Tíminn - 08.12.1963, Blaðsíða 7
— Ífttthn* —
Útgefc ncfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriCi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davícisson.
Ritstjómarskrifstofur i Eddu húsinu, simar 18300—18305. Skril
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 ASrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan.
lands. t lausasöiu kr 4.00 eint. — PrentsmiSjan EDDA h.f —
Ný vegalög
Alþingi hefur nú fengið til meðíerðar frumvarp til
nýrra vegalaga. Þessa frumvarps heíur verið beðið lengi
og ber að fagna því að það er komið fram. Þetta er
mikill bálkur og í því eru mörg fiókin atriði, sem ná-
innar athugunar þurfa með, en nú er frumvarpið komið
til nefndar til athugunar og skýrast ýmis atriði væntan
lega betur að þeirri athugun lokinni
Meginefni frumvarpsins er um nýjar álögur í formi
hækkunar á benzínskatti, gúmmígjaldi og þungaskatti, er
skal renna til vegakerfisins. Ekkert annað nýtt fjármagn
til veganna á að koma til en sem hinum nýju álögum
nemur.
Á þinginu 1960 fluttu Framsóknarmenn frumvarp um
Vega- og brúasjóð. Var í því frumvarpi lagt til að benzín-
skattur, þungaskattur og bifhjólaskattur yrðu látnir
renna í sérstakan sjóð, er annaðist nýbyggingar og
endurbvggingar vega og brúa. Ríkissjóður annaðist hins
vegar fjárframlög til viðhalds vega af öðru því fé, sem
hann hefði af umferðinni. Þetta trumvarp náði ekki
fram að ganga, en varð til þess að ríkisstjórnin skipaði
sérstaka nefnd til endurskoðunar á öllum vegalögunum
og það frumvarp sem nú er til meðferðar á Alþingi hefur
sú nefnd samið.
Á árinu 1962 munu tekjur ríkissjóðs af umferðinni,
af innflutningsgjöldum af bifreiðum leyfisgjöldum,
benzínskatti, gúmmígjaldi og þungaskatti hafa numið
250 millj. kr. umfram það, sem varið var til veganna
úr ríkissjóði. Samkvæmt þessu frumvarpi á ríkissjóður
enn að halda um 200 milljón króna tekjum af um-
ferðinni umfram það, sem verja á td veganna.
Um afstöðu Framsóknarflokksins til málsins sagði Ey-
steinn Jónsson, formaður flokksins, við 1. umræðu þess
í neðri deild, að Framsóknarmenn teldu æskilegt að
sem víðtækust samstaða gæti náðst um þetta
stórmál. Framsóknarflokkurinn myndi freista þess
að ná samkomulagi um það við stjórnarflokkanna,
að hluta af því fjármagni a. m. k. svipaðri upp
hæð og frumvarpið gerði ráð fyrir, sem ríkissjóður hefði
af umferðinni yrði varið til veganna án þess að nýir við-
bótarskattar yrðu á umferðina lagðir. Það væri í sam-
ræmi við fyrri afstöðu Framsóknarfiokksins til þessara
mála. Vildu stjórnarflokkarnir hins vegar ekki á þessa
afstöðu fallast, þá myndi Framsóknarflokkurinn styðja
þær álögur, sem í frumvarpinu fæiust, því að þá væn
ekki annars kostur, þar sem vegakerfið er að bresta og
óhjákvæmilegt að til þess verði varið meira fjármagni
því að flokkurinn vildi heldur nýjar álögur á umferðina
en það öngþveiti, sem nú ríkti í vegamálunum.
1 frumvarpinu eru ákvæði um að gerðar skuli 5 ára
vegaáætlanir um framkvæmdir. Framsóknarmenn hafa
verið hlynntir því að slíkar áætlamr yrðu gerðar. Pál!
Zóphóníasson flutti um það tillögu á þinginu 1958. Þetta
var svo ítrekað í greinargerð og máU’lutnmgi fyrir frum-
varpinu, sem Framsóknarmenn fluttu á þinginu 1960
Hins vegar verður að gæta þess að koma þessum má
um þannig fyrir, að fjárveitingavaid Alþingis verði •
engu skert. Eysteinn Jónsson taldi, að heppilegast myndi
vera, að áætlun yrði gerð í upphafi hvers kjörtímabiÞ
og fylgdi áætlunin, sem sérstakur kafli í fjárlögunum
og yrði vegaáætlunin endurskoðuð árlega eftir því, sem
ástæða þætti til.
