Alþýðublaðið - 26.09.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.09.1942, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugai’dagnr 26. sepí. 1M2. BTJARNARBIðia Rebekka eftir hinni frægu skáldsögu Daphne du Maurier. Aðalhlutverk: Joan Fontaine. Laurence Olivier. Sýning kl. 4, 6,30 og 9. ÞAÐ er engin nýlunda hér á landi, að útlendingar dragi vinnuaflið úr sveitunum út að sjávarsíðunni. í hréfum frá 15. öld má oft sjá kvartan- ir um það til konungs. Árið 1480 kvarta íslendingar undan vetursetum og útgerðum erl. kaupmanna ,sem séu til stór- skaða fyrir landið, „sakir þess, að þeir halda hér hús og garða við sjóinn Qg lokka svo til sín þjónustufólkið, að bændumir fá ekki sína garða uppunnið eða neina mtvegu haft, þá er þeim eða landinu megi til nytja verða. Hér með selja þeir ónytsama peninga inn í landið og taka þar fyrir hæði skreið, smjör og slátur og vaJðmál allt fordýrt framar meir en sett er og samþykkt.“ Með Píningsdómi, 1. júlí 1490 eru vetursetur útlendinga bannaðar: „Svo og, skulu hér engir útlenzkir hafa vetursetu utanfyrir fúlla nauðsyn annað- hvort ef þeir kunna að verða sárir eða sjúkir eða í skipbroti og selji þá engan pening dýrra vetur en sumar og haldi engan íslenzkan mann sér til þjónustu og gjöri hvorki skip né menn til sjós. En hver sem þá hýsir eða heimir öðruvísi en um er sagt, svari slíku fyrir sem hann hýsi útlægan mann. En hver ís- lenzkra manna, sem þjónar, svari slíkri sekt sem hinir.“ Brigð eru útlendra orð. — Gerðu þetta ekki, hrópaði hann. — Þú mátt það ekki. Þú veizt ekki hvað það er sárt. — Og ég sem snerti þig varla, sagði hún hlæjandi. Hún sá tár blika í augum hans, það voru tár ofurástar- innar, og hún varð gripin fögnuði. Loksins var hún elsk- uð, eins og hún þráði. Hún var hreykin: hér fann hún loksins mann, sem horfði ekki í að fórna öllu fyrir hana. Hún var þakklát. En það fór hrollur um hana, þegar hún minntist þess, að nú var orðið um seinan, — hann var bara unglingur, en hún var gift og nær þrítugu. En þrátt fyrir allt, hví skyldi hún reyna að stöðva hann? — Væri þetta sú ást, sem hún hafði þráð, þá gat ekkert eyði- lagt hana. Það var engin hætta á ferðum, Gerald mundi ekki segja neitt, sem hún gæti ekki hlustað á, hann var miklu yngri en hún og hann fór eftir mán- uð, og þá var öllu lokið. Hví skyldi hún ekki njóta þeirra fáu mola ,sem guðirnir létu falla til þeirra af borðum sín- um? Þau voru saman allan dag- inn, Pálu frænku til mikillar ánægju, því að að þessu sirmi beitti hún ekki skarpskyggni sinni til hlítar. — En hve ég er þér þakklát, Berta, að þú skulir líta eftir drengnum. Móðir hans getur verið þér afar þakklát fyrir umhyggju þína fyrir honum. — Mér þykir vænt um, ef svo er, sagði Berta. — Hann er svo geðslegur piltur og mér þykir vænt um hann. Mér þætti leiðinlegt, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Eg er svo á- hyggjufull um hann, þegar hann fer héðan. — Góða mín, vertu það ekki, hann getur ekki annað en lent í einhverju misjöfnu, það er eðli hans, en það er líka eðli hans, að sleppa út úr því aftur. Hann sver annarri hverri snoppufríðri stelpu eilífa ást, en stekkur svo frá þeim, svo að þær verða að hugga sig hjá öðrum. Það er eðli sumra karl- manna ,að hafa ógæfusama ást hjá kvenfólki. — Hann er dálítið ótaminn, en hann vill ekki gera neinum illt. — Það vilja svona menn aldrei, þess vegna verða mis- gerðir þeirra ennþá hrapal- legri. — Og hann er svo tilfinn- inganæmur. — Góða mín, það er engu líkara en þú sért ástfangin af honum. — Það er ég líka, sagði Berta. Innilega ástfangin. Blákaldur sannleikurinn er oft vísandi vegurinn til þess að gera fólk þrumulostið, og það því fremur, ef hann er sagður án alls samvizkubits. Kvenfólk á fimmtugsaldri hefir þann leiðinlega vana að umgangast allar kynsystur sínar, tuttugu og fimm ára og eldri, sem jafn öldrur sínar. Pálu frænku hafði aldrei komið til hugar, að Berta liti öðruvísi á Gerald en smá- strák. En nú var ekki hægt að halda Eðvarð