Alþýðublaðið - 30.09.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1942, Blaðsíða 3
SOGtsetapoIiðar fórust i loftárás inni á Oslo. BOSTON, í gærkvöldi. BREZKA jlugmálaráðuneyt ið í London hefir gefið út myndir, sem teknar voru í árás- inni á Oslo á laugardaginn og sýna þær, að byggingarnar, sem gera átti árásina á, hafa orðið fyrir sprengjum og laskazt illa. Tvær myndir hafa vakið áll- mikla athygli. Sýnir önnur þeirra Victoria Terrasse rétt áð ur en sprengjumar féllu, en hin eftir að þær sprungu. Huldi þá mikill reykjarmökkur bygging- una. Frá Stokkhólmi hafa þær fréttir borizt, að 30 Gestapo- menn hafi farizt í árásinni og var meðál þeirra Bernard, himi illræmdi foringi þýzku lögregt- unnar í Noregi, sem staðið hefir fyrir víðtækum hryðjuverkum og pyntingum. Auk aðalstöðva lögreglunnar urðu fræðslu og félagsmálaráðu neyti Quislingstjórnarinnar fyr ir sprengjum og löskuðust. Þjóðverjar eru þessa dagana að smala um Noreg allan tii þess að fá nýliða til þess að senda til austurvígstöðvanna. Hefir öllum Quislingum, sem geta farið úr landinu verið skip að að gerast sjálfboðaliðar, en þeir virðast ekki vera mjög hrifnir af því. Hafa verið haldn ir mótmælafundir meðal Quisl- inga og úrsagnir hafa streymt til aðalskrifstofu flokksins. Þá hafa margir þéirra verið teknir fastir fyrir að neita að fara til austurvígstöðvanna og þeir sendir til fangabúða. Svipaða sögu er að segja af þýzku hermönnunum í Noregi. Þeir hafa eínnig verið settir í fangabúðir í stórum stíl fyrir að netia að fara til austurvíg- stöðvanna. í einni herdeild hef- ir sjöundi hver maður verið skotinn, en þá neituðu þeir, sem eftir voru að fara til Rúss- lands. Var þá enn tíundi hver maður skotinn, en þeir 800, sem eftir voru, voru settir í fanga- búðir. Biasilía býr sig andír virka þátttökn í strfð inu. Washington í gærkvöldi. BRASILÍA býr sig nú af full um krafti undir virka þátt töku % stríðinu við möndulveld- in. Vargas forseti Brasilíu hefir undirskrifað lög, þar sem ríkið tekur undir sitt eftirlit allan iðnað, flutningatæki og fjár- mál. . Samtímis skipaði hann mann til að hafa yfirstjórn þessara mála og hefir hann vald til allra ráðstafana sem nauðsyn- legar eru vegna stríðsreksturs- ins. Ekki verður tekið tillit til þótt útlend félög séu eigendur fyrirtækjanna, sem endurskipu lögð veroa fyrir stríösrekstur- inn. Æðsta úrskurðarvald í öll- um þessum málum verður í höndum Vargas förseta. voo List tekiO við við Staliograd? HepforiDglasMlffi vlð Leningpffid. LONDON í gærkveldi. FRÉTTIR bárust í dag frá meginlandinu þess efnis, að Hitler hefði skipt um herforingja á austurvígstöðvunum, þar eð Jþýzka hernum hefir lítið sem ekkert miðað áfram undanfarna daga, þrátt fyrir miklar mannfórnir og hergagnatjón. Wendell Wilkie kominn til Kina BOSTON, í gærkvöldi. WNDELL WILLKIE er kominn til Chungking, aðseturs kinversku stjórnarinn ar. Var honum vel fagnað. Kona Chang Kai Chek verður túlkur Willkies við vi&ræður hans við hina ýmsu leiðtoga Kínverja, en hún hefir dvalið við nám í Bandaríkjunum og talar ágsétlega ensku. í sairibandi við komu Willkies til Kína hafa blöð í Bandaríkj- unum gefið yfirlit yfir hernað- arafstöðuna í Kína. Kínverjar hafa síðustu mán- uðina hrakið Japana um 100 mílur til baka til Kiangsi. Ameríska flugliðið í Kína heldur uppi stöðugum árásum á samgönguæðar og flugvelli jap- anska hersins í Kína. f loftbar- dögum í Suður-Yunanfylki skutu þeir niður 28 japanskar flugvélar og hæfðu um 30 á flugvöllum á jörðu niðri. Misstu þeir engar sprengjuflug- vélar, en 4 orrustuflugvélar. Kínverski herinn telur nú 13 milljónir manna. Frá Vichy hafa þær fréttir borizt, að von Bock hafi verið sviftur herstjórninni við Stalin grad og hún fengið i hendur von Lizt í hans stað. Menn munu minnast þess, að von List var í