Tíminn - 18.10.1963, Page 14

Tíminn - 18.10.1963, Page 14
 sem voru dreifðar handan við hin sterku fjallavirki þeirra og gátu haft í fullu tré við jafnvel enn stærri her Þjóðverja, var alvar- legt áfall fyrir franska herinn En þar með var ekki öll sagan sögð. Hvernig gátu þeir banda- menn Frakka, sem enn voru eftir í austri, haldið áfram að treysta á þá e.fiir það, sem gerðist í Miin- chen? Hvers virði voru nú banda- lög við Frakkland? Svarið, sem fékkst í Varsjá. Búkarest oe Bel- grad var: Ekki mikils virði, og menn hlupu nú upp til handa og fóta til þess að komast að eins góðum kjörum og hægt var við nazistasigurvegarann á meðan enn var tími til Og ef ekki var hlaupið upp til handa og fóta í Moskvu, þá fór að minnst'a kosti hreyfing um menn þar lika. Enda þó‘t Sovét- rfkin væru í hernaðarbandalögum bæði við Tékkóslóvakíu og Frakk- land, hafði franska stjórnin fylgzt með Þýzkalandi og Bretlandi án þess svo mikið sem bera fram mót mæli í því að útHoka Rússa frá Miinchenar-fundinum. Þetba var snoþpungur, sem Stalin gleymdi ekki og átti eftir að kost'a vest- rænu lýðræðisríkin tvö mikið á komandi mánuðum. Fjórum dög- um efdr samkomulagið í Miinch- en, 3. október, sendi ráðgjafi þýzka sendiráðsins í Moskvu, Werner von Tippelskirch, skýrslu um „afl'eiðing^r1' sáttmálans fyrir stefnu Sovétríkjanna. Hann taldi, að Stalín „myndi draga ýmsar ályktanir" og hann var viss um, að Sovétríkin myndu „endurskoða .st'efnu sína í utanríksmálum", „verða óvinveittari bandamönnum þeirra, Frakklandi, og „jákvæðari" gagnvart Þýzkalandi. Reyndar sagði þessi þýzki sendiráðsmaður, að „núverandi kringumstæður ve:ta heutúgt tækifæri til þess að koma á nýjum og víðtækari við- k ptajamning Þýzkalands við Sovétrikin" Þetta er í fyrsta skipti, sem minnzt er 1 þýzkum leyniskjölum á st-efnubreytinguna, sem nú var að byrja, þótt hæg- fara væri hjá Berlin og Moskvu og átti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar, áður en ár var liðið Hit.ler hafði orðið fyrir von> brigðum með það, sem gerðist í Mftnchen, þrátt fyrir þann stór- kostlega sigur, sem hann hafði unnið og þá niðurlægingu, sem hann hafði bakað ekki aðeins Tékkóslóvakíu. heldur einnig vestrænu lýðræðisríkjunum. „Hann þarna" (Chamberlain) heyrði Schacht hann segja við S.S.-félaga sína, þegar hann sneri aftur til Berlínar, „hefur eyðilagt innreið mína í Prag"! Þetta var einmitt það, sem hann hafði vilj- að allan tímann eins og hann hafði stöðugt sagt hershöfðingjum sínum allt frá því að hann 5. nóv. árið áður hafði haldið ræðuna yfir þeim. Sigurinn yfir Austurríki og Tékkóslóvakíu átti ekki að vera annað en undanfari stórfelldrar herferðar til þess að ná í meira Lebensraum í austri og hernaðar- aðstöðu i Frakklandi í vestri. Eins og hann hafði skýrt ungverska for- sætisráðherranum frá 20. septem- ber, var það bezta, sem hægt var að gera, „að eyðileggja Tékkósló- vakiu". Þetta, hafði hann sagt, myndi „gefa hagkvæmustu lausn- ina á málinu". Hann hræddist að- eins „hættuna" á því, að Tékkar myndu láta undan öllum kröfum hans. Nú hafði Chamberlain, um leið og hann greip með sér regnhlíf- ina sína margumtöluðu, skundað til Munchenar og neytt Tékka til þess að láta undan öllum kröfum sagnfræðingur bandamanna hefur haldið fram, „Þet'ta ár til þess að draga andann, sern talað er um, að bandamenn hafi „unnið sér“ við Miinchenar-sáttmálann, varð einungis til þess að Bretar og Frakkar voru í enn verri aðstöðu í samanburði við