Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 7
Útgefc ndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Knstjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta. stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur I Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl... sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan. lands í lausasölu kr 4.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h.f — Fiskveiðilögsaga á iandgrunni SÚ FREGN, sem birtist í blaSinu á sunnudaginn var, að verzlunarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings hefði samþykkt einróma frumvarp um að stækka bandaríska fiskveiðilögsögu að miklum mun og miða við, að innan hennar verði allt landgrunnið við austurströnd Banda- rikjanna, hlýtur að vekja allmikía athygli hér á landi. Þetta spor Bandaríkjaþings i landhelgismálum bend- ir til þess, að ekki muni langt líða, þangað til ýmis ríki taka að stíga ný skref í landhelgismálum og stækka fisk- veiðilandhelgi sína. Hér verða íslendingar að fylgjast vel með og stjórnarvöld landsins að undirbúa sínar að- gerðir í málinu, halda öllum leiðum opnum og grípa hvert tækifæri til þess að færa fiskveiðilögsöguna lengra út á landgrunnið, unz það er allt innan hennar. Ýmislegt m. a. það, sem nú hefur gerzt í Bandaríkjaþingi, bendir til, að ýmis ríki leggi þá og þegar á nýja áfanga á þessari braut, og þar verður ísland að vera framarlega í flokki. Ekkert sýnir betur en þetta nýja og fyrirvaralausa spor Bandaríkjanna, hve það er fraieitt, að land eins og ísland bindi sig á nokkurn hátt með samningum við önnur ríki um óbreytta fiskveiðilandhelgi einhvern tíma eða árum saman, eða hve fjarri sanm sú fullyrðing ríkis- stjórnarinnar er, að landhelgismál islands og landhelgis- deila hafi verið endanlega leyst með afsláttarsamningn- um við Breta. Það blasir hins vegar við, að slíkir samn- lngar geta skotið íslandi langt aftur fyrir önnur ríki í þessum efnum. Þagnarmúrinn Allt frá valdatöku ríkisstjórnarinnar fram á þetta ár var sá dýrðaróður kyrjaður annan hvern dag í málgögn- um stjórnarinnar, að stjórnin hefði stórlækkað beina skatta eða jafnvel afnumið þá með óllu af meðaltekjum. Þetta var líka tíðum einsöngslag fjármálaráðherrans. Þetta átti að réttlæta flestar gjaidahækkanir ríkisstjórn arinnar aðrar. En í síðasta mánuði bar svo við, að stjórnin og málgögn hennar hlóðu á einm nóttu þagnarmúr um þetta mál, og hafa síðan ekki fengizt til að minnast á það. Þagnarmúrinn er órofinn enn Astæðan til þess, að þagnarmúrinn var hlaðinn, var sú, að hagstofan tilkynnti, að beimr skattar hefðu hækk- að framfærsluvísitöluna um nær þrjú stig á þessu miss- iri, ofan á rúmlega stigs hækkun á síðasta ári. Þetta kom ekki vel heim við básúnuhljominn um lækkun og afnám beinu skattanna, en varð ekki á móti mælt. Þá var þagnarmúrinn hlaðinn, enda er það gömul saga, að sneyptir menn grípa helzt til bp-ss að gera játningar sín- ar með þögninni. ' Hvernig, sem spurt hefur verið fæst ríkisstjórnin eða málgögn hennar ekki til að gefa neina skýringu á því, hvernig á því standi, að beinu skattarnir, sem höfðu verið „stórlækkaðir“ eða jafnvel ,,afnumdir“, hafa hækk- að framfærsluvísitöluna um fjögur stig og þyngst á herðum vísitölufjölskyldunnar sem því nemur, ofan á 1400 milljóna baggann í óbeinu sköttunum, sem þessi stjórn lagði á herðar almennings. En það má ríkisstjórnin vita, að þagnarmúrinn um þetta stjórnarafrek hefur líka mál. Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Noröurlandaför Johnsons liður í kosningabaráttunni heima Lyndon Johnson og kona hans. MEÐAN á ferð Lyndons John sons varaforseta til Norðurlanda stóð, var mjög mikið um það rætt hér í Washington, hvaða á- stæður hafi í raun og veru valdig því, að varaforsetinn dvaldi svo lengi á Norðurlöndum, meðan svo margt' var að gerast í Ame- ríku. Norðurlönd eru meðal frið- sömustu heimshorna og venju- lega laða viðburðaríkari staðir til sín jafn áberandi persónur og varaforsetann. Engin snurða var á þræðinum milli Washington og höfuðborganna á Norðurlöndum Vikublaðið U.S. News and Woiid Réport, hefir komið fram með skýringu á ferð Johnsons varaforseta. Blað þetta býr oft yfir góðri vi'neskju, þó að ekki sé það al'ltaf. Skýring blaðsins mun naumast liggja beint við í augum Norðurlandabúa, þó að hún sé næsta sennileg í augum þeirra, sem betur þekkja til bandarískra mála. í blaðinu er því haldið fram, að ferðin hafi verið farin til þess að reyna að hafa áhrif á kjósendur af norrænum ættum hér vestra, einkum í Minnesota og öðrum mið-vestur-fylkjum, með hliðsjón af forsetakosning- unum árið 1964 ENGINN efar, að -siik ferð eins af helztu forustumönnum sljórn- arinnar hafi mikil áhrif á nor- ræna Bandaríkjamenn, sem eru stoltir af norrænum uppruna sínú^h' ‘'fagtia öllu því, sem leiðir til nánari tengsla milli Bandaríkjanna og gömlu ættar- landanna í Evrópu. En getur þá í raun og veru orðið nokkur póli : ískur ávinningur að öðru eins og þessu? Kjósendur af norrænu bergi brotnir, í miðvestur-fylkj- unum, eru langflestir Republik- anar. Þegar þessari spurningu er svarað, verður að hafa í huga póli tíska aðstöðu stjórnarinnar, sem nú situr að völdum í Washington Henni er fyllilega ljóst, að fram- undan er mjög tvísýnt forseta- kjör, þrá't fyrir óvenju miklar, persónulegar vinsældir forsetans, og í þessum kosningum getur hvert einstakt atkvæði ráðið úr slitum, einkum í mið-vestur- fylkjunum. Ferð Johnsons er þá aðeins eitt af því, sem hér nefn st: „póútískar gerðisviðgerðir". ANNAÐ og eftinektarverðara dæmi um þessar „viðgerðir“ eru mannaskipt'i í embætti póstmeist- ara. J. Edward Day er duglegur og heiðarlegur maður, sem engan hefir hneykslað. En hann var frá Illinois, fylgismaður Steven- sons, og tilheyrði þvi ekki innsta hring Kennedys. Samkvæmt bandarískum skilningi var því aðeins eðl'ilegt og sjálfsagt, að hann yrði að draga sig hógvær- lega í hlé, þegar forsetinn þurfti á embætti hans að halda í á- kveðnu augnamiði. Og Day varð að þoka um daginn fyrir John Grenouski. í Hvíta húsinu drógu menn enga dul á, að pólitísk sjónarmið ein lægju að baki póstmeistara- skiptanna. Kennedy stendur i þakklætisskuld við Grenouski fyr- ir stuðning gegn Herbert Hum- prey við val forsetaefnis í Wis- consin árið 1960. Greiðsla þess- arar skuldar nú stafar af því, að Grenouski er af pólskum ættum r,g Kennedy er mjög dýrmætt hvert einasta pólskt atkvæði, sem hann nær í kosningunum að ári. Nixon vapn að vísu kosning- una í Wisconsin síðast, svo að þetta hefir sennilega ekki eins mikla þýðrngu þar og í hinum þéttu byggðum Pólverja i mið- vesturfylkjunum, svo sem: De- troit, Chicago, Cleveland og Pittsburgh. TILSÝNDAR virð'ist aðstaða forsetans gefa ærið tilefni til bjart'sýni í forsetakosningunum 1964. Reynslan sýnir, að forseti, sem býður sig fram til endur- kjörs, virðist hafa yfirgnæfandi líkur á að sigra, nema því aðeins að hann hafi komið sér út úr húsi