Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 9
— gamanleikur eftir Marcel Achard Leikstjóri: Lárus Pálsson Þýðing: Erna Geirdal. Leiktjöld: Lárus Ingólfsson. Marcel Achard var gerður „6dauSlegur“ með því að setja hann inn í frönsku akademíuna, vonandi fyrir annað meira en Flón ið eftir hann, sem nú er sýnt í hjóðleikhúsinu; annars freistast maður til að halda, að það sé lítið meir að marka akademíuna en þá fjölmennu heiðursfylkingu. Achard er höfundur svokallaðra ,.boulevard“-leikja, sem mun vera frönsk nafngift á því, sem við höf- um ieyft okkur að kalla kassa- stykki, leikverk sem eru gjaman flutt í minniháttar leikhúsum með nokkurn sætafjölda, og „ganga“ árum saman. (Á sama hátt og kvikmyndir „ganga“ árum saman 1 fjölmennum borgum). Vigdís Finnbogadóttir ritar um Achard í leikskrá í hálfgerðum af- sökunartón. og gerir sér víst full- Ijóst hvað hér er á ferðinni: ,,í verkum hans kemur skáídæð hans víða í Ijós, þótt hún sé því miður að hverfa æ meir bak við allt að því full- komna tækni hans“. Þetta mætti virðast nokkuð harður dómur um þann „ódauðlega“, en Flónið sann ar að hann á elcki betra skilið. Achard tokst sæmilega að dul- búa þann seka í þessu sakamála- lcikriti, en það eru tileinkuð vinnu brögð rey.'arahöfundarins. Þó er toluvert af frönsku gríni í þess- um leik sn sumt „grínið“ harla útjaskað, eins og þetta: Dómarinn spyr: — Fædd? Sakbomingur: — Já. Mér er raunar ókunnugt hvert þetta verður rakið til föðurhús- anna. Kannski það sé ,,fimi tennis- lcikarans x replíkkum, eins og eitt sinn var sagt um hann“ (Achard), sjá leikskra. Lárusi Pálssyni hefur boðizt margt brattara en að stjórna þess urn leik, og skiptir þó miklu hvern ig það er af hendi leyst, því hér er ekki aí miklu að taka nema því, sem leikstjóri og leikarar leggja fram. Mér kæmi ekki á óvart þótt Lárus hefði látið sér fátt um fmnast þetta verkefni, og leikararnir sömuleiðis. Hér er t»flt fram góðum leikurum ein- vörðungu, en persónusköpun ekki tekizt betur en svo, að um fleiri en eitt fullmótað hlutverk er ekki að ræða. Rúrik Haraldsson fer með hlut- verk rannsóknardómarans af tals- vcrðum kröftum, en minnir í engu á franskan embættismann. Rúrik íninnir fremur á enskan skrifstofu mann, en það er víst ekki það sem Ævar Kvaran í hlutverki bankaeigandans, Fræðslu- fundur Dagana 20.—21. september efndi íþróttafulltrúi rfkisins til fræðslu- funda fyrir iþróttakennara. Fundirn h' fóru fram í hátíðasal Hagaskóí- ans í Reykjavík en verkleg kennsla i iþróttasai Háskóla íslands og söng- sal Melaskólans. AHs mættu á fund ina 83 þróttakennarar. Erindi fluttu: Þorsteinn Einarsson um nýjungar 1 iþróttamannvirkjagerð og fleira; Benedikt Jakobsson um hið mikla hlutverk skólaíþrótta í þjóðfélagi, þar sem einhæfni í störfum, sjálf- virkni og kyrrsetur fara vaxandi; Jón Ásgeirsson, sjúkraþjálfari, um rétta og ranga vöðvabeitingu við störf og hversu íþróttakennarar gætu kennt grundvaliaratriði átaka í leik fimisöl'um og með því fyrirbyggt al- genga atvinnusjúkdóma. Verklega kennslu önnuðust: Stefán Kristjáns son fór yfir æfingar á kistu með aðstoð Gísla Magnússonar; Mínerva Jónsdóttir kynnti með aðstoð Stefáns Edelstein notkun hljómlistar við leikflmikennslu; Guðrún Lilja Hall- dórsdóttir fór yfir safn æfinga á dýnu og studdist við hljómlist, sem Magnús Pétursson annaðist. Baldvin