Tíminn - 08.12.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.12.1963, Blaðsíða 14
RSBSMSUbVSW1 “ ‘ ■ ««■ P- r^'T-* .'TOJT-wy,- að skipta herfanginu. Hann sagði, að Rússar krefðust þess, að Þýzka- land viðurkenndi, að litlu hafnar- borgirnar Libau og Vindau í Lett- landi, „væru innan þeirra hags- munahrings“. Þar eð allt Lettland átti að lenda Sovét-megin við línuna, sem skipti á milli stór- veldanna tveggja, þá var þetta ekkert vandamál, og Hitler sam- þykkti það fljótlega. Ribbentrop skýrði foringjanum einnig frá því eftir fyrsta fundinn, að „undirrit- un leynilegs sáttmála um takmörk- un hagsmunasvæðanna í austan- verðri Evrópu væri í athugun.“ Allt þetta — samningurinn um, að ekki -yrði gerð árás og leyni- samningurinn — var svo undirrit- að á öðrum fundinum í Kreml síðar þetta sama kvöld. Svo auð- veldlega hafði Þjóðverjum og Rússum tekizt að gera samkomu- lagið, að þessi skemmtil'egi fund- ur, sem stóð þar til snemma um morguninn, fór aðallega í vinsam- legar og hlýjar viðræður um ástandið í heiminum, land fyrir land, og þeim fylgdu hinar tíðu skálar, sem voru venjulegar í stór- um veizlum í Kreml, það var ekki um neinar heitar kappræður að ræðá um hver ætti að fá hvað. Leynileg þýzk skýrsla, sem einn af þýzku fulltrúunum gerði, segir frá þessum ótrúlega fundi. Ribbentrop gaf góð svör við spurningum Stalins, um fyrirætl- anir bandamanna Þjóðverja, þ. e. Ítalíu og Japans. Sovét-einræðis- herrann og þýzki utanríkisráðherr ann urðu strax sammála um allt, sem við kom Englandi, en Ribb- entrop hagaði sér nú eins vel og á varð kosið. Stalin sagði honum í trúnaði, að brezka hernaðarsendi- nefndin í Moskvu „hefði aldrei skýrt Sovétstjórninni frá því, hvað hún raunverulega vildi“. Ribben- trop svaraði með því að leggja áherzlu á, að Bretland hefði alltaf reynt að skemma góða sambúð milli Þýzkalands og Sovétríkjanna. „England er veikt“, sagði hann sigri hrósandi, ,,og vill láta aðra berjast fyrir sínum hrokafullu kröfum um heimsyfirráð“. „Stalin samþykkti þetta ákafur“, segir í þýzku skýrslunni, og hann bætti við: „Ef England réði yfir heiminum, væri það að kenna heimsku annarra landa, sem alltaf láta leika á sig“. Þegar hér var komið féll svo vel á með Sovét-stjórnandanum og utanríkisráðherra Hitlers, að far- ið var að minnast á andkommún- istiska sáttmálann, án þess að það kæmi neitt illa við menn. Ribben- trop útskýrði aftur, að þeim samn ingi hefði ekki verið beint gegn Rússlandi, heldur gegn vestrænu lýðræðisríkjunum. Stalin tók fram í tii þess að segja, að „andkomm- únistíski samningurinn hefði í rauninni aðallega hrætt „City of London“, (þ. e. a. s. brezku kaup- sýslumennina) og brezku kaup- mennina". Þegar hér var komið, kemur fram í þýzku skýrslunni, að Ribb entrop var kominn í svo gott skap vegna þess, hversu samvinnuþýð- ur Stalin var, að hann reyndi meira að segja að segja nokkra brandara — stórmerkileg tilraun hjá jafn kímnigáfulausum manni og honum. — Utanríkisráðherra ríkisins (segir í skýrslunni) sagði glað- lega, að Stalin væri vissulega ekki jafn hræddur við and-kommúnista- sáttmálann og '„City of London“ og brezku kaupmennirnir væru. Það kæmi bezt í ljós í brandara nokkrum, sem upprunninn væri í Berlín, hvað Þjóðverjar sjálfir héldu um málið, en þeir væru vel j þekktir fyrir fyndni sína og kímni. Þeir segðu, að Stalin myndi að lokum sjálfur gerast aðili að and- kommúnistíska sáttmálanum. Að lokum minntist