Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 2
Eitt Ijótasta morðmál, sem um getur í U.S.A. Þann 23. september síóastlilinn var eitt af hneykslanlegustu morðmálum, sem nokkurn tíma hefur komið upp í Minnesota, feki® fyrir rétt í St. Paul. Akærdi er vel efnaiur, ungur maður að nafni Tilmer Eugene Thompson, en hann tryggði eiginkonu sína, Garoi Thompson, fyrir rúmlega milljón dollara og leigði síðan glæpamann til að myrða hana. MRS. THOMPSON var myTt á mjög ógeðfelldan hátt hinn 7. marz á þessu ári. Fyrrverandi boxari og skólaféllagi eigin- mannsms, Norman Mastrian, er ákærður fyrir að' hafa verið milligöngumaður á milli Thomp- son og kolaverkamannsins Dick Andersons, sem samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar hefur ját að að haia framið glæpinn. Mál þetta hefur vakið feiki- lega athygli og fyrst og fremst vegna þess, hve vel stæður Thompson er. Hann var vinsæll lögfræðmgur í heimabæ sínum og áætlað er að hann hafi haft í kringum 12.000 dollara upp úr sér á ári. Kona hans var lagleg og þokkaleg og þar að auki átti hún von á arfi, sem nam um það bil hálfri milljón dollara. Þau hjónin áttu fjögur börn og Thompson naut mikillar virðing ar borgarbúa og trausts félaga sinna. Hann var ungur og fram tíðin brosti við honum. Vegna alls þessa er fólki ó- skiljanlegt hvers vegna Thomp- son breytti, eins og allt lítur út fyrir, að hann hafi gert. Hvers vegna tryggði hann konu sína fyrir 1.061,000 dollara, þegar hún vaTaðeins 34 ára að aldri? Hvers vegna keypti hann, stuttu fyrir handtökuna, sérstakan farmiða, sem gerði honum kleift að fara hvert á iand sem hann vildi taf- arlanst? Hvernig komst Norman Mastri- an, fyrrverandi skólafélagi Thompsons, en seinna boxari og víðfrægur glæpamaður, inn í málið? Hvemig var því háttað, að allur undirheimur St. Pauls vissi fyrir fram, að morðárásin var ráðgerð og hvert fórnar- lambið var? Þessum spurningum verður væntanlega öllum svarað við rétt arhöldin, sem haldin verða gegn Thompson, Mastrian og Ander- son. Það var um morguninn þann 6. marz, sem lögreglan hafði fyrstu afskipti sín af þessu máli, en það er eitt það ljótasta, sem nokkurn tíma hefur verið á döf- inni í allri Ameríku. Thompson lögfræðingur var farinn til vinnu sinnar, börnin farin í skólann og Mrs. Thompson hafði lagt sig aftur. Morðinginn hafði, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, leynzt í kjallaranum. Hann réðist að bráð sinni í svefnherberginu, en hún var ekki auðfengin. ' Hann hafði auðsýnilega ráð- gert, að drekkja konunni í bað- kerinu, sem var fullt af vatni, í þeim tilgangi, að þetta liti út sem slys. En Mrs. Thompson lét ekki drekkja sér. Hún varðist af öllum kröftum og flúði niður stig ann, niður í stofu. Þar náði morð inginn henni og byrjaði að slá hana með þýzkri Lugea-byssu, þangað til vopnið var komið i mola. Þá greip hann hnif úr eld- húsinu og stakk konuna 50 stung um, eða þangað til að blaðið brotnaði og hún féll. En það var ekkert auðvelt verk, að murka líftóruna úr Mrs. Thompson. Á meðan morðinginn fór inn í baðherbergið til að þvo sér um hendurnar komst hún á fætur og reikaði út í snjóinn. — Hún gerði vart við sig í næsta húsi, og enginn kom til dyra. — Þá hélt hún í þarnæsta hús, og þegar húsmóðirin þar lauk upp fyrir henni, gat hún rétt stunið „maður”. og síðan féll hún sam an. Lögreglan hóf víðtækar rann- sóknir í undirheimum borgarinn ar til að grafast fyrir um þetta ódæðisverk. Byssunni hafði ver- ið stolið úr íbúð í Minneapolis og þjófarnir voru hand- teknir og sögðust þeir hafa selt byssuna manni að nafni Mastrian og leigubílstjóra, sem hét Sheldon Morris. Þessir tveir voru handteknir ásamt þriðja manni að nafni Anderson. en hann reyndi að fara í felur í Phoenix í Arizona. f skuggahverfum borgarinnar var talaó um það, að í sambandi við þetta mál, hefðu allir reynt að svíkja hvorn annan. Sagt var, að maðurinn, sem stæði á bak við þetta allt saman, hefði ekki sagt milligöngumanninum