Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Prentaraverk- falli afstýrt. Samningar tókust siðdegis í gær. Premtarar fá mjog verulepar kjarabæt nr. PBENTARAVERKFALL- ENTJ, sem var yfirvof- andi frá og með deginum í dag, var afstýrt á síðustu stundu. Samningar tókust milli Hins ísl. prentarafélags og félags ísl. prentsmiðjueig- enda í gærkveldi. Samningar þessir færa prent- nrtun mjög verulegar kjarabæt- uk Allar þær kröfur prentara, sem snertu kaup í dagvinnu, voru uppfylltar og í aukavinnu fékkst einnig nokkur kaup- hækkim. En auk þess hefir hinn nýi samningur ákvæði inni að halda um það, að prentarar skuli framvegis fá 1. maí allan frían, sömuleiðis laugardaginn fyrir páska og — það sem stærsta nýmælið má teljast — seinnipart hvers laugardags, frá kl. 12, sumarmánuðina þrjá: júní, júlí og ágúst. Samningsuppkastið var borið nndir fjölmennan fund í prent- arafélaginu kl. 5 síðdegs í gær og samþykkt þar með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. IVýtt blað hef of oðngn sina ð Sigiofirði. SIGLUFTEtÐI 1 gærkveldi. NÝTT BLAÐ hóf göngu sína á Siglufirði í dag. Virðist það eiga að verða ó- pólitískt og flytur auglýsingar um nýjar bækur meðal annars, svo og greinar um daginn og veginn í bundnu og yóbundnu máli. Útgefandi og ábyrgðarmaður er Hannes Jónsson bóksali, og 'heitir blaðið „Góðan daginn“. Alþýðuflokksfélagið er að byrja vetrarstarfsemi sína. ■ ..■—» —- Iræðslu- «b skemmtikvöld næstkemandi lanoardag. <•> ^ • ■ , . ’ ■ Sigurður Einarsson flytur erindið: Erf- um vér iandið eða töpum vér pví? Sigurður Einarsson. Vfirlit om kaop 00 jkjðr pissa Litill vélMtnr með tveimnr mönnnm ferst á Arnarfírðt. -----»■--- ¥é8t»átuFinn fannst á hvolfi og mikið brotinn I gærmorgun. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR byrjar fjölþætta vetrarstarfsemi með fræðslu- og skemmti- kvöldi í sölum Alþýðuhússins við Hverfisgötu næst kom- andi laugardagskvöld kl. 8,30, o°g er mjög vandað til dag- skrárinnar. íi.il Samkoman hefst með því, að formaður skemmtinefndar, Arn grímur Kristjánsson, skóla- stjóri, setur samkomuna með stuttu ávarpi. Þá flytur Sigurður Einarsson dósent erindi sitt: Eigum vér að erfa landið eða töpum vér því? Sigurður hefir flutt þetta erindi víða ,um Austur- og Norð urland að undanförnu, og hefir það hvarvetna vakið feikna at- hygli. Að ræðu Sigurðar lokinni verður sameiginleg kaffi- drykkja og sungið eins og vant er á kaffikvöldum Alþýðu- flokksfélagsins. Síðan er upplestur, Theódór Friðriksson rithöfundur les ,kafla úr sjálfsævisögu sinni „I verum“, sem þykir einhver merkasta bókin, sem út hefir komið á þessu ári. Loks flytur Haraldur Guð- mundsson, formaður félagsins ávarp. ». Aðgöngumiður fást frá kl. 1 á föstudag í kosningaskrifstofu A-listans, 2. hæð í Alþýðuhús- inu, í Alþýðubrauðgerðinni Laugavegi 61 og líka má panta þá í síma 5020. Alþýðuflokksfólki mun áreið anlega þykja vel af stað farið, þegar það les þessa fyrirhug- uðu tilhögun fyrsta skemmti- kvölds félags síns. Einmitt þannig þarf félagið að haga starfsemi sinni, blanda fræðslu- erindum, stjórnmálaumræðum og skemmtiatriðum sem hagan- legast. Með