Tíminn - 03.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1963, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjórl: Tómas Arnason, — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritatjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323 Augl., sfmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Þvaran í samningunnm Stjórnarblöðin saka nú Framsóknarmenn og Tímann um það harðlega að reyna að spilla fyrir því, að samn- ingar takist í kaupdeilunum. Þó að þetta séu augljós ómagaorð vegna þess, að málgögn þessi brestur alla getu til þess að færa fram rök máli sínu til stuðnings og reyna það ekki heldur, liggur í augum uppi hverjar eru orsakir þessara hrópyrða úr stjórnarherbúðunum. Orsakirnar eru þær, að stjórnin finnur og veit, hve mikinn úrslitaþátt Framsóknarflokkurinn átti í því að knýja stjórnina til þess að hopa á hæi með lögþvingunar- frumvarp sitt og fallast á samningaleiðina. Bræði stjórn- arinnar út. af því að hafa verið knúin til undanhalds í þessu örlagaríka máli, beinist nú eingöngu að Framsókn- arflokknum, og sýnir það greinilega mat stjórnarinnar á hlut Framsóknarflokksins í þessu máli. En þetta er ekki eina ástæðan til árása stjórn- arblaðanna í garð Framsóknarmanna nú. Við hefur bætzt, að Framsóknarmenn og Tíminn hafa bent á eðlilega leið til samninga; leið, sem stjórnarblöðin hafa ekki getað mælt með rökum í gegn og ekki reynt það. En jafnaugljós sem þessi leið er, vill stjórnin með engu móti fara hana, og henni þykir það lítill greiði við sig að benda á hana. Leið sú, sem Framsóknarflokkurinn hefur bent á, er að láta þær stéttir, sem aftur úr hafa dregizt, fá þá leið- réttingu launa, sem þær eiga heimtingu á, en stjórnin auðveldi atvinnuvegunum hins vega; með vaxtalækkun, tollalækkun, afnámi lánsfjárhafta og lækkun útflutnings- gjalds og fleiri aðgerðum, sem haía svipuð áhrif, að standa undir þessu kaupgjaldi. Tímmn hefur hvað efth annað bent á þessa leið, og því er ómótmælt með rökum að hún sé fær og eftir henni sé unnt að leysa þessa þessa launadeilu. Það er einmitt mesta eitrið í beinum ríkisstjórnarinnar, að bent sé á eðlilega og færa leið sem hún vill ekki fara, af því að hún er svo eindregin afturhaldsstjórn. En leiðin blasir enn við og verður þjóðinni augljósari með hverjum degi, og jafnframt harðnar krafan um það, að stjórnin hætti að girða fyrir sammnga með einstreng- ingshætti, heldur slaki til og noti sér alla þá möguleika, er nefndir hafa veriS, og stuðli að samningum, sem lokið verði 10. desember. Stjórnin hefur -s.iálf bundizt í þessa samningsgerð og þar með tekizt a hendur skyldu til þess að leggja sitt lóð fram til lausnar. Hins vegar stend- ur hún enn sem þvara og horfir á dagana líða hjá og vill ekki líta við þeirri leið, sem ómótmælanlega er fær. Landgrunnslínan í dag hefst í Lundúnum fiskimáJaráðstefna, sem ts- iendingar taka þátt í. Að vísu heitir svo, að meginmál þess- arar ráðstefnu séu viðskiptalegs eðlis, og eiga íslendingar þar vissulega hagsmuna að gæta. En einnig er ljóst, að fiskveiðitakmörk mun líka bera þar mjög á góma, og talið er að Bretar tilkynni þar útfærsíu sinnar eigin land- helgi i 12 mílur en muni jafnframt halda því fram, að þau t.akmörk eigi að verða alþjóðleg regla Mjög ríður á því, að ísland skýri vei sín sjónarmið i þessum umræðum kvnni þar hiklaust sinn málstað ig nauðsynjakröfur um meiri útfærslu áður eh langt líður og haldi fast fram vfirlýstum rérti sínum til Jand- grunnsins alls, svo að stefnan sé skýr og komi engum á óvart. þegar t,il kastanna kemur 4ði r börðumst við fvr ir tólf mílna línunni. en eftir Genfarráðstefnun- baráttan út fyrir hana og nú er það iandgrunnslínan, sem ev næsta takmark okkar. WaSfer Lippmann rifar nm