Alþýðublaðið - 24.09.1942, Page 6
COBRA
Skðáburður.
Gólf- og bilabón.
fægilðour.
^»##,^»#^^#^«m*#»#^‘#«##*«#><*»«#'#’#'#'#^'»i»»»*»|»<#
5000, oo
:; lyrirframgreiðsla fyrir eitt
: stórt herbergi og eldhús.
j Uppl. í síma 5867 og 4577.
Sendisvein
vantar strax.
Verzl. FRAMNES
Framnesvegi 44. Sími 5791.
Stúlkur
vantar nú þegar til iðn-
aðar.
Magni h.f.
Þingholtsstræti 23.
SendMnn
óskast strax.
Jóh. Karlsson & Co.
Þingholtsstræti 23.
BÆJARBÚAR!
Sendið mér fatnað yðar, þeg-
ar þér þurfið, að láta pressa
eða kemisk hreinsa. Fljót
afgreiðsla í
Fatapressun P. W. Biering
Smiðjustíg 12.
Gardínuefni
KjÓLAEFNI
PRJÓNA-VELOUR
UNDIRFATA-SATIN
WIMtOlVIMtHM' iHI rflMM. IHHHIt )
AL>YÐUBLAÐ2Ð
Fiinmtudagitr 24. sept. 1542.
HúsnælHsvandræðin.
3 stiilkur óskast
strax í Kaffibrennslu
Gunnlaugs Stefánssonar.
Sími 4290.
Framh. af 4. síðu.
af um seinan og alltaf af of
skomum skammti. Þá hæfði skel
kjafti. Mótbárur einstafcra í-
haldsmanna vissi ég að voru
eitthvað á þessa leið, og þá ef-
laust einnig fulltrúa þeirra í
bæjarstjórn: Þetta er ekki hægt;
óframkvæmanlegir dagdraum-
ar. Tillögunum er kastað fram
alveg út í bláinn til atkvæða-
veiða, en ekki af því, að þeim í
Alþýðuflokknum sé alvara í
huga. En þetta er alvara og
þetta er framkvæmanlegL Það
er ekki hið eina nauðsynlega,
að óviðkomandi og óþekkt fólk
sé sett, þá oftast án vilja hús-
eigenda, inn í húsnæði í húsum
þeim, sem ein fjölskylda bygg-
ir, og sem aflögufær væri um
húsnæði. Hitt er sönnu nær, að
þegar sannað þætti, að í ein-
hverju húsi væri húsnæði af-
lögu, þannig, að hægt væri að
koma þar inn húsnæðislausu
fólki, þá væri viðkomandi hús-
eiganda gert að skyldu að leigja
umrætt húsnæði út, að við-
lögðum viðurlögum, innan ein-
hvers ákveðins tíma. *Ef öruggt
vaeri, að fram hjá slíku yrði ékki
komizt, myndi húseigandinn
að sjálfsögðu taka einhverja sér
nákomna eða sem hann þekkti,
inn í húsið, í aflöguhúsnæðið,
þótt viðkomandi hefði á leigu
húsnæði annars staðar í bænum,
þá oft í leiguhúsi. Hið síðar-
nefnda húsnæði losnaði þá, og
gætu viðkomandi yfirvöld þá
ráðstafað þeirri íbúð handa hús-
villingum. Þannig mundi málið
leysast mjög sársaukalítið, en
gæti haft hinar stórkostlegustu
afleiðingar í þá átt að draga úr
vandræðunum.
Mér hefir orðið tíðrætt um
þetta atriði, enda álít ég það hið
mikilvægasta, sem hægt er að
gera, og það, sem gera þarf þeg-
ar í stað.
Hver er þá þáttur bæjar-
stjórnaríhaldsins í vandræða-
máli þessu? Þögn, úrræða- og
framkvæmdaleysi og frámuna-
legur silakeppsháttur og skrif-
finnska. Og hvað hefir sú skoð-
un margra við að styðjast, að af
þess hálfu sá rekinn skipulegur
áróður til þess að leyna vand-
ræðunum og öngþveitinu, vegna
þess, að það sjái engin ráð til
foóta? Ég skal reyna að skýra
þau sjónarmið.
' Í. Reynt er að læða út meðal
almennings, að niðurstöðutolur
þær, sem birtar voru að athug-
un minni á skýrslum þeim lok-
inni, sem safnað var 20. til 25.
júlí s. 1. um húsnæðislust fólk,
séu að verulegu leyti rangar.