því móti verða flokksfélögin það, sem þeim er ætlað að vera: öflug baráttu- tæki samtakanna, fræðslufélög alþýðunnar og miðstöðvar með- lima sinna, þar sem þeir hittast til að kynnast, skemmta sér og ræða áhugamál sín. Alþýðuflokksfólk, ungt og gamalt, styrkið samtök ykkar! Hefjum vetrarstarfið með því að koma á fræðslu- og skemmti kvöld félags okkar á laugardag- inn! Samningar, sem Dagsbrún hefir gerí og er að gera. HER fer á eftir yfirlit um samninga þá, sem Dags- brún hefir gert og nú standa yfir. Er þá fyrst að skýra frá því, að taxti sá, sem Dagsbrún aug- lýsti fyrir fagvinnu verka- manna, hefir nú verið viður- kenndur af öllum þeim, sem stunda húsabyggingar hér í bænum, járnsmiðjurnar hafa einnig viðurkennt i þennan taxta fyrir þá verkamenn, sem stunda fagvinnu og auk þess Framhald á 7. síðu. LÍTILL, opinn vélbátur fór í róður frá Bíldudal á mánudaginn og voru tveir menn á bátnum, og voru þeir eigendur hans. Báturinn kom ekki heim á tilsettum tíma og í gær var Slysavaxnafélagi íslands gert aðvart um að hans væri sakn- að. Sendi Slysavamafélagið út skeyti til skipa um bátinn og bað um að þau svipuðust eftir honum og veittu honum aðstoð, ,ef með þyrfti. Jafnframt mun hafa verið hafin leit að bátnum frá Bíldu- dal, aðallega í Arnarfirði. í gærmorgun um klukkan 11 fannst báturinn á hvolfi utar- lega í Arnarfirði og var hann allmikið brotinn. Höfðu báðir menn.imir farrflt. Þeir, sem fórust þarna voru þeir: Bjami Sölavson, kvæntur og átti tvö ung börn og Mott- hías Ásgeirsson, kvæntur og átti eitt ungt bam. Voru mennimir báðir búsett- ir á Bíldudal. Tónlistarskólinn verður settur í dag kl. 4 í Hljóm skálanum. Nn er það svart, maður! Revýan „Nú er það svart, mað- ur“ var sýnd í vor 24 sinnum fyrir fullu húsi. Vegna þess, að ekkert lét varð á aðsókninni fró því fyrst til síðast, munu sýningar á revý- unni verða teknar upp aftur og verður hún sýnd í fyrsta sinn á .þessu hausti í Iðnó í kvöld. — Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á texta revýunnar, en þó ekki miklar, og leikendur eru allir hinir sömu og áður. Nýiri kaup- og kjarasamning- ar á ísafirði. Vinnuveitendafé- laginu settir úr- slitakostir. ERKALÝDSFÉLAGEE) „BALDUR“ á ísafirði hef- ir gert samninga við atvinnurek- endur þar á staðnum, neina Vinnuveitendafélagið. Kaupgjald karlmanna í al- mennri vinnu er kr. 2,10, á klukkustund. í skipavinnu kr. 2,30, við kol, salt og sement kr. 2,75. Eftirvinna í öllum þessum greinum er 50% hærri og í næt ur- og helgidagavinnu 100% hærri. Samið var um 8 stunda vinnudag. Vinnuveitendafélagið á staðn um hefir ekki skrifað undir samninga enn þá, en allsherjar- atkvæðagreiðsla hefir farið fram í „Baldri“ um að gefa stjórn félagsins umboð til þess að hefja verkfall hjá meðlim- um Vinnuveitendafélagsins, ef ekki verður búið að skrifa und- ir að viku liðinni. Fimmtudagur 1. október 1942.