nazista-utan- ríkisráðherrann á það, hversu hlý- lega þýzka þjóðin fagnaði sam- komulaginu við Rússa. „Stalin svar aði“, segir þýzka skýrslan, „að hann tryði þessu vissulega. Þjóð- verjar óskuðu eftir friði“. Þetta innantóma málæði varð verra, þegar sá tími nálgaðist, er byrjað var að skála. — Stalin stakk sjálfviljugur upp á því, að drukkin skyldi skál for- ingjans: „Eg veit, hversu vænt þýzku þjóðinni þykir um foringja sinn. Því vildi ég drekka skál hans“. Molotov drakk skál utanríkis- ráðherra ríkisins . . Molotov og Stalin drukku hvað eftir annað skál samninganna, hins nýja tíma- bils í sambúð Þjóðverja og Rússa, og skál þýzku þjóðarinnar. Utanríkisráðherra ríkisins stakk upp á því, að drukkið yrði minni Stalins, Sovétstjórnarinnar og fcinnar hagkvæmu þróunar í sam- skiptum Þýzkalands og Sovétríkj- anna. Og þrátt fyrir alla þessa vin- semd milli þessara tveggja, sem þar til fyrir svo skömmu höfðu verið erkióvinir, virtist Stalin vera í einhverjum vafa um, að nazist- crnir myndu halda samning inn. Um leið og Ribbentrop var að fara, tók Stalin hann afsíðis og sagði: „Sovétstjórnin tekur þenn- an samning mjög alvarlega. Hann sagðist geta lagt við drengskap sinn, að Sovétríkin myndu ekki svíkja félaga sinn“. Hvað var það, sem þessir tveir fél’agar höfðu verið að undirrita? Samningurinn, eins og það hljóð aði í birtingu, sagði, að hvorugt ríkið myndi gera árás á hitt. Yrði annar aðilinn að samningnum „fyr ir árás utanaðkomandi aðila mætti hinn aðilinn að samningnum alls ekki koma þessum utanaðkom- andi aðila til aðstoðar“. Og held- ur mættu hvorki Þýzkaland né Rússland „ganga í nokkra stór- veldaheild, sem beint væri á einn eða annan hátt að öðru hvoru rík- inu“. Þannig fékk Hitler það, sem hann sérstaklega vil’di: ákveðna tryggingu frá Sovétríkjunum fyrir I þvi, aö þaa myndu ekki sameinast j Bretlandi og Frakklandi, þau stæðu við skuldbindingar sínar um I að koma Póllandi til aðstoðar. ef í í það yrði ráðizt. : Verðið, sem hann greiddi fyrir þetta, kom fram í „Leyniviðbótar- samningnum“ við aðalsamninginn: Við undirritun samningsins um, að ekki verði gerð árás milli Þýzka lands og Sovétríkjanna ræddu und irritaðir yfirmenn á algerlega leynilegum fundi um takmörkun á hagsmunasvæðum hvors fyrir sig í Austur-Evrópu. 1 Ef til landsvæðalegrar og stjórnmálalegrar breytingar kemur á landsvstðunum, sem tilheyra Eystrasaltsríkjunum (Finnlandi, Eistlahdi, Lettlandi og Litháen), verður norðanverð landamæralína Litháen sú lína, sem skiptir hags- munasvæðum milli Þýzkalands og Sovétríkjanna 2. Ef til landsvæðalegrar og stjórnmálalegrar skiptingar kem- ur á landsvæðum, sem tilheyra pólska ríkinu, þá skulu hagsmuna- svæði Þýzkalands og Sovétríkjanna skiptast við línuna, sem myndast við árnar Narew, Vistula og San. Spurningunni, hvort hagsmunir beggja aðila gera áframhaldandi tilveru sjálfstæðs pólsks ríkis æskilega og hvernig landamæri þessa ríkis ættu að vera, verður aðeins hægt að svara nákvæmlega með frekari stjórnmálalegum við- ræðum. Hvernig sem fer munu báðar ríkisstjórnirnar leysa þetta mál með vinsamlegum viðræðum. Enn einu sinni höfðu Þýzkaland og Rússland, eins og á dögum þýzku konunganna og rússnesku keisaranna, komið sér saman um að skipta Póllandi. Og Hitler hafði 33 Hann kinkaði kolli. — Ozarks- hæðum, já, sagði hann yfirlætis- lega. Af einhverri ástæðu var gremjan farin að sjóða í honum á nýjan leik. Þessi kona sýndi engan yndisþokka, þegar