Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 3
KUBA NEiTAR ABSTOÐ FRA
RAUDA KROSSINUM í USA
NTB-Miami, 9. október.
• Kúbustjórn afþakkaði í dag boð um aSstoð frá Rauða
kross Bandaríkjanna, vegna nevðarástandsins, sem
nú ríkir á Kúbu, vegna hamfara hvirfiibylsins Flora.
• Veðurfræðingar skýrðu frá því í dag, að fellibylur-
inn hefði nú tekið stefnu í norð-austur, fyrir Atlants-
haf og fari með 160 km. hraða á klukkustund.
Haldi Fiora þessari stefnu mun I hafi dregið úr veðurofsanum,
óveðrið ná til N.-Vestur-Evrópu vegna kaldra loftstrauma, er á
en pá er reiknað með, að mjög I leiðinni eru.
útvarpsins í dag, þar sem hjálpar-
boði bandaríska Rauða krossins
er hafnað sagði m.a.: Við höfnum
þessu boði falsara, sem stöðugt
reyna að steypa okkur út í ógæfu
með viðskiptabönnum og áróðurs
starfssemi.
Stöðugt berst sáhit aðstoð við
hið bágstadda fólk á Kúbu og öðr
um eyjum í Karabíska hafinu,
tilk. Havana-1 sem verst urðu úti afvöldum felli
bylsins. Er Flora tók stefnu brott
frá Karabiska hafinu í dag var
vindhraðino um 160 km. á klukku-
stund, en þegar verst lét var vind
hraðinn 240 km á klukkustund.
Á Kúbu hefur nú verið fyrir
skipuð matarskömmtun, en eins
og kunnugt er hefur meira en
helmingur af uppskeru ársins þar
eyðilagzt.
Frá Hait: er það að frétta, að
fiestir bæiv á suðurhluta eyjarinn
ar eru nú gjörsamlega í rúst,
aðallega af völdum flóða, sem sóp-
aðu öllu lauslegu á braut. Haft
er eftir manni, sem kominn er af
ílóðasvæðinu, að heilar fjölskyld-
ur hefðu íarizt, er flóðstraumur-
inn þreif hús þeirra með sér. Mörg
héruð eru enn gersamlega einangr
uð. Þetta er mesta óveður, sem
skollið hei'ur á Haiti í sögunni
EYÐILEGGING
HÉR til hliðar er sfma-
mynd frá Tobaco, er sýnir
lióslega hina algeru eyði-
leggingu, sem varð á ökr-
um og engium, þar sem
fellibylurinn Flora fór um.
Myndin er tekin af kókós-
hnetuakri, sem gereyði-
lagðist. Tjón á uppskeru á
eyjunum í Karabfska haf-
inu nemur eitt hundruðum
milljóna, ...
20 BORN FARAST I
OFSALEGUM FLÓDUM
NTB-Kuala Lumpur, 9. okt.
Óttazt er að fjöldi manns
hafi farizt í Kuala Lumpur,
höfuðborg Malayasíu í dag,
er flóð, sem orsökuðust af gíf-
urlegu regni, sprengdu varnar
garða, svo að vatnselgur
streymdi um götur borgarinn-
ar. Sums staðar varð vatnið á
götunum tveir metrar á dýpt.
Meira en þúsund byggingar
eru umflotnar vatni og m. a.
brauzt vatnið inn í skóla einn
cg er óttazt. að um 20 skóla-
börn haf> drukknað.
Lauslega er áætlað, að um 8000
manns hafi misst heimili sín í flóð
unum, en fjöldi íbúða eru stór-
skemmdar.
I dag stóð yfir flutningur á
hundruðum manna af flóðasvæð-
unum og neyðarástandi hefur ver
ið lýst yfir í borginni.
Það var 3V2 metra hár stíflu-
garður við vatn eitt, sem er 800
metra langt og 20 metrar á dýpt,
er brast og vatnið æddi fram. Tré
rifnuðu upp með rótum, hús hurfu
í vatnselginn, bifreiðar veltust um
í straumiðunni og fjöldi manns
hvarf í straumkastið.
