Tíminn - 24.10.1963, Page 2
LÖGGÆZLULIÐ
SKÓLANEMA
Tiniinn skýrði nýlega frá því,
a<5 við skóla einn hér í bænum
hefði skólastjórinn komið sér upp
„löggæzluliði", skipuðu nemend-
um úr skólanum. Skólinn er við
fjölfarnar götur og því mikil þörf
á eftirliti. Biaðið veit ekki hvort
aðrir skólastjórar ætla að fylgja
þessu dæmi, en hins vegar rákumst
við á frásögn af slíku löggæzluliði
á Ilonolulu í bókinni „Umhverfis
jörðina", eftir Vigfús Guðmunds-
son. Á bls. 158 í bók Vigfúsar
stendur:
Fyrirlestrar
hiá Varðbergi
Miðvikudaginn 23. okt. kom hing
að til lands i boði Varðbergs Steph
an G. Thomas, yfirmaður Austur-
Þýzkalandsdeilclar vestur-þýzka A1
þýðuflokksins. Mun hann flytja
hór fyriríestia og erindi í boði fé-
íagsins og bitta ýmsa áhrifamenn
að máli. Kr þannig gert ráð fyrir
að hann flytji fyrirlestur í Háskóla
ísiands, orindi á ráðstefnu stú-
cienta um næstu helgi, fyrirlestur
í Menntaskólanum á Akureyri, fyr-
irlestra á fundum Varðbergs í
Reykjavík og á Akureyri, o. s. frv.
Áadlað er að hann hverfi heim-
leíðis eftir 6 daga dvöl hér. Hann
ev einn helzti sérfræðingur ríkis-
stjórnarinnar í Bonn í málefnum
' Austur-Þýzkalands og járntjalds-
landanna yfirleitt, hefir oft og
víða flutt erindi og fyrirlestra um
þau mál og hefur síðan árið 1948
veiít forstöðu þeirri deild í aðal-
stöðvum vestur-þýzka Alþýðu-
fiokksins í Bonn, er fjallar um
♦málefni Austur-Þýzkalands.
,Einu tók ég eftir á götum borg
arinnar, sem mér þótti mjög at-
hyglisvert, og var það einkum við
eða í grennd við skólana. Á fjöl-
mennum strætum, þar voru ung-
lingar (mest þetta 12—15 ára),
sem stjórnuðu umferðinni á göt-
unum. Oftast voru þeir nokkrir
saman á hverjum stað. Þetta er
c in af námsgreinum skólanna. Var
mtr sagt að af henni reyndist mik-
ill og góður árangur. Unglingarnir
stjórnuðu mest með flöggum, er
þon höfðu í höndunum, o. fl.
merkjum, og voru mjög strangir.
Sýndist alit vera aðdáanlega vel
skipulagt hjá þeim. Virtist mér,
að vegfarendur hlýddu þeim, engu
siður en lögregluþjónunum, sem
víða leiðbeina og stjórna um'ferð-
inni, þar sem hún er mikil. Mér
var sagt að mjög lítið væri af um-
ferðaslysum í borginni, þrátt fyrir
hraðan akstur, 100 þúsund bifreiða,
sem heima eiga í henni.“
I sambandi við þetta hafði Tím-
inn tal af Vigfúsi. Sagði hann m.a.:
Þetta er skrifað í Honolulu 13.
des. 1951. Honolulu var þá h. u. b.
fimm sinnum mannfleiri en Reykja
vík er nú, og stendur á fremur
lítilli eyju og því mjög landþröngt.
Er> slys eru þar mjög sjaldgæf.
‘T'otta skrifaði ég í fyrstu ferðabók
mína og síðar í „Samvinnuna" og
víðar. Veit ég ekki hvort nokk-
ur hefur tekið eftir því, eða tek-
ið þar til athugunar. Margt hef
ég séð út um heim, sem er athygl-
isvert fyrii okkur hér norður frá,
en að því sé veitt athygli, þó að
se verið að segja frá því, það sést
sjaldan. Þetta er áreiðanlega vert
eftirbreytni, hvað sem hver segir.
Það ætti að vera hverjum manni
skiljanlegt, hve það er ágætt að
unglingarnir alist upp við að kynn
nst umfevöarmálunum af eigin
reynsiu og íái þannig áhuga fyrir
þeim málum. sem snerta þeirra eig
in velferð. Þátttakan og áhuginn
auka þroska þeirra og skilning.
Eg var mjög hrifinn af þessu
uppátæki lijá þeim þarna á Hawaii
eg finnst nð aðrir mættu læra af
því, þá ekki sízt við hér í Reykja-
vík. Þarna er ekki um neinn fjár-
austur að ræða, en notkun á lítt
notuðum vinnukrafti, sem eykur
þroska og nýtist til nauðsynlegra
og góðra starfa.