Halldórsson, verjandi, og Kristbjörg Kjeld, Jósefa. til er ættezt. Það verður að líta svo á, að Rúrik hefði getað unnið meira úr þessu hlutverki með til- sögn leikstjórans, og sama er um Kristbjörgu Kjeld í hlutverki Jósefu. Le.kurinn er oft stífur, hreyfingarnar þungar og takmark aðar, en að öðru leyti tekst Krist- björgu nokkuð vel að sýna þetta gæðaskinn, sem Jósefa er. Sigr'ði Hagalín tekst ágætlega að hreyfa sig í hlutverki dómara konunnar. Hún er létt í fasi, snögg upþ á lagið. Orðræður Sigrfðar voru fálmkenndar á lokaæfingu, en á frumsýningu bar ekki á slíku. Bessi Bjarnason gerir sig all'vel í hlutverki rit- arans og virðist ekki hafa mikið fyrir því, enda veitir það fáa mögu leika. Róbert Arnfinnsson leggur íram nokkuð af því öryggi, sem honum er jafnan lagið. Ævar Kvaran er sá eini, sem nær fullum tökum á hlutverki sínu og vinnur mótaðan persónu leika úr drögum höfundar. Ævar leikur bankaeiganda, þreyttan og iiappan af hóglífi og peningum cg leiðan á öllu öðru en nautn sinni. Guðbjörg Þorbjfirnardótt- ir leikur konu hans, sem er hnakka kert og viðsjált skass, nokkuð þung í vöíum á sviðinu. Baldvin Halldórsson fer með hlutverk lög fræðings, og Arnar Jónsson kem- ur fram sem vörður. Ævar kemur svo fram í gervi lögregluþjóns í lok síðasta þáttar, eins konar tvífari bankaeigandans, og sýnir aftur, að hann hefur skil ið þennan leik og tekur hann mátulega hátiðlega til að lifa sig inn í hann. f heild er leikurinn of þungur, grínið sekkur til botns, alvaran verður hjákáilleg og léttleikinn snýst upp í gassa. Tónninn er ekki sá franski Það sem máli skiptir er í rauninni ekki hver hefur drep ið hvern, heldur hvort Jósefa er huxnalaus eða í buxum. Á svona löguðu þykir Fransmönnum yfir- tak gaman að klifa og hafa lag á að gera það svoleiðis að fleiri hafa gaman af. Ef stjórnandinn hefðí lagt meir; áherzlu á þetta, hefði betur farið. Hitt er mál út af fyrir sig, hvort leikstjóri og leik- arar telja sér þetí. boðlegt, og hvað Þjóðleikhúsið gengur langt í því að taka niður fyrir sig. Erna Geirdal þýddi leikinn. Eg uef ekki aóstöðu til að dæma um það verk. nema hvað textinn virð- xst yfirleit.c lýtalaus í framsögn. Larus Ingólfsson gerði leiktjöld- in prýðilega úr garði. Ljósanotk- un gefur ekki tilefni til umsagnar. Varðandi framburð á erlendum nöfnum, má skjóta því að, að Miguel er borið fram Mígel, en ekki Mígjúel. Frumsýningargestir tóku leikn um allvel í gærkvel'di. Það var ekki „Dynjandi“ lófatak í Þjóð- leikhúsinu, en þó meira af klappi en gera má ráð fyrir eftir slíka sýningu. Baldur Óskarsson. Sýndar voru margar kvikmyndir, t.d. sundmynd frá Ástralíu, sem Jón as Halldórsson skýrði; amerísk mynd um blástursaðferðina og hjartahnoð, sem Jón Oddgeir Jónsson skýrði; danskar leikfimimyndir, sem Stefán Kristjánsson skýrði; auk þessara mynda voru sýndar franskar og sænskar. Árni Guðmundsson sýndi og skýrði myndræmur af leikfimi- stökkum og Benedikt Jakobsson sýndi og skýrði sams konar myndir um frjálsar íþróttir. í sambandi við fundinn hélt stjórn íþróttakennarafélags íslands aðal- fund félagsins. í stjórn voru kosnir: Ólafur Unnsteinsson formaður, og meðstjórnendur Margrét Kristjáns- dóttir og Jón Ásbjörnsson. Frá Fræðslum.skrifstofunni. Rúrik Haraldsson sem rannsóknardómarinn. T í M I N N, fimmtudaginn 10. október 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.