vor sviftur stöðu sinni sem yfirhershöfðingi á Balkanskaga, þar eð hann gagn rýndi herstjórn von Bocks í Éússlandi. Vir&ist Hitler alvar- lega hafa breytt um skoðun síð- an það varð. Frá Stokkhólmi berast þær fréttir, að herforingi þýzka hers ins á norðurvígstöðvunum, von Leeb, hafi einnig verið sviftur stöðu sinni. Mun von Krússl- er(?) hafa verið skipaður í hans stað og segir í fréttinni, að hann sé að undirbúa mikla sókn til Leningrad og hyggist að binda skjótan enda á hið langa um- sátur Þjóðverja um þá borg. — að sögn þeirra sjálfra. Sékn Mésnorðan við borg* isaa saær jiir m|iig breyft svæbi. Mannfall Þjóðverja 190 000 ----—--------- LONDON í gærkveldi. JGÐVERJAR hafa unnið eitthvað á í Stalingrad. Segj * ast þeir hafa meira en helming borgarinnar á valdi sínu, en það er ekki viðurkennt af Rússum. Norðvestur og suður af borginni heldur sókn Timo- shenkos stöðugt áfram, þótt mótspyrna Þjóðverja sé hörð. Brutust Rússár þar inn í varnarstöðvar Þjóðverja og náðu á sitt vald 4 þýðingarmiklum hæðum. Sókn Rússa norður af borginni næí yfir mjög breitt svæði. Eru þeir komnir að eystri bakka Don og hafa tekið Kasjalinsk, sem er þýðingarmikill ferjustaður á Don. I norðurhverfum Stalingrad sendu Þjóðverjar fram 30 þús. hermenn og 150 skriðdreka. Hrundu Rússar þeirri árás og eyðilögðu 30 skriðdreka og felldu 1000 Þjóðverja. Rússar Washington — Banaaríkja- menn háfa keypt matvæli fyrir yfir 2 milljónir doilara upplýsti fulltrúi landbúnaðarráðuneytis ins í Washington í dag. Þrjú skip á dag smíðuð i U.S.A. Washington. Skipasmíðastöðvar Banda- ríkjanna hafa smíðað í septém- bermánuði 90 „Liberty“-skip. Eru það um 3 skip á dag. Þessi rnikla ckipásmíði gerir það mögulegt að senda stærri og stærri skipalestir til Rússlands, segir ennfremur í tilkynning- unni. bættu aðstöðu sína þannig, að flutningunum yfir Volgu er ekki eins hætt og áður. Fall- byssubátar á Volgu hafa komið talsvert við sögu í vörn borgar- innar. Þjóðvérjar eru að miklu leyti hættir að gera loftárásir á borgina vegna hættunnar, sem þéirra hersveitum í borginni stafar einnig af loftárásunum. Útbreiðslumálafulltrúi Rússa talaði í Moskva í dag um mann- fall Þjóðverja á suðurvígstöðv- unum og sagði að aðeins við Stalingrad væru fallnir 190 þús. Þjóðverjar. Við Rshev hafa Rússar unnið þýðingarmikinn sigur. Þar hafa þeir hreinsað til á norðvestur- bakka Efri-Volgu, svo Þjóðverj ar géta ekki notað fljótið leng- ur til flutninga. Á ónafngreindum stað á mið vígstöðvunum hafa Rússar tek- ið þýðingarmikla hæð. Sókn Þjóðverja til Kaukasus gengur afar seint. Á Mosdok- vígstöðvunum eru harðir bar- dagar, þar segjast Rússar hafa tekið hæð eina eftir að hafa hrundið 5 gagnáhlaupum Þjóð- verja, en þrátt fyrir vasklega vörn Rússa hefir Þjóðverjum miðað lítilsháttar áfram á leið sinni til Grosny olíulindanna. Þjóðverjar segjast hafa gert loftárás á Tuapsi flotahöfn RÚssa við Svartahaf, ennfrem- ur segjast Rússar hafa gert loft- árásir á Arkangelsk. Við Novorossisk segjast Rúss ar hafa fellt 7000 Þjóðverja á \ 5 dögum. Knox í Rio de Janeiro LONDON, í gærkvöldi. ÞAÐ var tilkynnt í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasi- líu, í dag, að flotamálaráðherra Bandaríkjanna, Frank Knox, væri kominn þangað. Fór hann í einum af flugbátum ameríska flotans og mun dveljast um vikuskeið þar syðra. Knox mun eiga viðræðnr við brasilsku stjórnina um samvinnu við Bandaríkin og hernaðinn á Atlantshafi, sérstaklega barátt- una við kafbátana. AL»»YÐUBLAÐIÐ 'MiöviJkudagur 30. sept. 1942. Víkingar nútímans ganga á land. Mynd þessi, sem var tekin við heræfingar einhvers staðar í Englandi, sýnir brezkar víkingasveitir ganga á land úr þar til gerðum bátum. Slíkir bátarvoru notaðir við Dieppe í allstórum stíl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.