ritsins var frestað, svo sem áður er getið, kom sérprentunin út á undan heildarritinu, og hefir þessi kafli ekki verið prentaður í því, Hefði hann orðið lengsti kaflinn og rúmur þriðjungur ritsins. Þótt ritgerð þessi um skipun heilbrigðismálanna hafi þegar verið komin út sérprent- uð, hefði ég talið æskilegra, að hún hefði jafnframt verið prent uð sem kafli í félagmálaritinu, enda er hún stórfróðleg, og heilbrigðismálin auk þess sá þáttur félagsmálanna, sem hér á landi virðist fullkomnastur, og standa íslendingar jafnvel nágrannaþjóðunum framar um sumt í þeim málum. / Af einstökum höfundum fé- lagsmálaritsins hefir ritstjór- inn, Jón Blöndal, ritað mest í það. Ritar hann kaflana um fé- lagsmál og félagsmálalöggjöf, útgjöld hins opinbera til félag- mála, mannfjöldann, atvinnu- og tekjuskiptinguna, atvinnu- leysismál, kaflana um fram- færslukostnaðinn og vísitöluna og alþýðutryggingarnar að mestu leyti og hluta kaflans um byggingarmál alþýðu. Eru ritgerðir hans állar mjög skýrar og fróðlegar, enda virðast þær skrifaðar af vind- virkni og staðgóðri þekkingu á því, sem um er rætt, bæði þegar um fræðileg og hagnýt efni er að ræða. Þó kann ég ekki alls kostar við, að orðið félags- málapólitík sé notað sem þýð- ing á Socialpolitík, einkum þar sém Socialpólitík þýðir tvennt, þ. e. a .s. annars vegar fræði- greinina um félagsmálin og hins vegar aðgerðir eða ráð- stafanir í félagsmálum. Hefði mér fundist heppilegra að nota orðið félagmálafræði fyrir Socialpolitik í fyrri merking- unni, en fyrir Socialpolitík í síðari merkingunni hefði mátt nota félagsmálaráðstafanir eða félagsmálaaðgerðir og í vissri merkingu jafnvel félagsmála- stefnu. Þótt fyrri orðin séu að vísu allöng, eru þau lítið eða ekkert lengri en orðin félags- málalöggjöf og félagsmálaráð- ráðherra, sem bæði virðast orð- in föst í málinu. Fyirsti kafli ritsins, sem er eins konar inn- gangur og fjallar almennt um félagsmál og félagsmálalöggjöf, er mjög skýr, og í kaflanum um útgjöld hiris opinbera til félags- möguleikar eru þá á því, að þær verði framkvæmdar? Þeirri spurningu verður ekki svarað á annan hátt en þann, að framkvæmd þeirra tillagna, sem Alþýðuflokkurinn hefir nú lagt fram, sé fyrst og fremst undir því kominn, hvort honum vex fylgi við þær kosningar, sem nú fara í hönd, eða ekki. Það er réttur og skylda hvers flokks í þingræðislandi, að leggja tillögur sínar um lausn aðkallandi vandamála fyrir þjóðina við almennar kosning- ar. En að sjálfsögðu er það fyrst og fremst undir hennar undir- tektum komið, hvort 'þær til- j lögur ná fram að ganga, eða i ekki. Komi Alþýðuflokkurinn sterkari út úr kosningunum í haust, en hann er nú, er mikil von til þess, að nú loksins verði farið inn á þær brautir í barátt- unni gegn verðbólgunni, sem hann hefir bent á og til árangurs geta leitt, en aðrir flokkar hing- að til hindrað að farnar væru. Fái Alþýðuf lokkurinn hinsvegar ekki þann liðsauka við kosning- amar, sern til þess þarf, þá verð- ur hann ekki um það sakaður, þótt áfram verði haldið á braut verðbólgunnar þar til allt er komið í eindaga og hnmið byrjað. mála er mikill tölufróðleikur. í kaflanum um mannfjöldann og atvinnu- og tekjusldpting- una, en þær eru því miður ekki eins fullkomnar og æskilegt hefði verið, en ekki er það sök höfundar, því að hann hefix unnið úr öllum skýrslum, sem til eru um þetta efni. Er mjög aðkallandi, að fullkomnari skýrslum sé safnað mn þessi atriði en nú á sér stað, og er nauðsynlegt, að hagstofunni verði gert kleift að afla slíkra skýrslna. Kaflinii um fram- færslukostnaðinn og vísitöluna mun að sjálfsögðu vekja at- hygli, þar eð þar er skýrt ræki- legar en áður hefir verið gert frá útreikningi vísitölunnar, sem launþegar alliif eiga nú svo mikið undir. Vísitölurnar um kaupmátt tímakaupsins frá 1914 eru mjög athyglisverðar. Torfi Ásgeirsson hefir ritað þann hluta þessa kafla, sem fjallar um búreikningana, og gert það mjög skilmerkilega, en Jóhann Sæmundsson ritaði það, sem sagt er um hitaeining- ar í fæðu þeirra, sem héldu búreikningana.1 Kaflinn um al- þýðutrygginganar er og mjög glöggt yfirlit um tryggingarlög- gjöfina og framkvæmd hennar, og hafa