Tíminn - 03.12.1963, Blaðsíða 8
MINNING
Úlöf Þorkelsdóttir
, Líður jarðlíf líkt sem draumur,
Lítið menn sér ranka við.
Tímans rennur stanzlaus straumur,
Streymir hratt með engum nið.
Smátt og smátt á bylgjum ber
burtu það, sem unnum vér“.
Svo kvað Steingrímur Thorsteins
son, er hann kvaddi merka reyk-
víska húsmóður fyrir tæpum 70
árum.
Þessa upphafs erfiljóða Stein-
gríms minnist ég nú, þá er ég kveð
liinztu kveðju tengdamóður mína,
Olöfu Þorkelsdottur, fyrrum hús-
íreyju á Hofsósi og Miðhóli í
Sléttuhlíð, en hún verður jarðsett
i dag frá Fossvogskirkju.
Olöf Þorkelsdóttir andaðist
þriðjudaginn 26 f.m. að heimili
Hallfríðar, dóttur sinnar og tengda
sonar Ásbjamai Pálssonar, tré-
smiðs, Kambsvegi 24, hér í borg,
en þar var heimili hennar frá því
Í957, að hún fluttist búferlum til
Reykjavíkur frá sínum ástkæra
Skagafirði, sem hún unni svo mjög
iil hinztu st.undar.
Á þessu heimili naut hún ævi-
Jtvöldsins svo sem bezt var á kosið
f skjóli dóttur sinnar og tengda-
sonar, sem reyndist henni sem
hinn bezti sonur.
Mig langar til nú, er leiðir skilj
ast, að mirinast þessarar hógværu
he*ju með nokkrum orðum.
Það er hvorki ætlan mín að rita
nér langa æviferilsskýrslu, né lof-
ræður um ó'öfu Þorkelsdóttur, þzí
'pað hefði verið henni um geð.
En svo er fyrir að þakka, að
he-r eru lofiæður óþarfar, því minn
íngin um hana talar skýrast máli,
og við það er éngu að bæta. Hið
iiðna líf hennar talar til kunnugra
og það lofar sig sjálft í yfirlætis-
>ysi sínu og hógværð.
Ólöf Þorzelsdóttir var fædd 30.
júlí 1885 að Ósbrekku í Ólafsfirði
Foreldrar hennar vorut Þorkell
Hagsson, bóndi þar og kona hans
Sigríður Þo“láksdóttir.
Barnung fluttist hún með for-
ddrum sínum til Skagafjarðar og
ólst þar upp. Barndóms- og æsku-
ar Ólafar Þorkelsdóttur liðu líkt
og hjá öðru íslenzku æskufólki,
sem var að alast upp fyrir og '
kringum aidamctin. Frá foreldr-
i;n sínum hlaut hún í arf þrek og
góðar gáfur og ríka siðgæðistil-
íinningu. Hún var söngelsk og ljóð
elsk, og alls þessa naut hún þann
ianga dag, cr hun lifði. Af verald-
arauð átti hún minna, enda var
af hennar hálfu aldrei eftir honum
sótzt.
Ung að árum yfirgaf hún for-
eidrahúsin og hélt m. a. til Akur
eyrar, þar sem hún lærði karl-
mannafatasaum. Það var nokkuð
íyiirtæki fyrir sex áratugum síð-
an Þá iðn slunaaði hún um nokk
urra ára skeið.
Árið 1908 17 marz giftist hún
lúmasi Jónassyni, og hófu þau
húskap á Miðhóli í Sléttuhlíð sama
ár. Fyrstu L5 hjúskaparárin bjuggu
þau þar, en árið 1923 fluttu þau
til Hofsóss, þai sem Kaupfélag
Fellshr., síðar Kaupfél. Austur-
Skagfirðinga hafði fest kaup á all-
miklum fasteignum þar. Tómas
var kaupfóiagsstióri frá stofnun
Kaupfélagsins 1918 til dauðadags
'939, og hann hafði forystu um
riofnun þess.
Þegar Tómas fluttist til Hofsóss
mcð fjölskyiduna voru börnin 9
'n alls áttu þau 11 börn og eru
0 á lífi.
Tómas Jónasson var kaupfélags
‘tjóri Kaupféiags Austur-Skag-
hrðinga meðan honum entist líf,
e‘öa rúm 20 ár ÖIl þessi ár var
i.tíimili Ólafar Þorkelsdóttuv .>3
Tómasar Jónassonar, sem þau
nefndu Sand, sem opið hús gestum
ag ganganai Allir voru jafn vei-
komnir.
