Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.10.1963, Blaðsíða 9
Eftir stutt og óvenju kalt, en þurrviðrasamt sumar, lét haust ið ekki á sér standa. Það heilsaði á jafndægri að hausti með vetr- anstórhríð um meirihluta lands- ins, því versta áhlaupi, sem kom ið hefur á þessari öld um þetta leyti árs. Enn þá, eftir viku frá því áhlaupið skall á, er feikna fönn ekki aðeins á hálendinu, heldur um flestar sveitir norðan lands og vestan. Víða er fé því nær eða alveg í svelti. Undir fönninni liggur ekki aðeins garð ávextir og nokkuð af heyi, held ur óefað mikið af fé, ýmist dautt eða lifandi. Við skulum vona, að hláni fljótlega, en þó svo verði, þá hafa bændur orðið fyrir tug milljóna tjóni í áfelli þessum. Eitthvept tilfinnanlegasta tjónið Iiggnr f þvl hve Bláturfénaður allur leggur ört af, auk hinna beinu fjárskaða. f erindi þessu vil ég einkum ræða við bændur um ásetning f haust. Það er gömul og ný saga, að margir bændur og ekki síður búfjáreigendur í kaupstöð um tefla árlega á tæpasta vaðið með ásetning. Það er hættuleg- ur og Ijótur vani. Ekkert eitt atriði er hag og sóma bænda- stéttarinnar eins hættulegt eins og fóðurskorturinn. Við höfum búið við góðæristímabil undan farin 43 ár. Að vísu höfum við fengið nokkur köld vor á þessu tímabili eins og t.d. tvö s.l. vor, en engan fimbulvetur. Þrátt fyrir góðærin að undanförnu hafa margir bændur og aðrir bú fjáreigendur árlega gefið upp hey sin. Sumir hafa á síðustu stundu orðið að leita hjálpar annarra og ýmsir hafa orðið fyr ir meiri eða minni afurðamissi vegna vanfóðrunar á fénaði í flestum árum. Þetta ástand hef ur allvíða versnað siðustu 3—5 árin, þrátt fyrir aukna ræktun. Búin hafa stækkað örara en fóð- uröflunin og svo hafa margir heytæpir bændur kinokað sér við að gefa nægan fóðurbæti i tæka tíð síðustu árin, vegna þess hve kjarnfóður hefur ver- ið dýrt og fjárhagur bænda þröngur. Við þetta ástand má ekki una. Öryggisleysið er óþol- andi. Búnaðarfélag ísl'ands hef- ur lengi látið ásetningsmálin — f'orðagæzluna — til sín taka. Ráðunautar félagsins hafa fyrr og síðar brýnt fyrir bændum, að setja vel á vetur og fóðra allan fénað vel. Síðustu áratug- ina hefur ávailt einhverjum starfsmanni félagsins verið fal'ið eftirlit með fóðurbirgðafélögun- um og forðagæzlunni. Mörg und anarin ár hefur Páll Zóphonías- son, fyrverandi búnaðarmála- stjóri og alþingismaður, gegnt þessu starfi af sínum alkunna dugnaði og kostgæfni. Um s.l. áramót óskaði hann eftir því, að stjórn Búnaðarfélagsins veitti honum lausn frá starfi. Fyrir þrábeiðni félagsins gegndi Páll þó starfinu fram eftir sumri. En £ ágústbyrjun varð heilsa Páls Zóponíassonar fyrir því áfalli, að starfsþreki hans er lokið. Búnaðarfélag íslands hefur samið við Gísla Kristjánsson, rit stjóra, imi að taka að sér eftir- lit með forðagæzlunni og fóður- birgðafélögunum. Um leið og ég býð Gísla Kristjánsson velkom- inn í þetta st^rf og óska þess að hans landskunni dugnaður og ó- bilandi áhugi fyrir velferð um bóndans í hættu vegna glannaskapar eða kæruleysis í ásetningsmálum. Mikið hefur áunnizt með bættri fóðrun búfjár hér á lándi síðustu áratugina. Margir bændur fóðra nú ávallt ágætlega