Alþýðublaðið - 30.09.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1942, Blaðsíða 4
4. AU>YÐUBUÐK> Miðvikudagur 30. sept. 1042. jUfrijfablaftft Útgcfandi: AlþýÖBfiokkuriBn, L'itstjóri: Stefán Pjetursson. Ritatjórn og afgreið&la í Al- þýöuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjómarí 4001 og 4002. Símar afgreiðsiu: 4900 og 4006. Verð í lausasölu 30 aura. Alþýðuprentsnviðj an h.f. Haraldar Oaðmundsson: Stafna Al|jM«kkstas Kaupgjaldið og dýrtíðin ?ltfírrinsia i verð- iðgssðiai iandbún- aðanns. EIi hægt að hugsa sér nokk- urn fáránlegri vott þeirrar vitfirringar, sem nú veður uppi í verðlagsrnálunum innanlands hjá okkur, en bréf það, sem Jón Árnason forstjóri hefir skrifað feaupfélögunum um kjötverðið og skýrt var frá hér í.blaðinu í gær? Og er hægt að fá öllu ó- tvíræðari staðfestingu þess, hve brjáluð verðhækkimin er orðin á kjötrnu, í samanburði víð ikaupgjaldið í landinu, en þá við- urkenningu forstjórans, að landsmenn muni vegna verð- hækfcunarinnar verða að minnka stórkostlega við sig íkjötkaup, og kaupfélögin verða að liggja með kjötið mestan Wuta ársins, þar eð setuliðið muni heldur ekki vilja kaupa þao við núverandi verði? Mönnum verður á að spyrja: Hvað vakir eiginlega fyrir for- sprökkum verðbólguflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflo'kksins, sem slíka verð- Iagspólitík reka? Er kapphlaup þeirra um bændaíylgið orðið svo blint, svo brjálað, að þeir víli ekki lengur fyrir sér, að bjóða upp verðlagið á afurðum þeirra, án nokkurs tillits tii þess, hvort mögulegt verður að selja þær við hinu háa verði? Eða stefna þeir virkilega vitandi vits að því, að sigla hér öllu út í öng- þveiti og strand? Hverjum er yfirleitt hagur að því, að kjötverðið skuli hafa verið ákveðið 100% hærra í haust en í fyrrahaust, — þannig að hækkun þess er nú orðin meira en 400% síðan í ófriðar- ! byrjun, á sama tíma og kaup- 1 gjaldið hefir ekki hækkað nema ! um 150%, — hverjum er yfir- leitt hagur í slíkri hækkun, ef hún hefir það í för með sér, eins og Jón Árnason forstjóri gerir ráð fyrir, að kjötið verði óselj- anlegt og kaupfélögin geti ekki borgað bændum nema 4 krónur fyrir hvert kílógramm, sem al- menningi hins vegar var ætlað að kaupa fyrir kr. 7,30?! Ætli það væri ekki nær, að ákveða útsöluverðið á kjötinu hér innanlands svo hæfilegt, að almenningur geti veitt sér það, þannig að sala þess sé að minsta kosti nokkum veginn tryggð? Það er vel hægt að stilla útsölu- verðinu þannig í hóf án þess að skerða þann hlut, sem bændum ber við hinn aukna kostnað af « búrekstri þeirra. Það þarf bara | KOMMÚNISTAR halda þvi mjög á lofti, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðusambandið hafi verið á móti kauphækkim til handa verkafólki og öðrum launastéttum og allar kjara- bætur þessara stétta séu þeim að þakka, Á hinu leitinu eru svo íhalds- menn, jafnt þeir sem nefna sig framsóknarmenn, og hinir, sem kalla sig sjálfstæðismenn. Þeir ásaka Alþýðuflokkinn fyrir það, að hann hugsi um það eitt að sprengja upp kaupið og hirði eigi þótt dýrtíðin vaxi og geri peningana verðlitla eða verð- lausa. Hvorttveggja þetta er jafn f jarri. sanni, eins og ég nú mun leitast við að sýna fram á. Krafa AlpýðnfEokks" ias baustid 1 íM® Haustið 1940, þegar sýnt þótti að vegna eindreginna krafna Alþýðuflokksins, myndi lánast að afstýra áframhaldandi bindingu á kaupi verkafólks, hófu verkalýðsfélögin undir- búning undir nýja kaupsamn- inga upp úr áramótunum næstu. Þá bar ég fram tillögu í trún- aðarráði Dagsbrúnar þess efnis, að ef dýrtíðin eigi yrði þá skjótlega lækkuð til samræmis við kaupið, teldi félagið það engah veginn nægilegt, að kaup ið hækkaði til jafns við dýrtíð- ina, heldur yrði að kref jast þess, að kaupið hækkaði nokkru meira, með tilliti til þess, hve tekjur annarra stétta og þjóð- arinnar í heild hefðu aukizt, og til þess að bæta upp það, sem á hefði vantað að kaupgjaldið hækkaði með dýrtíðinni undan- farið. Fyrri hluti tillögunnar var eindregin áskorun til ríkisstjóm arinnar um að