T f M I N N, sunnudasinn 8. desember 1963.
SVEN ÁHMAN:
Verður kona varaforsetaefni?
Ifaxandi umtal um Margaret Smith sem varaforsetaefni republikana
í ÁRBÓK bandaríska þings-
ins rita þingmenn sjálfir helztu
upplýsingar um sig. Stytzt allra
535 umsagnanna í árbókinni
er um öldungadeildarþingmann
frá Maine, fjögur orð aðeins:
„Margaret Chase Smith, repu-
blikani".
Krustjoff forsætisráðherra
hefur nefnt konu þessa „djöful
í konu klæðum'-. Kennedy for-
seti fullyrti fyrir skömmu, að
hún væri „ægileg“.
Ýmislegt fleira mætti segja
um þessa gráhærðu ekkju, en
í árbók þingsins stendur. Hún
er t. d. eina konan, sem hefur
þrisvar sinnum náð kjöri til
öldungadeildarinnar í Washing
ton. Hún er eina konan, sem
hefur náð kjöri til beggja þing-
deilda. Hún er enn fremur eina
konan, sem talað er um í al-
vöru sem hugsanlegan fram-
| bjóðanda við forsetakjör. En
Isjálf gefur hún ekkert í skyn
um þetta í umsögn sinni í ár-
bókinni.
0 í STJÓRNARSKRÁ Banda-
ríkjanna er hvergi tekið fram,
að kona geti ekki orðið forseti.
Samt sem áður virðist að svo
stöddu ólíklegt, að annar hvor
aðalflokkurinn útnefni forseta-
efni af hinu svonefnda ..veikara
|kyni“. Þetta þykir álíka fjar-
stætt og að negri verði tilnefnd
ur, en Robert Kennedy dóms-
málaráðherra hefur gerzt svo
djarfur að spá, að það kunni
að gerast einhvern tíma um ár-
ið 2000rir:j !,:v:rido iííí/S
Þrátt fyrir þetta er hugsan-
legt, að nafn Margaret ^Cha^ej
Smith verði nefnt einhvers stað
ar við undirbúningskjör, sem
haldin verða í ýmsum fylkjanna
áður en republikanar velja
frambjóðanda sinn endanlega.
Útnefning er naumast álitin
hugsanleg, en samt sem áður
er þetta annað og meira en
spaug eitt.
FRÚ SMITH öldungadeildar-
þingmaður hefur háð hverja
kosningabaráttuna af annarri
og fengizt við löggjafarstörf í
nálega fjórðung aldar. Við
þetta hefur hún getið sér svo
góðan orðstír, að fáir karlmenn
standast samjöfnuð. Ekki verð-
ur þess þó vart, að hún þyki
ókvenlegri fyrir þessar sakir,
nema þá ef til vill í augum
Krustjoffs.
Ef svo færi í átökunum milli
manna eins og Barry Goldwat-
er og Velson Rockefeller, að
þeir þættu ólíklegir til að gera
demókrötum róðurinn erfiðan,
kynni niðurstaðan að verða, að
t. d. Richard Nixon fyrrverandi
varaforseti yrði valinn sem
endanlegt forsetaefni republi-
kana. Eisenhower fyrrverandi
forseti hefur til dæmis látið í
l'jós, að honum þyki líklegt að
svo fari. Ef þetta yrði ofan á.
þykir mjög líklegt, að ekkjan
Margaret Chase Smith — fyrr-
verandi rakarasveinn og fyrr-
verandi símastúlka frá Skowhe-
gan í Maine — verði fyrir val-
inu sem varaforsetaefni.
ÞETTA gæti auðveldlega orð
ið, enda þótt ýmsum kunni að
þykja það ótrúlegt. Þegar Eis
enhower var fyrst tilnefndur
árið 1952. voru uppi háværar
raddir urr að frú Smith ætti
að vera með honum á kjörseðl
MARGARET CHASE SMITH
inum. Þá var hún spurð í sjón-
varpsviðtali, hvað hún mundi
gera, ef hún vaknaði við það
einn morguninn, að hún væri
komin í Hvíta húsið. Svar henn
ar sýndi, að orðfæð umsagnar-
inar /,4rbók,,þing.sins stafaði
ekki af klaufaskap í orðum eða
skorti. á vjg.úmi.
