Tíminn - 23.10.1963, Page 8

Tíminn - 23.10.1963, Page 8
SKIPBROT VI Þetta er fimmta fjárlagafrum- varp þeirra viðreisnarmanna og þeirra miklu mest, því nú eru þeir búnir að koma útgjöldum upp í rúmlega ihálfan þriðja milljarð og álögum á þjóðina jafnhátt, og þó vafalaust mun hærra en áætl'að er í frumvarpinu. Og þetta á eftir að hækka mikið í meðförum Al- þingis sem fyrr. Hækka nú fjár- lögin enn frá því, sem þau eru í ár um 340 milljónir, en frumvarp þetta er 415 milljón krónum hærra en frumvarpið var í fyrra. 1700 milljónir Eru þá þeir, sem kenna sig við lækkun skatta, búnir að hækka á- lögurnar á þjóðina um nálega 1700 milljónir síðan 1958, og er þá um alveg sambærilega tölu að ræða, því þar er bætt við fjárlagatölur 1958 því fé, sem gekk utan fjár- laga til niðurgreiðslu á vöruverði. Þeir segja þetta, nærri 1700 millj- ómr, ekki vera eins mikið og sýn- ist, því krónan hafi minnkað svo mikið, og er þess þá að minnast, aö til valda brutust þessir menn undir því herópi, að þeir hétu að stöðva dýrtíð án nýrra skatta og vernda verðgildi krónunnar og sparifjárins. En hvernig hafa þessi býsn getað skeð, að álögur á landsmenn til ríkisins hafi hækkað mikið á ann- að þúsund milljónir á örfáum ár- um og þannig framkvæmd slík lof- orð. Álagaflóðið Við tvennar stórfelldar gengis- lækkanir hefur verðtollsprósentan verið látin halda sér og þar með hækkaður gífurlega verðtollurinn. Ofan á það var lögleiddur nýr allsherjar söluskattur 3%, jafn- vel á innlendar matvörur, hvað þá annað. Ýmsar álögur, sem gengu áður í útflutningsuppbæt- ur, svo sem benzíngjald o.fl., voru látnar halda sér þótt uppbæturnar væru afnumdar og settar í ríkis- sjóð. Nýr söluskattur var l'ögleidd- ur á innfluttar vörur, sem nam hundruðum milljóna, og lofað að afnema hann eftir árið, en í stað þess var hann felldur inn í nýju tollskrána og lögleiddur til fram- búðar með henni, ásamt allri að- flutningsgjaldasúpunni. Sagðist fjármálaráðherra þó hafa gefið eftir 98 milljónir af súpunni og getið það til baka upp í viðskipti sín við almenning á kjörtímabil- inu síðasta, en sú lækkun reyndist þannig útilátin, að dýrtíðarvogin tók hana ekki, sem kunnugt er. Hún hafði ekki slík áhrif á afkomu meðalheimilis í landinu, að það yrði mælt né vegið á þá vog. En jafnvel þessi lækkun er nú hengd á menn að nýju í einum böggli, sem fylgir þessu frv., því nú á að minnka niðurgreiðslu á vöruverði, sem næst nákvæmlega um sömu fjárhæð og þessi tollalækkun nam. Menn fá hana því á sig aftur núna í hækkuðu verði matvæla og kemst því nú enginn undan. Fer því fjarri, að með þessu sé þó tíundað allt álagaflóð ríkis- stjórnarinnar. Gjöld ríkisstofnana fyrir þjónustu hafa verið hækkuð gífurlega t.d. símagjöld, póstgjöld og flutningsgjöld með ströndum fram. Sérstakur launaskattur hefur verið lagður á bændur, því ekki voru sagðir peningar fáanlegir með öðru móti til að lána þeim sjálfum til framkvæmda. Útflutn- ingsgjöld á sjávarafurðir hafa ver- ið hækkuð þangað til þau eru kom- in upp í 7,4%. í frv., sem hér voru sett inn á Alþingi í fyrra, úði enn og grúði af nýjum sérsköttum, því