Tíminn - 23.10.1963, Side 13
RÆDA
Framfiala al y siðu
Aðvaranir
Framsóknarmanna
En svona hlaut þetta að fara
€íps og til var stofnað. Stjórnar-
andstaðan serði þó skyldu sína og
varaði við. Þeir byrjuðu með ráð-
stöfunum, sem fyrirsjáanlega hlutu
að valda verðhækkunaráhrifum
upp á a.m.V. 1100 milljónum kr. í
þjóðarbúskifj, þar sem allar þjóð-
srtekjur voru taldar 5—6 millj-
ónir og ætluðu kaupi og afurða-
verði að vera óbreyttu.
Um þetta sagði ég m. a. við um-
ræður á Alþingi 1960:
,,Svona ráðstafanir er blátt á-
fram ekki hægt að gera. Það er
rr.eð öllu gersamlega óskiljanlegt
hvemig nokkrum manni dettur í
hug að koma fram með svona áætl-
arir eða svona fyrirætlanir. Hefur
þetta alls ekki verið athugað eða
hvað? Hafa þessir hæstv. ráðherr-
ar ekki gert sér grein fyrir því,
hvað þeir voru rannverulega að
fara? Hvernig halda menn að á-
hrifin af þessu verði í þjóðarbú-
skapnum? Og déttur mönnum í
hug, að svona lagað sé framkvæm-
aniegt?
Eg vil í fuliri alvöru biðja hæstv.
ríkisstjórn að endurskoða þessar
fyrirætlanir og endurskoða þessar
áætlanir því að vitanlega er ekk-
ert til hættulegra í efnahagsmál-
um landsins. en það að gera ein-
hverjar panik-ráðstafanir, sem
enga stoð i-.ipa í raunveruleikanum
og enga möguleika hafa til að
heppnast. Menn hafa ekki leyfi til
þess að gera slíkar ráðstafanir,
vegna þess að slíkt hlýtur að stór-
au-?a vandann frá því sem hann
er eða hefur verið.“
Þessum aðvörunum, sem bornar
voru fram aí mér og félögum mín-
um af þeirri einföldu ástæðu, að
við vorum blátt áfram hræddir
við fyrirsjáanlegar afleiðingar
þess, sem vérið var að gera.
var svarað með hmka og botn-
lausum skómmum og háðsyrðum
um þá kenningu Framsóknar-
manna að ieysa vandann í áföng-
um.
Að leysa allan
vandann í einu
Þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson sögðu ýmist, að það
yiði að horfast í augu við allan
vandann í einu eða að þessar ráð-
siaianir myndu koma í veg fyrir
hina stöðugu síendurteknu ráðstaf-
anir ár frá ári. Þeir fundu upp
það spakmæli til að forherða sig
og auka sér kjark til að leggja
út í þetta, að það væri ekki hægt
að stökkva yfir gjána í áföngum.
Sem sagt, hér var fundin lausn-
in í eitt skipti fyrir öll, þeir voru
gagnteknir þeirri barnalegu skoð-
un, að með viðreisninni væri kom
ið sjálfvirkt kerfi — allur vandi
íeystur í eitt skipti fyrir öll.
En öllum þeim, sem höfðu
minnstu nasasjón af íslenzku
efnahags- og atvinnulífi, átti að
vera ljóst, að þetta bar dauðann í
sér.
Afleiðingin hlaut að verða sú,
að hver dýrtíðaraldan risi af ann-
arri, sem afleiðing þeirrar hol-
skeflu sem hleypt var yfir þjóðina
með viðreisnarráðstöfunum 1960.
Heynslan er nú orðin ólygnust um
þetta, en dýr er hún orðin og þó
minnst enn fram komið, því alls
fjarri fer því, að afleiðingar við-
reisnarinnar séu t. d. komnar inn
í kaupgjald og verðlag. Hverjum
dettur í hug, að almennt kaup-
gjald og verzlunarmannakaup,
svo dæmi séu nefnd geti staðið
stundinni lengur eins og það er
í dag, eða afurðaverð til bænda
geti lengi staðist eins og það er
nú samanborið við framleiðslu-
kostnað og stofnkostnað.
Hvað hafa menn Sært?