hjá miklum hiuta kjósend anna eða gert áberandi skyssur. sem annað'hvort hafi tefl.t öryggi þjóðarinnar eða velferð í tví- sýnu. John Kennedy er mjög vin- sæll. Skoðanakannanir sýna, að núna á síðari hluta kjört'ímabils- ins er hann jafnvel enn vinsælli en Eisenhower var. Það er svo annað mál, að þeir eru allmargir, -em eru ekki eins ánægðir með stefnu hans og hann sjálfan persónulega. Samkvæmt skoð anakönnun Gallup-stofnunarinn ar í ágúst s.l. eru 61% kjósend- anna hrifnir af forse anum sem manni, en aðefns 44% voru á nægðir með pólitíska stefnu hans. Meðal hinna óánægðu voru það þó aðeins 15%, sem fannst hann slæmur forseti, en 33% fannst hann að minnsta kosti við- hlít'andi. Kennedy hefir ekki orðið fyrú hatri neinna, nema þá helzt i suður-fylkjunum, þar sem kyn þáttamálið er þyngst á meiu'.num Kaupsýslumennirnir voru honum andhverfir um skeið, en virðast nú vera farnir að sætta sig við hann. Enginn heimtar hann á burt. Flestir eru ánægðir með eininguna innan ríkisstjórnarinn ar og dugnað í stjórnarstörfum Hann er einkum gagnrýndur fyr ir það, sem erfitt er að fást við að svo stöddu með meiri árangri en hann hefir náð, t.d. áfram haldandi dvöl rússneskra her- manna á Kúbu og tregðu þings- ins til að samþykkja lagafrum- vörp frá ríkisstjórninni. VIÐ allar venjulegar aðstæður ætti endurkjör forsetans ag vera nálega tryggt fyrir fram. En því er engan veginn að heilsa. AS- stæðurnar eru hvergi nærri venjulegar og hugsanlegt, — þó að ekki geti það beinlínis talizt liklegt, — að Kennedy bíði ósig- ur 1964. En það kann að standa í járnum eins og 1960 og því get- ur mikig oltið á hverju einasta atkvæði, sem mögulegt er að næla í. Stjórninni er allri ljóst, að full ástæða er til að ditta að sínii „gerði“. Aðstaða Republikana er engu fremur öfundsverð. Þá vantar fyrst og fremst það, sem Demo- kratar hafa, eða frambærilegan frambjóðanda. í raun og veru hafa Republikanar aðeins tvo hæfa menn. Annar er hinn frjáls- lyndi fylkisstjóri í New York, Nelson Rockefeller. Hinn er hinft rammi íhaldsmaður Barry Gold- water, öldungadeildarþingmaður frá Arizona. En hvorugur þess- ara manna er ákjósanlegur fram hjóðandi, síður en svo. Mikið þarf til ag fá íhaldssama leiðtoga flokksins til að bjóða fram jafn frjálslyndan mann og Rockefeller Það bætir ekki um, að stefnuskrá Rockefellers virðist geta falizt í orðunum: „Ég vil allt það sama og Kennedy, en ég get framkvæmt þag betur en hann.“ Þetta getur ekki talizt sérlega sannfærandi og leiðtogum stjórn arandstöðunnar finnst þeir varla geta gengið til kosninga með slíka stefnuskrá. HITT FRAMBJÓÐANDAEFN- IÐ, Barry Goldwater, er allt of íhaldssamt. Republikanaflokkur- inn er til muna fámennari en Demokrataflokkurinn. Hann get- ur því ekki gert sér vonir um að ná völdum nema með því að ginna til sín kjósendur úr her- búðum Demokrata eða frá „ó- háðum“, 'sem aldrei tekst að gera til fulls upp við sig, í hvorum flokknum þeir eigi heima. En lík- urnar eru l.itlar til að það takist ef frambjóðandinn er ramm- íhaldssamur. Til þess þarf ein- mitt það, sem sízt er fyrir hendi í ár, eða mann úr miðröðum flokksins umhverfis Eisenhower. Að öðrum kosti þarf þúsund þjala smið, sem getur leikið á strengi frjálslyndisins í einni borg en íhaldsseminnar í ann- arri. Það vantar með öðrum orð um mann eins og Nixon. En ó- gjarna er gripið aftur til manns, Framh á 15. síðu. m T í M I N N, miðvikudaginn 2. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.