Tíminn - 26.11.1963, Side 8
MYNDIN sýnlr þverskurð af Dampa-loftl (neSst), þar fyrir ofan
eru gelslahitunarplpur og þá elnangrunin uppl undir aðalloftinu.
Kynning á nýjum
byggingarefnum
GB-Reykjavík, 21. nóv.
KYNNING á svokölluðum
Dampa-loftum og CN-geislunar-
hitakerfi í hús fór fram á dög-
unum í húsakynnum Bygginga-
þjónustu Arkitektafélags ís-
lands a3 Laugavegi 18A, og
voru viðstaddir byggingafræð-
ingar, verkfræðingar og nokkr-
ir biaðamenn.
Ávörp fluttu Gunnlaugur
Halldórsson arkitekt, Hannes
Þorsteinsson stórkaupmaður
(sem hefur umboð fyrir þessi
nýju byggingaefni), en síðan
fluttu erindi með skýringarkvik
myndum fulitrúar hinna
tveggja dönsku framleiðenda,
Harry Sehröder frá Dampa
A'/S í Knarreborg og Erik Ras-
mussen frá Chr. Nielsen Efter-
fölger A/S í Horsens.
Dampa-loftin eru samsett úr
misstórum og mislitum alumini
umplötum, sem hafa þann kost,
að hægr er að „hengja" þau
neðan í loft í mismunandi fjar-
lægð og koma fyrir þar á milli
öllum nauðsynlegum lögnum
eftir að búið er að steypa að-
alloftið í stað þess að steypa
þær í loftið eins og tíðkazt hef-
ur, og eru plötur þessar hljóð-
einangrandi. Um leið fylgir
þeim sá kostur, að hægt er að
komast að lögnunum til að
breyta þeim eða lagfæra með
því að opna Dampa-loftið auð-
veldlega hvar sem er, opna á
þeim ný göt fyrir breytta lýs-
ingu og fella síðan plötur aftur
í eins og fjöl við rass.
CN-geislahitunin er aðlöguð
Dampa-loftunum, þannig, plöt-
ur undirloftsins er hægt að
láta verka sem hitagjafa á af-
mörkuðum svæðum eftir vild,
og fylgir þessari sem öðrum teg
undum geislahitunar sá kostur,
að útilokað má heita, að ryk
komist á hreyfingu í herbergj-
um og setjist á húsgögn.
Þess má geta, að fyrirtækið
Chr. Nielsens Efterfölger var
stofnað af koparsmið og fram-
leiddi á sínum tíma koparhell-
ur þær, sem lagðar voru á þak 9
Alþingishússins okkar.
Loks gat Hannes Þorsteinss.
tveggja annarra nýjunga, sem
haifn er nú að hefja innflutning
á. Önnur er ný gerð af þétti-
gúmmíi, sem notað er til þétt-
ingar á sprungum í steinsteypu,
ísetningu á einangrunargleri,
þéttingu á skipum, hefur dæma
lausa viðloðunarhæfni og þan-
þol. Hin er postulínshúðaðar ut
an- og innanhússplötur, sem ó-
gerlegt á að vera hægt að
brjóta húðunina og tekin á
þeim tíu ára ábyrgð, nefnast
þær Pentagon.
Kristján Karlsson, fyrrverandi skólastjóri:
FRAMTiD LANDBUNADAR OG
vidskiptamáiarAðherra
í þingræðu á miðvikudaginn
var hélt viðskiptamálaráðherra
því fram, að íslenzkir bændur
hefðu fengið 120 milljónum meira
fyrir mjóikina, árið 1961—1962,
en stéttarbræður þeirra í nágranna
löndunum heíðu fengið fyrir jafn-
mikið mjólkunmagn á sama tíma.
Ráðherrann hélt því einnig fram,
að íslenzkir bændur hefðu fengið
117,9 milljónum kr. meira fyrir
það kindakjöt, sem notað var í
landinu umrætt tímabil, heldur
en bændur í Ástralíu og Nýja-Sjá-
land fengu fyrir jafnmikið kjöt
þennan tíma. — Ráðherrann
rökstuddi þetta með tölum og
sagði, að bændur á íslandi hefðu
fengið 4,76 kr. fyrir mjólkurlítr-
ann þessa verðlagsár, en bændur
nágrannalandanna 3,50 kr.
Mismuninn 1,26 kr. á lítra
færði ráðherrann á reikning ís-
lenzkra neytenda og lét þar með
samanburöinum lokið varðandi
mjólkina.
Því miður hefur ráðherrann
ekki aflað sér nægra gagna um
málið til þess að geta slegið þessu
föstu. Framleiðsluárið í nágranna
löndunum hefst á vorin, en verð-
lagsárið hjá okkur 1. september.
Þessi tímabil falla því ekki sam-
an og breyt.ir það mikið þeim
tölum, sem ráðherrann reiknar
með,
Frá vorinu 1961 til ca. 20. sept.
