Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
tóunum — og því sem var enn
verra.
Almenningsálitið um allan heim
hafði orðig fyrir áfalli, og menn
fylltust viðbjóði vegna þessarar
villimennsku þjóðar, sem hrósaði'
sér af margra alda kristni og menn
ingu. Hitler var aftur á móti óður
vegna afstöðu heimsins, og full-
vissaði sjálfan sig um, að þaff sann
að'i einungis veldi og umfang „sam
særis Gyðinga um allan heim.“
Nú er auðvelt að sjá, að skelf-
ingarnar, sem Gyðingarnir urðu
að þola í Þýzkalandi 9. nóvember,
og það, sem var gert gegn þeim
þegar á eftir, voru fyrirboffar
þeirra alvarlegu galla, sem á end-
anum átt'u eftir að verða einræðis-
herranum, stjórn hans og þjóð til
svo mikils tjóns. Við höfum hvað
eftir annað séð dæmi um mikil-
mennsku Hitlers á þessum sviðum,
en fram til þessa hafði honum
yfirleitt tekizt að halda henni í
skefjum á alvöruaugnablikum hans
sjálfs og þjóðar hans. Á slíkum
augnablikum hafði hæfileiki hans
til þess að vinna ekki aðeins af
hugrekki, heldur einnig aðeins eft-
ir að hafa vandlega reiknað út af-
leiðingarnar, fært honum hvern
stórsigurinn á fætur öðrum. En nú
var Hitler að missa stjórnina á
sjálfum sér, eins og 9. nóvember og
eftirleikurinn sýndu hvað bezt.
Stórmennskubrjálæðið var að ná
yfirhöndinni. Hin hraðritaða
skýrsla frá fundi Görings 12. nóv-
ember sýnir, að það var Hitler,
sem neyddi Göring t'il þess að
hefjast handa um útílokun Gyð-
inganna frá lífinu í Þýzkalandi.
Héðan í frá átti einræðisherra
Þriðja ríkisins ekki eftir að sýna
mikið af því aðhaldi, sem hafði
bjargað honum svo oft áður. Og
þrátt fyrir að, að hæfileikar hans
og lands hans ættu eftir að færa
honum fleiri undraverða sigra,
hafði eitruðum fræjum sjálfseyði-
leggingar einræðisherrans sjálfs
og þjóðar hans nú verið sáð.
Sjúkdómur Hitlers var smft-
andi. Þjóðin var að fá hann, eins
og um veiru hefði verið að ræða.
Einstaka Þjóðverjar, um það get-
ur höfundurinn sjálfur borið, voru
jafn skelfingu lostnir eftir atburð-
ina 9. nóvember og menn voru í
Bandaríkjunum og Englandi og
annars staðar í heiminum. En
hvorki leiðtogar hinnar kristnu
kirkju, né hershöfðingjarnir, né
aðrir fulltrúar hins „góða“ Þýzka-
lands, báru nú fram mótmæli opin-
berlega. Þeir beygðu sig fyrir því,
sem von Fritsch hershöfðingi kall-
aði „hið óhjákvæmilega“, eða „ör-
lög Þýzkalands".
Andrúmsloftið frá Miinchen
dreifðist fljótlega út. í Saarbriick
en, í Weimar, í Míinchen, flutti
Hitler ónotalegar ræður þetta
haust og varaði heiminn og sér í
lagi Breta við því að skipta sér
af öðru en því, sem þeún sjál'fum
kæmi við og ráðlagði þeim að
hætta að hugsa „um örlög Þjóð-
verja innan landamæra B,íkisins“.
Örlögin, þrumaði hann, voru ein-
ungis mál Þýzkalands. Ekki gat
liðið á löngu, þar til Neville
Chamberlain myndi vakna og gera
sér Ijóst' eðli þýzku stjórnarinnar,
sem hann hafði gengið svo langt
í að gera til geðs. Smátt og smátt,
þegar líða tók á hið viðburðaríka
ár 1938 og hið uggvænlega ár
1939 nálgaðist, fékk forsætisráð-
herrann fregnir af því, hvað for-
inginn, sem hann persónulega
hafði gert svo mikið til þess að
gera ánægðan í þágu friðarins í
Evrópu, var í þann veginn að gera,
bak við tjöldin.
Ekki löngu eftir Miinchen-
fundinn fór Ribbentrop til Rómar.
Hann „hugsaði ekki um annað" en
styrjöld, skrifaði Ciano í dagbók
sína 28. október.
—- Foringinn (sagði þýzki utan-
ríkisráðherrann við Mussolini og
Ciano) er viss um, að við verðum
að reikna með að heyja styrjöld
við lýðræðisríkin í vestri einhvern
tíma á næstu árum, ef til vill inn-
en þriggja eða fjögurra ára . . . .