um hve miklar fjárupphæð'ir væri að ræða, og milligöngumaðurinn hefði aðeins látið morðingjann fá nokkur hundruð dollara fyrir þetta óþrifaverk. Líklega hefur þetta verið ástæð'an fyrir því, að losnaði um málbeinið í Anderson. Lögreglan segir, að hann hafi játað allt og þess vegna vár rThompson ekki handtekinn fyrr en 14 vikum eftir að morðið var framið, en fyrr hafði Anderson ekki játað. Thompson, þessi 35 ára gamli lögfræðingur, var handtekinn á heimili sínu kvöld eitt í júnímán- uði. Hvers vegna hringduð þið ekki í mig? spurði hann lögreglu mennina, ég mundi hafa komið eins og skot. Nokkrum klukku- stundum áður hafð'i hann ráðið fram úr mjög vandamiklu máli fyrir bæjarstjórnina, en hann var einn af beztu lögfræðingum Dæjarins. Síðan hann var handtekinn, nefur hann dvalið í eins manns klefa í ríkisfagelsinu. Hægt væri að leysa hann út með 100.000 dollurum. en hvorki hann sjálf- ur né aðrir hafa gert nokkra tilraun til þess. LögreglUstjórinn í St. Paul, Lester McAliffe, seg- ist ekki geta séð, að ástæðan fyr- ir glæpnum sé önnur en pening- ar. Einnig er sagt, að lögreglan vonist eftir því, að þessi réttar- höld varpi einhverju ljósi á ým- is önnur morðmál, sem ekki hefur tekizt að leysa. Veitingahúseigandi að nafni Eddie James var t. d. settur í níu mánaða fangelsi árið 1961, þar sem hann neitaði að bera vitni í máli, sem fjallaði um brottnám og morð. Síðar, árið 1962, • fannst lík veitinga- húseigandans á bak við nokkra runna, hann hafði verið skotinn. Lögreglan hafði Mastria grun- aðan um morðið og handtók hann, en hann var látinn laus aft ur. Lögfræðingur hans hét Tilm- er Eugene Thompson. Lífið hafði alltaf leikið í lyndi fyrir hinum 35 ára gamla Tilmer Eugene Thompson. Hann var í sjóhernum og síðar borgaði her- inn skólagöngu hans, er hann hóf nám við Macalester-háskól- ann, en þaðan varð hann stúdent 1950, tveimur árum á undan Mastrian. Á Macalester kynntist hann einnig Carol Swoboda, en hún var dóttir eins ríkasta manns ins í St. Paul, Otto Swoboda. Þau giftust síðar og það var ekkert launungarmál, að Swoboda gerði allt sem hann gát til áíi komá ---::- 'ir tengdasyni sínum vel áfram í lífinu. En Thompson gerði emn- ig ýmislegt sjálfur. Hann var mjög duglegur, einkum í sam- bandi við glæpamál og skjólstæð ingur eins valdamesta skugga- lögfræðingsins í Minnesota. Jerome Hoffmann. Thompson- hjónin bjuggu í einu fínasta hverfinu í St. Paul, en þau um- gengust ekki margt fólk. Hann ferðaðist mikið í embættiserind- um og fór kona hans þá oft með honum. Þegar Thompson tryggði konu sína, hafði hann einmitt tekið fram að vegna allra þessara ferða laga og með tilliti til barnanna, væri þetta nauðsynlégt. — Ein tryggingin var aðeins til 60 daga. Hún var gerð þann 15. janúar og var líftrygging að upphæð 52,000 dollarar. Þannig hélt hann áfram, þangað til upphæðin var orðin, í byrjun marz s. 1., yfir milljón dollarar. Okkur fannst að við ættum að gera þetta og gætum leyft okkur það, sagði Thomp- son skömmu eftir dauða konu sinnar, en þá höfðu þau borgað 200 dollara á mánuði í trygging- ar. Rétt er að taka það fram, að enn þá hefur ekkert tryggingar- félaganna borgað nokkuð út, en það fer auðvitað eftir dómsnið- urstöðunni. VilL VINNA HEID- ARLEGA VINNU, en er of vel vixhi Það virðist vera svo, að stúlk- an geti einnig fengið of mikið af þvi gðða. Elfi er sextán ára gömul stúlka, sem býr í Kassel i Þýzkaiandi, og að sögn er hún svo barmfögur, að Brigitte Bar- dot og Sophie Loren hverfa al- gjöflega í skuggann. Það er langt fré því, að Elfi finnist það á- nægjúlegt því að þetta er allra látlausasta stúlká, sem gjarnan vill vinna fyrir sér á heiðarleg- an hátt. Fyrstá atvinnan, sem hún fékk var aðstoðarstúlkustarf við benzíntank, en svo mikið af ungum mönnum í bílum og á mótorhjólum héldu til í kringum tankinn og keyptu einhverja benzínögn til að horfa á Elfi, að vinnuveitandanum blöskraði. Hann sagði henni upp vinnunni jafnframt því sem