Dagur húsfreyjunnar á Sandi
lioJst jafnan snemma, oftast fyrr
en hjá öðru heimilisfólki, og hon-
um lauk í fæstum tilfellum ekki
fvrr en allir voru gengnir til náða.
Að öllu þurfti að gá. Hús kaup
féiagsstjórahjónanna stóð þar, sem
iuimaldan brotnar við ægissand. í
illviðrum gekk Ólöf Þorkelsdóttir
aldrei svo til livílu, að hún léti
ekki vaka yíir kertaljósi í glugga,
er sást frá ienuingarstað, ef það
Kynni að leiða sjósóknara heilan
i höfn að ' italausum vog.
Þessi viðbrögð hennar voru
r. ijög táknræn. Hún vildi í raun-
inni alltaf vera að gera fólki til
góða, lýsa samferðamönnunum og
græða sár þeirra sem þess þurftu
með.
Fáar konur hefi- ég þekkt dug-
’egri og ósérhlífnari. Vinnan var
henni uppspretta heilsu og gleði.
Hún bar ríka umhyggju fyrir öll-
urn sínum og viidi hlynna að þeim
eríir fremstu getu. Hún gerði
aldrei kjarakröfur, en var þess i
stað síreiðubúin til að rétta öðrum
hjálparhönd Reiðubúin til að
fóna öllu, sem liún mátti fyrir bað,
sem henni var kært.
1939 varð hún og heimili henn-
nr fyrir þei' ri miklu sorg að missa
he.itnilisföðurinn Hann fórst að-
faranótt 7. febrúar 1939 með m.b.
Þengli á leið t.il Siglufjarðar. Var
haun í viðs.K.iptaerindum fyrir kaup
félag sitt á leið til Reykjavíkur.
Þtgar þetta skeði höfðu íslenzkir
kaupsýslumenn og framámenn
kaupfélaga >ítt i huga að líftryggja
sig og því fór sem fór, að það var
ekki aðeins elskdður maki og fað-
ir, sem kvaddi við þetta svipiega
s. ys, heldur og missti eiginkonan
fviirvinnum bótalaust. Því miður
hiaut Ólöf Þorkelsdóttir á þessum
eríiðleikatíma ekki þá aðstoð, sem
v’íð mátti buast frá þeim verzlun-
arsamtökum, sem maður hennar
átti ríkastan þátt í að skapa og
förnaði lífinu fyrir.
Tómas Jónasson var syrgður af
ólium, sem þekktu hann. Fornvin-
ur hans og sýslungi orti m. a.
jetta, er hann frétti lát hans:
„Fyrr en oss varði
Forráð öll voi tókstu
Pund öli með arði.
Aftur gafstu — jókstu
Fremd var oss áð fylgja
Foringjanum mesta
Bróðurnum bezta.
Hlé var að bakl.
herðibrctðum manni
Vart fannst þinn maki
Verður sagt með sanni,
Bylgjur þegar beygðu
brjóstin margra hinna
Sveik ei þín sinna."
María Stefánsdóttir
Eftir fráiall Tómasar flutti Ólöf
Þorkelsdóttir búferlum frá Hofs-
cs á þá jörð — Miðhól — sem hún
liafði hafið sinn búskap á 1908.
Þessum reit unni hún i gleði
eg sorg. (
Auk barna hennar var hún á
þessum erfiða kafla lífsins studd
af tengdamóðui sinni, Guðrúnu
Tómasdóttur. sem var góð kona
og greind. Sérstaklega naut hún
bó góðrar aðstoðar tveggja yngstu
baina sinna Margrétar og Eggerts.
Þegar Oiöf Þorkelsdóttir var
ciðin rúmlega sjötug og kraftarnir
leyfðu eigi lengur búsforráð, yfir-
góf hún huðina sína og hélt til
Reykjavíkur Meðan heilsan leyfði
avaldist hún þó á sumrin á jörð
siuni og yngdist hún þá jafnan að
árum, þá er hún af Vatnsskarði
le:t fjörðinn sinn fríða.
Af Vatnsskarðinu lítur hún nú
vart oftar Skagafjörðinn, en það
víósýni, sem þar blasir við fei’ða
manninum einkenndi allt líf henn-
ar.
Ólöf Þorkelsdóttir lifði og dó
tcm sæmdarkona. Hún vildi ekki
siit vamm vita — enda þurfti hún
þess aldrei
vtirðing hennar fyrir sannleik-
an.im, heiðarleiki hennar og holl-
usta við fornar dyggðir verka sem
v)tar á þeim tímum, sem við nú
lifum á, þar sem sannleikur er of
oft fótum troðinn og heiðarleikinn
hæddur.
Með Ólöíu er gengin til grafar
prúð, hæglát og hugsandi eldri
kona, sem allir sakna, sem af
henni höfði noi.kur kynni.
