Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1963, Blaðsíða 5
RITSTJORI HALLUR SÍMONARSON fDanmörk og Svígsjóð .. Á SUNNUDAGINN fór fram í Idretsparken í Kaupmannahöfn landsleikur í knattspyrnu milli Dana og Svía og var aS venju gíf- urlegur áhugi fyrir leiknum I báSum löndum. Hvert stæSi og sæti á vellinum var skipaS, en urSu áhorfendur fyrlr vonbrigS- um fyrst í staS, því Svíar skoruSu nær strax tvö mörk. En danska ItSiS gafst ekki upp þrátt fyrir mótlætiS, náSi ágætum leik og hafSi yfirburSi þaS sem eftir var. Þó nægSi þaS aSeins til jafnteflis 2:2, en Danir mega vei viS una því jafnteflÍS nægSi til þess, aS þeir hljóta NorSuriandameistara trtilinn i ár. Á MYNDINNI sést Kjeld Thorst skora fyrra mark Dana. ar í keppnisför til Yestur-Þýzkalands — Meistaraflokkur í handknattleik fer utan á föstudagsmorgun Alf-Reykjavík, 9. október. Á föstudag leggja hand- knattleiksmenn KR land undir fót og hyggjast herja í Vestur Þýzkalandi. Hér er um að ræða meistaraflokk félagsins. í förinni verða 13 leikmenn og 3 fararstjórar. í Þýzkalandi leika KR-ingar víðs vegar, í Hamborg, Lubeck — og í borg um, sem sunnar eru í landinu t d. í Pirmasenes, sem er ná- lægt landamærum Frakk- lands. Þá er ráðgert, að KR taki þátt f 100 ára afmælis- Frúarleikfimi í Reykjavík Á mánudag hefjast æfingar íþróttafélaganrva í frúarleik- fimi víðs vegar um bæinn. — Verður starfsemin með sama fyrirkomulagi og var s.l. vet- ur, konur geta sótt tíma í næsta leikfimisal án þess að gerast eða vera félagar í við- komandi íþróttafélagi. Nám- skeiðsgjald verður kr. 300,00 til áramóta. Miffbæjarskólinn: Þar hefur íþróttafélag kvenna æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,00 og kl. 8,45. Þá hefur K.R. þar æfingar á sömu dögum kl. 9,30. Austurbæjarskóllnn: Þar hefur K.R. æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,00. Breifí'aigerðiisskóliiMi: Þar hefur Ármann æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,15 og Víking- ur hefur þar æfingar á sömu dög- um kl. 9,05. Lamghóltsskólinn: Þar hefur Í.R. æfingar á mánudögum kl. 9,20 og á fimmtudögum kl. 8,30. Laugarnesskólinn: Þar hefur Ást'björg Gunnarsdóttir æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,30 og 9,30. NOKKRIR leikir hafa að und anförnu farið fram I ensku knatt spyrnunni og helztu úrslit hafa orðiS þessi: I. DEILD: Aston Villa—Everton 0:1 West 'Ham—Burnley 1:1 Notth. For.—LeiceSter 2:0 Bury—Derby County 1:2 Northampton—Huddersf. 1:0 Við sigurinn yfir Leicester færð ist Nottlngham Forest upp í 3. sæti í I. deild á eftir Manch. U. og Tottenham. Everton er nú einn ig mjög að nálgast toppinn, hef- ur hlotið 15 stig, en leikið einum leik færra, en t. d. Manch. Utd. Beztu knattspynwmenn heims ieika / Wemblef 23. október EINS og skýrt hefur verið frá hér á síðunni verður mlkill knatt spyrnuleikur á Wembley-leikvang inum f Lundúnum hlnn 23. þessa mánaðar í tilefni af 75 ára afmæli enska knattspyrnusambandsins. Mætast þar enska landsliðið og úrvalslið úr heiminum, það er að segja utan Englands, þannig, að leikmenn frá öðrum löndum á Bretlandseyjum geta skipað úr- valsliðið — og munu reyndar gera það, t. d, Dennis Law frá Skotlandi. — ©g