1961, fengu bændur ekki 4,76 kr.
fyrir mjóikurlítrann, heldur eitt-
hvað nálægt því verði sem ákveð-
ið var í verðlagsgrundvellinum
1960, en það var 4,18 kr. Þegar
þess er gætt, að á þessum fjórum
sumarmánuðum er mjólkurfram-
leiðslan miklu meiri en á jafn-
mörgum vetrarmánuðum, þá er
augljóst, að ráðherrann reiknar
með allt of hárri upphæð. Hann
fer heldur ekki rétt með erlendu
töluna um útborgun til bænda.
Hún er 16 aurum of lág.
En það er fleira við þetta að
athuga. Það, sem neytandinn
Viija ekki láta átgerðar-
ráS segja áiit um skipakaup
Á BORG ARSTJÓRN ARFUNDT
hinn 7. nóvember urðu allmiklar
umræður um aukningu á skipa-
stól bæjarútgerðarinnar. Tilefni
þeirra voru tvær tillögur, önnur
trá borgarfulltrúa Alþýðuflokks-
íns um að kaupa skip í stað M.b.
Leifs Eiríkssonar, sem fórst fyrr
á þessu ári, hin frá Guðmundi Vig-
fússyni um athugun á að láta
smíða 3—5 fiskibáta fyrir borgar-
útgerðina.
Borgarstjóri las upp greinargerð
f>á forstjórum útgerðarinnar, þar
sem þeir réðu eindregið frá þvi,
að skipastóll útgerðarinnar yrði
aukinn eins og nú er, þar sem
brýnna sé að bæta móttöku- og
vinnuskilyrði á landi, en hins veg-
ar mikið um bátakaup á þessu ári
tii landsins og margir bátar í smíð-
um erlendis fyrir íslendinga. .
Kristján Benediktsson lagði til,
að þessum framkomnu tillögum
yrði vísað til útgerðarráðs, sem
væri hinn eini rétti aðili til að
vera borgarstjórn til ráðuneytis
um þessi mál, hverjar sem skoð-
anir framkvæmdastjóra útgerðar-
innar kynnu að vera. Útgerðarráð
færi með yfirstjóm borgarútgerð
arinnar, væri kosið af borgarstjórn
og skipað hinum hæfustu og reynd
ustu mönnum.
Kristján kvaðst líta svo á, að
fyrst bæri að taka ákvörðun um,
hvernig ætti að verja vátrygginga-
fé því, ser.i fékkst fyrir Leif Ei-
ríksson, sen vera mun um 4 millj-
ki Kæmi þá til álita, hvort rétt
væri að verja því fé til að eignast
nýjan bát, eða verja því til þess að
bæta aðstöðu útgerðarinnar á
landi. Síðar hlytu að koma að hinu
hvort rétt væri að auka skipastól
útgerðarinnar, og hvar fjármagn
til þess yrði tekið.
Kristján kvaðst iíta á borgarút-
gerðina sem eins konar byggingar-
felag atvinnulifsins í borginni. —
Meðan jafnmikið af nýjum bátum
kæmi til landsins og nú á þessu
ári, taldi hann enga ástæðu til
stórfelldrar aukningar skipastóls
útgerðarinnar. Þá benti Kristján á
að fyrir skömmu hefði einmitt full
trúi Framsóknarflokksins í útgerð-
arráði, Hjörtur Hjartar, lagt til á
fundi þar, að athugað yrði, hvort
hagkvæmt væri að kaupa skip í
stað Leifs Eiríkssonar. Mál þetta
væri enn á athugunarstigi hjá út-
gerðarráði og því sjálfsagt að
visa tillögum Alþýðuflokksins og
Guðmundar Vigfússonar þangað
A það gat borgarstjóri ekki fali-
izt og bar fram frávísunartillögu
sem samþvkkt var með 9 atkv
gcgn 6.
Af þessu tilefni létu fulltrúar
F ramsóknarflokksins bóka eftii-
fa>-andi: „Með því að fulltrúi
Framsóknaiflokksins í útgerðar
ráði hreyfði því á fundi ráðsins
h’nn 4. þ. m hvort hagkvæmt væri
tyrir bæjarútgerðina að kaupa nýtt
fiskiskip í stað M.b. Leifs Eiríks-
r ramhaiti a 13. siðu.
greiðir vegna mjólkurinnar, hvort
sem hann á heima hér á landi eða
í nágrannalöndunum er eftirfar-
andi:
a) það sem mjólkin kostar í búð-
inni á hverjum stað.
b) það sem tekið er af honum í
sköttum á einn eða annan hátt
og síðan varið til beinna eða
óbeinna framlaga til mjólkur-
framleiðenda og sums staðar
einnig tii niðurgreiðslna á
mjólkinni.
Tölurnar um útborgunarverð á
mjólk til bænda hér og í nágranna
löndunum, gefa því alls ekki rétt-
ar upplýsingar um hvað neytend-
urnir .greiða raunverulega fyrir
mjólkina eða hvað framleiðend-
urnir bera úr býtum fyrir hana.