Þ. e., að raunverulega húsvillt-
ar fjölskyldur séu ekki nema
um 140 í stað 351, eins og ég
hélt fram. Það leiðasta við þetta
pukur er, að það er haft eftir
starfsmönnum bæjarins sjálfs
og sagt Pétri og Páli sem dýr-
mætasta leyndarmál.
2. Byggingarfulltrúi bæjarins
birtir í blöðunum lista yfir svo
og svo mörg hús, sem fullgerð
eiga að verða 1. janúar n. k.
Tala þeirra er há að því er hann
segir, en bamalegt af manni með
heilbrigða skynsemi og vel það,
að láta sér detta í hug að telja
húsnæðislausu fólki trú urn, að
áætlanir um byggingafram-
kvæmdir standist nú til dags.
Listi þessi eða skýrsla er því al-
röng, að svo mikki leyti sesm hún
á að verka til þess að sannfæra
fólk um, að á næstunni komi
undir þak húsnæði, sem nægi
fyrir húsvillta Reykvíkinga.
3. í blöðum Sjálfstæðis-
flokksins, flokksins, sem ræður
mönnum og málefnum í bæjar-
stjórn, hafa birzt stórletraðar
fyrirsagnir um allan þann f jölda
utanbæjarmanna, sem flutzt
hafi búferlum til bæjarins upp
á síðkastið og sölsað undir sig
húsnæði bæjarbúa. Ég hefi upp
á eigin spýtur rannsakað lítil-
lega, hve áreiðanlegar skýrslur
um þetta eru, með því að fara í
þau hús, þar sem utanbæjar-
mennirnir eru taldir til heimilis.
Hefir sú litla rannsókn leitt í
ljós, að af þeim 30 utanbæjar-
mönnum, sem ég af handahófi
leitaði uppi, er ekki einn einasti
í bænum nú. Hitt er annað mál,
að þeir, sem utan af landi
flytja til bæjarins og peninga-
ráð hafa, kaupa sig inn í húsin.
Þ. e. kaupa hús og flæma með
einhverjum ráðum leigutaka úr
húsunum, innanhéráðsfólk, og
taka þannig húsnæði frá bæjar-
mönnum. Til þess að fyrirbyggja
þetta og ýms önnur vandræði,
verður að banna sölu húseigna
nema undir alveg sérstökum
kringumstæðum, sem þar til
kvaddir hlutlausir menn meta
gildar.
4. Af hverju var því haldið
fram af venzlamönnum bæjar-
stjórnarmeirihlutans, að hús-
næðisleysið haustið 1941 stafaði
af veru setuliðsins í f jölmörgum
íbúðum, þegar hver heilvita
maður gat séð, að þótt þeir hefðu
allir rýmt þá þegar, íbúðir þær,
sem þeir höfðu á leigu, var það
eins og upp í nös á ketti, miðað
við þörfina? Vil ég með þessum
orðum á engan hátt draga úr
því misrétti, sem setuliðið þá
beitti bæjarbúa, eða afsaka það,
að það skyldi ekki standa við
gefin loforð.
5. Hlýtur það og ekki að
vekja grunsemdir í hugum
marrna, að bærinn skuli bók-
staflega ekkert aðhafast til úr-
v
bóta? I fyrra byggði hann, eða
lét byggja, bráðabirgðaíbúðir.
En nú er ekki hreyfður litli
fingur til framkvæmda, að und
anskildum húsunum á Melun-
um, sem menn geta látið sig
dreyma um í framtíðinni.