Enn er þungt í lofti og er ótt-
azt, að enn kunni að koma skýfall
á þessum slóðum. Lögregla og
hjálparsveitir vinna a?s björgunar
aðgerðum. Víða sat fólk á húsþök-
um og gat sér enga björg veitt.
Einnig er unnið að því að styrkja
aðra varnargarða við borgina, þar
eð óttazt er, að fleiri kunni að
bresta.
ÚFREÐLEGT í ALSÍR
NTB-Algeirsborg, 9. okt.
í dag var allt með kyrr-
um kjörum á svæðinu milli
höfuðborgar Kabylíu, Tizi
Ouziu, og höfuðstöðva upp-
reisnarmanna í fjöllunum
og stjórnarherirnir hafa
enn ekki ráðizt til upp-
göngu enda þótt margir
reikni með, að til skarar
verði látið skríða innan tíð-
ar.
í gærkveldi skýrði Ben Bella,
forseti, frá því, að til bardaga
hefði komið við landamæri
Marokkó og Alsír og hefðu
margir menn fallið. Þá sagðist
Ben Bella vera hættur við ferð
sína til New York, en þess í
stað halda til landamærahérað
anna, þar sem enn eru miklir
Framh a 15 síðu
STUTTAR FRÉTTIR AÐ UTAN
NTB-BONN, 9. október. — Konrad Adenauer, kanslarl Vestur-Þýzka-
lands sat síðasta stjórnarfund sinn í dag. Fjöldi myndavéla og sjónvarps-
taekja beindust að dyrunum, er Adenauer og eftirmaður hans, Ludwig
Erhard birtust í dyrunum. Eftir fundinn áttl Adenauer að fljúga tll Vestur-
Berlínar, þar sem hann m.a. verður gerður að heiðursborgara.
NTB-KAUPMANNAHÖFN, 9. október. — Þrír Danir og þrír Banda-
ríkjamenn týndu lífi í dag, er flugvél þeirra fórst í Suður-Frakklandl. Hér
var um leiguflugvél að ræða og var verlð að flytja nokkrar kýr og uxa
áleiðis til Saudi-Arabíu. — Nautgripirnir fórust og allir.
NTB-WASHINGTON, 9. október. — Blökkustúdentinn, James Meredith,
sem lauk prófi frá Mississippi-háskóla í ágúst í sumar, eins og frægt er
orðið, hefur sótt aftur um skólavist, nú tll að lesa lögfræði.
NTB-PARÍS, 9. október. — Fyrsta franska þotan, sem búin er kjarn-
orkusprengjum var tilbúin til notkunar f dag, að því er haft er eftlr
áreiðanlegum heimildum í París.
Bl
:
/
MACMILLAN GENGUR UNDÍR UPPSKURÐ I DAG
NTB-Lundúnum, 9. okt.
LÆKNAR ákváðu í dag, að
Macmillan, forsætisráðherfá
Breta yrði skorinn upp við
blöðruhálskirtli á morgun, en
forsætisráðherrann var fluttur á
sjúkrahús í skyndingu í gær-
kvöldi. Einnig var frá því sagt,
að Macmillan hefði nú meiri kval
ir en í gærkveldi og morgun og
verður því ráðizt í skurðaðgerð.
í opinberri tilkynningu, sem
gefin var út í gærkvöldi sagði,
að búast mætti við langri veik-
indafjarveru forsætisráðherrans,
en R. A. Butler gegnir störfum
hans á meðan.
í dag var landsþing ihalds-
þinginu var einmitt ráðgert, að
Macmillan gæfi yfirlýsingu um,
hvort hann hygðist halda áfram
forystustörfum fyrir flokkinn. Á
þingfundinum :' dag var lesin upp
tllkynnlng frá forsætisráðherra,
þar sem hann lét í Ijós von um,
að þingið yrði undanfari mlkils
kosningaslgurs.
T í M I N N, fimmtudaginn 10. október 1963.
3