Bíla-
þjónusta
Bílaþjónustan í Kópavogi hefur
nýlega hafið starfsemi sína, en
það fyrirtæki veitir mjög merka og
gagnlega þjónustu. Henni er þann-
ig háttað. að bílaeigendur geta
komið þangað með bíla sína og
gert við þá sjálfir, en öll verkfæri
eru á staðnum, fyrir utan paf-
magnshleðslu, kraftmikla ryksugu
til að þrífa bílana með og nýtízku
gufuþvottatæki, sem hreinsar vél-
ar og fleira
Bílaþjónustan mun verða opin
viðskiptavinum alla vikuna frá kl.
9—22 dagiega, en 10—14 bílar
komast þai' fyrir í einu. Leiga fyr-
ir verkstæoispláss er 30 krónur
á klukkutímann og er þá verk-
færaleiga innifalin, en öll auka-
hjálp frá yfirmönnum verkstæð-
isins mun auðvitað greiðast á full
nm taxta. Fyrirtækið mun einnig
hafa á boðstólum bolta, olíu o. fl.
þess háttar og það mun annast
hreinsun og bónun bifreiðanna sé
þess óskað
BÓ-Reykjavík, 21. okt.
Laust fyrir miðnætti varð mað-
ur á fertugsaldri, Ólafur Gestsson
Sogabletti 1 fyrir bíl á Lækjar-
götu. Bíllinn var á norðurleið, og
bílstjórinn kveðst ekki hafa orð-
ið mannsins var fyrr en árekst-
urinn skeði.
Ólafur var fluttur í slysavarð-
stofuna og síðan á Landakotsspít-
alann Hann slasaðist á höfði. Rann
sóknarlögreglan óskar eftir vitn-
um að slysinu.
KLUKKAN rúmlega þrjú á sunnudaglnn lentu þrír bílar ( árekstrl á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.
Elnn ökumanna var grunaður um ölvun og teklnn í blóðpróf. Töluverðar skemmdir urðu á bílunum.
(Ljósm.: Tíminn, GE).
Hlaut lofsamlega dóma í Vesturheimi
FB-Reykjavík, 21. okt.
Itögnvaldur Sigurjónsson
píanóleikari er nýkominn heim
úr mánaðar tónleikaför um
Kanada og Bandaríkin. Var hon
um alls staðar afbragðs vel tek-
ið, en hann lék í fjórum borg-
um, Winnipeg, Vancouver,
Seattle og Wasliington.
Upphaf ferðarinnar var það,
eð Richard Bales yfirmaður
Tónlistardeildar National Gall-
ery of Art í Washington skrif-
aði Rögnvaldi og bauð honum
að koma og halda tónleika í
Ríklslistasafninu, en þar hélt
píanóleikarinn sína fyrstu tón-
leika á erlendri grund á:*ið
1945.
Rögnvaldur sá sér ekki fært
að fara til Washington og halda
þar aðeins eina tónleika, en
snúa síðen heim við svo búið,
svo hann sneri sér til Þjóðrækn
isfélagsins hér á landi, og í sam
ráði við Sigurð Sigurgeirsson
formann þess og formenn Þjóð-
ræknisfélaganna vestra, var
ákveðið, að hann skyldi halda
tónleika í þremur borgum auk
Washington.
Fyrstu tónleikarnir voru í
Winnipeg 19. sept. og var það
Grettir Jóhannsson ræðismað-
ur, sem bar hitann og þungann
af skipulagningu tónleikanna
þar í Dorg. Að þeim loknum
hitti Rögnvaldur fjölmarga
gamla íslendinga, og sagði að
bað hefðl verið sérstaklega á
nægjuleg, og undraverð 'sú
djúpa tilíinning, sem þetta fólk
bæri til íslands.
í Vancouver tóku þau hjón
Snorri R. Gunnarsson og kona
hans Ásthildur á móti Rögn-
valdi, en þar hélt hann tónleika
23. sept í Seattle voru haldnir
fónleikar 25. sept., og á þeim
söng einnig íslenzkur karlakór
undir <tjórn Tana Björnssonar,
sem stendur mjög framarlega í
tónlistariífi borgarinnar, og sá
um alla fyrirgreiðslu þar fyrir
tónleika Rögnvalds. í Seattle
com Rögnvaldur fram í sjón-
varpi og útvarpi, þar sem rætt
'ar við hann, en í Winnipeg
’ék hann inn á band, sem síðan
var flutt i útvarpinu.