Þýzkaland Hitl- ers, heldur en þeir hefðu verið, þegar Munchenar-fundurinn fór fram“. Eins og koma mun fram hér á eftir, bera hernaðarlegir út- reikningar Þjóðverja ári síðar vott um þetta, og þá sömuleiðis atburðirnir, sem á eftir komu og þar af leiðandi er ekki um þetta að efast. Þegar litig er til baka, og með þeirri vitneskju, sem okkur hefur auðnazt að afla okkur úr leyndar- skjölum Þjóðverja og af fram- burði Þjóðverja sjál'fra eft'ir styrj- öldina, þá er hægt að drag*t£ftir- farandi ályktun, sem ekki hefði verið hægt að gera á Miinchenar- dögunum: Þýzkaland var ekki i neinu ástandi til þess að hefja styrjöl'd 1. október 1938 gegn Tékkósló- vakíu og Frakklandi og Bretlandi, svo að ekki sé nú minnzt á Rúss- land. Hefði það samt verið gert, myndi Þýzkaland auðveldlega og fljótlega hafa verið ofurliði bor- ið, og það hefði um leið haft í för með sér endalok Hitlers og Þriðja ríkisins. Ef komizt hefði verið hjá styrjöld í Evrópu á síðasta i augnabliki með því að þýzki her- inn hefði gripið í taumana, þá myndi Hitler hafa verið kollvarp- að af þeim Halder og Witzleben og samstarfsmönnum þeirra, þeg- ar þeir hefðu framkværnt áætlan- ir sínar um að handtaka hann jafn skjótt og hann hefði gefið síðustu skipunina um að gerð skyldi árás á Tékkóslóvakíu. Hitler hafgi teflt a tæpasta vað- ið, þegar hann tilkynnt'i það opin- berlega, að hann myndi ráðast inn í Súdetahéruðin 1. október „hvern ig sem allt ylti". Ham var í „óverj andi aðstöðu" og Prck hershöfð- | ingi hafði séð þetta fyrir. Hefði hann, eftir allar sínar ákveðnu ógnanir og yfirlýsingar reynt að skríða til baka af greininni, sem1 hann sat nú svo tæpt á, hefði honum varla tekizt að verða lang- lifur í embættinu, eins og einræð- ið er í framkvæmd, og þá sér í lagi einræðisstjórn hans sjálfs. Það hefði orðig sérstaklega erfitt, ef ekki ómögulegt, fyrir hann að hafa orðið að láta undan síga, og hefði hann reynt að gera það, myndi álit'shnekkirinn, sem hann hefði orðið fyrir bæði hjá hans eigin þjóð og í Evrópu og síðast en ekki sízt meðal hershöfðingj- anna að öll'um líkindum hafa gert út af við hann. Þrjózkuleg, ofstækisfull krafa Chamberlains um að veita Hitler allt, sem hann vildi, ferðir hans til Berchtesgaden og Godesberg og að lokum hin örlagaríka ferð hans til Miinchenar, björguðu Hitler ofan af greininni, sem hann hafði setið á og styrkt'u að'stöðu hans í Evrópu, í Þýzkalandi og innan hersins, meira en maður hefði getað ímyndað sér nokkrum vikum áður að hægt væri. Þetta jók einnig óumræðilega mikið á veldi Þriðja ríkísins gagnvart hinum vestrænu lýðræðisríkjum og Sovétríkjunum. Miinchenar-sátlmálinn hafði al- varlegar afleiðingar fyrir Frakk- land og það er meira en hægt er að skilja, að menn skuli ekki hafa gert sér þetta Ijóst' í París. Hern- aðarleg aðstaða landsins í Evrópu ! hafði verið eyðilögð, vegna þess, að þegar Þriðja ríkið hafði full- komlega hervæðzt, gat her Frakk lands aldrei orðið meira en helm- ingur hers Þýzkalands, sem var næstum þvi helmingi mannfleira og vegna þeirra möguleika, sem Þýzkaland hafði á því að framleiða hergögn hafði Frakkland af mikl- um dugnaði byggt upp bandalög milli sín og smáríkjanna í Austur- Evrópu handan landamæra Þýzka- l'ands — og handan ftalíu: Tékkó- slóvakíu, Póllands, Júgóslavíu og Rúmeníu, sem samanlagt höfðu svipaðan liðsstyrk og eitt st'ór- veldi. Að nú skyldu glatast þrjá- tíu og fimm velþjálfaðar og vel vopnum búnar herdeildir Tékka, mínar