hún tal- aði við karlmann. Hún leit svo augljóslega niður á þá og virtist standa nákvæmlega á sama, hvort þeir veittu því eftirtekt eða ekki. — Allt bendir til þess, að þarna hafi orðið nokkur dauðatilfelli af völdum sjúkdómsfns nýlega, og yfirmaður minn skipar mér að fara þangað og safna staðreynd- um. Við vonumst til þess, að þar sé enn að finna sjúkdómstilfelli, sem mundu koma okkur að gagni. — Vonarðu?! Hún hleypti brúnum yfir hvöss- um tóni hans. — Nú, ef þarna er um faraldur að ræða, þá mundi okkur vissulega þykja akkur í að geta safnað gögnum. — Og ég vona, að þú verðir fyrir vonbrigðum, sagði hann gremjulega, um leið og hann kramdi sígarettustubbinn grimmd- arlega í öskubakkannum Hún horfði óttaslegin á hann. — Ég átti aðeins við . — Ég veit, greip hann fram í. Það er aðeins það, að þessi ein- skorðaða, kalda vísindamennska, sem veldur manni vonbrigðum hjá fallegri konu, Page. — Ég get ekki skilið, hvaða máli útlit mitt skiptir í því sam- bandi. — Og ég get fullvissað þig um, að það skiptir hreint ekki svo litlu máli. En áfram með söguna. Þið eruð ánægð yfir að þið skuluð fá slík sjúkdómstilfelli svo að segja heim að dyrum. — Við erum ekki ánægð. En þar sem svo virðist, að þau séu þarna að finna, þá hefur yfirmaður minn skipað mér að fara þangað. Hann virðist vera á sömu skoðun og þú um það, að starf mitt þarna á rann sóknarstofunni sé ekki fullnægj- andi. Eg á að fara og hitta þetta fólk, leita uppi sjúku börnin og safna hvers konar upplýsingum um þau og umhverfi þeirra. Manstu, þegar þú spurðir mig, hvort drengurinn hefði gengið ber fættur og þar fram eftir götunum? Yfirmaður minn virtist hafa svip- að í huga. Hann fann skyndilega til ofurlít- illar meðaumkunar með henni. Þeg ar allt kom til alls, þá var smám saman að renna upp fyrir henni ofurlítill sannleikur. — Það er mjög þýðingarmikið, Page, sagði hann, mildum rómi. — Hann sagði það líka. Eg á að fara og grafa upp allt, sem máli skiptir, forsögu veikindanna, for- sögu barnanna, allt þetta. En, Phil, ég hef aldrei unnið á þenn- an hátt fyrr. Eg hef aðeins sýslað með sýnishorn, sem hafa borizt til rannsóknarstofnunarinnar. Eg hef aldrei átt neinn þátt í að afla þeirra sjálf. Eg hef ekki hugmynd um, hvernig ég á að bera mig að. En ég gat ekki fengið mig til að segja það. Þú skilur, það er nógu erfitt að skapa sér álit meðal karl- mannanna sem vísindakona, þó að maður viðurkenni ekki veikleika sinn. Þess vegna leita ég nú ráða hjá þér. Þú veizt hvort eð er nú j þegar um veikleika minn. Varir hennar skulfu, þó að hún reyndi að brosa Hann reyndi að hughreysta hana. , — Þú hefðir aldrei getað grafið þig til eilífðar á rannsóknarstofu, Page. Fyrr eða síðar hefðirðu orð- ið að starfa eitthvað svipað þessu. Það er eins gott fyrir þig að gera það núna. — En ef mér mistekst nú? sagði hún og hryllti augsýnilega við til- hugsuninni. — Okkur mistekst öllum ein- hvern tíma. Það er alltaf erfið, en ekki endilega óyfirstíganleg ÁST IR LÆKNISI N IS ELIZABETH SEIFERT reynsla. — Þú átt við, að ég mundi hafa gott af því? Hann hló, en leiddi hjá sér að svara. — Þú sagðist vilja leita ráða hjá mér. Hvernig get ég helzt hjálpað þér? Hún var svo innilega hjálpar- vana á svip, að hann gat naumast varizt hlátri. — Ja, til dærnis-------ó, ég veit ekki einu sinni, hvernig ég á að vera klædd í slíkurn leiðangri. Sennilega er ekki hægt að komast til þessa fólks í bíl. eða hvað? Þú hefur átt heima í