alþjó^amái:*3' ..... | Miklar breytingar á hugsunar- hætti og viðhorfi Evrópumanna iinar gömlu stefnur að missa tökin beggja vegna járntjaidsins. AÐ UNDANFÖRNU hefi ég átt mörg skemmtileg viðtöl við fólk beggja vegna járntjalds- ins. Ég hef komið til Rómar, Parísar, London, Búdapest og Varjár. Ég hafði að sjálfsögðu áhuga á viðhorfunum milli Austurs og Vesturs, en þó sér- staklega á kalda stríðinu, eins og það nú er orðið. Ef til vill ætti ég að taka strax fram, að margt af því, sem ég komst að, styrkti ein- ungis þær skoðanir, sem ég hafði aðhyllzt áður en ég fór að heiman, og fór þar fyrir mér eins og flestum öðrum, sem fara til annarra landa. Hvað mig snerti á þetta fyrst og fremst við um þá skoðun, að miklar breytingar hafi orðið á fólkinu sjálfu að undanförnu, og þessar breytingar valdi öðru viðhorfi en áður, til átakanna milli Austurs og Vesturs, enda þótt þessi átök hljóti að vara lengur en við, sem nú erum komnir til vits og ára. BREYTINGARNAR, sem ég á við, er fyrst og fremst í því fólgnar, að ný kynslóð er sem óðast að taka við af hinni eldri og jafnframt hefir breiðzt út almennur viðbjóður á kjarn- orkustyrjöld. Enn fremur hef- ir valdið nokkru um breyt- inguna aukin viðurkenning þess, að gömlu stefnurnar marx ismi, íhaldssemi og venjuleg, framfarastefna eru allar úrelt- an Þetta á ekki aðeins við í hinum þróuðu þjóðfélögum, heldur einnig meðal hinna van- þróuðu. Ismarnir þrír nægja ekki framar sem leiðarjós og þeir nægja ekki framar til að Iskýra það, sem gerist í um- heiminum. Rétt mun að geta þess hér, áður en lengra er haldið, að vegna þess, sem drepið er á hér á undan, virðist mikið af stjórnmálaskrifum í Bandaríkj- Iunum vera orðin úrelt, jafnvel heimaalningslegt, í augum Evr- ópumanna, sem lesa þau. Af þessum sökum hafa Evrópu- menn ekki mikinn áhuga á ráð- leggingum okkar Bandaríkja- manna eða leiðsögn, enda þótt þeim sé ljóst mikilvægi þess, sem Bandaríkin taka sér fyrir hendur, vegna þess, hve ó- hemjuöflug þau eru. SNEMMA í ferð minni hitti ég kaþólskan hugsuð, sem nú er staddur á kirkjuþinginu í Róm. Ég spurði hann, hvernig á því stæði, að kirkjan reyndi að komast að samkomulagi við stjórnir kommúnista í Austur- Evrópu og gera samninga við þær. enda þótt kirkjan sé and- stæðari kommúnismanum en svo, að sá ágreiningur yrði nokkurn tíma iafnaður. Hann svaraði undir eins á þá leið, að kirkjan gæti ekkert vanrækt hina trúuðu, hvar svo sem þeir byggju. Hann bætti því svo við, að fólk í kommún istaríkjunum væri því betur farið, sem samgangur við hin vestrænu lönd væri rýmri. Vesturlandamenn hafa aðeins' áhuga fyrir að opna fyrir auk inni verzlun. menn'ngarsam nsiMBHnmnMttii skiptum og ferðalögum. Við þetta bætist upplýsing og nýtt andrúmsloft inn í hin lokuðu þjóðfélög. Ég spurði þá: En óttizt þið þá ekki fyrir handan, að áhrif kommúnismans aukist á Vest- urlöndum með aukinni snert- ingu við almenning, eins og vestræn áhrif aukast austur frá við vaxandi samskipti? „f þessu felst auðvitað á- hætta“, svaraði hann. „En því er til að svara, að hinn vest- ræni heimur verður því síður næmur fyrir áhrifum. sem hann lærir betur að efla sann- færingu sína með endurnýjun, umbótum og nýbreytni." Og svo bætti hann við: „Hér er ekkert undanfæri. Vestræn þjóðfélags skipan hrynur til grunna ef þetta er ekki reynt, hvað sem áhrifum kommúnista líður“. Að minni hyggju sagði hann dagsatt. Þarna er mergurinn málsins. ÉG kom til Búdapest og hitti Kadar, til Varsjár og hitti Go- mulka, og svo hélt ég áfram Tvær Fvróour !. grein. til Parísar. Þar átti ég tal við ýmsa spaka menn um það, sero ég hafði orðið áskynja. Ég ræddi við franskan vin minn, sem ég hef lengi þekkt. og lýsti fyrir honpm, að í Pól- landi bæri opinberlega