Menn spyrja nú hver annan,
ihvort ríkisstjórnin muni hafa
lært af þessum óförum pg sumir
telja svardagann, um að hækka
ekki gengið nú vott þess. Betug að
svo væri. Enn því miður bendir
margt til að svo sé ekki, þrátt fyr-
ir þessa svardaga. Megingrund-
völlur viðreisnarinnar var að ná
því, sem þeir kalla jafnvægi í þjóð
arbúskapnum, með því að láta
verðlag hækka, gera lánsfé dýr-
ara og takmarka það, en kaup-
gjald Oig afurðaverð stæði í stað.
Um þetta vcrður ekki deilt. —
Þetta var stefnan og því miður
er þetta prédikað enn og allt
sem frá stjórninni kemur enn
gengur í sömu átt, nú síðast hækk
un síma og póstgjalda og minnkun
á niðurgreiðslu landbúnaðaraf-
urða til að hækka verð til neyt-
enda, þrátt fyrir mikinn afgang
af tolla- og skatttekjum. Sýnilegt
er, að þeir hafa brennt sig á geng-
islækkuninni 1961 og sverja nú
fyrir gengislækkun. En menn
spyrja: Er sú meginstefna breytt
að leita jafnvægis með því fyrst
og fremst. að láta verðlag hækka
og kostnað við lánsfé, en halda
niðri kaupgjaldi og afurðaverði
til bænda?
Á að verða nýtt stríð
á rústum viðreisn-
arinnar
Helzt er að sjá, af stjórnarblöð-
unpra, og ræðujn ráðamanna, að
þeim finnist það eitt nafá mis-
tekizt, að halda niðri kaupinu o-g
afurðaverði til bænda og megin-
stefnan sé óbreytt, þrátt fyrir ó-
farirnar. Þrálátur orðrómur geng
ur um, að nýju úrræðin, sem ekki
eru nefnd opinberlega og farið er
í kringum, eins og kettir fara
kringum heitt soð, séu þau, að
halda niðri kaupgjaldi og afurða-
verði með lagaboðum. Meginstefn
an eigi sem sé að vera óbreytt, en
leita „sterkari“ ráða, éins og það
mun kallað í þessum herbúðum
til að framkvæma þann þáttinn,
sem þeir telja hafi bilað. Ég vildi
að þessi orðrómur væri rangur,
því ef hann reyndist réttur, hafa
þeir ekkert lært og þá er bara
efnt til nýrrar styrjaldar við al-
menning í landinu á rústum við-
reisnarinnar, og við því má þjóð-
in allra sizt.
Enginn mun fúsari að játa en
ég, að úr vöndu er að ráða eins
og nú er komið. í því sambandi
bendi ég á nokkur aðalatriði, sem
þýðingarmikil eru að mínum
dómi.
í áföngum
Menn verða að gera sér grein
fyrir því, bæði stjórnarvöldin og
allur almenningur í landinu, að
út úr þessu feni verður ekki kom-
izt í einu stökki. Skekkjur þær,
sem orðnar eru, verður að reyna
að leiðrétta í áföngum. — Sporin
hræða — Menn nafa fyrir augum
sér, hvernig fer ef öðruvísi er að
farið.
Jákvæðu leiðina út úr
vandanum
Fyrsta boðorðið verður að vera
að reyna að komast út úr vandan-
um jákvæðu leiðina. Mæta pauð-
synlegri hækkun kaupgjalds og af-
urðaverðs til brenda með skipu-
legri allsherjarsókn í landinu,
undir merki vísinda og tækni, til
að auka framleiðni og þjóðaríram-
leiðslu. Taka verður þau mál
með margvíslegu móti nýjum tök-
um, sem of langt yrði hér upp að
telja, og bjóða út öllum hinum
beztu kröftum og samstilla þá. —
Þetta er sú aðalleið, sem ein er
sæmandi þeirri þjóð, scrn þrátt
'fyrir allt hefur á fáum áratugum
sótt fram úr fátækt til bjargálna.
Með aukinni vélvæðingu, bættum
vinnuaðferðum, aukinni tækni
verður að gera íslenzku atvinnu-
vegunum fært að borga á ný
mannsæmandi kaup og losa sig úr
viðreisnarfeninu. En allir verða
að hafa í huga, að í einu stökki
verðup ekki komizt í land né æski-
legum árangri náð.