hann sagði henni, að hún væri dugleg, heið- arleg og viðkunnanleg, en hann gat ekki þolað þennan karl- mannastraum Unnusti Elfi sleit síðan trúlofuninni, því að hann þoldi það ekki, að allir karlmenn sneru séi við á eftir henni. Því næst gekk Elfi í hjálpræð'isher- inn og tók virkan þátt í útisam- komum hans. Þetta hafði þau áhrif að ungir menn flykktust á samkomurnar og söfnunarbauk- arnir fylitust af peningum. En ofurstanum líkaði þetta ekki beint vel. hann hafði áhyggjur af því að ungir menn sæktu sam- komumár ekki beint vegna þeirra háleitu og göfugu hug- sjóna. sem herinn vildi innræta fólki. Og þannig endaði vistin í hjálpræðishefnum. Hvað á Elfi iiu að taka til bragðs. Hún er alvarlega þerikjandi stúlka, sem hvorki viil leika í myndum, leik- húsi eða sjónvarpi, én allir þess- ir aðilar hafa gengið á eftir henni með grasið í skónum. Sem stend- ur reynir Elfi að skýla barmi sínum undir verksmiðjuslopp. en samt kemur það fyrir, að vinn- an í verksmiðjunni leggst niður, ef sloppurinn er ekki alveg á sínum stað. Svo Jíklega tollir Elfj ekki lengi í þessari vinnu. í viðtali við dagblað eitt í Kassel segir Elfi að eina von hennar sé sú, að móðurinn breytist og menn gerist hrifnir af flatbrjósta stúlkum. úr öðrum löndum úr öðrum löndunr GÁFU PRÓFASTI Framhald af 16. síðu. hófinu var þeim hjónum færð Volvo-fólksbifreið, árg. 1964, frá sóknarbörnunum í Ólafsvík og Fróðarhreppi. Sóknarnefnd Ólafs- víkur hafði látið gera leðurmöppu, og voru þar ritug nöfn gefend- anna, yfir 300. Ýmsar fleiri gjafir voru þeim færðar, og þá sérstak- lega prófastsfrúnni, frá kvenfé- l'agi, kirkjukór og slysavarnadeild- inni Sumargjöf. Fjölmargir tóku til máls og vottuðu þeim hjónum þakkir og virðingu. Séra Magnús Guðmundsson er fæddur á Innra-Hólmi á Akranesi, 30. 7. 1896. Hann ólst upp að Þyrli á Hvalfjarðarströnd, lærði hjá séra Guðmundi Einarssyni, pró- fasti í Ólafsvík, lauk gagnfræða- prófi 1913, stúdentsprófi 1916, guðfræðiprófi 1920, varð skóla- stjóri barnaskóla Ólafsvíkur sama ár, vígður aðst'oðarprestur í Ólafs- vík 1921, kosinn prestur í Ólafs- vík 1923 og hefur þjónað þar ó- slitig síðan. Séra Magnús var sér- staklega vel látinn embættismað- ur. Hann tók virkan þátt í félags- og umbótamálum Ólafsvíkinga, var m.a. formaður og gjaldkeri sparisjóðsins hér frá 1923 til þessa, hreppsnefndarmaður 1925 —1958, formaður skólanefndar lengst af, og fleiri trúnaðarstörf hafði hann með höndum. Bindind- ismál lét hann sig miklu varða, og átti margar ferðir til útlanda sem fulltrúi á þingum fræðslu og- mannúðarmála. Séra Magnús hélt kveðjuguðsþjónustu s.l. sunnudag, og hlýddu eins margir og kirkjan gat rúmað. SÝNING FramhalJ af 16. síðu. stjórnar Norræna myndlistarsam- bandsins, og hefur danski lista- maðurinn Kai Mottlaen, mest greitt fyrir þessu. Þetta er hugs- að sem gagnkvæm skipti þannig, að á árssýningum myndlistarfé- laganna í hinum norrænu löndun- um verði íslenzkum listamönnum boðin þátttaka sem og listamönn- um frá hinum löndunum. Haustsýningin verður opin dag- lega á venjulegum sýningartíma til 20. okóber. HÉR ER ÞÖRF HJÁLPAR Enn hefur eldurinn herjað á heimili bammargrar fjölskyldu og lagt það í rústir. Síðastliðna mánudagsnótt brann húsið Selhagi í Blesugróf til kaldra kola. Hjónin Pétur H. Pétursson og Helga Tryggvadóttir björguð- ust fáklædö út úr brunanum ásamt börnun. sínum, en þau eru átta. Sum þeirra á unga aldri. Engu var bjargað að kalla, en húsið og búsmunir hryllilega lágt tryggðir. Skaðinn er inikill og sár. — F.eynslan hefur sýnt að margir rétta fúslega hjálparhönd, þegar fólk verður fyrir svo óvæntu á- falli og stendur uppi allslaust að kalla. Það mun hygg ég enn köma hcr á daginn. Blaðið mun ásamt undirrituðum taka við gjöfum til hinnar bág- sföddu fjölskyldu. Með íyrirfram þakklæti til allra sem eitthvað leggja að mörkum. 30. sept. 1963. Gunnar Árnason 2 T í M I N N, miðvikudagtnn 2. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.