Átökin út af Tékkum hafa sýnt
styrk okkar! Við höfum það fram
yfir þá, að við göngum á undan og
ráðum því, hvernig málm ganga.
Það er ekki hægt að ráðast á okk-
ur. Hernaðarlega séð, er ástandið
mjög gott: því í september (1939)
gætum við farið út í styrjöld við
hin miklu lýðræðisríki.
í augum hins unga, ítalska utan-
ríkismálaráðherra var Ribbentrop
„hégómlegur, yfirborðslegur og
málgeflnn“, og eftir að hafa lýst
honum þannig í dagbók sinni,
bætti hann við: „Mussolini segir,
að maður þurfi aðeins að lita á
höfuð hans ttt þess að sjá, að
hann er með lítinn heila.“ Þýzki
utanríkisráðherrann hafði komið
til Rómar til þess að fá Mussolini
til þess að undirrita samning um
hemaðarbandalag milli Þýzka-
lands, Japan og Ítalíu, en ítölun-
um hafði verið fengið uppkast að
þessum samningi í Munchen, en
MussoÞni var ekki á því. Hann
var enn ekki tilbúinn, skrifaði
Ciano, að loka hurðinni á nefið
á Bretlandi og Frakklandi.
Hitler lék sér að þeirri hug-
mynd þetta haust, hvort e.kki væri
hægt að tæla Frakkland á burtu
frá bandamanni þess handan Erm-
arsundsins. Þegar hann t'ók á
móti franska sendiherranum Fran
cois-Poncef, 18. október, til þess
að kveðja hann í hinu dularfulla
virkisandrúmslofti Arnarhreiðurs-
ins, hátt yfir Berchtesgaden efst á
fjallstindinum, réðst hann með
miklu offorsi á Stóra-Bretland.
Sendiherrann hit'ti foringjann föl-
an, tekinn í andliti af þreytu, en
ekki of þreyttan til þess að ráðast
á Breta með skömmum. Bretland
endurómaði „af hótunum og vopna
kalli.“ Það var eigingjarnt og setti
upp „yfirlæt'is“-svip. Það voru
Bretar, sem voru að eyðileggja
andann frá Miinchen. Og svona
hélt hann áfram: Frakkland var
allt öðru vísi. Hitler sagffist vilja
vinsamlegra og nánara samband
við Frakkland. Til þess að sanna
þetta var hann fús að undirrita
194
þegar í stað vináttusáttmála, þar
sem hann tryggði núverandi landa
mæri (og þannig um leið falla frá
öllum kröfum Þjóðverja til Elsass
og Lothringen) og stakk upp á,
að öll önnur ágreiningsatriði
yrðu rædd og lausn fundin á
þeim.
Sáttmálinn var undirritaður
með skilum í París 6. desember
1938, af utanríkisráðherrum Þjóð-
verja og Frakka. Frakkland hafði
þá aff mestu náð sér eftir upp-
gjafaræðið, sem gripið hafði þar
um sig eftir Miinchenfundinn. Það
vildi svo til, að höfundurinn var í
París daginn, sem skjalið var und-
irritað, og tók þá vel eftir því,
hversu köldu andaði þar. Þegar
Ribbentrop ók eftir götunum var
ekki hræðu að sjá, og nokkrir ráð-
herrar og aðrir leiðtogar franskra
stjórnmála og í bókmenntaheim-
inum, þar á meðal hinir virtu for-
setar beggja deilda þingsins Jean-
neney og Herriot neituðu að vera
viðstaddir hátíðahöld vegna komu
nazistans.
Nokkur misskilningur reis upp
í sambandi við þennan fund þeirra
Bonnet og Ribbentrops, og átti
hann eftir að hafa þó nokkur á-
hrif á gang málanna í framtíðinni.
Þýzki utanríkismálaráðherrnn hélt
því fram, að Bonnet hefði fullviss-
að sig um það eftir Múnchenfund-
inn, að Frakkar hefðu ekki lengur
áhuga á Austur-Evrópu og þar af
leiðandi túlkaði hann þett'a á þann
veg, að Frakkar mundu gefa Þýzka
landi lausan tauminn á þeim slóð-
um, sérstaklega til þess að fara
nánshendi um Tékkóslóvakíu og
Pólland. Bonnet neitaði þessu.
Samkvæmt því, sem Schmidt hafði
skrifað niður á fundinum, lýsti
Bonnet því yfir, sem svari við
kröfum Ribbentrops um að viður-
kennt' yrði áhrifasvæði Þjóðverja
35
Þegar hún gekk út úr húsinu um
kvöldið, gekk Brett fram úr skugg
anum. Hann sagði hljóðlega og al-
vörugefinn: — Eg hef verið að,
bíða eftir þér, Gaú. Viltu borða
kvöldverð með mér? Eg verð að
tala við þig.