í Stokkhólmi kostaði í sumar
litrinn af 3% feitri mjólk, um
0,90 kr. sænskar, sem er í það
minnsta 7,60 kr. íslenzkar.
Mjólk, sem engin fita var tek-
in úr, og er samfoærileg við okk-
FYRRI HLUTI
ar mjólk, kostaði þar yfir eina kr.
sænskar lit.rinn, eða 9,00 kr. ís-
lenzkar.
Til viðbótar við þetta kemur
svo það, sem þessir neytendur
greiða til hins opinbera, en það
dreifir svo út til mjólkurfram-
leiðenda í margvíslegum stuðningi
s.s. staðhátiaframlagi, leiðbeininga
þjónustu og á ýmsan annan hátt.
Eins og þessar tölur bera með
sér þurfa islenzkir neytendur ekki
að öfunda þá sænsku.
Ráðherrann talar um heims-
markaðsverð á kjöti. Út frá því
verði reiknar hann að 1961—1962
hafi bændum á íslandi verið
greiddar 117,S milljónir kr. fyrir
það kjöt, sem notað var hér heima
fram yfir þá upphæð, sem haegt
var að selja það fyrir á heims-
markaðnum.
Fyrst ráðherrann fór að gera
samanburð á því hvað íslenzkum
bænduen var greitt meira í út-
borguðu verði fyrir mjólkina en
stéttarbræðrum þeirra í nágranna
löndunum 1981—1962, hefði ekki
verið nema eðlilegt, að hann hefði
reiknað út á sama hátt, hvað ís-
lenzkir bændur fengu minna fyrir
sitt kjöt umrætt tímabil heldur
en bændur í nágrannalöndunum.
Þetta tímabil var norskum bænd-
um ætlað calsvert hærra verð fyr-
ir kjötframleiðslu sína heldur en
bændur á íslandi fengu, og gildir
það einnig um hin Norðurlöndin
og flestar tegundir kjöts.
Yfirleitt er kjötverðið hátt í
nágrannaiöndunum. Þar er ekki
um neitt heimsmarkaðsverð á
kjöti að ræða. nema í Bretlandi,
á því kjöti, sem þeir flytja inn
frosið frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu,
Argentínu og íslandi. Kjöt, sem
framleitt er í Bretlandi er selt
á hærra verði.
Ráðherrann ber saman það sem
íslenzkir bæudur fengu fyrir sitt
kjöt og það sem bændur Nýja-
Sjálands og Ástralíu fengu-
Hins vegar gleymdi ráðherrann
að geta þess. að þessi tvö lönd
eru beztu -'auðfjárræktarlönd ver-
aldar. Hvers vegna gerði ráðherr-
ann ekki samanburð við bændur
í nágrannalöndunum með kjötið
eins og mjólkjna? Ef hann hefði
gert það, þá hefði komið í ljós,
að íslenzkir bændur hafa fengið
minna fyrir kjötið en bændur ná
grannaþjóðanna.
Þá talaði ráðherrann um óbein
an stuðning við landbúnaðinn og
gat þess að vegirnir um landið
séu miklu frekar fyrir landbúnað-
inn en aðra atvinnuvegi. Hér er
nú skotið langt frá markinu. Eru
það bílar bænda, sem aðallega
Framhald 6 13. sfðu.
Sextugur:
Thor Thors
ambassador
I dag á sextugsafmæli Thor
Thors, ambassador íslands í Was-
hington. Hann er fæddur í Reykja-
vík 26. nóv. 1903. Foreldrar hans
voru hin þjöðkunnu hjón Thor
Jensen útgerðarmaður og Þorbjörg
Kristjánsdóttir. Thor lauk laga-
námi 1926 með glæsilegum vitnis
burði og stundaði síðan framhalds
nám í Cambridge og París. Hann
var forstjóri Kveldúlfs 1927—34,
og Sölusambands ísl. fiskframleið
enda 1934—40
Sumarið 1940 varð hann ræðis-
maður íslands í New York og
sendiherra íslands í Washington
ári síðar. Þvi starfi hefur hann
gegnt síðan, ásamt því að vera
isendiherra áslands hjá Samein-
uðu þjóðunum óslitið síðan 1946,.
Þingmaður Snæfellinga var
Thor Thors 1933—1941.
Thor Thors er giftur Ágústu
Ingólfsdóttur læknis Gíslasonar,
hinni ágætustu konu. Þau eiga tvo
uppkompa syni, en uppkomin dótt-
ur þeirra lézt fyrir nokkrum árum.
Thor Thors hefur á þriðja ára-
tug verið ágætur fulltrúi lands
síns á erlt-ndum vettvangi. virðu-
legur og háttvís og drengur góð-
ur. Heimili hans og hinnar góðu
konu hans hefur staðið íslending-
um opið. Hinii mörgu vinir hans
munu minnast hans með þakklæti
í dag og óska honum og konu
hans góðrar framtíðar. Þ.Þ.
8
T I M I N N, þriðjudaginn 26- nóvember 1963.