Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.09.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 18. september 1942». Uppgj5fin fyrir valdboði setuliðsins: Konnnúnistar reyna að velta byrgðinni yfir á verkamenn. .... En aðeins 250 Dagsbrúnarmenn af 3000voru á fundi og aðeins 60 — 70 kommúnistar par af greiddu uppgjðfinni atkvæði! Signrður Jónas- son genginn í Al- Mðnflektinn. C IGURÐUR JÓNASSON ^ forstjóri gekk í Alþýðu- flokkinn í gærkveldi. Var hann tekinn í flokkinn á hin- nm sameiginlega fundi flokks félaganna í Iðnó. Þessi fregn mun ekki koma jnÖnnum á óvart. Sigurður sagði sig úr Framsóknarflokkn- um í vetur, vegna stefnubreyt- ingar þess flokks í íhalds- og afturhaldsátt. En Sigurður lagði áherzlu á það, að flokkur- inn héldi fast við hina upp- runalegu stefnu sína sem frjáls- lyndur vinstriflokkur. Var almennt búizt við því, eftir úrsögn Sigurðar úr Fram- sóknarflokknum, að hann myndi ganga í Alþýðuflokkinn, sem hann áður fyrr var í og alltaf mun hafa borið hlýjastan ‘hug til, þó að leiðir skildi um nokkurra ára skeið. Nú er Sigurður Jónasson aft- ur genginn í sinn gamla flokk og mun honum áreiðanlega verða fagnað þar. ðeirðir á veitinga- Msi í fyrrakvðld. I FYBRAKVÖLD á tólfta tímanum kom til átaka xnilli ameríkskra hermanna og íslendmga í veitingahúsi hér vlð Thorvaldsensstræti. Höfðu ryskingarnar byrjað með því, að ameríkskur her- maður sló íslending, sem var þarna inni, en hann sló her- manninn aftur. Komu þá félag- ar hermannsins þarna að og stilltu til friðar. En skömmu seinna kom ann- ar hermaður að borði íslending- anna og kvaðst ætla að jafna reikningana. Kom þá til átaka á ný og barst leikurinn út á götu. Kom lögreglan þá á vett- vang og stillti til friðar. P ORYSTUMENN KOMMÚNISTA, sem svínbeygðu sig fyrir valdboði ameríksku setuiiðsstjórnarinnar um kaup og kjör verkamanna í setuliðsvinnunni, eru nú orðnir skelkaðir við óorð það, sem þeir hafa fengið af framkomu sinni, og þá miklu óánægju, sem þeir hafa orðið varir við hjá verkamönnum. Það kemur mjög greinilega í ljós í for- ystugrein Þjóðviljans í gær, þar sem þeir eru að reyna að velta ábyrgðinni á uppgjöf sinni og svikum yfir á verka mennina í Dagsbrún! Þjóðvilj inn ræðst í þessu sambandi á Alþýðublaðið og segir, að það sé ,,að reyna að læða því inn, að Dagsbrú-nar- stjórnin hafi svikið verkamenn með því að fyrirskipa ekki verk- fall í setuliðsvinnunni“. Og ennfremur segir Þjóðviljinn: ,,Hér er í rauninni verið að ráð- ast á alla Dagsbrúnarmenn og bregða þeim um svik við verka- lýðinn og þjóðarheildina með því að samþykkja tillÖgur Dagsbrúnarstjórnarinnar í þessu máli.“ 1 Ú!t af þessum auðvirðilegu blekkingartilraunum kommún- istablaðsins skal það tekið fram, að Alþýðublaðið hefir ekki svo mikið sem minnzt á það, að Dagsbrúnarstjórnin hefði átt að fyrirskipa verkfall í setuliðs- vinnunni. Það sem Alþýðublað- ið hefir fordæmt, er sú fram- koma kommúnista, sem eins og allir vita eru ráðandi í Dags- brúnarstjóminni, að svínbeygja síg fyrir valdboði setuliðsins- stjórnarinnar um kaup og kjör verkamanna, leyfa formlega að unnið sé samkvæmt taxta hennar, og gefa á þann hátt Imi frá Mfila lætíi ekbi á bæjar