Hún stamaði. — Eg veit ekki,
Brett'. Eg þarf að fara heim á
gestaheimilið og í rúmið. Eg er
mjög þreytt eftir daginn.
— Gerðu það fyrir mig, sagði
hann ákafur. — Þetta er mjög á-
ríðandi. Eg lofa.'að ég skal ekki
tefja þig lengi. Við skulum aka
út með flóanum og borða. Svo
heiti ég því aff aka þér beint til
gest'aheimilisins..
Hún hikaði. Hún var mjög
þreytt, en alvaran í fasi hans hafði
undarlega áhrif á hana. Hann virt-
ist hafa breytzt. Og hví skyldi hún
hika? Grant gat ekki hugsað verra
um hana en hann gerði, og hví
skyldi hún ekki fara eins oft út
með Brett og hana lyst'i?
Þau snæddu úti undir beru lofti.
Kvöldið, var milt, en til vonar og
vara hafði hún klætt sig í hlýja
baðmullarpeysu.
Þau borðuðu krækÞnga i rauðri
sósu, með rauðum pipar. Síðan
fengu þau glóðuð hrísgrjón og
drukku gult borðvin. Smám saman
dvínaði sársaukinn vegna orða
Grants um daginn. Kannski myndi
Grant taka hana í sátt? Fyrst þau
áttu að vinna saman áfram, hlaut
þetta að lagast. Það var ómögulegt
að þau gætu starfað saman, ef
fjandskapur ríkti með þeim. Hann
myndi vera göfugur og fyrirgefa,
og þá ætlaði hún að segja honum
allt af létta.
Vínið vaggaði henni inn í
falska hamingju og öryggi. En
henni brá, þegar Brett hallaði sér
fram og sagði ákveðnum rómi:
— Eg bað þið að giftast mér um
daginn, Gail. Þú neitaðir, og þó
veit ég, að þú elskar mig, og þá
fauk í mig. Eg hélt að þú værir
þvermóðskufull og hehnsk. Eg
ætlaði að sýna þér í tvo heimana
eins og ég skýrði fyrir þér og þú
veizt, hvað gerðist.
Hún hrópaði upp yfir sig.
— En Brett, þú lofaðir að reka
ekki á eftir mér með giftingu, ef
I ég fyrirgæfi þér. Þú veizt, aff ég
! er bundin af loforði mínu við dr.
iRaeburn, — að ég get ekki gifzt
| næstu tvö árin.
j Hann lét orð hennar sem vind
j um eyru þjóta. .
— Eg veit, að ég lofaði því. Eg
var þá mjög niðurdreginn og auð-
mjúkur, og ég ætlaði líka að
standa við það. En ýmsir atburð-
ir, sem ég get ekki útskýrt nánar,
! hafa gerzt, Gail. Þú verður að gift
ast' mér, ástin mín, og ekki aðeins
vegna þess að ég óttast um öryggi
| heitt og vil giftast þér, heldur —
og rödd hans. varð hörkulegri —
vegna þess, að ég óttast um öryggi
j þitt. Eg álit, að þú sért í mikilli
; hætt'u.
Gail fannst sem hún kólnaði upp.
Hún hafði verið hrædd síðan hún
i hafði dvalið í húsi frænda hans,
j þótt hún hefði ekki vitað, hvað
hún óttaðist og reynt aff rýma ótt-
■ anum brott úr huga sér.
— En hvers vegna heldurðu, að
ég sé í hættu stödd? tókst henni
að lokum að stynja upp.
— Eg get ekki sagt þér það, en ég
i hef heyrt nóg til þess, aff ég veit,
að þú ert í hættu. En ef þú giftist
mér, get ég ábyrgzt öryggi þitt.
Frændi segist ábyrgjast það.
— E'.i hvernig getur frændi
þinn ábyrgzt öryggi mitt? Telur
hann sjálfan sig guð almáttugan,
eða hvað? sagði hún snúðugt.
— Hann er mjög mikils metinn
kaupsýslumaður — og einn helzti
stórlax hérna. Fólk veigrar sér við
aff gera honum á móti skapi. Eg
HJÖKRUNARKONA í VANDA
hef fylgzt með því og ýmsu fleira,
síðan ég kom hingað. Frændi hef-
ur l'ofað þér vernd sinni, en ekki
fyrr en þú ert orðin eiginkona
mín.
En hún var reglulega gröm. Hún
kærði sig ekki um slíka stjórn-
semi. — Hví skyldi ég vera í
hættu? Hvað hef ég gert af mér?