sagt var, að ekki væru pen- ingar til að kosta þá þjónustu, sem þar var ráðgerð. Þar voru tilögur um sérskatt á sement, á innflutt timbur og járn, á launaútborganir iðnfyrirtækja svo dæmi séu nefnd. Nýir skattar, nýir toll'ar í hinum fáránlegustu myndum ofan á súp- una, sem fyrir er. Innan um þetta birtust svo ræð- ur og greinar um hvað þeir, sem fyrir þessu standa og hafa staðið, væ' u önnum kafnir . . . . við hvað? við að Iækka tollana, og skattana, var sagt — og er sagt enn. Sérgrein ráðherrans Fjármálaráðherra var óþreyt- andi að lýsa því sérstaklega, að höfuðáherzlan væri þó lögð á að lækka beinu skattana og að aðvíf- andi menn, ókunnugir, hefðu hlot- ið að halda, að það væru ekki neinir beinir skattar lengur til á íslandi — og skattstigarnir voru lækkaðir, rétt er það. — En allar aðfarir ríkisstjórnarinnar í fjár- málum hafa orðið þannig, að með- alfjölskylda á íslandi borgar miklu meira, líka í beina skatta, en áður af þeim tekjum, sem þarf til að komast af svipað og áður. Og fjármálaráðherra sem alltaf er að lækka skattana, hefur orðið að horfa upp á það, að vísitala beinna skatta hefur farið síhækk- andi og framfærsluvísitalan hækk- aði bara á einum mánuði í sumar um 2,6 stig af þeim ástæðum ein- um saman og hafði stórhækkað áð- ur. En þessi eins mánaðar hækk- un vegna hækkunar á beinu skött- unum jafngildir 5,2 vísitölustigum fyrir viðreisn og hefði þá það eitt út af fyrir sig þótt stórfellt vanda- mál, en nú er þetta eins og dropi í dýrtíðarsjónum. Þessi saga um stjórnina, sem alltaf segist hafa verið að lækka tolla og skatta, er ófögur, en áönn. Með þessum aðförum eru álögur á landsmenn og þar með fjárlögin, komin upp í hálfan þriðja millj- arð og þó drjúgum'betur í reynd. Eyðslan vex Hvað er þá um þjónustu við landsmenn, hefur hún ekki aukizt og batnað og framlögin til verk- legra framkvæmda? Af því er þá sorglegu sögu að segja, að stöðugt rennur minni og minni hluti ríkis- teknanna — álaganna — til opin- berra framkvæmda og uppbygg- ingar í landinu og aldrei minna pf-V'í EYSTEINN JÓNSSON haldið við. Sums staðar er ekki hægt að hefla vegina lengur, því ofaníburðurinn er farinn og sagt, að ríkissjóður hafi ekki ráð á að skaffa ofaníburð. Farartæki manna liggja á vorin á kafi í leðjunni, víðs vegar um landið, því eldri vegir, viðhaldssveltir þola ekki aukna umferð þyngri bíla, en at- vinnurekstur landsmanna byggist í æ ríkari mæli á þungaflutning- um á landi. Af 2500 milljónum er ekki hægt að sjá af nema 25,8, til að byggja nýja vegi, og ekki sagt mögulegt að halda þeim eldri við — hvað þá byggja þá upp og bæta af viðhalds- fé eins og siður var á meðan fjár- lögin í heild voru ekki nema 17 milljónir. Enda er ástandið þann- ig, að víða er búið að vinna fyrir- fram fyrir fjárveitingum og heima- menn draga á eftir sér skuldaslóð- ann vegna ríkisveganna. Þetta eru staðreyndir, sem ekki breytast, þótt ráðherra nefni hærri tölur en áður til vegamála. Strandferðir Strandferðirnar eru þannig sveitar að fé, að skipaútgerðin getur alls ekki og hefur ekki get- að flutt lífsnauðsynlegan varning út um landið