stjéraarfHniiaan OVENJUMARGT áheyr- enda var á bæjarstjórn- arfundi í gær. JÞó lágu ekki nein merkileg mál fyrir fund- mum og ekkert gerðist þar, sem í frásögur er færandi. Líklegt er, að brottför Árna frá Múla hafi valdið þessari aðsókn á hæjarstjórn- arfundinn, enda fjölmenntu þangað fyrst og fremst ýmsir áhugamenn úr Sjálfstæðis- flokknum, kosningasmalar hans og nokkrir aðrir starfs- menn. En þeir urðu fyrir mikliim vonbrigðum. Ámi frá Múla, hinn nýi liðsmaður Þjóðólfs og andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins, bæjarfulltrúi og lóðið á vogarskálinnl milli flokkanna í hæjarstjóm, mætti ekki á fundinum, hvort sem hann ætlar að halda þeim hætti á næstu fundum eða gefa hinum gamla flokki sínum sæti sitt. raunverulega upp samningsrétt verkalýðsins, sem ekki veltur minna á, að gej-ður sé gildandi gagnvart setuliðsstjórninni, en íslenzkum atvinnurekendum. Hversvegna mótmæltu ekki kommúnistar skýrt og skorinort valdboði herstjórnarinnar, eins og Alþýðusambandið gerði? Hvers vegna sneri Dagsbrún- arstjói'nin sér ekki til ríkis- stjórnarinnar og heimtaði, að hún verndaði samningsrétt verkamanna í viðskiptunum við hið erlenda setulið? Og hvers vegna ráðfærði Dagsbrúnarstjórnin sig ekki við stjórn Alþýðusambandsins, sem hún vissi þó, að hafði hagsmuna allra annarra verkalýðsfélaga á landinu að gæta gagnvart setu liðsstjórninni? í stað. þess að gera allt þetta, sem sjálfsagt var, og neita al- gerlega að viðurkenna valdboð setuliðsstj órnarinnar, ákváðú kommúnist., að beygja sig fyrir því, a-3 láta af hendi við her- stjórnina sam'ningsrétt verka- lýðsins, og afsökuðu þessa upp- gjöf sína með fylgi við „málstað bandamanna“, „baráttu gegn fasismanum” og umhyggju fyrir „landvarnarvinnunni“, — rétt eins og vekalýðurinn gæti ekki verið fylgjandi „málstað banda manna“ nema því aðeins, að hann afsalaði sér samningsrétt inum um kaup og kjör í setu- liðsvinnunni!! Og svo þegar kommúnistar verða varir við fyrirlitningu verkamanna fyrir þessum und- irlægjuhætti þeirra og heyra gagnxýnina úr öllum áttum, þa segja þeir, að með þeirri gagn- rýni sé verið „að ráðast á alla Dagsbrúnarmenn“!! Nei, það er ekki til neins fyrir kommúnista að ætla að velta ábyrgðinni á aumingja- skap sínum og svikum við samningsrétt verkalýðsins yfir á verkamennina í Dagsbrún. f Dagsbrún eru meira en 3000 verkamenn. En á Dags- torúnarfundinum síðastliðinn sunnudag, þar sem kommún- istar létu samþykkja uppgjafar tillögu sína, voru ekki nema í hæsta lagi 250 verkamenn mættir. Og af jþeim gcteiddu ekki nema 60—70 atkvæði á með uppgjöfinni fyrir vald- boði setuliðsins. Nokkrir greiddu atkvæði beinlínis á móti, en langflestir sátu hjá. Framhald á 7. sfðu. Vísitalan fyrir septem ber reyndist 210 stig! .... 15 stigum iiærrl en i ágilst. —•—.