Tíminn - 18.10.1963, Blaðsíða 7
Útgefindl: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Franikvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Knstjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta.
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl... sími 19523 Aðrar
skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 80,00 á mán. innan-
iands t lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Blekkingin afhjúpuð
Af því ástandi, sem blasir við þjóðmni í efnahags- og
dýi’tíðarmálum á þessum haustdógum og knúið hefur rík-
isstjórnina til nokkurra játninga, ser þjóðin betur en áð-
ur, hve ferlega stjórnarflokkarnir hafa blekkt hana fyrir
kosningarnar í vor.
Því var þá óspart haldið að þjeðinni, að viðreisnin
hefði tekizt, efnahagsástandið væri gott, jafnvægi hefði
náðst, fjárhagurinn væri góður, engin hætta á dýrtíðar-
skriðu og kjör verkamanna hefðö meira að segja batnað
um 22% í tíð stjórnarinnar. Svo var því heitið að stjórna
eftir sömu stefnu og í sama anda, ef stjórnarflokkarnir
héldu meirihluta.
En nú sér þjóðin gerla, 'að þessir menn voru aðeins í
kapphlaupi við skriðuna, sem þeir v;ssu að var að falla.
Þeir flýttu kosningunum sem mest þeir máttu, til þess
að þær yrðu um garð gengnar, áður en margt það kæmi
í Ijós, sem og sýndi greinilega, að við-
reisnar-spilaborgin var hrunin í rúst Þeir hagræddu
tölum eins og þeir gátu og földu aðrar fram yfir kosning-
ar og sýndu þjóðinni gyllta gervimynd af ástandinu. Þeir
vissu, að ekki mundi til neins að leita trausts þjóðarinnar,
ef hið rétta andlit blasti við.
En eftir kosningarnar dró úr feiuleiknum. Þá komu
réttu tölurnar fram smátt og smátt, sannleikurinn um
„kjarabæturnar“ varð að staðreynd um geigvænlega
kjaraskerðingu, sem leiddi til mikilla launahækkana.
Stjórnin hélt áfram frumkvæði sínu um allar hækkanir
og skriða óðadýrtíðarinnar féií yrir þjóðina. Stjórnin
varð að rekaldi í straumi eigin ófara.
Framsóknarflokkurinn benti hins vegar hiklaust á það,
iyrir kosningarnar hvernig ástandið væri og hvað yfir
vofði. Nú hefur reynslan sannað gagnrýni hans, og stjórn-
in hefur játað. Framsóknarflokkurinn sýndi með skýrum
rökum fram á, hvernig komið væri í efnahagsmálum
landsins, og fullyrti, að það væri aíieiðing óviturlegrar
stjórnarstefnu og stjórnarframkvæmda.
Nú sjá allir, hvernig komið er, og ráðherrarnir verða
að játa mistökih frammi fyrir fólki sinu og lofa að breyta
um stefnu, hætta „gengisfellingarleiknum11, sem er hið
nýja nafn þeirra á „viðreisninni" og fciðja síðan auðmjúk-
ir um traust þjóðarinnar til að ganga betrunarveginn!
Þetta er óhreystilegasta uppgjöf, sem þekkzt hefur um
islenzka ríkisstjórn, og hin rétta aðterð lýðræðisstjórnar,
þegar svona er komið, er að segja af sér en biðja ekki
um að fá að lafa áfram til þess ao snúa frá villu síns
vegar. Stjórnin hefur nú játað. að hún hafi unnið sér
atkvæðatraust með blekkingum, og i sé meirihluti henn-
ar reistur á fölskum forsendum. /
Hvalfjörður
Fyrirspurn Eysteins Jónssonar á Alþingi um fyrfrætl-
anir ríkisstjórnarinnar í samningum við NATO um mann-
virkjagerð í Hvalfirði hefur neytt rikisstjórnina til þess
að sýna Alþingi andlit sitt í malinu. Við þær umræður
kom enn einu sinni í ljós, að stjórnin hyggst leyta mann-
vr ki, sem geta orðið vísir kafbatasvöðvar og hún æilar
ekki að spyrja Alþingi ráða um það Þó virðist, að ekki
sé enn gengið frá samningum, verður það að sjálfsögðu
ekki gert, fyrr en Alþingi hefur fjaHað um málið.