Tónleikarnir í Washington
voru haldnir 6. okt. og var þeim
útvarpa'ð í heild. Tónleikar eru
haldnir á hverjum sunnudegi
allan veturin'n í Ríkislistasafn-
inu í Washington, og eru því
íastur liður í tónlistarlífi borg-
arinnar. Þar spilaði píanóleikar
inn fyrir 18 árum, og minntist
hann þess sérstaklega, að nú
spilaði hann á sama hljóðfærið
og hann nafði gert þá, og væri
þetta bezta hljóðfæri sem hann
hefði nokkru sinni snert, og í
engu hefði það versnað þessi ár
Rögnvaldur fékk alls staðar
góða dóma og undirtektir á-
heyrenda á tónleikunum voru
afbragðsgóðar.
3
Dýr skattheimfa
Eitt helzta skrautblóm í hatti
Gunnars fjármálaráðherra hef-
ur lengi verið, að hann þykist
hafa stórhætt skattinnheimtu-
kerfi ríkisins. Hann segist hafa
afnumið tekjuskatt af venjuleg
um launatekjum og komið á
nýrri skipan og miklu hag-
kvæmari um alla skattlagningu,
umsteypt öllu kerfinu, samein-
að skattstjóraumdæmi, sett
nýja skattstjóra yfir stærri
skattdæmi og fleira af þessu
tagi. Segir hann, að þetta hafi
allt haft geysi'legan sparnað í
för með sér og lækkun á kostn-
aði við innheimtu skattanna.
En í fjáriagafrumvarpi því,
sem nú liggur fyrir, ber svo
undarlega við, að kostnaður við
skattamál stórhækkar, og hefur
raunar farið síhækkandi und-
anfarin ár eftir því sem Gunnar
segist vera að spara meira og
koma á meiri hagkvæmni. Fjár
lagafrumvarpið gerir ráð fyrir,
að kostnaður við skattamál
hækki um hvorki meira né
minna en 7 milij. kr. á næsta
ári. Gunnar var hálffeiminn,
þegar hann var að ræða um
þetta í fjárlagaræðunni og
sagði, að þetta stafaði af launa
hækkunum, ýmsum stofnkostn
aði o. fl., enda hefði verið unn-
ið að endurskinulagningu í
samræmi við ákvæði nýju
skattalaganna. Blessað nýja
kerfið virðist sem sagt ekki
ætla að hafa sériega mikinn
sparnað í för með sér, og kost-
ar nú drjúgum meira en áður
að leggja á og innheimta hverja
krónu af tekjuskattinum, þrátt
fyrir allar breytingar. Það hef-
ur verið eitthvað annað en
sparnaður, sem vakti fyrir ráð-
herranum við þessar breyting-
ar.
r 5«kv«s:ilegur ha!li“
Gunnar reyndi að láta líta
svo út, að ,.viðreisnin“ hefði
vel tekizt og brá upp nokkrum
glansmyndum, en þær fölnuðu
heldur en ekki, þegar ráðherr-
ann fór að ræða um „vandann“,.
sem við blasir. Iíom þá í Ijós,
að nú hafði „margt gengið úr
skorðum", en um orsakirnar
kvaðst hann ekki viija fjöi-
yrða. Hann sagði, að nú væri
orðinn „ískyggilegur halli á
viðskiptum við útlönd. „Gjald-
eyrissjóðurinn hefur ekki vax-
ið“. „Sparifjáraukning er treg-
ari en áður“. Og hér .þarf rétt
vinnubrögð og snör og djarf-
Ieg handtök“ til bjargar, sagði
ráðherrann, Mundi þetta ekkl
vera sæmileg lýsing á hruni
„viðreisnarinnar“, sem þjóðin
horfir nú upp á.
Dhínf sekkinn
Alþýðublaðið og ritstjórar
þess virðast elcki gersneyddir
Mygðunarkennd. Kemur það
fram í gær, er blaðið smeygir
sér undan því að minnást nokk
uð á endemisræðu Gylfa í út-
vanpsumræðunum í fyrrakvöid
á forsíðu, en felur giefsur úr
henni á innsíðum. Kjarni ræð-
unnar var sá, að það séu „launa
mál og verðiagsmál landbúnað-
arins, sem nú er fyrst og
fremst áfátt í íslenzkum efna-
hagsmáium“. Misskildist ekki,
að ráðherranum þótti hvort
tveggja allt of hátt. Svo djúpt
eru foringjar Alþýðuflokksins
sokknir, að þeim hugkvæmist
ekkert til bóta í efnahagsmál-
um, nema ofsjónir yfir þeim
launum, sem mestu erfiðisstétt
ir þjóðfélagsins hafa. Er furða,
þótt Alþýðuflokkurinn sé orð-
inn Iítill?
2
tTmTNN. fimmtudatrinn 24. olílnKo»> loco