Hann hikaði.
— Þú hefur spurt undarlegra
spurninga. Þú vilt komast aff því,
hver sveik föður þinn. Ef sá hinn
sami er á lífi hér enn, gæti hann
velgt þér heldur óþægilega.
— En hvernig gæti frændi þinn
verndað mig fyrir þeim manni,
hver sem hann er?
— Eg hef sagt þér, að hann er
nægilega valdamikill til að geta
verndað þig. Hann getur bjargað
þér úr þessum vanda. En þú verð-
ur að giftast mér fyrst, Gail. Hann
setur það skilyrði.
Hún þagði nokkra stund. Þetta
var vissulega mjög furðulegt.
Hver hafði vitað, að hún spurðist
fyrir meðal manna um svikarann?
Hr. Wong vissi það, en enginn
annar fyrir utan Brett og frænda
hans, og Grant og Bobby við Stofn
unina. En þessir menn myndu
varla gera henni mein.
Það var líka einkennilegt, að
frændi hans skyldi vera svo á-
fjáður, að þau giftust sem allra
fyrst. Hún minntist dagsins, er
hún kom fyrst í húsið við Djúpa-
flóa og Manning haíói sýnt henni
húsið. Eftir orðum hans að dæma
Maysie Greig
þá hafði hann verið ákafur að
koma þeim í eina sæng. Hann
hafði sagt, að hann ætlaði að gefa
Brett húsið í brúðargjöf. Hún
hafði verið hrifin af þeirri rausn,
en hvers vegna þennan undarlega
flýti?
Skyndilega minntist hún vega-
bréfanna, sem hún hafði rekizt á
í vinnuherbergi hans. Voru það
fölsuð vegabréf? Hún hafði heyrt',
að mikið væri um vegabréfafölsun
í Hong Kong. Var hr. Manning ef
til vill viðriðinn slíkt? Vildi hann,
að hún giftist frænda hans, til
þess að hún þegði yfir því? Var
allt þetta hjal um yfirvofandi
hættu bara túl að leyna því, sem
honum var efst í huga?
En hún var enn reið; reiði henn-
ar varff óttanum yfirsterkari.
— Eg ætla ekki að svíkja það
loforð, sem ég gaf dr. Raeburn,
sagði hún. — Hann yrði að leyfa
mér að fara af fúsum vilja — en
þar sem ég er þýðingarmikill að-
stoðarmaður hans við starfig —
sem er honum allt — býst ég ekki
við, að hann fengist til þess.
Hann gafst upp.
— Þú ert indæl, sagði hann
rámri röddu, — en þú ert fjandi
þrjózk. Við skulum fá okkur smá-
göngutúr.
Hún hikaði. Hana langaði til að
tala við hann, en eitthvað hélt
aftur af henni.
— Komdu nú, sagði hann og
tók undir handlegg hennar. —
iBara smáspöl, og ég lofa að vera
þægur strákur og aka þér síðan
beint heim.
Hún gafst upp. — Allt í lagi,
en bara smáspotta.
Þau stönzuðu til að horfa yfir
fiskibátaflotann á höfninni. Og áð-
ur en hún vissi af, hafði hann
þrifið hana í fangið. Hann þrýsti
henni að sér og sagði ofsalega:
— Þú verður að gift'ast mér
strax, elskan mín! Vertu ekki
svona einþykk, ástin. Eg get ekki
afborið þá tilhugsun, að þú sért
í hættu stödd. Eg er hræddur um
þig og elska þig svo heitt.
— Æ, Brett, eins og mér er inn
anbrjósts þessa stundina l'angar
mig hvorki ag giftast einum né
neinum. Eg trúi ekki, að ég sé í
neinni hættu, eins og þú vilt vera
láta. Eg held þú sért að reyna að
hræða mig til að giftast þér og
ég skal segja þér, að það er þýð-
ingarlaust.
Hann sleppti henni. — Ó, ástin
mín, ég vildi óska, að þú fengist
til ag trúa mér!, hrópaði hann. —
Það er ýmislegt, sem þú skilur
ekki. Hér gerast ýmsir hlutir, sem
venjulegt fólk getur ekki l’átið
sér til hugar koma. Hér er alls
konar brasjc og svindl í öllum átt-
um, glæpamenn í háum embætt-
um — glæpamenn, sem ekki hika
við neitt, ekki einu sinni morð til
að bjarga sjálfum sér. Frændi seg-
ir mér, að þú þarfnist mjög
verndar, og hann myndi ekki
segja það, ef það væri ekki satt.
Hann fylgist með ýmsu og fréttir
TÍMINN, miðvikudaginn 2. október 1963. —
14