Það kom einnig í ljós, að umleit.vnir NATO um þetta
hafa fram að þessu strandað á F ,-amsóknarflokknum,
en nú á að nota þessa ríkisstjórn ti' að koma þeim fram.
Krafa Framsóknarflokksins er nú sem fyrr, að hætt
verði við þessar fyrirætlanir.
Óvissa um stjórnhæfni Erhards
Átök í kristilega flokknum geta valdíð honum erfiðleikum
VIÐ BROTTFOR Adenauers
úr kanslaraembættinu hefst
tími nokkurrar óvissu í þýzk-
um stjórnmálum. Eftirmaður
hans í kanslaraembættinu, Lud
vig Erhard, er af flestum tal-
inn óskrifað blað sem stjórn-
málamaður, þótt hann sé búinn
að vera efnahagsmálaráðherra
í 14 ár. Hann hefur sem efna-
hagsmálaráðherra unnið sér
miklar vinsældir, því að réHi-
lega eða ranglega þakka men.i
honum mest hlna efnahagslegu
endurreisn Þýzkal'ands. Þessar
vinsældir hans réðu mestu um,
að flokkur hans valdi hann til
að taka við af Adenauer. Þær
hafa hins vegar valdið því, að
Adenauer hefur verið afbrýðis-
samur í garð hans og yprleitt
hindrað hann í því að hafa önn-
ur stjórnmálaleg afskipti en
þau, sem snertu befnt starf
hans. Hafi Erhard ætlað sér
eitthvað meira, hefur Adenauer
verið fljó'ur að grípa í taum-
ana og oft niðurlægt Erhard
svo, að marga hefur furðað á.
að hann skyldi ekk’ fara úr
stjórninni. Vegna þessa hefur
það orð komizt á. að Erhard sé
ekki mikill stjórnmálamaður
og tæpl'ega nógu einbeittur
Þeir, sem þekkja Erhard telja
hins vegar, að annað muni
koma í ljós, þegar hann hefur
fengið aukin völd og meiri
ábyrgð.
ÓVISSAN, sem nú ríkir í
stjórnmálum Vestur-Þýzka-
lands, stafar ekki eingöngu af
því, að menn séu í vafa um.
hvernig Erhard muni reynasi
Þau stafa engu síður af átökum.
sem eiga sér stað iruian flokks
kristilegra demokrata. Öðrum
þræði stafa þessi át'ök af mál
efnalegum ágreiningi Hinum
þræðinum stafa þau af því, að
þegar er að hefjast glíma um
það, hver eigi að taka við af
Erhard. Erhard er nefnilega
67 ára gamall og enginn reikn-
ar með jafnlangri stjórnarfor-
ustu hans og Adenauers. Ýmsir
gizka á, að Erhard verði vart
lengur kanslari en í 4—5 ár
eða fram á mitt næsta kjör-
tímabil.
MÁLEFNALEGI ágreiningur
inn, sem veldur átökum í flokki
kristilegra demokrata, snertir
fyrst og fremst utanríkismálin.