Þessi kveðjuorð verða ekki lengri
en minningin um Ólöfu Þorkels-
clóttur lifir, því þó töluð orð týn-
ist og fyrnist, lifir lengi fögur
muining, vel unnin störf verpast
ekki sandi.
Eg lýk þessum þakkar og kveðju
crðum með því að vitna til niður-
iags erindis í erfiljóði Steingríms
Thorsteinssonar sem ég minníst
á í upphafi þessarar greinar og
h'jéða svo:
..Aftur kemur ei hið horfna,
En að minnast þess er fró,
Goða vífið göíugborna,
Guð þér veiti þæga ró.
Þökk alls góðs' sé þér í té,
Þ;n æ blessuð minning sé.“
•Jón Kjartansson
SPARÍÁKUS kom-
inn út á íslenzku
GB-Reykjavík, 25. nóv.
ÚT ER KOMIN á vegum
Stjörnuútgáfunnar skáldsagan
Spartakus eftii bandaríska skáld-
sagnahöfundinn Howard Fast, í
íslenzkri þýðingu Hersteins Páls-
sonar ritstjóra
Howard Fust er einn af fræg-
ustu sagnaskáldum bandarískum,
er skrifað hafa skáldsögur byggð-
ar á sögulegum staðreyndurn, og
eru löngu kunnar bækur hans um
Tom Paine og aðrar frægar per-
sónur í sögu Bandaríkjanna. Sum-
ir telja Spartakus bezta verk hans
til þessa, og var byggð á henni
hin fræga kvikmynd, sem hér
var sýnd í Háskólabíói fyrr á
þessu ári. Lýsir hún á ógleyman-
legan hátt kiörum þrælanna í
Rómaveldi, hugsunarhættinum,
sem þar ríkti og aðallega þræla-
uppreisninni, sem Spartakus
stjórnaði og varð síðan frægur
fyrir á spjöldum mannkynssög-
unnar.
Fædd 23. nóv. 1893 —
dáin 20. nóv. 1963.
í dag er til grafar færð að Völl-
um í Svaríaðardal María Stefáns-
dóttir, húsfreyja að Þverá, er þar
hefur skipað húsmóðursess í full
30 ár.
Með Mariu hverfur af skeiðvelli
lífsins ein af hinum traustustu
og beztu húsmæðrum sveitar sinn-
ar — sveitin er snauðari eftir,
heimilið fátækara. Að vísu hefur
María ekki getað skipað húsmóður
sessinn síðust.u misserin, líkamleg
heilsa hennar var þrotin og and-
le.gur þrótt.ir lamaður svo, að hún
var þess ekki megnug að veita
heimilinu forstöðu né stunda þar
dagleg störf, en heim að Þverá
kcim hún þegar færi gafst, þar
var hugurinn þó að þrekið væri
þorrið, og þar var hún síðast um
tíma síðsumars í ár, en annars
langdvölum á sjúkrahúsi Akureyr-
ar.
Það er saga flestra manna að
eiga sitt æskuskeið, blómaskeið,
starfsskeið og hljóta að lokum að
lúta veldi og þunga þeirra ára, er
á herðar nlaðast. Og þá er gott að
geta litið til baka og séð æviskeið
ið runnið með heiðri og sóma í
hvívetna, líta vel unnin störf og
mikinn átangur þeirra.
Verður slíkt gert hér af sveit-
ungum og öðrum, sem gjörla
þekktu Mariu á Þverá og hlutverk
þau, er hún leysti. Allt frá æsku
tii enda æviskeiðsins var alúðin
með í hverju starfi og gilti þar
jafnt hvort það var hlutur heim-
ilisins, secn unnið var að, eða hlut
verk og hugsjónir á félagslegum
sviðum.
í sinni 'jveii var hún á æsku-
skeiði í hópi þeirra, sem g.iörvi-
íegust og glæsilegust þóttu. Efldi
það persónu hennar að sjálfsögðu,
áð hún naut uppeldis á heimili
þar sem menntun og menning var
á veglegra siigi en almennt gerðist
og að ýmsu iangtum fremra.
Hún kom að Völlum innan ferm
ingaraldurs og þar lærði hún, sem
þátttakandi í daglegri athöfn heim
ilisins, öll þau atriði, sem sér-
kenndu það heimili og af öllum
bar í þeirri sveit, um gestrisni, góð
vild, félagshyggju, viðhorf til líkn
arstarfa og margt annað, sem er
væntanlégri húsmóður að minnsta
kosti jafngóður grundvöllur ævi-
hlutverks eins og almenn skóla-
ganga. í þessum jarðvegi átti
María sínar sterku rætur, í þeim
hlutverkahring varð hún snemma
þátttakandi, og allt til æviloka var.
hugur hennar tengdur ýmsum at-
riðum hinna kvenlegustu dyggða,
sem í æsku voru mótuð og á starfs
skeiði rækt., m.a í félagsathöfnum
kvenfélagsins ,í sveitinni.