gera þá þegar ráðstafanir til þess að lækka dýrtíðina til samræmis við kaupið, og var jafnframt bent á leiðir til að ná þessu marki. Þetta var mjög auðvelt þá. Verðlagsvísitalan var ca. 140 og kaupgjaldsvísitalan 127. Flutn- ingsgjöld og hækkun verðs á innlendum afurðum ollu verð- lagshækkuninni. Hinsvegar var stórútgerðin nær öll skattfrjáls, arfe þess feem jinnjflutnings- tollurinn af ísfiski í Englandi hafði verið felldur niður þá um vorið. Stríðsgróðinn var því þá farinn að flæða inn í landið í stríðum straumum og var ber- sýnilegt, að ef hann eigi væri MEÐ grein þeirri, sem hér biríist, hefst greinaflokkur eftir Harald Guðmundsson um stefnumál Alþýðu- flokksins og iillögur hans um lausn þeirra vandamála, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni. þá iþegar tekinn í almennings- eign, myndi hann auka verð bólguna upp úr öllu valdi. Krafa okkar AlþýðufLmanna var því sú, að stríðsgróðinn yrði tekinn með útflutningsgjaldi og notað- ur ti-1 þess að lækka dýrtíðina innan-lands, lækka afurðaverð og flutningsgjöld fyrst og fremst. Væri þetta hin-s vegar ekki gert, skyldi félagið taka upp kröfuna um grunnkaupshækk- un auk fullrar verðlagsupp- bótar samkvæmt réttri vísitölu. Tillaga þessi var samþykkt einum rómi í trúnaðarráði og síðan á félagsfundi 10. nóvember 1940, og er hún svohljóðandi: „Fundurinn skorar á ríkis- stjómina að gera nú þegar ráð- stafanir til þess að lækka dýr- tíðina svo, að hún nemi eigi meiru en kauphækkun þeirri, sem verkalýðurinn hefir fengið, 27%, og bendir á sem leiðir til að koma þessu í framkvæmd: 1. að herðg á verðlagseftirlit- inu og láta aðeins einn að- ila hafa allar verðlagsá- kvarðanir með höndum. 2. að leggja sérstakan skatt á söluverð afurða, sem seldar eru til útlanda með stríðs- gróða, og nota hann til að lækka verð á ennlendum af- urðum ,sem seldar eru til neyzlu innanlands, enda sé þess gætt, að jafnan sé til nægilegt af þeim til að full- nægja þörfum landsmanna. 3. að fella niður tolla á brýn- ustu nauðsynjavörum (kom- vöru) og ákveða hámark flutningsgjalda með íslenzk- um skipum. Fáist þessu ekki fram komið ,telur fimdurinn, að við væntanlega kaupsarnninga eða taxtaákvörðun sé ekki nægilegt að miða við það að fá kaupið hækkað til jafns við dýrtíðina, eins og hún þá verður, og trygg- ingu fyrir kauphækkun mán- aðarlega samsvarandi vaxandi dýrtíð, heldur verði kaupið að vera hærra til þess að bæta upp það, sem á vantar, að kaup- gjaldið fylgi dýrtíðinni síðari hluta þessa árs.“ Á þingi Alþýðusambands íslands, sem haldið var í sama að gera alvöru úr því, að taka . stríðsgróðann, með útflutnmgs- [ gjaldi og sköttum, til þess að verðbæta kjötið á innanlands- markaðinum. Nákvæmlega eins má fara að til þess að halda niðri útsöluverði annara land- búnaðarafurða á innlenda mark aðinum. Þá fá -bændur sitt, og neytendur í bæjunum -geta keypt afurðir þeirra. Og sa-m- tímis er stórt skref stigið í átt- ina til þess, að stöðva dýrtíðar- flóðið, sem nú virðist ætla að setja allt í kaf hjá okkur. Þaö er ‘þessi braut til þess að stöðva verðbólguna og háfa hemil á dýrtíðiimi, sem Alþýðu- flokkui'inn benti á strax haust- ið 1940, en verðbólguflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn hafa hingað til alltaf neitað að snúa inn á, með þeim afleiðingum, sem nú eru öllum lýðum ljósar. Skyldi nú ekki loksins vera tími til kominn, að láta sér segjast og fara að ráð- um Alþýðuílokksins? mánuði, var sérstakri nefnd, verkalýðsmálanefnd, falið að undirbúa tillögur varðandi kaupgjaldsmál og samninga. Var Sigurjón Á. ölafsson foimaður hennar. Á þingftindi 19. nóv- ember var lögð fram og sam- þykkrc í einu hljóði eftirfarandi ályktun: „Þingið íííur svo á, að unnt hefði verið að koma í veg fyrir að verðlag hækkaði jaúrmikið og raun er á orðin, einkum síð- ustu mánuðina, og telur brýna nauðsyn til bera að gera nu þegar röggsamJgar ráðstafanir til þess að læMca verðlagið og halda dýrtíðinni í skefjum t. d. Inteð afoámi nauðsynjaskatta, hámarki fjuii^ipgsgjalda fu!l-> komnu ’ verðlagseftirliti og myndun verðjöfnunarsjóðs til iækkunar á verði innlendra af- urða til neyzlu í landinu. En þar sem kauphækkun sú, sem verkalýðtmnn hefir fengið, er nú orðin miklum mun lægri en verðlagshækkunia, en þjóðar- tekjurnar hafa á sama tíma stór- um aukizt, telur þLagið að höfuðáherzluna heri að leggja ó það að kaupgjaldið hækki við í hönd farandi samninga nokkru meira en samsvarandi dýrtíðinni ,eins og hún þá verð- ur og að fá það tryggt, að k«up- gjaldið haíkki framvegis með vaxandi dýrtíð.