fjallahéraði. Kannski maður þurfi að fara ríð- andi? Eg býst við, að það þýði, að ég verði að vera í síðbuxum? — Já, samsinnti hann. Eg rnundi ráðleggja síðbuxur og flón elsskyrtu. Leðurjakka, þeir rifna ekki á trjánum, góða gönguskó, helzt reimaða upp legginn. Góða leðurhanzka, húfu, sem þú getur bundið undir hökuna. Og bak- prla frekar en handtösku. — Þú gerir gys að mér. — Alls ekki Ef þú þarft að ganga eða klifra langar leiðir frá bílnum — Hann leit skyndilega á hana — hvernig ætlarðu annars að komast þangað? — Eg, — ég hef ekkert hugsað fyrir því enn Yfirmaður minntist eitthvað á föstudaginn. Eg á að hafa samband við heilbrigðiseftir- litið í Roland — Þangað kemstu vitanlega með lest eða bíl. En þú reiknar vonandi ekki með því að þú fáir heilbrigðiseftirlitsmann sem fylgd arsvein um héraðið. — Hvers vegna ekki? — í fyrsta lagi má fastlega bú- ast við því, að þeir séu bókstaflega á kafi í önnum núna, eins og þeir eru reyndar oftast. Og í öðru lagi skildist mér, að yfirmaður þinn ætlaðist til, að þú safnaðir þess- um upplýsingum sjálf, fengir sögu fólksins, safnaðir blóðsýnishorn- um, vatnssýnishornum og hvað það nú allt saman er, ekki satt? Hún aðeins sat föl og þögul. — Það var það, sem hann vildi. Phil sá þessa ísbrúðu fyrir sér í huganum innan um þetta fjalla- fólk, sá hana ganga um meðal þess og safna sýnishornum. Hvernig í ósköpunum átti hún að geta það? — Sjáðu nú til, hálfhrópaði hann allt í einu, eins og gramur sjálfum sér fyrir að hafa með- aumkun með henni — Eg á bíl. Mundirðu vilja, að ég keyrði þig þangað? Ef til vill get ég orðið þér að einhverju liði þar — Ó!! Hún varp öndinni fegin- samlega, og þakklætið skein út úr augunum — Það er engin tyrirhöfn, ég hlýt að geta fengið mig lausar, á deildinni. Þetta er ekki starf fyrir , ina konu Eg get haldið á sýnis hornunum þínum og dregið þig ipp fjallshlíðarnar Hún horfði íhugul a hann Hon- um sýndist hann sjá léttan roða á andliti hennar, en kannske var það aðeins glampinn frá lampa- Ijósinu - Allt í lagi, sagði hún hlýlega. Ef þú vilt það. Þetta er 'iiög fallegt af. þéi, Philip. — Heldurðu ekki — Eg held, að ég ætti heldur að titla þig í ferðinni. Það lítur betur út. Við förum þetta sem starfsbræður. Hann sagði ekki neitt. Hann ætl aði að gera eins og hún vildi og sjá til, hvernig færi. Þau ákváðu að fara á miðviku- dagsmorguninn Phil endurtók ráðleggingar sínar varðandi klæða burðinn, og síðan skildu þau. Á leiðinni til Roland, fann Phil hvöt hjá sér til að leggja Page enn betur lífsreglurnar. — Bittu þig ekki við neinar strangar áætl- anir, Page. Verkefni þitt er engu léttara en að aka bíl á hálum vegi. Farðu hægt í sakirnar, þangað til þú ert komin vel niður í kringum- stæðurnar Þú munt komast að raun um, að það þarf að taka þetta fjallafólk eins og þú segir, alveg sérstökum tökum. Það er hlédrægt og feimið og fullt tor- tryggni — En hvers vegna skyldi það verða það? Eg er að reyna að hjálpa því — Ertu að því? — Vissulega. Ef ég finn eitt- hvað, sem kemur rannsóknum okk ar að gagni —• Ó, já, auðvitað. En þú verð ur að skýra tilganginn fyrir þessa fólki. Eg efast um, að það haf nokkra þekkingu á vísindalegurr rannsóknum og tilraunaglösum. — Eg hefð' aldrei átt að far: þetta — Vertu nú skynsöm. Þú varðs að gera það eða eiga það á hætt' að missa stöðuna. Hún t.ók báðum höndum un 14 T f M I N N, sunnudaginn 8. desember 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.