töluvert á skilningi á málstað Kínverja enda þótt Pólverjar væru form- lega séð, fylgjandi Sovétríkjun um. Vini mínum þótti þetta eftirtektarvert, en hann undr aðist það ekki Að áliti Gomulka eiga Banda ríkin ein sök á erfiðleikunum milli Sovétríkianna og Kína Bandaríkin hafi einangrað Kína o.g þrengt kosti þess og þannie valdið því, að Kínverjar girnist kjarnorkuvopn Konan mín spurði, hvers vegna Sovétríkin létu þá ekki Kínverja hafa kiarnorkuvopn.. Gomulka svar- aði, að Sovétríkjunum væri friðurinn meira kappsmál en svo, að þau færu að strá kjarn- orkuprengjum umhverfis sig Hann fékkst ekki til að láta undan með það, að Bandaríkja menn hefðu valdið árekstrum Sovétríkjanna og Kína. Sá á- greiningur kæmi engum að not um, nema fjandmönnum komm únismans, einkum Bandaríkja mönnum. Mér skildist af þessu, að Pói- verjar reyndu að miðla málum og vildu í lengstu lög halda í áhrif Kínverja ekki aðeins vegna kommúnismans. heldur vegna sjálfra sín. Gomulka er hvort tveggja í senn. gallharð- ur kommúnisti og einlægur, pólskur þjóðernissinni. Vegna þess ei hann neyddur til að styðjast við Rússa gegn Þjóð verjum Hann lætur svo sem hann sé sannfærður um, að Bandaríkjamenn séu farnir að afhenda Þjóðverjum kjarnorku vopn. En jafnframt er Gomulka neyddur til að reyna að styðj- ast við Kínverja gegn ofurvaldi Rússa. FRAKKINN var sammála mér um allt þetta og sagði, að leiðtogar marxista væru alveg orðnir rugláðir í hugsun og í raun og veru komnir í ógöng- ur. Þeim hætti til að reikna með hinni gömlu mynd valda- skiptingar í Evrópu. Ástæða þess, að þeir væru komnir í ógöngur, lægi blátt áfram í því, að marxistiskur hugsunarhátt- ur ætti ekki við á kjarnorku- öld. Rússar hafa haldið áfram að trúa hinum gömlu kenningum marxismans um stríð, eins og Stalin gerði, allt fram að því að þeir fengu náin kynni af kjarnorkuvopnunum með því að framleiða þau og reyna. En samkvæmt þessum gömlu kenn ingum er stríð milli kommún- istaríkja óhugsandi. Stríð byrj- ar ævinlega af öfund milli kapítalistiskra ríkja. Stéttabar- áttan í auðvaldslöndunum leið- ir til stríðs, sem eyðileggur kapítaiismann og tryggir sigur kommúnismans. En á sjötta tug aldarinnar komust Krustjoff og félagar hans að þeirri niðurstöðu, að báðir aðilar myndu verða fyrir það þungurn áföllum í atóm- styrjöld, að það yrði ekki bætt og því yrði ekki um neinn raun- verulegan sigurvegara að ræða. í þriðju heimsstyrjöldinni yrði því ekki neinn Stalín til þess að helga sér rústirnar af stórveldi Hitlers. Kjarnorku- styr.iöld varð því að forðast Friður eða að minnsta kosti stríðsleysa var orðin nauðsyn og þar mnð var hinn gamli grunnur marxismans hruninn AF VÖLDUM þessara áhrifa kjarnorkuvopnanna er gamla steinlímið, sem hélt ríkjasam- fellu kommúnismans saman, byrjað að leysast upp. Þetta þarf ekki að tákna, að Pólverj ar, Ungverjar eða þeir hinir séu reiðubúnir að stökkva út úr réttinni. Ekkert bendir til þess. En það táknar aftur á móti, að vald stjórnendanna í Moskvu vfir fylgiríkjunum er takmörk- um háð, þar sem agi stríðsins er farinn að láta á sjá, hvort sem stríðið er heitt eða kalt, Heita má að allir telji, að við römbum ekki framar á barmi kjarnorkustyrialdar, og af þeim sökum hefir dregið ti) muna úr mætti hinna miklu kjarn- orkuvelda tii þess að þvinga bandamenn sína. Austur-Evr- ópumenn álíta sig -ekki framar skilyrðislaust á valdi stjórn endanna í Moskvu, fremur en Vestur-Evrópumcnn telja sig nevdda til að hlýða i blindni boði og banni valdhafanna i Washington. Af þessum ástæðum finnst stjórnum Pói'lands og Ungverja lands þær vera síður en áður neyddar til að hlýða hverri Framhaio * «3 Afðu T f M I N N, þriðiudaginn 3. desember 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.