lengur í sveitinni. Berta furðaði sig á því, að hann skyldi vilja sjá hana, og henni þótti fyrir því, því að návist hans var henni hvimleiðari en nokkru sinni fyrr. Hún vildi ekki láta vekja sig af draum sínum, og hún gerði sér ljóst, að þetta var ekkert annað en draumur, bara einstakur vor- dagur í hinum langa vetri haustsins. Henni var nú þungt um hjartaræturnar, þegar hún leit á Gerald og hún kveið fram- tíðinni. En hve það mundi verða tómlegt umhverfis hana án hins glaðlega bross hans, og þó umfram allt, án brennandi á- stríðu hans. Ást hans var dá- samleg, hún umlukti hana dul- arfullum loga og lyfti henni upp, svo að henni fannst hún svífa í loftinu. En allt kom allt af of seint eða aðeins að hálfu leyti. Hvernig stóð á því, að hún hafði orðið að kasta áköf- ustu tilfinningum sínum á glæ, en þegar fríður unglingur lagði hjarta sitt fyrir fætur hennar, nyja bió a Friðarvinur á flótta. (Everything Happens at Night) Aðalhlutverkið leikur skautadrottningin Sonja Henie, ásamt Ray Milland og Robert Cummings. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. GAMLA Blð Bfergi stneyknr (Buck Benny ^lides Again) Jack Benny Ellen Drew Virginia Dale. 'Sýnd kl. 7 og 9. átti hún ekkert til að gefa hon- um í staðinn? Hún var dálítið óróleg út af fundi þeirra Eðvarðs og Ger-i alds, hvað mundu þeir hugsa hvor um annan? Hún hafði gát á Gerald, þegar stundin kom. Framhaldssýning kl. "8Vi—6VS>. DULARFULLA SKIPATJÓNH). Nick Carterleynilögreglu- mynd. Bönnuð börnum innan 12 ára. Eðvarð kom inn eins og storm hviða, fram úr hófi hraustleg- ur, glaðlegur, stór og hálfsköll- óttur. Pála frænka var hálf- smeyk um að hann mundi ryðja postulíninu hennar um koll, þegar hann skálmaði um stof- if 'tfwvrux/ívna. HÆGINDIÐ GÓM annað og sögðu henni alla ferðasöguna á leiðinni. Hún hló að þeim, en þau töluðu af svo miklum sannfæringarkrafti, að hún vissi ekki, hverju hún átti að trúa. En þeim brá heldur í brún, þegar þau komu niður á mark- aðstorgið. Þá fundu þau hvergi þrönga stíginn, sem lá yfir á álfamarkaðinn! Hann var alveg horfinn. Þau leituðu og leituðu — en aldrei kom hann í ljós. Hann sást hvergi nokkurs stað- ar! „Þetta var nu verra,“ hróp- aði Dóri gramur. „En það er ekki öll nótt úti enn! Við skul- um sýna þér listir töfrahæg- indisins! Komdu heim með okk ur, og ég skal setjast á það og óska þess, að ég sé kominn út í garð!“ En ekki tók betra við, þegar heim kom. Það fyrsta, sem þau ráku augun í, þegar þau komu inn í barnaherbergið, var, að þar hefði hvolpurinn verið að verki. Hann hafði togað hæg- indið niður úr stólnum og rifið það í tætlur, sem hann hafði svo dreift út um allt gólf. „Æ, æ, nú er úti um alla töfra í því,“ sagði Ella, döpur í bragði. „Sjáið þið bara, hvað hvolpskömmin hefir gert!“ Hún tíndi saman tætlurnar, og fóstran sótti sóp og sópaði saman fiðrinu, sem losnað hafði úr hægindinu. Það voru skrýtn ar litlar fjaðrir, eldrauðar, en gular í endann, og fóstran sagði ,að hún hefði aldrei á ævi sinni séð neinar fjaðrir líkar þeim áður. „Trúir þú því ekki enn, að þú hafir flogið út í eyðiey úti á reginhafi og að við Dóri höf- um farið þangað á fljúgandi asna, til þess að bjarga þér?“ sagði Ella við fóstruna. En fóstran hristi bara höfuðið. „Eg trúi ekki svona sögum!“ sagði hún hlæjandi. „Ef þið sýnið mér álfamarkaðinn, þá skal ég trúa ykkur — en alls ekki fyrr.“ Á hverjum degi upp frá því, hafa bornin leitað að stígnum, sem liggur til álfamarkaðarins — en þau hafa ekki fundið hann enn! ENDJR. Flugmennirnir eru að tala um benzínskortinn, þegar Öm YNDA* tekur eftir þrem japönskum flugvélum, sem eru á leið til SAGA. þess að gera árás á þá. Öm: Þarna koma þeir svíf- andi. Við verðum að taka því, sem að höndum ber, piltar. Örn: Farðu upp í byssuturn- inn, Raj. Eg og þessi náungi héma skulum taka hliðarbyss- umar. Örn: Heyrðu, ég vona, að þú getir skotið úr vélbyssu. Njósnarinn (hugsar): Eg að skjóta á flugvélar bandamanna okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.