Að sjálfsögðu hlaut þungamiðja
ævistarfsins að vera eigið heim-
ili og hlutverk þau, sem þar var
að sinna. IJún var húsmóðirin fyrst
og fremst og hennar þáttur í því
að skapa heimilið, var traustur.
Andstreymi lífsins fór þó eigi
fram hjá garði heldur heimsótti
þau hjón og svarf hvað harðast að
húsmóðurmni. móðurinni, sem
hlaut að standa andspænis þeirri
staðreynd, að straumur örlaganna
bar burt ómálga börn þeirra hvert
af öðru. Það er þungt hlutskipti
móðurinnor að standa við straum-
inn og fá ,engu áorkað, en þyngst
hlaut það þó að vera þegar dauð-
inn hrifsaði burt af heimilinu, fyr-
ir fáum árum, fullvaxna dóttur,
mestu stoð heimiiisins — sérlega
gjörvilega, unga stúlku, sem lézt
af slysförum.
María á Þverá dvaidi mest.an
hluta ævi sinnar í Svarfaðardal og
því á sú sveit nú á bak að sjá
ágætum þegni og heimilið — eig
inmaður, tvö eftirlifandi börn og
ein dótturdóttir — sakna hennar,
sem fyrr var drottning síns heim-
ilis með heiðri og hin ágæta eigin
kona, móðir og amma. En huggun
er það að hún skilaði miklu og
ágætu ævistarfi.
Utan sveitai-innar hafði hún og
hlotið nokkurn undirbúning undir
hlutverk sitt og aukið víðsýni tneð
því að umgangast fólk og taka þátt
í athöfnum á fjarlægum slóðum.
Hún vann urn skeið á Akureyri,
við heimavist Menntaskólans og
víðar, og til Danmerkur fór hún
haustið 1925 og dvaldi þar á annað
ár, bæði í sveit og borg, og „ég
hefði líklega aldrei komið til ís-
lands aftur ef ég hefði ekki verið
heitbundin hér heima“, sagði hún
sjálf eftir heimkomuna, en heim
kotn hún vorið 1927, til þess að
stofna eigið heimili.
María Stefania Stefánsdóttir fædd-
ist að Vémundarst. í Ólafsfirði, en
fluttist með foreldrum sínum; á-
samt tveim cldri systrum, að
Stafni í Oeildardal sem ungbarn
og þaðan að Háleggsstöðum, en
þar dó caðir hennar. Fluttist þá
Sigríður móðir þeirra með dæturn
ar tvær, Maríu og Petrínu,' til
Svarfflðardals en sú elzta, Stein-
unn, varð eftir í Skagafirði og
dvaldi þar löngum síðan.
María dvaldi á nokkrum stöðum
í Svarfaðardal unz hún kom til
prestshjónanna á Völluen, en hjá
þeim var hún á annan tug ára.
Hinn 4. íúní 1927 giftist hún
Helga Símonarsyni, er þá var
skólastjóri á Dalvik, en þau höfðu
a æskuskeiði og allt til þess tíma,
stöðugt eða á köflum, verið sam-
tímis að störfum á Völlum.
Fyrstu ár hjúskaparins bjuggu
þau á hluta af Völlum en fluttust
að Þverá 1930 og hafa haft bú þar
síðan og eflt þá jörð í alla staði.
Þeim varð 6 barna auðið en að-
eins tvö þeirra eru *á lífi og eiga
heima á Þverá, Sigrún 28 ára og
Símon 22 ára.
Hlutskipti sitt, sem húsmóðir
í sveit, rækti María með prýði. Við
brottför hennar af þessucn heimi
er hún að sjálfsögðu kvödd af
sveitungum heima og þó fyrst og
fremst af eiginmanni og börnum,
en einnig frá okkur, vinum og
frændum, sem fjarri búum nú
ættarsveit cn Maríu höfum við"
þekkt frá æsku, skuiu kveðjur og
þakkir færðar og við tökum undir
með skáldinu:
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt“.
Gisli Kristjánsson.
Flestum þeim, er í bernsku hafa
notið ástúðar móður sinnar, finnst
sam hjá henni hafi þeir átt örugg
ast skjól nm ævina. Að eignast þar
Framhalfi á 13 síðu.
8
T í M I N N, þriðiudaginn 3. desember 1963. —