ráðstafanir gegn honum. Eg bið ykkur öll að fyl'gjast með mér aftur til Hong Kong og við munum yfirheyra Tom Manning í viðurvist lögreglu og vitna. Víð skulum taka fyrsta bátinn, í< i héðan fer. Þangað til mun lögreglu vörður gæta yðar, Dyson. —• Fæ ég ekki að tala fáeinar mínútur við ungfrú Stewart? grát- bað Brett. Hank yppti öxlum. — Það er allt í lagi af minni hálfu, sagði hann að endingu — ef ungfrú Stewart er fús til þess. — Já, hvíslaði hún. Hank dró skjálfandi þjóninn á fætur. — Þú kemur með mér, sagði hann, — og ég ætla að taka skýrslu af þér. Þú verður ásakað- ur fyrir að hafa verið viðriðinn þessa starfsemi og sömuleiðis fyr- ir morðtilraun. Brett og Gail gengu hægt út á svalirnar. Hún var gersamlega út- tauguð til sálar og líkama Hún stundi: — Ó. Brett. ég get ekki trúað þessu. Hann reyndi að taka hana í fang ið. en hún færði sig frá honum. — Ó, ástin mín, sagði hann, —- þarf þetta nokkru að breyta milli okkar. Eg trúi þessu ekki enn, að frændi hafi lifað tvöföldu lifi ár- um saman. Og hvernig datt þér þetta í hug? Heldur þú, að frændi sé maðurinn, sem sveik föður þinn og stal eignum hans? Gerðu það fyrir mig, Gail, segðu að þú trúir því ekki. — Jú, Brett, ég held það, sagði hún stillilega. — Ef svo er, skal ég neyða hann til að játa það, sagði hann alvöru gefinn. — Og auðvitað verða eig- nr þínar afhentar þér, auk alls þess, sem hann hefur grætt síð- an. En ég trúi ekki enn, að hann hafi viljað drepa þig, Gail. Eg held, að Hsung hafi misst stjórn á sér, þegar hann sá þig með vega bréfin — ég trúi ekki að frændi hafi gefig þessu kínverska kvik- indi skipun um að myrða þig. Það er ómögulegt. Hann hefur marg- sagt mér, hvað honum geðjist vel að þér. Auk þess gæti hann ekki fengið af sér að gera þér mein, þegar hann veit að ég elska þig. Og það voðalega er, að mér þykir enn vænt um hann. Rödd hans brast og hann leit undan. — Brett. Hún tók um armlegg hans. — Eg veit, að þú elskar mig og þín vegna skal ég gera hvað ég get t'il að hlífa frænda þínum. Hann sneri sér aftur að henni og greip um báðar hendur henn- ar. — Þakka þér, Gail. En — en er nokkur von lengur fyrir mig? — Mér þykir mjög vænt um þig, Brett, sagði hún loks. — Mér þykir það enn, þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur. En þótt þú hafir margbeðið mig að kvænast þér, hefur mér fundizt ég ekki elska þig nógu mikið. Eg skammast mín vegna þess að einu sinni hélt ég, að ég elskaði þig í raun og veru. En það hefur breytzt. Nei, Brett 49 skreiddist hóstandi og stynjandi á fætur. — Þér hafið hjálpað mér ómet- anlega, ungfrú Stewart, sagði Hank að lokum. — Eg er leynilög- regluþjónn og starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í deild, sem' vinnur að því að hafa hendur í hári vegabréfafalsara. Þann tíma, sem ég hef verið í Maccao, hef ég komizt að ýmsu, en ég hef ekki ■ getað gengið úr skugga um með! fullri vissu, hverjir höfuðpaurarn! ir væru í þessum viðskiptum. Núj veit ég að minnsta kosti nafn á einum og það er býsna st'órt nafn. Eg er sannfærður um, að fyrst hægt er að draga þann mann fyrir dóm, mun ég innan skamms hafa hendur í hári samstarfsmanna hans. Og með vitnisburði þjóns- ins og orðum yðar get ég látið handtaka hr. Manning. — En ég verg að komast að því, hvernig sambandi hans og föður míns var háttað, sagði hún biðjandi. — Ef hann skyldi nú neita að segja neitt. Þér segið, að ég hafi hjálpað yður — þér verðið að aðstoða mig. Við skulum fara aftur