Schröder utanríkismálaráð-
herra hefur á ýmsan hátt mark
að stefnu, sem er frábrugðin
stefnu Adenauers og Brentan-
os, sem var fyrirrennari hans í
embætti utanríkisráðherrans
Aðalmunurinn er fólginn í því,
að Schröder stendur nær því
sjónarmiði Bandaríkjastjórnar
en Adenauer og Brentano, að
leita beri bættrar sambúðar við
Sovétríkin innan skynsamlegra
takmarka. Adenauer og Brent
ano vilja fylgja áfram hinns
ósveigjanlegu stefnu frá tíð
Dullesar Strauss, fyrrverandi
varnarmálaráðherra hefur nú
gert sig að eins konar oddvita
þessarar stefnu. Sennilegt þykir
að Erhard fylgi Schi-öder hér
að málum og að meirihlut’
þingflokks , krjstilegra demo
krata standi að bakl þenn. auk
þess. að hinn stjórnarflokkur
LUDVIG ERHARD
inn, frjálsir demokratar, styðji
Schröder hér eindregið Sama
gera og stjórnarands'æðingar,
jafnaðarmenn. Hins vegar hafa
þeir Brentano og Strauss það
sterkan minnihluta í flokknum
með sér, að þeir munu geta
valdið þeim Erhard og Schröd-
er verulegum erfiðleikum og þó
einkum, ef Adenauer l'eggst
eindregið á sveif með þeim.
eins og margir álíta, að hann
muni gera eftir að hann er kom
inn úr stjórninni.
INN f ÞENNAN ágreining
mun svo blandast meira og
minna glíman um væntanlegan
eftirmann Erhards. Fyrir tveim
ur árum myndi S'rauss hafa
unnið þessa glímu. því að hann
naut þá stuðnings Adenauers
í fyrra varð svo Sp>egelmálið
honum að fótakefli, en þar
kom í ljós. að hann er næsta
óvandur að meðul'um. Aden-
auer neyddist því til að láta
hann fara úr stjórninni Þá
var álit ýmissa, að Strauss væri
úr sögunni sem st'iórnmálamað
ur. en flest bendir nú til, að
það sé rangt reiknað S'rauss
lætur nú meira oe meira ber?
á sér að nvju og nýtur enr
bersvn''le?a m'k'ls fvlgis Óum
deilanlega er hann líka mesi'
nersónule^ki þýzkra stjórn-
málamanna begar Adenauer
sleppir. fluggáfaður ham
bl.evpa til vinnu nrkT ræðu
skörungur og aðsópsm'k’ll í
sión og revnd Galli hans er
hins vegar sá. að hann er
óvandur að meðulum og því
sjá andstæðingar hans í honum
nýjan Hitler Ef Strauss tekst
að st'illa sig nægilega og Þjóð-
verjar telja nauðsynlegt að
hafa slerkan forustumann, get-
ur hann átt eftir að koma mjög
við sögu.
Eins og málin standa í dag,
myndi Strauss þó ekki verða
val'inn eftirmaður Erhards,
heldur bendir, allt til, að það
myndi verða Schröder utanrík
isráðherra. Schröder var áður
innanríkisráðherra og var þá
heldur illa lát'inn Þetta hefur
hins vegar mjög breytzt síðan
lvann varð u'anríkisráðherra.
Hann hefur þótt -sýna bæði
festu og lagni og konúð yfir-
leitt vel fram Sennilega mun
glíman um þá Schröder og
Strauss setja verulegan svip á
þýzk stjórnmál næstu árin.
AF HÁLFU jafnaðarmanna
sem stjórnarandstæðinga mun
Erhard sæta sízt minni mót
spyrnu en Adenauer Margir
þeirra óHast, að stjórn Erhard?
verði meira til hægri í innan
landsmálum en stjórn Aden
auers, því að hann hafj nánari
tengsl við auðmenn og banka
menn en Adenauer hafði Er
hard hefur einnig lýst sig mjöe
andvígan þeirri hugmvnd iafn
aðarmanna. að mynduð yrð'
bjóðstjórn i VesturÞvzkalandi
eftir næstu kosningar en jafn
aðarmenn telja það nauðsyn
legt, ef vinna eigi einlæglega
að sameiningu Þvzkalands Ef
úrslit næstu þingkosninga yrðu
þau, að þjóðstjórn þaettj nauð
synleg í Vestur Þvzkalandi. yrð'
hún vart undir forustu Erhards
heldur annaðhvort undir for
ustu Willy Brandt eða Gersten
maier, sem er talinn friálslynd
asti leiðtogj kristilegra demo
krata. ' Þ. Þ.
TÍMINN, föstudaginn 18. október 1963
J
l