■». Þó er hækkun kjötverðsins og mjólk urverðsins enn ekki reiknuð með. VÍSITALAN fyrir september hefir nú verið reiknuð út. Hún er 210 stig. Hún hefir hækkað um 15 stig frá ágústvísitölu. Er þetta mesta hækkun vísitölunnar, sem orðið hefir á nokkrum einum mánuði Þeir, sem fá kaup sitt útborgað fyrirfraln, fá þessa vísitölu með í kaupi sínu um næstu mánaðamót. En þeir, sem fá kaup sitt borgað eftir á, fá þessa vísitöluhækkun ekki fyrr en um mánaðamótin nóvember—desember. Þá hefir húsaleiguvísitalan verið reiknuð út, og er hún 125 stig. Kemur þessi hækkun ekki fram fyrr en í næsttt kauplagsvísitölu. Mun hún hælcka hana um 2 stig. Hækkim vísitölunnar stafar að mestu af verðhækkun á kartöfliun, kolum, brauði, fatnaði og ýmsu fleiru. Hin nýja stórkostlega verðhækkun, sem orðið hefir á kjöti og mjólk, kemur ékki fram í vísitölunni fyrr en næst, þegar hún verður reiknuð út, af því að verðhækkunin var ekki ákveðin fyrr en eftir 1. september. Samkvæmt þessu verða allir þeir mörgu launþegar, sem fá kaup sitt borgað eftir á, að borga verðhækkunina á þessum matvörum í heilan ársfjórðung, áður en þeir fá það upphætt með vísitölunnL Sjá allir sjálfir, hversu óþolandi þetta er. Enginn verka- maður fær þessa verðhækkxm á kjöti og mjólk uppbætta fyrr en með fyrsta vikukaupi sínu í nóvembermánuði, og enginn starfsmaður annar, sem fær kaup sitt greitf eftir á, íær hana uppbætta fyrr en fyrsta desember, eða þremur mánuðum, heilum ársfjórðungi, eftir að verðhækkunin gekk í gildi, og má mikið vera, ef þá verður ekki komin enn ný verðhækkun á þessum og öðrum nauðsynjum almennings. \ V \ V V V \ * \ V V V V \ \. V \ V V \ V V s \- \ k y ú Mokkur verkalýðsfélðg ræða dýrtíðarnaálin. WiSJa efna til wiltækari ráðstefnn nm þan mál síðnr. TVÆR ÁRÁSIR voru gerðar á konur hér í bænum í íyrrinótt. Hlutu báðar töluverða áverka á höfuð, en þó ekki hættulega. Virðist mjög varhugavert fyrir konur að vera einar seint á ferli á götum bæjar- ins. Talið er að annar árásarmað- urinn hafi verið hermaður, en hinn íslendingur. Hvorugur þeirra var fundinn í gærkv., er Alþýðublaðið hafði síðast spurnir af. Rannsóknarlögreglan skýrir svo frá: Klukkan 1,10 aðfaranótt fimtudags kom Guðríður Sveins dóttir, Höfðaborg 75, í varð- stofu lögreglunnar og skýrði svo frá, að þá nokkru áður hefði hún verið á leið heim til sín og verið að beygja af Suður- landsbraut og inn á veg, sem liggur að Höfðaborg. Vissi hún þá eigi af fyrr en ameríkskur hermaður réðst á hana umsvií'a- laust, og án þess að nokkur orðaskipti hefðu farið á milli þeirra og barði hana í höfuðið. Sleit hún sig lausa af bermann- j ■■ • inum, enda komu menn að í þessu. Guðríður var með áverka á höfði, er hún kom í varðstof- una. Var náð í næturlækni og gerði hann að áverkanum, en síðan var Guðríði ekið heim til hennar. Ameríkskir og íslenzkir lög- regluþjónar fóru þegar á vett- vang og leituðu árásarmanns- ins, en árangurslaust. Málið er enn í rannsókn. Klukkna 1,10 aðfaranótt fimmtudags kom Elín Margrét Karlsdóttir, Norðurbraut 17 í Hafnarfirði, í varðstofu lögregl- unnar hér í Reykjavík og til- kynnti að klukkan 12,15 eftir miðnætti hefði hún verið á gangi á Óarónsstíg og hefði þá maður nokkur ráðizt á sig og barið sig í höfuðið. Féll Elín við það í öngvit, en maðurinn hvarf. Ekki kvaðst hún geta lýst honum, en taldi að þetta hefði verið íslendingur, eldri maður í gráum frakka. Elín var með áverka á höfði, er hún kom í varðstofuna, og gerði næturlæknir að honum. Þetta mál er einnig í rann- sókn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.