íslenzkir áhugamenn munu f jölmenna á leik- %!t- Inn er þó hægt að komast í hépferö Sögu. Mikili áhugi er fyrir þessum leik, ekki aðeins á Englandi, held ur víðs vegar um helm og mun stór hópur íslendinga m. a. vera þar. Ferðaskrifstofan S a g a gengst fyrir hópferð á leikinn og hefur í þvf tilefni tekið á leigu flugvél frá Flugfélagi íslands. — Þegar hafa um 40 manns ákveði? þátttöku, en flugvélin rúmar nokkru fleiri, og er því enn tæki færi til að komast I förina. Þátt- töku þarf að tilkynna fyrir næsta þriðjudag. Farið verður héðan 22. október og komlð heim aftur hinn 27. október. Saga annast alla fyrirgreiðslu í förinni, ú'tveg- un miða á leikinn, hótelherbergi og svo framvegls. móti, þar sem nokkur sterk félög í Þýzkalandi verða með og jafnvel lið frá fleiri lönd- um. För KR stendur yfir í hálf an mánuð og verður rúsínan í pylsuendanum, þegar hópur- inn fer á Wembley í London í bakaleiðinni og horfir á knattspyrnuleikinn, sem allir vilja sjá, þ. e. leikinn milli Englands og heimsliðsins. Við skulum fara yfir ferðapró- grammið í stórum dráttum. KR-ingar fara utan með Flug- félagsvél og verður fyrst farið til Hamborgar. Þar verður einn leik- ur á dagskrá og leikur KR gegn liði, sem heitir BTC-Hamburg 1955. — í Hamborg bíður lang- ferðabíll (bus) eftir KR-ingum, sem þeir hafa tekið á leigu, og með honum munu þeir svo ferð- ast á meðan á förinni í Þýzkalandi stendur. Eftír l'eikinn í Hamborg er förinni heitið fil Lohne og þar verður leiki^ 14. október gegn Blau Wards Lohne-1894. — Eftir þennan leik er förinni heitið suð ur á bóginn í gegnum Ruhrhéruð- in, Bonn og til Hennef. Þann 1G. október verður komið til borgar- innar Pirmasenes, sem er nærri landamærum Frakklands. Þessi borg er fræg fyrir skóverksmiðj- ur og þar búa um 150 þúsund manns. KR leikur þarna gegn liði sem heitir Rodalben. Þetta lið er geysisterkt og má geta þess, að um þessar mundir er það í efsta sæti í ligu, þar sem jafn góð lið og Harsloch, sem kom hér fyrir nokkrum árum, eru með. Áfram er förinni heitið í gegn- um Frankfurt til Hildesheim og leikið þar. Svo er haldið aftur norð ur og til Lubeck, þar sem KR tek- ur þátt í 100 ára afmælismóti. Þarna verða ýmis sterk þýzk félög með — og hugsanlegt, a?f dönsk lið verði einnig með, en það er þó allt óákveðiff enn þá. Þetta er leikjaprógrammið í stórum dráttum. Þá má geta þess, að KR-ingar fara aftur tíl Ham- borgar og horfa m. a. á knatt- spyrnuleik í 1. deildarkeppninni. Frá Hamborg verður haldið til Lundúna og þann 23. október verða KR-ingar viðstaddir leikinn milli Englands og heimsliðsins. Heim verður komið 24. eða 25. október. Fararstjórar í förinni verða þeir Sigurgeir Guðmannsson, Ein ar Sæmundsson og Sveinn Björns- son. AÐALFUNDUR Körfuknattieiks- ráSs Reykjavíkur verSur haldinn aö félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg 17. okt. 1963 kl. 20. Stjórn KKRR. REYKJAVÍKURMÓTIÐ I hand. knattleik hefst 19. október. Hand- knattleiksráð Reykjavíkur hefur beð ið blaðið að minnast á, að félögin verða að hafa sent þátttökutilkynn- ingar í síðasta lagi fyrir 10. október, T f M I N N, fimmtudaginn 10. október 1963. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.