“ Með þessiun -tveim ályfctun- um sr stefna Alþvðuflok.Lsins í kaupgjaldsmálum morlruð skýrt og ákveðið. Grunnkaups- hækkun a. m. k. í samræmi við aúkningu heildartekna þjóðar- innar og full verðlagsuppbót, sem hækkar ef dýrtíðin vex. ' Þessaf i stefnu heíir Alþýðu- flokkurinn jafnan fylgt. Hánn hefir barizt fyrir því jöfnum höndum, að tryggja verkalýð og öðrum launastéttum sann- gjarnan Wuta - af aukningu þj óðarteknanna og að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að stööva dýrtíðina, svo að kaup- máttur pehinganna, sem kaupið er greitt með, yrði ekki skert- ur og að engu gerður. i tiðfflrmálefflKSBU. Ríkisstjómin h-afði allar kröfur Alþýðuflokksins og 'verkalýðssaœtakanna -um að lækka og stöðva dýrtíðina að engu. -Flutnings-gjöld og afurða- verð hélt áfram að hækka, tollarnir héldust óbreyttir, ekkert útflutningsgjald fékkst lagt á ísfisksölu togaranna, Frfe. i 6. eiöu, ÍÐAN kommúnistar sneru j baki við félaga Hitler og gerðust , ,'lýðræóissi nnar ‘ ‘ o-g landvarnahetjur, hafa þeir gert sér mikið far um að setja upp spariandlit og fróman svip, til þess að -ganga í augun á fólki, sem vill aukin mannréttindi og þjóðfélagsumbætur, en er mót- snúið einræði og kommúnista- kúgun. Til að jarma si-g saman við guðhrætt fólk hafa þeir varpað þeim gömlu mönmmum Marx og Lenin fyrir borð sem ómóðins og úreltum karlfausk- um, en sett í öndvegið sauð- spakan dómprófast, sem er í- mynd -guðsóttans í -brezka heims veldinu. Hann er talsmaður kommanna um allt sem viðr kemur Stalin og fólki hans. En til þess að sannfæra kjósendur um lýðræðishollustu sína í ís- lenzkum stjórnmálum, hnupla þeir stefnumálum annarra flokka, sem vinsæl eru meðal almennings, og segjast -hafa fundið 'þau upp og dást mjög að hu-gkvæmni sinni. Einkum eru kommagreyin skotin í ýms- u-m málum. Alþýðuflokksins og skal þeim ekki láð það. í gær fellur Þjóðviljinn alveg í stafi yfir fræknleik kommanna í dýrtíðarmálunum, kallar Al- þýðuflokkinn, , Jdýrtíðarflokk< ‘, sem aukið hafi dýrtíðina jafnt og þétt. Þá er nú einhver munur á blessuðum kommunum: „Sósíalistaflokkurinn var á móti gengislækkuninni, á móti skatt- frelsi stórútgerðarinnar, á móti því að hækka tollana. Leið Sós- íalistaflokksins út úr dýrtíðaröng- þveitinu er m. a. að afneina toll- ana á nauðsynjavörunum, — það lækkar vísitöluna um 30—40 stig, — að taka striðsgróðann til þjóð- arþarfa, það sviptir stríðsgróða- mennina þeirri kautígetu, sem þeir rtú nota til að sclsa undir sig þjóðarauðinn og brjóta allt verð- lag, — að semja við launþega og bændur um fast grunnverð vinnu- afls og afurða, er tryggi hinum vinnandi stéttum verulegar kjara- bætur og svo hækkun samkvæmt réttri vísitölu. Hver, sem ber stefnu Sósíal- istaflokksind í drj^rtíðarmálunum saman við aðgerðir dýrtíðarflokk- anna í þeim, sér, að fái hinir síð- arnefndu að ráða, þá er stefnt að hruni, enda mun það tilgangur- milljónamæringanna og Jónasar- liðsins áð skapa hér á landi slíkt öngþveiti, að þeir geti hrætt þjóð- ina til að beygja sig undir aftur- hald og einræði þeirra.“ Niðurlagsorðin ttm „milljóna- mæringana og Jónasarliðið" eru réttmæt. En kommar eru sann- arlega ekki öfundsverðir af þeim kjósendum, sem þeir kuirna að vinna á því að inn- ræta þeim, að Alþýðuflokkurinn sé „dýrtíðarflokkur" eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokk- urinn, ekki sízt þar sem mál þau, sem Þjóðviljinn er að stag- ast á sem brennandi áhugamál- fsk. A «. siða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.