Tíminn - 26.11.1963, Síða 1

Tíminn - 26.11.1963, Síða 1
benzín eÉa diesel HEKLA NTB—DALLAS, 25. ndvember. Næturklúbbaeigandi myrti Oswald í gær beint fyrir framan nefið á lögreglunni í Dallas, og liefur morðið valdið miklu öngþveiti vestra. Dómsmálaráðuneytið hefur tekið málið að mestu úr höndum Dallas- lögreglunnar, sem þykir hafa staðið sig slælega og hafa hugsað mest um að auglýsa sjálfa sig í augum fréttamanna á staðnum. Allt var gert til að auðvelda þeim aðgang að Oswald og er það talin ástæðan fyrir því, að það tókst að myrða hann. Hefur þetta valdið mikilli hneykslun vestra. Myndin hér að ofan er tekin við I pnddyri lögreglustöðvarinnar í Dallas, þegar var verið að flytja Oswald, grunaðan morðingja Kennedys Bandaríkjaforseta, það- an og í fangelsið. Næturklúbba- eigandinn Jack Ruby ryðst fram með skammbyssuna reidda og skýt ur Oswald á örskömmu færi, án þess að varðmennirnir fái neitt að gcrt. Þeir standa bara og hafa uppi undrunarsvip. Oswald var þegar fluttur til J'ortland-sjúkrahússins en lézt skömmu síðar, þrátt fyrir allar til- raunir lækna til þess að lífga hann við. f fréttum frá Dallas segir, að utiit sé fyrir, að dómsmálaráðu- ne.vtið í Washington hafi tekið í sínar hendur rannsókn morðmáls- ins, sem nú nær langt út fyrir tak- mörk Dallas-borgar. Lögreglan í burginni sjálfri er næstum lömuð og á erfitt með að fá vinnufrið, vegna allra þeirra blaðamanna og útvarpsmanna, sem safnazt hafa saman á lögreglustöðinni. Ástæð- ?.n fyrir þessu er aðallega sam- Framhald á 15. slSu. KENNEDY BANDARÍKJAFORSETA MINNZT MEÐ MIKILLI VIÐHÖFN HEIMA 06 ERI.ENDIS SVÖRT SLÆÐAN HULDI ANDLIT EKKJUNNAR NTB—WASHINGTON, 25. nóvember. Kennedy Bandaríkjaforseti var jarðaður í kvöld i Arlington-kirkju- garði í Washington. Um tuttugu þúsund manns voru í líkfylgdinni, þar á meðal þjóðhöfðingiar og forsætisráðherrar erlendra ríkja. — Frú Kennedy var með svarta slæðu yfir sér og var ógerningur að greina andlitsdrætti hennar. — Um allan heim var í dag minnzt hins látna forseta og berast frétHr frá svo að ségja hverju einasta landi heims um minningarathafnir, guðsþjónustur og persónulega sorg. Hinar jarðnesku leyfar Kenne- dys forseta voru í dag fluttar sömu leið og hann áður hafði farið, þegar hann tók við forseta- embættin.i, frá þinghúsinu að Hvíta húsinu í Washington. Hinni flöggum sveipuðu kistu var lyft niður af líkpallinum í hringsaln- um í Capitola og komið fyrir á fallbyssuvagni, sem dreginn var af hestum. Frú Jaequeline Kennedy kom til Kapitol nokkrum mínútum áð- ur en kistan var flutt úr hring- salnum. Hún var með svarta slæðu yfir sér og ómögulegt var að greina andlitsdrætti hennar. Frú- in gekk hægt upp tröppurnar að þinghúsinu í fylgd með bræðrum hins látna forseta, þeim Robert Kennedy dómsmálaráðherra og Edward Kenn.edy, öldungadeildar þingmanni, og inn í herbergið, þar sem kistan stóð, þar sem þau þrjú krupu við hllð kistunnar og báð- ust fyrir. Þegar þau risu aftur upp til þess að ganga út úr bygging- unni greip dómsmálaráðherrann snöggt um handlegg frú Kennedy. Framhald á 15. sfðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.