og setja gætilega á fóðurforða sinn á hverju hausti. En eins og ég vék að í upphafi þessa erind is, er víða ábótavant i þessu efni, og hefur engum verið það ljósara en Páli Zóphoníassyni. Má þar um kenna andvaraleysi og vanhyggju einstakra bænda og forráðamanna sumra sveitar félaga, sem hirða ekki um að gera skyldu sína í sambandi við ásetningsmálin. Nú er heyforði bænda yfirleitt minni en £ meðal ttagj að magni, en þó víða nokkru meiri en siðastliðið haust, Á stöku stað á norðlæg- ustu hlutum landsins eru þó hey birgðir alltof litlar. Bót er í máli að megnið af heyfeng mjöls geti haldið eftir nægu magni af þessari vöru í landinu. Síldarmjölið er nokkru ódýrara en karfamjöl og fiskimjöl og því heppilegra að nota síldarmjöl heldur en fiskimjöl og karfa- mjöl til skepnufóðurs í vetur. — Óvíst er um verðlag á kornfóðri. Stjórnarvöldin hafa ákveðið að hætta að greiða niður innflutt- ar fóðurvörur og af þeim sök- um hækkar verð á kornfóðri um ca. 15%. Innkaupsverð á korni erlendis mun ekki vera óhagstæð ara en síðastliðið ár. Þrátt fyrir lækkun á síldarmjöli, verður þó verð á fóðurblöndu yfirleiit nokkru hærra en síðastliðið ár vegna hækkunar á kornmatnum. Samt eru líkur fyrir þvi, að mið að við núverandi verð á búvöru, verði ekki óhagstæðara að nota fóðurblöndu og annað kjarnfóð- ur i vetur en undanfarin tvö ár. Enda þótt bændur ætli sér að nota kjarnfóður handa búfé sínu éftir dr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóra bændastéttarinnar komi að sem mestum notum í þessu starfi, þá vil ég færa Páli Zóponíassyni alúðarþakkir Búnaðarfélags ís- lands og bændastéttarinnar allr ar fyrir öll hans fjölþættu störf í þágu landbúnaðarins og þjóð- fél'agsins. f meira en hálfa öld hefur Páll Zóphóníasson einbeitt hinum miklu hæfileikum sínum með fádæma dugnaði, viljaþreki og lagni að því að vinna land- búnaðinum og bændastéttinni sem mest gagn. Núna vil ég sér staklega geta eins þáttar i störf um Páls, hinni þrotlausu bar- áttu hans fyrir bættri fóðrun alls búfénaðar í landinu og betri ásetningi yfirl'eitt. Fyrir það starf verður honum aldrei full- þakkað. Hann hefur brýnt fyrir bændum áratugum saman, að bæði af hagfræðilegum og mann úðarástæðum væri sjálfsagt að fóðra allar skepnur vel, ekki að- eins til þess að þær gætu lifað af vetur hvem, heldur einnig til þess, að þær gætu skilað fullum afurðum samkvæmt erfðaeðli sínu. Honum var ljóst, að til- gangslítið er að bæta afurða- hæfni búfjárins með ræktun þess ef vanfóðrun eða fóður- skortur kemur í veg fyrir að búféð gefi fullar afurðir, og' verst af öllu væri þó að stefna lífi búfénaðar og þar með eig- bænda nú er í ágætri verkun, vegna þess hve þurrkasamt var í sumar. Er því fóðurgildi hvers heyhests meira en oft áður. Þó má búast við, að ýmsir ofmeti hey sín í haust, vegna þess, hve laust er í hlöðum, einkum þeim, sem súgþurrkun er í, eða þar sem heyin voru hirt svo þurr, að ekkert, hefur hitnað í þeim. Ekki bætir úr, að sums staðar norðan lands liggur nokkurt heymagn undir snjó, ýmist í sætum eða flatt. Engin veit um hvort það næst, en þótt það náist seint og um síðir, þá er það að sjálfsögðu skemmt fóður. Bændur þurfa nú þegar að gera