“’.Eg'færi viðstöðulaust til frú
Truman og bæði hana afsökun-
ar, og síðan héldi ég heim til
mín“, svaraði frúin á auga-
bragði, enda þótt spurningin
væri borin fram alveg fyrirvara
laust.
Margaret Chase Smith hefur
setið á þingi óslitið síðan árið
1940. Hún er því meðal hinna
reyndari þingmanna. Maður
hennar var kaupsýslumaður og
blaðaútgefandi í verksmiðju-
bænum Skowhegan við Kenne-
bec-ána, en þar er einna bezt
laxveiði á Atlantshafsströnd
Bandaríkjanna. Smith var bú-
inn að eiga sæti í fulltrúadeild
þingsins í fjögur ár, þegar hann
veiktist svo alvarlega, að fram-
boð hans til endurkjörs kom
ekki til greina. Hann sannfærði
konu sína um, að hún ætti sjálf
að bjóða sig fram til þess að
taka sæti hans í Washington
Skömmu síðar lézt hann og hún
var kjörin á þing í aukakosn-
ingu árið 1940.
MARGARET Chase Smith
átti sæti í fulltrúadeildinni í
átta ár og var ávallt kjörin með
miklum meirihluta fram yfir
andstæðingana. En alltaf var
hún reiðubúin að taka afstöðu
eftir sannfæringu sinni, hvort
sem flokksmönnum hennar lík
aði betur eða verr
í nefndastörfum fjallaði frú-
in mikið um varnarmálin. Á síð
asta ári stríðsins kom til orða
að gera hana að aðstoðarflota
nrflaráðherra
Frú Smith var fylgjandi utan
ríkisstefnu þeirra Roosevelts
og Trumans og hlaut því tveim-
ur árum síðar virðingarstöðu i
utanríkisráðuneytinu, en ekk
ert varð úr störfum þar. f þess
stað hlaut hún kosningu til öld-
ungadeildar árið 1948. Annar
öldungadeildarþingmaðurinn
fyrir Maine-fylki ákvað að
bjóða sig ekki fram að nýju.
Maine er eitt af aðalfylkjum
republikana. Eigi að síður..þótti
hinn mikli sigur frú Snjith, yfir
frambjóðanda demokrata undra
verður, eða meiri en dæmi
voru til áður, 160 þús. atkvæði
gegn 64 þús. atkvæðum
ENN furðulegra þótti þó, að
flokkur hennar skyldi við til-
nefningu taka hana fram yfir
fylkisstjórann í Maine og einn
af fyrirrennurum hans. Á
„syndaregistri" hennar frá full
trúadeildinni í Washington
kom þó fra.n, að við þriðju
hvora atkvæðagreiðslu hafði
hún greitt atkvæði gegn flokki
sínum
Einna mesta athygli vakti þó
pólitískur kjarkur frú Smith
öldungadeiidarþingmanns. þeg-
ar hún fékk sex samflökks-
menn sína í þinginu til þess að gj
undirrita mjög hvassyrta yfir-
lýsingu gegn Joseph McCarthy,
sem þá trónaði hátt -sem sjálf-
skipaður vörður gegn áhrifum
kommúnista Eins og þá stóð á
þurfti sannarlega mikið áræði
til þeirra andmæla. sem þessi
litli hópur bar fram:
„Það er niðurlægjandi fyrir
öldungadeildina að umræður
hennar skuii einkum orðnar
vettvangur haturs og lasta'1,
stóð i hinni skriflegu yfirlýs-
ingu Margaret Chase Smith. Og
hún bætti við: „Ég vil ekki eiga
þátt í að flokkur republikana
sigri fyrir atbeina fjögurra aðai
berserkja slúðursins. ótta, van-
þekkingar. hræsni og last-
mælgi“
ÓNÁÐ Krustjoffs hlaut frú-
in vegna ræðu, sem hún flutti
í þinginu um kjarnorkuvopnin,
skömmu eftir að Kennedy for-
seti kom til valda. Hún hefur
ávallt á sínum langa þingferli
sýnt brennandi áhuga á varnar-
Fr^mh^lc* * * 5 ^iðu
1