til stórtjóns fyrir allan atvinnurekstur, og á þessu fjárlagafrumvarpi er ekki einu sinni gert ráð fyrir nándar nærri því framlagi, sem þarf til að halda uppi núverandi strandferðum, enda allt löðrandi í ráðagerðum JÁKVÆDU LEIÐINA ÚT ÚR SJÁLFHELDUNNI m'rm tiltölulega en á þessu fjárlaga- frumvarpi. Ríkisbáknið sjálft þenst út með ofsahraða, og beinn kostn- aður við starfræksluna fer sívax- andi, og eru það efndirnar á um það bil 59 sparnaðar- og ráðdeild- arfyrirheitum fjármálaráðherra og hans manna, sem gefin voru við upphaf ferðar. Nýjar rándýrar stofnanir þjóta upp þ.á.m. ein, sem á að hjálpa til að halda jafnvæginu. Efnahags- málastofnunin. Sparnaður við skattaálagningu er þannig fram- kvæmdur, að kostnaðurinn hækk- ar stórkostlega og er þó minnst fram komið ænn þá — en hvað um það, upp úr því hafðist þó alltént sumt staðar, að úrvals dugnaðar- menn voru hraktir úr störfum með ruddaskap, bara af því þeir voru ekki á sömu skoðun og ráð- herrann. Loforðið um fækkun nefnda er þannig framkvæmt, að nefndir heita ekki nefndir lengur á ríkis- reikningi, nema fáar útvaldar. Nefndanöfnum hefur fækkað, en ekki nefndum, og er það gott sýn- ishorn um hagsýslu stjórnarinnar. En framlögin til verklegra fram- kvæmda verða að víkja í vaxandi mæli. IVIinna í framkvæmdir Það er til marks um hve óðfluga sigið hefur á ógæfuhlið varðandi hlut verklegra framkvæmda úr þeim tollum og sköttum, sem lagð- ir eru á þjóðina, að miðað við fjárlög ársins 1958 annars vegar, ættu framlög til nokkurra verk- legra framkvæmda nú á þessum fjárlagafrv. að vera sem hér segir — ef halda hefði átt í horfinu. Til nýrra raforkuframkvæmda ættu að vera á frv. 71 milljón, en eru 41 milljón. Til vega, þar með viðhald, — ættu að vera 142 millj- ónir, en eru 107 milljónir, og til brúa ættu að vera nálega 32 millj- ánir, en eru tæpar 15 milljónir. Þetta bara dæmi. Svona er þró- unin. Vegamálin Örigþveiti ríkir í vegamálum landsins þrátt fyrir hinar gífurlegu nýju álögur. Vegunum er ekki Á AÐ VERÐA NÝTT STRÍÐ Á RÚSTUM VIÐREISNARINNAR um að minnka enn strandferða- þjónustuna. Skólar í skólamálum er ástandið þannig, eftir því sem eitt stjórnarblaðið segir frá, að hundruðum unglinga hefur verið synjað um vist í hér- aðsskól'um vegna plássleysis, og þrátt fyrir hækkaða fjárveitingu í krónutölu til þeirra mála, hefur ekki einu sinni tekizt að halda í horfinu miðað við þörfina á skóla- byggingum. Það breytir ekki held- ur þessum staðreyndum um á- standið, þótt lesnar séu tölur um fleiri krónur en áður til þessara mála. Uppbygging í sjávarplássum Framlög til stuðnings uppbygg- ingar i sjávarplássum hafa verið skorin svo niður, að nær eru að engu orðin, og urðu þó áður fyrr einhver hin drýgstu framlög til að efla uppbyggingu skipastóls og annarra framkvæmda við sjávar- síðuna á vegum dugmikilla fiski- manna, sem vildu geta haft sjálf- síæðan atvinnurekstur. Jafnvægis- og raforkumál Fiamlög til að stuðia aö jafn- vægi í byggð landsins hafa dregizt stóikostlega saman. 8 T í MIN N , miðvikudaginn 23. október 1963

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.