þeir Haraldur Guð- mundsson forstjóri og Svérrir Þorbjarnarson hagfræðingur ritað hluta þessa kafla. Jónas Guðmundsson, eftir- litsmaður sveitarstjórnarmál- efna, hefir ritað kaflann um fátækraframfærsluna, og er þar gerð ýtarleg grein fyrir þróun framfærslumálanna og skipun þeirra nú. Sverxir Kristjáns- son sagnfræðingur skrifar um vinnuvernd og Símon Jóh. Ágústsson dr. phil. um barna- vernd, og eru báðar ritgerðirn- ar mjög vel ritaðar. Ég hefði gjarnan kosið, að ritgerð Jóns Blöndals um atvinnuleysismál- in hefði verið lengri, sérstak- lega sá kafli hennar, sem fjallar um orsakir atvinnuleysis og mögulegar ráðstafanir gegn því, enda er rnjög æskilegt, að al- menningur eigi kost á sem mestri fræðslu um þau efni. Skúli Þórðason magister ritar um félög verkamanna og at- vinnurekenda, og er það ef til vill sá kafli bókrinnar í sem erfiðast hefir verið að rita frá því sjónarmiði, að jafnan verður að sjálfsögðu að gæta fullkomins hlutleysis í frásögn og málsmeðferð. Yfirleiti fellir höfundurinn enga dóma, held- ur skýrir einungis frá stað- reyndum, og er vel, að svo sé, enda kaflinn hinn fróðlegasti. Guðmundur I. Guðmundsson hæstaréttarmálaf lutnin gsmað- ur ritar um deilumál verka- manna og atvinnurekenda og gefur glöggt yfirlit um lögin um stéttarfélög og vinnudeilur. Steingr. Steinþórssou búnaðar- málastjóri og Jón Blöndal rita (Frh. á 6. síður) GLÍMUSKJÁLFTI kosning- anna, sem fram undan eru, er nú að byrja að gera vart við sig í blöðunum. í gær birti Vísir til dæmis eftirfarandi leiðara, sem gefur nokkra inn- sýn í sálarástand Sjálfstæðis- flokksins hér í Reykjavík um það bil, sem hann er að ganga út í kosningabaráttuna: „Um næstu helgi eiga framboðs- listar til þingkosninganna að vera komnir fram hér í bænum Er að- eins vika til stefnu og lítill undir- búningur hafinn enn. Fyrir Sjálf- stæðisflokkinn var sá árangur, sem fékkst hér í bænum við kosn- ingarnar, allt annað en glæsileg- ur, þar sem flokkurinn fékk 8801 atkvæði á móti samanlögðu at- kvæðamagni andstæðinganna, sem var 10 280 atkvæði. Þegar frá eru dregnar síðustu bæjarstjómarkosn ingar, hefir flokkurinn um laxigt skeið haft meiri hluta atkvæða á móti öllum andstöðuflokkum til samans. Nú hefir á þessu orðið breyting, sem orðið getur örlaga- rík fyrir þetta bæjarfélag, ef ekk- ert er að gert. Það stoðar ekkert annað en horfast í augu við staðreyndirnar. Fylgi flokksins í bænum hefir minnkað, hvort sem það er stund- ar fyrirbrigði vegna óánægju margra kjósenda eða stefnubreyt- ing í stjórnmálunum. En hver sem ástæðan er, verðúr fyrst og fremst að gera sér grein fyrir því að hér þarf nýtt átak. Straumbreytingu verður ekki komið á með því að láta sem ekkert væri, með því að látast ekki taka eftír þvi, að áhrif flokksins í bænum eru í hættu og viðurkenna ekki staðreyndirnar þangað til allt er komið í óefni. Síðustu kosningar hér í bænum hafa sett upp greinilegt hæth’- merki fyrir flokkinn. Ef því verð- ur ekki sinnt nú, er líklegt að það verði enn greinilegar í þeim kosn- ingum, sem nú fara í hönd. Það verður að sameina kraft- ana til þess að straumurinn beiuist aftur í rétta átt. En til þess a® hægt sé að sameina alla krafta- flokksins hér í bænum, verður að taka tillit til þeirra orsaka, sem urðu þess valdandi, að fjöldi af kjósendum flokksins tók ekki þátt í kosningunum í vor. Ein af aðal- orsökunum er mjög útbreidd óá- nægja kjósendanna með framboð- in til síðustu alþingis- og bæjar- stjórnarkosninga. Það er vonlaust að ætla sér það, sem virðist vaka fyrir sumum mönnum, að taka ekkert tillit til kjósendanna, hversu skýrt sem merkin tala, og láta allt hjakka í sama farinu. Þeir, sem traustast veita fylgið, eru oftast allra mamia þolinmóð- astir og seinþreýttir til vandræða, en svo lengi má vega í hinn sama knérunn, að þolinmæðina bresti, og þá er of seint að snúa við blað- inu. Þetta verða menn að gera sér ljóst. Þroskaða kjósendur er ekki hægt að fara með eins og þeir séu ævarandi flokkseign." Eitthvað hlýtur nú að ; inga á í flokknum þeim, þegar menn eru farnir að gerast svo ber- orðir um óánægjuna í sjálfum blöðum hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.