Þá verður að lækka vextina, því
íslenzkum framleiðslugreinum er
gersamlega um megn að keppa á
erlendum mörkuðum með því að
borga slíka okurvexti, sem nú
gilda og atvinnuvegunum verður
einnig um megn að borga þa
kaup, sem unga fólkið þarf a
hafa til að standa undir vaxta-
byrðinni og bændur fá ekki það
verð fyrir afurðir sínar, að þeir
geti staðið undir svona vöxtum.
Útflutningsgjöld þurfa að lækka,
en þau eru nú 7,4% af verði af-
urðanna og jafngilda tugum pró-
senta af kaupgjaldinu við fram-
leiðsluna. Sama er um tollana og
yfir höfuð verður að gera allt sem
unnt er til þess að gera framleiðsl
unni mögulegt að standa undir
því kaupgjaldi, sem viðreisnardýr
tíðin gerir óhjákvæmilegt að
borga.
Þá verður að gera skipulegar ráð
stafanir til að því fjármagni, sem
þjóðin hefur yfir að ráða, verði
beinf til þeirra framkvæmda, sem
mekb' aúká frámleiðni og þjóðar-
tekjur óg þéirra almannafram-
kvremda sem mestu máli skipta
og það fé, sem fæst með álögum
á almenning og sparifjáraukningu
sé hiklaust notað í þessu skyni,
í stað þess að halda því fé föstu
að verulegu leyti og láta þar með
þessar framkvæmdir víkja fyrir
því, sem þeim þóknast að fram-
kvæma, sem af einhverjum ástæð-
um hafa fullar hendur fjár, og
hversu fjarri því, sem það kann
að vera því að leysa brýnustu þarf
ir þjóðannnar.
Allir sjá nú hvílík ringulreið í
fjárfestingarmálum. fylgir við-
reisninni og svo er talað um á-
ætlunarbúskap og framkvæmda-
áætlanir. í stað upplausnar og
nngulreiðar í fjárfestingarmálum
og tæknimálum þarf markvissa
stjórn til að beina fjármagninu í
rétta farvegi, og margvíslegar aðr-
aT ráðstafanir í sömu átt.
Unga fólkið
Þá verður í sem flestum grein-
um að koma til móts við og létta
undir með unga fólkinu, sem erf-
iðasta baggann ber nú, því að öðr-
u.m kosti skapast hér á næstunni
öre’galið, sem allt verður að sækja
undir þá, sem fyrir fjármagninu
ráða, í stað þess að fram að þessu
hefur það verið aðalsmerki ís-
lenzks búsxaparlags, að hér hafa
meon ekki átt allt að sækja til
fárra sterkra auðfélaga, eins og
á sér stað í öðrum löndum mörg-
u.m
Umfram allt verður að breyta
um stefnu og sýna að horfið sé frá
því að reyna að lækna allar mein-
semdir með því að hækka verð á
nauðsynjum, en halda te)kjum al-
mennings niðri.
Fyrstu skrefin þarf að stíga
þannig, að þau veki traust og hjálpi
til að losa þjóðina við þá panik,
sem gjaldþrot stjórnarstefnunnar
hefur valdið, en allir verða að
mnna, að aðeins í áföngum er
liægt að koma á samræmi í stað
þeirrar ringulreiðar, sem orðin er.
Síjóniin
iVjveranui ríkisstjórn hefur yf-
irleitt ekki traust og bætist það
ofan á annan vanda, að mönnum
vaið það á, að sleppa henni með
mcirihluta gegnum kosningar. Að
vísu byggðist það á blekkingum
eino og nú má heyra á þeim játn-
ingum, sem ráðamenn flytja á torg
unum. í rengstu lög skulum við
þó vona, að stjórnin hafi eitthvað
lært af þessu öllu. En fram hjá
því verður okki komizt, að hún
hefur enn g.'atað trausti og hefur
veikan meirihluta og illa fenginn.
Samt verður ekki fram hjá því
komizt, að meirihlutann mörðu
stjórnarflokxarnir og því er það
rík'sstjórnarinnar að koma fram
með úrræði sín. Bíða menn nú
og sjá, hvort hún vill draga skyn-
samlegar ályktanir af reynsl.unni
eða ekki.