- Sex nflr Islenzkir ræðismeflo i BafldaribiflDiB. ”0 REGN frá Washington hermir, að Thor Thors, sendiherra íslands í Banda- ríkjunum hafi tilkyunt í gær að sex nýjar íslenzkar ræðis- mannaskrifstofur hafi veriS opnaðar í Bandaríkj unuin. Hinir nýskipuðu stjórnarfull- trúar eru prófessor Richard Beck í Grand Forks, Norður- Dakota, Valdimar Bjömson, Minneapolis, Minnesota; Barðí Skúlason, Portland, Oregon; Ámi Helgason(?), Chicago, Illi- nois, og Magnús Magnússon f Boston, en hann er nú í þjón- ustu sem liðsforingi í amerikska strandvarnarliðlnu. Um leið og Thor Thors til- kynnti þessa fjölgun íslenzkra stjórnarfulltrúa 'í Bandaríkjun- um, sagði hann: „Þetta er enn eitt spor, sem. þjóð mín stígur til að taka ut- anríkismálin í sínar hendur, og er það nýr hlekkur í vináttu- sambandinu milli íslands og Bandaríkjanna.“ Frh. á 7. síðu. Uodirlæglnháttnr koimúolsta nr figooð atvinnnrekeoda. Vinnuveitendafélagið hyggur gott til að feta í fótspor setuliðsins. \T ERKAMENN vinna áfram, þó að ekki hafi verið * samið við verkalýðsfélögin.“ Þetta sagði VíSir í gær um setuliðsvinnuna, og það er sami hlakktónninn í skrifum blaðsins og hjá Eggert Claessen í Morgunblaðinu um daginn, rétt eftir að uppgjöf kommúnista fyrir valdboði setuliðsins varð kunn. Hann fagnaði því og sagði, að setu- liðið væri í sínum fulla rétti, að gefa út slíkt valdboð. Vitanlega getur setuliðið gef- ið út eins mörg valdboð og það vill, og íslenzkir atvinnurekend ur farið í þá slóð þess, en hitt er svo allt annað mál, hvort samtök verkamanna viðurkenna slík valdboð eða ekki. Frá því að verkalýðshreyfing in hófst hér á landi hefir barátt an ekki hvað sízt staðið um þetta atriði: hvört verkalýður- inn skyldi beygja sig fyrir slík- um valdboðum. Þessi barátta er nú orðin yf- ir 40 ára hér á landi og verka- menn höfðu unnið sigur. Þeir höfðu kennt atvinnurekendum i að virða samtök verkamanna til sjós og lands og fyrir atbeina Alþýðuflokksins viðurkenndi al þingi með löggjöf jafnan rétt verkamanna og atvinnurekenda til að mynda samtök og gerði báða aðila jafn réttháa við samningsborðið. Þetta var stórt spor 1 frelsisbaráttu verkalýðs- ins. Þegar hið erlenda setulið kom hingað reyndu kommúnist ar fyrst í stað að gera því allt til bölvunar, sem þeir gátu. Þá var líka Stalin í vináttu mikilli við Hitler. Menn héldu að þrátt j fyrir það þó að margt hefði breytzt erlendis og Stalin væri orðinn bandamaður Breta og Bandaríkj anna, myndu komm- únistar hér uppi á íslandi, sem höfðu fengið völdin yfir einu stærsta verkamannafélagi landsins, þó reyna að sýna ein- hvern lit á því, að gæta hags- muna verkamanna gagnvart setuliðinu. En hvað skeður? Þegar setuliðið breytir allri af- stöðu sinni til samtaka ís- lenzkra verkamanna, géfur út valdboð um kjör þeirra og neit- ar að semja við samtökin, þá lyppast kommúnistar niður eins og lúbarðir rakkar, án þess að gera minnstu tilraun til að halda uppi helgasta rétti sam- takanna. Það er engin furða þó að framkvæmdastjóri Vinnu- veitendafélagsins og atvinnu- rekendur yfirleitt fagni í kór. Það er verið að ryðja veginn fyrir atvinnurekendavaldið. — Og það er hið svokallaða „for- ystulið verkalýðsins“, eins og kommúnistar kalla sjálfa sig, sem hefir hjálpað til að ryðja þennan veg. Kommúnistar viðurkenndu í raun og veru valdboð setuliðs- ins. Það er þeirra óafmáanlega sök.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.