sér grein fyrir hve margar skepnur þeim er óhætt að setja á vetur að þessu sinni. í því sambandi þurfa þeir að taka fullt tillit til þess, að kýr eru þegar komnar á fulla gjöf víðast hvar á landinu og ekki er lík- legt að hægt verði að beita þeim á þessu hausti til verulegs fóð- ursparnaðar a.m.k. á Norður- landi, þótt snjóinn taki upp. Kýr koma því á gjöf mánuði fyrr en undanfarin haust, sem hafa verið hvert öðru betra fram um vetumætur. Þarf þvi að ætla hverri kú einum áttunda meira fóður í vetur en undanfarna vet ur. Þegar bóndinn setur á á haustnóttum, þarf hann að ákveða að hve miklu leyti hann ætlar að nota kjamfóður handa búfé sínu til heysparnaðar og þá jafnframt að byrgja sig upp af kjarnfóðri eða gera ráðstaf- anir til þess, að hann geti örugg lega fengið það etfir þörfum. Þar þarf tvennt til, kjarnfóðrið þarf að vera til í landinu og fjármunir þurfa að vera fyrir hendi til að geta borgað kjarn- fóðrið. Það er mikið til af sildarmjöli í landinu og verð á því hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins er nokkru lægra en síðastliðið ár. Fjárbændur ættu því að geta notað síldarmjöl i vetur til þess að bæta upp beitina og spara með því nokkra heygjöf handa sauðfé, en tryggja þó góða fóðr un. Þetta er þó því aðeins hægt, að Iangvarandi jarðbönn hindri ekki notkun beitarinnar. Á haustnóttum verður hver bóndi að reikna með hugsanlegri inni- stöðu á fé um lengri tima að vetrinum og allir þeir, sem búa við hagþrengsli og lélega útbeit, þurfa að ætla fé sínu þvínær innistöðugjöf allan veturinn. — Áríðandi er, að bændur geri sér þegar grein fyrir, hve mikið sild armjöl þeir ætla að nota og ann að hvort kaupi það nú þegar eða panti það hjá sinu verzlunarfyrir tæki, svo að útflytjendur síldar- i allstórum stil verða þeir þó að gæta þess að lenda ekki í heyþrotum. Er það bezt gert með því að treysta ekki um of á kjarnfóðrið, fækka því heldur skepnum og byrja strax á þvi að gefa kjarnfóður til heysparn aðar, en láta ekki heyin ganga til þurrðar og treysta á kjarn- fóðrið eftir að heyin eru um of til þurrðar gengin. Hreppsnefnd ir þurfa að láta forðagæzlumenn sína kynna sér fóðurbyrgðirnar hið allra fyrsta og hvaða fénað arfjölda búfjáreigendur ætla að hafa á fóðrum í vetur og skerast þegar í leik, ef einhverjir ætla að setja á meira af fénaði en þeir hafa fóður fyrir. Eg vil vara einstaka bændur og forráðamenn heilla sveita við því að treysta á það, að hægt verði að útvega hey í vor ef menn lenda í hey- þroti, vegna þess að fáir munu nú eiga meiri heybyrgðir en þeir þurfa sjálfir að nota. Síðast liðið vor var því nær ógerningur að útvega hey. Það voru þvínær hvergi heybyrgðir aflögu. Eftir að forðagæzla hefur farið fram kemur í ljós hve margir kunna að eiga meiri heyforða en líklegt er að þeir þurfi handa sínum skepnum og þá er hægt að ganga úr skugga um hvort heytæpir bændur geta fengið keypt hey Framh á 15. síðu Fé [ fönn á EyvíndarstaðaheiSI. Þarna hefur þaS stanzaS á lelS slnnl niður í byggSina, en snjórinn er of djúpur tll aS það reyni aS krafsa. Myndin tektn í gær. — Ljósm. Kári. í M I N N, miðvikudaginn 2. október 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.