En Framsóknarflokkurinn mun
ótrauður halda áfram baráttunni
fyrir sínum áhuga- og stefnumál-
um.
Víðivangur
evu auðug jarðefni. Hér eru
lieilsubrunnar. Dóná er ekki
blá, þótt skáld hafi lýst henni
svo — en íslenzk fjöll eru blá.
Hvernig má það ske, að við svo
fá og smá skulum eiga slíkt
land? íslendingar eiga landið
af því, að þeir liafa byggt það.
\ ið eigum það allt af því að
fóikið, sem var hér á undan
okkur sem nú lifum, byggði
bað allt Við byggjum það enn
þá, en þó varla nægilega vel
til þess að það sé öruggt til
að helga okkur það til framtíð-
ar. Ef sá dagur kemur, að níu
liundu lilutar íslendinga verða
samansafnaðir hér við suður-
hluta Faxaflóa, þá verður Is-
latid ekki lengur fyrir Islend-
inga. Landsbyggðin er okkar
landvörn og án hennar verður
hér ekki til lengdar frjáls
þjóð.“
HVERS VEGNA SELUR . . .
Framhald af 7. síðu.
skort heima fyrir, eða jafnvel
hækka brauðverð. Stalín hefði
skipað að herða á sultarólinni.
HUGSANLEGT er, að Sovét-
ríkin kaupi einnig korn til
þess að sjá fyrir nauðþurftum
evrópskra fylgiríkja sinna, þar
sem mörg þeirra urðu einnig
fyrir uppskerubresti. Þó virð-
ist líklegra, að þau verði einn-
ig að seilast í sinn litla forða
af „hörðum“ gjaldeyri til hveiti
kaupa á Vesturlöndum. (Áskil-
ið er í samningi um hveiti-
kaupin í Ameríku að hveitið
verði ekki endurselt).
Sum fylgiríkjanna hafa flutt
inn mikið af korni frá Sovét-
ríkjunum. 1962 seldu Sovétrík-
in Austur-Þjóðverjum 1,25
milljónir smálesta af hveiti,
Tékkum 900 þús. smálestir, Pól-
verjum 500 þús. smálestir og
Kúbumönnum nálega 270 þús.
smálestir. Þessar þjóðir kunna
að þurfa að knýja dyra annars
staðar. Tveir stærstu kaupend-
urnir utan komiraúnistaríkjanna
1962 voru Brazilíumenn (412
smálestir) og Brezka samveldið
(345 þús. smálestir).
ÓSANNGJARNT væri að líta
svo á, að ástandið í ár beri
vott um varanlegan samdrátt í
landbúnaðarframleiðslu Sovét-
ríkjanna. Verði veðrið ekki
sérlega óhagstætt aftur að ári
verður uppskeran eflaust meiri
og kornútflutningur hefst að
nýju frá Sovétríkjunum. Krústj-
off hefur boðað háspennta á-
ætlun um aukningu á fram-
leiðslu tilbúins áburðar. Miðað
er við að framleiðslan verði
komin upp í 100 þús. smálestir
árið 1970, en gert er ráð fyrir
20 milljón smálesta framleiðslu
í ár. (Sambærileg tala í Ame-
ríku er 35 milljónir smálesta).
Til þess að unnt verði að ná
þessu marki þarf að verða bylt
ing í rússneskum efnaiðnaði,
sem er dálítið á eftir tímanum.
Auk þess þarf gífurlegt stofn-
fé. Áætlunin virðist gerð af
allt of mikilli bjartsýni, og til-
raunir til að ná svo fjarlægu
marki geta valdið truflunum á
öðrum iðngreinum í Sovétríkj-
unum. Samt sem áður verður
framleiðsla tilbúins áburðar
vafalaust aukin að mun og sam
hliða auknum áveitum ætti það
að auka uppskeruna.
Yfirstandandi kreppa verður
til þess að s'tyrkja þá leiðtoga
Sovétríkjanna. sem krófjast for
göngu landbún. um aufena
fjárfestingu. Þess vegna ættu
að verða verulegar framfarir á
næstu árum, þrátt fyrir marg-
víslegar tálmanir skipulagS'-
legra vankanta og pólitískra
afskipta, sem halda áfraim að
hrjá landbúnað Sovétríkjanna.
11
T í MIN N, miðvikudaginn 23. október 1963