yfir til Hong Kong — og yfirheyra Tom Manning í samein- ingu og reyna að komast að sann- leikanum. Brett stóð skyndilega í dyrun- um, þrumu lostinn yfir því, sem fyrir augu hans bar. — Hvað eruð þið öll að gera hér í mínu herbergi? Gail, ástin mín. Hann gekk til hennar. — Hvað hefur komið fyrir þig? Þú ert náföl. Hver var að gera þér mein? Guð minn góður, ef ein- hver hefur vogað sér að leggja hendur á þig. Hann snerist ofsa- lega á hæli og horfði reiðilega á Hank Redfern. — Það var ekki hann, hrópaði Gail hvasst. — Hann bjargaði ein- mitt lífi mínu. Það var þjónn frænda þíns, Hsung, sem reyndi að myrða mig. — En hvers vegna? Eg skil ekki, stamaði Brett ráðþrota. — Hvers vegna skyldi Hsung reyna að myrða þig? — Frændi þinn heldur mig hættulega, Þetta er önnur tilraun- in, sem gerð er til að ráða mig af dögum, Brett, sagði hún rólega. Hann fól andlitið í höndum sér og reikaði í spori. — Nei, nei. Eg trúi því ekki! Frændi minn er beztur allra manna. Hann hefur gert svo mik- ið fyrir mig — allt hefur hann gert fyrir mig. Honum þykir vænt um þig, Gail. Því skyldi hann senda þjón sinn hingað t'il að myrða þig? Hank greip fram í. — Þjónninn hefur þegar játað, að ungfrú Stewart vissi of margt, þess vegna vilja þeir ryðja henni úr vegi. Hún grunaði frænda yðar um að hafa svikið föður sinn og síðan hrifsað undir sig eigur hans. En af tilviljun komst hún á snoð- ir um hið stórfellda vegabréfa- brask, sem frændi yðar stundar. Það var ástæðan til að þér kom- uð yfir til Maccao, hr. Dyson. Ung frú Stewart grunaði hvað í tösk- unni væri og sneri aftur hingað til að ganga úr skugga um, hvort grunsemdir hennar ættu við rök að styðjast. Hr. Manning hlýtur ag hafa sent þjón sinn til að hafa gætur á henni. Hann kom að henni hér. Hún hafði rifið út úr tösk- unni og var með bunka af fölsuð- um vegabréfum. Hann reyndi að myrða hana. Brett þaut til þjónsins, sem kúrði í hnipri úti í horni. Hann æpti tryllingslega: — Þú reyndir að drepa ungfrú Stewart. Þá skal ég svo sannar- lega drepa þig, ræfillinn þinn. Ef Hank hefði ekki tekig í taum HJtíKRUNARKONA í VANDA ana, er eins víst ag Brett hefði komið fram áformum sínum, svo gersamlega v-iti sínu fjær var hann. Honum tókst' að draga Brett ofan af þjóninum. Svo sagði hann: — Bæði þér og frændi yðar þurfið ýmislegt að útskýra í þessu máli, sagði hann reiðilega. — Eg vissi ekki, hvað var í tösk unni, það get ég svarið, sagði Brett eymdarlega. — Getið þér svarið það við heið ur yðar, að þér hafið ekki vitað, að í þessari tösku voru fölsuð vega bréf, sem þér áttuð að koma til skila? Að yður er ókunnugt um, að . . . Bret't náfölnaði. — Eg sver það. Eg vissi ekk- ert. Frændi minn bað mig bara að gera þetta fyrir sig. En hvern- ig getur frændi verið flæktur í það? Hann er mikilsmetinn og um- svifamikill kaupsýsl'umaður. Hann er ríkur maður. Og góður maður. Hann hefur gert allt fyrir mig. Ef ég hefði ekki átt hann að, hefði ég verið settur á munaðarleysingja hæli. Eg elska hann. En hvernjg getur mér þótt vænt um hann, ef það er satt, að hann hefur skipu- lagt morðtilraun á Gail. Eg trúi því ekki. Eg trúi því ekki fyrr en ég heyri hann játa það sjálfan. — Hann játar það nautnast, sagði Hank — Þér eruð heimsk- ingi, Dyson, og hann hefur óspart notað yður. Hversu ínnilega sem þér elskið frænda yðar, er ég hræddur um, að ég verði að gera Maysie Greig 14 TÍMINN, föstudaglnn 18. október 1963

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.