Og til hvers eru svo refirn-
ir skornir? Það er auðskilið,
góðir hálsar. Það, sem beinast
liggur við, að gért verði næst í
málinu er, að bæjaryfirvöldin
birti um það yfirlýsingu, að ekk
ert húsnæðisleysi sé hér í bæn-
um, í sama stíl og Egilsstaða-
yfirlýsingin fræga. Spor í
þessa sömu átt virðist og
vera þau ráð, sem vissir
starfsmenn bæjarins eru sagð-
ir gefa húsvilltu fólki, sem
til þeirra leitar um fyrir-
greiðslu. En nokkrir húsnæðis-
lausir, bæði konur og karlar
hafa sagt mér að þegar viðkom-
andi hafi beðið um hjálp eða
fyrirgreiðslu, þá hafi svarið ver
ið það, að hann eða hún skyldi
leita til húsaleigunefndarinnar,
því að hún hefði nóg húsnæði,
og ef hún vildi ekki láta spyrj-
anda hafa það, þá væri það að-
eins af því að gæðingar nefndar
innar ættu að fá húsnæðin. Svo
og að öll þessi vandræði í hús-
næðismálunum væru í raun og
veru því að kenna, að til væri
húsaleigunefnd; hún hefði
aldrei átt til að vera og gerði
ekkert nema illt eitt. Eg vil
ekki trúa, að ábyrgir menn í
starfi hjá yfirvöldum þessa bæj
ar láti sér ‘slík ummæli um
munn fara, og hefi reynt að
segja sögumönnum, að þetta
hljóti að vera á misskilningi
þeirra eða misheyrn byggt. Því
ef satt reyndist, þá væri það
slík gjaldþrotayfirlýsing af
hálfu þeirra, sem innheinat hafa
skattana og skyldurnar, árum
saman, af þessu sama húsvillta
fólki, að þeir um leið segðu
blátt áfram að þeir fengju ekk-
ert, engá vernd, engin hlunn-
indi og enga úrlausn vandamála
sinna, þrátt fyrir peningana,
sem oft með súrum sveita hafa
verið innunnir, og taldir fram á
borð bæjarins af þreyttum, oft
atvinnulitlum höndum, heldur
yrðu þeir að fara út á guð og
gaddinn, þrátt fyrir það, að
nokkum veginn sé öruggt, að
Höfðaborgin er fyrsta flokks
fyrirtæki, sem ætti að gefa bæn
um góðar tekjur í aðra hönd og
borga sig upp á 10—ll árum
eða svo.'Nei, góðir hálsar, það
má nefnilega ekki taka efni til
byggingu slíkra húsa eða ann-
ara frá peningamönnunum, sem
ætla sér að byggja ýmiskonar
iðnaðar-, verzlunar-, eða vöru-
geymsluhús úr því efni, sem
kynni til landsins að flytjast.
Þá þarf' að sjálfsögðu mikið og
gott efni í öll einbýlishúsin,
sem stríðsgróðamennirnir, sem
eru í þessum líka ógurlegu
vandræðum með peningana
sína, eru byrjaðir að byggja eða
ætla að byggja, með sprengju-
heldum loftvarnabyrgjum og
öllu tilheyrandi hinum alvar-
legu tímum, þó að fjölskyldur
mannanna, sem efnið í öll „her-
legheitin" flytja til landsins, og
eru, við það starf, í yfirvofandi
lífshættu hverja mínútu sólar-
hringsins, verði að gista kalda
og regnvota götuna, og kaupið,
sem þeir má, .fyrir áhættuna,
sem þeir takast á hendur, sé
kallað ,,hræðslupeningar“, og í
vændum sé að stöðva sigling-
arnar að mestu vegna nokkurra
króna, sem þeir gjörðust svo ó-
svífnir að krefja útgerðarmenn
ina um, af gróðanum mikla,
sem þeirra eigin áhætta og
starf fær í hendur flibbamönn-
unum.
(Síðari grein á morgun.)
MÁNAÐARDVÖL í SVÍÞJÓÐ
Framh. af 5. síðu.
um, hræra lesendur nærri iþví
til tára.
Mig furðaði á því,. að Svíar
virtust gefa lítinn gaum að
hinni miklutJaðstö ðubreytin g u
bandamanna við það, að Banda-
ríkin fórui í stríðið. En Svíar
eiga engar nýlendur, og áhugi
þeirra er því að mestu léyti
tenædur Evrópu. Líkt og flestar
meginlandsþjóðir, hafa þeir
meiri trú á landher en flota. Hin
venjulegu skeyti um styrjöld-
ina í hinum fjarlægari Austur-
löndum birtust í folöðunum, en
þa-u voru lítið rædd. Ég leit svo
á, að tilkynningum frá banda-
mönnum og möndulveldunum
væri tekið með jafnmikilli
varúð.
HLUTAVELTA!
HLUTAVELTA!
Kvenfélag Hallgrimsklrkju
heldur hlutaveltu í í. R.-húsinu í dag.
Margir ágætir munir, svo sem: Stofuborð, Ljjósakrónur,
Rafmagnslampar, stórt málverk, dilkakroppar, hveitisekkir,
gólfmottur og margt, margt fleira ágætra muna.
Komið og sjáið, þið munið sannfærast.
Húsið opnað kl. 2 e. h.
Inngangur 50 aura. Dráttur 50 aura.
“ "".... HLUTAVELTUNEFND